Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 23
^ Miðvikudagur 4. maí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 23 Welch - ' Frh. af bls. 1 hann samúð með verkfalli ykkar? ■ — - J a. F — Þið hafði samt ekki get- að fengið löndunarmennina í lið með ykkur, svo að ekki virðast þeir hafa mikla sam- úð með verkfallinu. — Tilfinningar þeirra geta breytzt. Þeir vilja vinna, meðan skipin koma, en nú koma bráðum ekki fleiri skip. Langflestir, já, mjög mikill meirihluti Grimsby- búa styður okkur, og ég tel líklegt, að löndunarmennimir snúist bráðlega á sveif með okkur. ► -fc- Fullviss um sigur — Getið þið haldið lengi út í verkfallinu, ef engin önnur verkalýðsfélög standa J með ykkur? .— Já, við getum sannarlega lialdið það lengi út. Það er áreið anlegt. Ég vona samt auðvitað, að eigendurnir fallist á kröfur okkar innan skamms, Þið Is- lendingar eruð nú búnir að binda öll skip þeirra við bryggjur. Það tókst ykkur! Ég vil taka það fram, að að- jgerðir okkar byggjast á megin- reglu, sem gildir jafnt um önn- tir lönd og Island. Ef eitthvert annað land ætlar að færa fisk- veiðilandhelgi sína út á sama ■hótt og þið hafið gert, þá setj- tun við skip þess einnig í bann. Við erum fullvissir um sigur okkar gagnvart ykkur. fh ★ Vill koma til Reykjavíkur — Hvað finnst yður um síð- ustu aflasölur okkar og hið háa yerð, sem við fáum í Grimsby? —. Þær stórspilla fyrir ykkur. J>ið eigið eftir að iðrast þess- ara söluferða; þær hafa gert fólk mjög beizkt í garð íslend- inga. Þær eru einungis til ills eins. Svo vitum við líka, að sumt af þessum fiski er veiddur langt innan takmarka sjálfra ykkar, uppi í landsteinum. Það á eftir að valda ykkur áhyggjum. Ykk- ar skip hafa veitt 16 sjómílur innan takmarkanna. Það sýnir, hve langt þið hafið seilzt út á úthafið, sameign allra þjóða. Annars langar mig að koma til Reykjavíkur, þegar ég á frí. Það er bara verst, að þið skul- ið ekki hafa neinn her til þess að verja mig! Útþenslupólitík — Við erum svo friðsamir á íslandi. Við myndum ekki gera yður neitt mein, og þér gætuð verið hér óáreittur eins lengi og þér vilduð. — Haldið þér það í alvöru? Þið friðsamir? Af hverju rekið þið þá útþenslupólitík? Annars vonast ég til, að við getum orð- ið vinir, þegar þetta mál er úr sögunni. Mig langar afarmikið til þess að koma til Islands (I would love to come). Vonandi eiga þjóðirnar eftir að vingast aftur. Við skjótum ykkur ekki, þótt verið geti, að okkur langi til þess stundum, nei, við ger- um það ekki samt. En það er nú þannig, að ljón- ið hefur skott, og hvað gerist, þegar snúið er upp á það? Það reiðist! Síðan fékkst Welch ekki til að segja meira. - Engin ályktun á fundinn. Danskir áheyrend- ur á fundinum virtust flest- allir vera á móti afhendingu handritanna. Þess má að lokum geta, að engin ályktun var gerð á fund inum. ★ Annars staðar í blaðinu í dag er minnzt á fund Stud- enterforeningen og þess getið, hverjir voru ræðumenn. — T shombe Framhald af bls. 1. Þar er svo kveðið á, að stjórn samtakanna í Kongó hafi leyfi til að beita vopnavaldi, ef nauðsyn beri til; að allir erlendir hernað- arsérfræðingar fari frá Kongó, utan þeir, sem eru í þjónustu Sameinuðu Þjóðanna og að gagn ger rannsókn fari fram á lífiáti Lumumba. — ★ — Þá hefur stjóm Belgíu sent Sameinuðu Þjóðunum tilmæli um að hlutast til um að látnir verði lausir belgískir hernaðar- sérfræðingar, sem komu með Tshombe til Coquilhatville. Voru þeir þá þegar teknir höndum af hermönnum stjórnarinnar í Leo poldville og fluttir þangað. — íþróttir Framhald af bls 22. aðstöðu fyrir KFR. Helgi Þor- Bteinsson og Guðmundur mjaka stigatölunni upp í 8 fyrir ÍR en Ölafur Thorlacius jafnar fyrir KFR. Helgi bætir fjórum stigum ,við fyrir ÍR og var önnur karfan Igerð með glæsilegu sveifluskoti, , 6em Helgi virðist hafa einka- leyfi á. ÍR hafði nú náð forskoti, , eem óx hægt en ákveðið út leik- inn. Hálfleiknum lauk með 10 Btiga forskoti ÍR 81:21. Síðari hálfleikur var endurtekn Ing á þeim fyrri. Guðmudur Þor Steinsson varð að víkja af leik- velli snemma 1 síðari hálfleik. Hann hafði átt mjög góðan leik *>g skorað 11 stig auk þess sem bann gerði Sigurð Helgason ó- I virkan. Helgi tók nú stöðu Guð- tnundar á miðjunni og skilaði því hlutverki glæsilega. Hann skor- #ði 14 stig og þar af mörg með fcínum óverjandi sveifluskotum.. Enda þótt hann meiddist á hægri Ihendi þá virtist hann jafnvígur á þá vinstri. *• Hólmsteinn Sigurðsson lék nú #inn sinn bezta leik í mótinu. Hann skoraði 22 stig. Þorsteinn Uallgrímsson skoraði aðeins 13 6tig, en hann gætti líika Einars Matthíassonar og fylgdi honum eins og skuggi, enda fékk Einar ekki næði til að skora nema 9 6tig fyrir KFR. ■ Af liði KFR var Ingi Þorsteins ison stigahæstur með 12 stig, JCarl Jóhannsson var með 9 og Ólafur Thorlacius með 7 stig. ■ ÍRingar mættu til leiks með Ékveðna leikaðferð (weak-side iplay), sem þeim hafði gefist vel Igegn ÍKF fyrr á mótinu. Skipt- Singar þeirra voru hraðar og vel Ihugsaðar og hjálparvörn þeirra itókst betur en sézt hefir hjá öðr- um liðum. í heild er liðið vel Jjjálfað og samæf-t og þegar því tekst upp, er það tvímælalaust isterkasta körfuknattleiksliðið, eem við eigum í dag. i Dómarar voru Viðar Hjartar- *on og Ingi Gunnarsson og dæmdu þeir ágætlega Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för móður minnar SÆFINNU JÓNSDÓTTUR Fyrir hönd aðstandenda. Eiríkur Ásbjörnsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar EINARS GUDMUNDSSONAR Breiðagerði 19. Snæbjörg Ólafsdóttir og börn. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför móður okkar ÓLAFÍU MARGRÉTAR BJARNADÓTTUR frá Súðavík Börnin Móðir mín og tengdamóðir, guðrUn sæmundsdóttir frá Vindheimum andaðist að heimili sínu Túngötu 30, aðfaranótt sunnu- dagsins 30. apríl. — Jarðarför hennar fer fram frá Fríkirkjunni, föstudaginn. 5. maí, kl. 2 e.h. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. — Blóm eru vinsam- legast afbeðin, þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Guðrún Þórðardóttir, Eggert Kristjánsson • HJÖRTUR JÓNSSON andaðist 28. apríl sl. að heimili sínu Grenimel 10. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 4. maí kl. 1,30 e.h. Ása Jóhannsdóttir, Sigurjón Guðmundsson Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för, ÓLAFS KLEMENSSONAR Borgarnesi Sérstaklega þökkum við öllum, sem gerðu allt til að lina þjáningar hans, og öðrum, er styttu honum stundir með heimsóknum í veikindum hans.. Hjörtfríður Kristjánsdóttir Kristolina Ólafsdóttir, Jón Benediktsson, Jón Ólafsson, Erna Guðmundsdóttir Kristján Ólafsson, Agnar Ólafsson, 1 Litla dóttir okkar, HJÖRDlS ARNARDÓTTIR lézt á Ríkissjúkrahúsinu í KaupmEmnahöfn 1. mai örn Sigurjónsson, Inga Guðmundsdóttir Maðurinn minn og faðir STEFÁN RUNÓLFSSON frá Hólmi andaðist að heimili okkar Hvassaleiti 153, 30. apríl. Olga Bjarnadóttir, Gunnhildur Stefánsdóttir Systir mín KRISTJANA GESTSDÓTTIR andaðist 18. apríi sL í Montreal, Kanada. Kristján L. Gestsson Móðir okkar ANNA LOVfSA KOLBEINSDÓTTIR Vesturgötu 41 andaðist að heimili sínu hinn 1. maí. — Kolbeinn Finnsson, Kristín Finnsdóttir, Björgvin Finnsson. Konan mín RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR andaðist að heimili okkar Bergstaðastræti 24 B, að kvöldi hins L maí. Einar Tómasson Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, ^ CARL NIELSEN andaðist í Landsspítalanum 28. þ.m. Ingibjörg Nielsen, Hans Nielsen, Bryndís Annasdóttir, böm og barnaböm. Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir. ýp KRISTMANN JÓNSSON Tangagötu 29, Isafirði andaðist í LandsspítEilanum, föstudaginn 28. apríl. Jarðað verður á ísEtfirði. — Kveðjuathöfn fer íréun fimmtudaginn 4. mEÚ frá Dómkirkjunni kl. 2 e.h. Björg Jónsdóttir, synir og tengdadætur. Faðir minn KRISTINN BRYNJÓLFSSON Ráðagerði verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 4. maí kl. 10,30. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Guðríður Kristinsdóttir Móðir okkar og amma STEINUNN ÖGMUNDSDÓTTIR Þórarinsstöðum lézt þann 28. apríl sl. — Útför hennar fer fram frá Hrunakirkju, laugardaginn 6. maí n.k. kl. 1,00 e.h. Jóhanna Guðmundsdóttir, Ögmundur Guðmundsson Steinunn Þorstoinsdóttir Móðir mín, ANNA SOFFlA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Raufarhöfn, sem andaðist að Elliheimilinu Grund, 27. aprfl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. mai kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. -■**" Sigurður Árnason. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináftu við andlát og jEurðarför móður okkEir, SOLVEIGAR HELGADÓTTUR Sigurbjörg Sigurðardóttir, Valdimar Sigurðsson. Okkar alúðarfyllstu þakkir færum við öllu frændfólki, vinum og kunningjum, er sýndu okkur sEimúð og hlut- tekningu við andlát og jarðarför föður okkar og tengda- föður, JÓNS ÞORSTEINSSONAR söðlasmiðs Haraldur Jónsson, Þorsteinn L. Jónsson, Júlía Matthíasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.