Morgunblaðið - 07.05.1961, Blaðsíða 1
II
pí>r§ml>iW>i§>
Sunnudagur 7. mal 1961
IManna Ebbing
SIGRID UNDSET
OG ÍSLAND
I BERNSKULYSINGUNNI
„11 ára" segir Sigrid Undset
á einum stað frá því, að hún
las upphátt úr íslendingasög-
um við sjúkrabeð föður síns
— las á forníslenzku. Ræk-
ist hún á eitthvað sem hún
skildi ekki sakir æsku sinnar
og ónógrar málakunnáttu, þá
útskýrði faðir hennar bæði
orðin og hugsanaganginn að
baki þeim.
„Þegar hún taldi sig skilja það
svona nokkurn veginn, hélt hún
hugrökk áfram lestrinum", segir
hún.
Sögurnar vöktu og ólu hug-
myndaflug hennar frá fyrstu
stund. En barnið Sigrid Undset
'las líka nokkur kvæði. Sum
þeirra voru svo fögur að þau
fylltu hana hrolli og hún gleymdi
öllu öðru. Til dæmis Dánaróður
Hjálmars þar sem þessar línur
standa:
Dxag þú mér af hendi
hring inn rauða,
færðu inni ungu
Ingibjörgu.
Sá mun henni
hugfastr tregi
er ek eigi kem
til Uppsala.
Enda þótt hún hafi tæpast
skilið hina dýpri merkingu þess-
ara ljóðlína svo ung að árum,
þá óraði hana óljóst fyrir hinum
áhrifamikla bakgrunni og fann
örlagahrynjandina bak við skáld
skapinn.
Sigrid Undset var ekki nema
tíu ára gömul þegar hún kom
inn í töfraheim íslendingasagna
og' þaðan hvarf hún aldrei aftur.
Á stríðsárunum, þegar hún var
einhver bezti erindreki Noregs á
imenningarsviðinu og dvaldist
landflótta í Bandaríkjunum,
skrifaði hún grein á ensku: „A
Book that was a Turningpoint in
rny Life". Svo mikilvæg voru
fyrstu kynni hennar af Njáls
sögu, að þau ollu þáttaskilum í
Ií(fi hennar. Sagan um hvernig
þau kynni tókust er skemmtileg.
f bókasafni afa hennar, sem
var ráðsmaður á Vollon-búgarði
hjá Þrándheimi, voru bara dökk
«r bækur og harðneskjulegar, en
hún tók sér fyrir hendur að rann
6aka þær þrátt fyrir ólystugt yf-
irbragð. Þarna fann hún eintak
ef Njáls sögu og hafði það með
eér út i eitt garðshornið. Hún
faldi sig i kjarrinu og var brátt
bvo niðursokkin i frásögnina um
hið íorna ísland að — „að ég
gleymdi bæði að verið vax að
heyja og hirða, og að amma ætl-
aði í kaupstaðinn að gera inn-
kaup og heimsækja kunningjana.
Ég átti ekki aðra ósk en fá að
vera í friði með þessa bók, sem
©pnaði fyrir mér nýja og dásam
lega raunsanna vesöld", segir
hún.
Ekki einu sinni kaupstaðarferð
in og innkaupin fengu freistað
hennar til a8 leggja frá sér sög-
una um Njálssyni og Gunnar á
Hlíðarenda, þó ekki væri nema
í nokkra tíma. Við sjáum fyrir
okkur þennan telpuhnokka þar
sem hún situr í hnipri bak við
Býringaxunnana með bókina í
kjöltu sér, frá sér numin af
stemningunni og hinum áhrifa-
miklu atburðum, sem hafa gagn-
tekið kynslóð eftir kynslóð af
lesendu mog hlustendum.
Fyrir Sigrid Undset varð þessi
bók lykillinn að hinum fjarlæga
töfraheimi íslendingasagna. Já,
við getum gengið út frá því sem
vísu, að Njáls saga varð upphaf
ið að hennar eigin frægð, því eng
inn getur dregið í efa, að forn-
sögurnar urðu einmitt auðugasta
uppspretta andagiftar hennar.
Það var í fornsögurnar sem hún
sótti eitt helzta yrkisefnið í mið
aldasögum sínum, nefnilega hina
eilífu baráttu milli samvizku ein
staklingsins og umhverfisins.
Hugurinn leitar ósjálfrátt til
Kristínar Lavransdóttur og
Magnúsar Auðunssonar. Af því
sögurnar eiga sér stað í umhverfi
sem nú er horfið, strika þær und
ir þá staðreynd að þær fjalla um
sjálf grundvallaratriði mannlífs
ins — a.m.k. í menningu hins
vestræna heims. Og fornsögurn-
ar hefðu ekki getað orðið til ann
ars staðar en í þjóðfélagi frjálsra
manna, sem voru rigbundnir
fósturmoldinni og elskuðu hana
af ástríðu, en voru jafnframt
knúðir til ferðalaga um gervalla
Evrópu vegna fátæktar þessarar
sömu moldar, sem kaupmenn og
víkingar — og seinna pílagrím
ar og námsmenn, segir Sigrid
Undset.
— • —
í sömu grein leggur hún á-
herzlu á það við bandaríska les
endur, að fornsögurnar séu
hvorki germanskar né norrænar
— né noskar. Þær eru íslenzkar,
samdar af íslendingum á íslandi,
af rithöfundum sem að hennar
dómi eiga erindi við nútímamenn
í Bandaríkjunum og víðar, ef
ekki af sögulegum ástæðum, þá
tvímælalaust af listrænum ástæð
um.
Njáls saga, snilldarverkið
meðal snilldarverkanna, er auð-
ugust og margbreytilegust í með-
ferð sinni á yrkisefnum fornsagn
anna. En sé lagður hreinn list-
rænn mælikvarði á sögurnar, þá
lítur Sigrid Undset á Hrafnkels
sögu Freysgoða sem gimstein-
inn meðal þeirra. Og hún segir
að — „fyrir mig persónulega eru
sögurnar um Hörð Grímkelsson
og Gísla Súrsson þær sem ég
held mest upp á — þær eru svo
nístandi fagrar".
— * —
f hinum auðugu og fjölbreyttu
ritverkum skáldkonunnar rek-
umst við víða á tilvísanir og at-
burði úr fornsögunum, semjhún
þekkti eins og lófana á sér. Hún
hafði fastmótaðar hugmyndir
um hvern einstakling í hinu
mikla mannsafni sagnanna, og
gat lýst hverjum og einum með
fáum orðum, ef nauðsyn krafði.
Sigrid Undset hefur af sinni
djúphygli gert grein fyrir því,
hvar íslenzk sérgoð komu fram
og voru tilbeðin á landnámsöld
(Trossskiftet i Norge — 1937).
Og víða hefur hún bent á hvílíka
geipiþýðingu bókin — hið nýja
menningarfyrirbæri sem kom í
kjölfar kristindómsins — hafði.
Á íslandi varð feðratungan rit-
mál, en ekki latína eins og í öðr-
um kristnum löndum á þeim
tíma. Bókin var skrifuð á ís-
lenzka tungu af íslenzkum prest-
um, og varð grundvöllur hinnar
glæsilegu íslenzku bókmennta-
hefðar með sögum og kvæðum,
kristnum ljóðum, trúarritum og
annálum. „Auðugt hérað með
sérkennilegri náttúru var lagt
við heimsbókmenntirnar. Það
hefur æ síðan verið ótæmandi
uppspretta innblásturs, bæði vís-
indalegs og listræns", segir hún.
Sigrid Undset hefur sjálf
bergt af þessum uppsprettum.
Með óslökkvandi þekkingar-
lýsingar á náttúru og gróðri, á
smámunum og umstangi daglega
lífsins, sem ekki er að finna í
venjulegum íslendingasögum.
Bókin er sprottin úr konusál, at-
burðirnir skoðaðir með augum
konu.
— • —
Þekkingu sína á forníslenzku
sannaði Sigrid Undset með hin>
um ágætu þýðingum sínum á
„Tre sagaer om islændinger". Að
tilhlutan Riksmálsvernet gaf hún
út á hljómmikilli norsku Víga-
Glúms sögu, Kormáks sögu og
Bandamanna sögu og ritaði sjálf
innganginn (1923).
í hálærðri ritgerð, sem senni-
lega var skrifuð fyrir tímarit í
Ameríku, gerir Sigrid Undset
ítarlega grein fyrir heiðindómi
og kristindómi á fslandi miðalda.
Ritgerðin er í safni óprentaðra
verka skáldkonunnar, sem pró-
fessor A. H. Winsnes (höfundur
ævisögu hennar) gaf út árið
1952 undir nafninu ,,Artikler og
taler fra krigstiden".
Hið gamla dálæti sitt á blóma-
skeiði norrænna bókmennta
skildi skáldkonan ekki við sig á
útlegðarárunum. Hún leitaðist
Sigrid Undset
þorsta og ótrúlegri gjörhygli leit
aði hún þær allar uppi og miðl-
aði síðan öðrum af því sem hún
fann. Ótrúlegur hæfileiki hennar
til að gera sér söguöldina og
miðaldirnar á íslandi innlífar, já
beinlínis til að taka persónuleg-
an þátt í hinu nýja þjóðfélagi
sem svo snögglega reis af grunni
á eylandinu í Atlantshafi, kemur
berlega fram í stórum hluta af
ritverkum hennar, ekki sízt í
þeim mikilvæga hluta sem sam-
anstendur af ritgerðum og grein-
um, fyrirlestrum og ræðum, en
að þeim mun vikið seinna.
- • —
Það er tæpast tilviljun að eitt
af fyrstu verkum skáldkonunnar
varð ,,fornsag|a". „Fortællingen
om Viga-Ljot og Vigdis" (1909),
sem af mörgum var talin léleg
stæling á fornsögunum, er sjálf-
stæð saga í fornum stíl. Að vísu
minnir Vigdís, hin stælta kven-
hetja, á Guðrúnu í Laxdælasögu.
,,Þeim var ég verst er ég unni
mest". Og ekki verður því neit-
að að Ljótur, með sitt táknræna
nafn, ber ýmis einkenni úr ís-
lendingasögum, ekki öll göfug.
En sé litið á „Fortællingen om
Viga-Ljot og Vigdis" sem bók og
listaverk, þá er ekki hægt að
segja að um stælingu sé að ræða.
Sagan er ósvikið verk skáldkon-
unnar, þar eru skilmerkilegar
við að vekja áhuga Ameríku-
manna á efninu með því að segja
þeim frá aðalatriðunum í forn-
íslenzkri goðafræði og sagnarit-
un, kristintöku og Sturlungaöld
og íslenzkri sögu fram til siða-
skipta.
Hún telur heilagan Þorlák í
Skálholti einn ástúðlegasta dýr-
ling allra tíma. Hann hafði beygt
sig svo fullkomlega undir vilja
Guðs, að enginn hafði nokkru
isinni heyrt hann kvnrta yfir
veðurfarinu. Þeir sem þekkja til
veðráttunnar á íslandi hljóta að
viðurkenna að heilagur Þorlákur
er einn mesti dýrlingur sem
jörðina hefur gist, segir hún
glettnislega.
Annan biskup, hinn fróma
Guðmund Arason, álítur hún
allra áhrifamesta persónuleika í
þúsun dára sögu fslands. Jafnvel
örgustu fjandmenn hans báru
virðingu fyrir frómlyndi hans og
strangleik.
Af ríkri innlífun og gneistandi
hrifningu segir Sigrid Undset frá
Jóni Arasyni Hólabiskupi og
hörmulegum örlögum hans, og
jiafnframt frá ást íslendinga á
honum.
f ofannefndu greinasafni er
ritgerðin „Þorgils örrabeins-
stjúpr", einnig skrifuð í Ameríku
á stríðsárunum. Það er Flóa-
manna saga sem hér um ræðir,
og í ritgerðinni gerir skáldkonan
á hófsamlegan en skýran hátt
grein fyrir skoðunum sínum á
gagnrýni og meðferð fornsagna
á síðustu öld undir forustu Finns
Jónssonar prófessors. Hún kall-
aði hann stórmeistara sinnar tíð-
ar í norrænni bókmenntasögu.
En það var næsta kynslóð með
prófessorana Sigurð Nordal,
Magnús Olsen og Freðerik
Paasche í broddi fylkingar, sem
setti mark sitt á okkar öld. Þess-
ir menn voru raunsæir fræði-
menn, en jafnframt listamenn
sjálfir og höfðu því þá þekkingu á
skáldskap til að bera, sem gerði
þeim kleift að sjá, að fslendinga-
sögur eru listaverk, ekki sagn-
fræðileg rit, hversu freistandi
sem það kynni að vera róman-
tiskum sveimhugum að trúa því
og óska, að sögurnar segðu frá
raunverulegum atburðum.
Hinir fornu sagnahöfundar
hljóta að hafa verið barnelskir,
segir hún. Þeir voru næmir fyrir
hjali barna og áttu auðvelt með
að skilja hvaða augum börn líta
á atburði og umhverfi. „Gegnum
fornsögurnar fer skrúðganga af
fallegum telpum, hraustum,
drengilegum og ástúðlegum pilt-
um og óstýrilátum börnum, reglu
legum óþekktarormum".
- • —
Enginn veit hve oft hugur
skáldkonunnar leitaði til ís-
lands. En öruggt^ er, að óskin um
að komast til íslands bjó með
henni árum saman. Hún hafði í
langan tíma fyrirætlanir um að
'flara þangað til að sjá landið meS
eigin augum, upplifa það land
sem hún þekkti betur en flest
önnur.
En jafnan varð eitthvað til að
ónýta þær fyrirætlanir, hún var
bundin við börn sín, heimili og
önnur verkefni.
Loksins bauðst þó tækifærið
sumarið 1931. En pílagrímsferð
hennar varð ekki hnökralaus.
Hún kom til Björgvinjar með
næturlestinni frá Osló að morgni
15. júlí ásamt sonum sínum
tveimur, Anders 18 ára og Hans
Benedict 12 ára gömlum. Sá eldri
varð eftir í Björgvin vegna las-
leika og átti að koma seinna með
d/s Lyru. Sjálf fór Sigrid Und-
set ásamt yngra syni sínum með
d/s Novu áleiðis til frændlands-
ins í vestri. Þegar skipið kom til
Þórshafnar í Færeyjum hökraði
það niðri, en komst á flot aftur
af eigin rammleik, og þannig
komust þau til fslands án frek-
ari tálma.
För Novu frá Bergen kringum
ísland, með viðkomu í helztu
höfnum, og heim aftur átti að
taka 24 daga. Þar sem það var
fyrirfram kunnugt að Sigrid
Undset væri með skipinu, flykkt-
ist fólk niður á bryggjurnar, þar
sem skipið lagði að landi, til að
sjá hina miklu norsku skáld.
konu, sem hin bókelska íslenzka
þjóð hafði fengið mikið dálæti á.
Hvarvetna var hún hyllt af fólk-
inu. Á einum stað voru henni
færð tvö forkunnarfalleg lamb-
skinn, sem hún hafði æ síðan á
tveimur stólum heima á Bjerke-
bekk.
— • —
Ætlunin var að Sigrid Undset
færi heim aftur með Novu. En
þegar skipið kom til Akureyrar
bauð íslenzka ríkið henni í langa
ökuferð þvert yfir landið til
Reykjavíkur. Ríkisstjórnin hafði
sent bæði leiðsögumenn og bíl.
Þetta hlýtur að hafa verið
henni mikið gleðiefni.
Hún yfirgaf skipið og fór
ásamt Sigurði Guðmundssyni
skólameistara á Akureyri inn i
Eyjafjörð og ók síðan um Hörg-
árdal þar sem hún heimsótti
ýmsa merkisstaði. Alls staðar
var hún nákunnug þeim sögu-
legu viðburðum sem tengdir
voru hverjum stað. Já, svo vel
var húri heima í sögu héraðsins,
að skólameistarinn taldi örugg-
ast að rifia upp fyrir sér Víga-
Frh, á bls. 2