Morgunblaðið - 07.05.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 7. maí 1961 MORCVWBLAÐIÐ 5 INiokkur huudruð menn gengu á land Og Castro sýndi herstyrk sinn í NÝÚTKOMNU hefti af U.S. News & World Report birtist eftirfarandi grein um land- gönguna á Kúbu, markmið hennar og árangur. Kemur þar m.a. í ljós að aldrei gengu á laird nema nokkur hundruð menn. ★ Fyrsta skrefið í þeirri viðleitni að frelsaKúbu frá kommúnistisku einræði hefur nú verið tekið. — 200 kúbanskir andstæðingar Castros gengu á land á strönd jþessa eylands fyrir dögun mánu- daginn 17. apríl. Þremur dögum seinna voru margir af þessum landgönguliðum fallnir, særðir eða teknir til fanga. — Stjórn Castros lýsti yfir „fullkomnum Bigri“. En nokkrir andstæðingar Castros höfðu þó brotizt til hinna illa stöddu skæruliðaflokka uppi í fjöllum Mið-Kúbu með lífs- nauðsynlegar vistir. Og eftir fyrstu landgönguna tókst flokk- um Castro-andstæðinga að ganga á land á sex öðrum stöðum á eynni. Baráttan gegn Castro- kommúnistum var rétt að byrja. Markmið þessara fyrstu inn- rásarflokka var ekki að steypa á fáum_ dögum stjórn Castros á Kúbu. Áður en ínnrásin var haf- in, var það almennt vitað, að kommúnistar höfðu alltof sterk tök á Kúbu til að hægt væri að Ihrekja þá þannig frá. Hið raunverulega markmið var að neyða stjórn Castros á Kúbu til að sýna herstyrk sinn, að styrkja skæruliðana, sem íberjast gegn Castro á Kúbu og ikanna styrkleika neðanjarðar- hreyfingarinnar. Þessu mark- miði var náð með þriggja daga ibardögum og uppnámi. • Kommúnistar voru þvingað ir til að opinbera allan þann her Btyrk, sem þeir hafa komið upp á Kúbu, í aðeins 140 km fjar- lægð frá Bandaríkjunum. Þessi iherstyrkur reyndist vera mesti Iherafli, sem nokkuru tíma hefur verið saman kominn á einum stað á vesturhvelinu, utan Banda ríkjanna. • Fregnir um að fullkomin innrás væri að fara af stað á Kúbu, þvinguðu Nikita Krúsjeff einnig til að láta sín tromp uppi. IHann hótaði Bandaríkjaforseta Og leiðtogum annarra Ameríku- ríkja stríði á vesturhvelinu. • Neðanjarðarhreyfingin á Kúbu gegn kommúnistum Castr os reyndist vera miklu veikari en áður hafði verið haldið og Castrosinnar höfðu Ikomið sér ibetur fyrir innan hennar. Allt þetta kom forseta Banda- ríkjanna til að gera heyrum kunnugt þann 20. apríl að af- Bkiptaleysisstefna Bandaríkj anna í málinu væri ekki ófrávíkjanleg. Bandaríkin mundu ekki hika við að gera nauðsynlegar ráðstafanir itil að þurrka út kommúnistiska árásarherstöð á Vesturhvelinu, sjálfum sér til varnar, ' sagði hann. Það sem gerðist eftir landgöng una 17. apríl, dró fram í dags- Ijósið bæði hernaðarstyrkleika og veikleika hinnar kommúnis- tisku Castrostjórnar á Kúbu. Þegar andstæðingar Castros eettu fjóra 50 manna hópa á land á strönd Suður-Kúbu 17. apríl, ekar Castro upp herör. Hernað erástand varð á Kúbu, sem nú er svo að segja kommúnistaríki. Gegn þessum 200 mönnum, sem hvorki höfðu neina skriðdreka né orrustuflugvélar sér til stuðn ings, valdi Castro bezta 400.000 manna liðið í landhernum og sendi það snarlega á vettvang. HERSTYRKUR CASTROS Heraflinn, sem stjórn Castros kallaði þannig út, var sem hér segir: • Að minnsta kosti 250 þús. landvarnarliðar, aðallega vopnað ir léttum handvélbyssum af nýj ustu gerð með 40 skota magasíni frá Tékkóslóvakíu. • Um 15 þús. manna úrvalslið, skipað ungum mönnum, komm únistum og kommúnistahlyntum ofstækismönnum, sem vopnaðir eru nýjum belgiskum FN rifflum er skjóta 600 skotum úr 20 skota magasínum á mínútu. Þessi riff- ill er léttari en M 1 riffillinn bandaríski, sem hefur 8 skota magasín. • 100 skriðdreka lið, að mestu leyti af Sovétgerðinni T-34, sem kommúnistar notuðu í Kóreu. • Hinn eiginlegi Castroher Kúbu, um 40 þús. menn, búnir rússneskum vopnum. 0 Flugher, sem nú er verið að koma á fót í kringum Mig 15 orrustuþotur, er Sovétríkin hafa sent Kúbu, og nú fyrst er orðinn að einni heild. Um 200 kúbanskir flugmenn og 800 vallarstarfs- menn, sem eru við nám í Tékkó- slóvakíu, eru væntanlegir heim til Kúbu innan skamms. FYRST LOFTÁRÁS Það var hin dramatíska at- burðarás frá því laugardaginn 15. apríl og fram yfir landgöng- una mánudaginn 17. apríl, sem kom Castro og kommúnistaliði hans til að halda að á ferðinni væri meiri háttar innrás. Laugar daginn 15. apríl hófu þrír kúb anskir flugliðar sig á loft í B-26 sprengjuflugvél sinni. Þeir vörp uðu sprengjum beint á eldneytis- og skotfærageymslur á þremur flugvöilum á Kúbu, áður en þeir tóku stefnuna á flugvelli í Bandaríkjunum og Mið-Ame- ríku. Fidel Castro kenndi í reiði sinni Bandaríkjastjórn um loft- árásina. Hann sagði að þessi loft árás gæti verið „undanfari inn- rásar“. Og hann gaf skipun um alsherjar útkall kúbanska hers- ins og heimavarnarliðsins. — Castro var enn að heimta ,,að- gerðir" af hálfu Sameinuðu þjóð anna, þegar fyrstu landgöngu- sveitir Castroandstæðinga gengu á land á Kúbu snemma morg- uns 17. apríl. Fyrsti lendingarstaðurinn var Palya Largo, sem er á strönd Bahia de Cochinos eða Svína- flóa. Flóinn skerst inn í suður- strönd Kúbu í um 110 mílna fjar lægð frá Havana. Landgöngulið arnir í Palya Largo urðu að sækja yfir eða krækja fyrir Zapata-fenin, til að komast til Havana eða til skæruliðasveit- anna uppi í fjöllunum. Land- gönguliðunum var skipt í 10 manna sveitir. Nálægt bænum Jagúey Grande komu sveitirnar beint í fangið á mörg þúsund manna úrvalssveitum Castros, sem sýnilega voru búnar undir að mæta stórum innrásarher. RAUÐIR SKRIÐDREKAR OG FLUGVÉLAR Menn Castros höfðu komið skriðdrekunum fyrir sem stór- skotaliði. Sovézkar árásarflugvél ar í flugher Castros leituðu uppi dreifða flokka Castrosandstæð- inga. Skömmu eftir sólarupprás, meðan innrásarliðið hélt inn 1 landið, var gefin út tilkynning í stuttbylgjuútvarpi Castros um að fjórar grámálaðar sprengju- flugvélar af gerðinni B-26 hefðu sézt yfir fiskiþorpi einu á suður strönd Kúbu, Laguna de Tesoro, sem Fidel Castro hefur mikið dálæti á. Rödd frá herstöðinni þar kallaði í æsingi á spönsku til stöðvanna í Havana: ,,Þeir senda niður sprengjur, sem springa niðri við jörðina. Þær falla rétt þar sem Fidel var“. Á þessum þremur dögum með an eltingalaíkurmn við herlið Castroandstæðinga hafði í för með sér óreiðu og sífellda skot. hríð, gengu um 300 Castroand- stæðingar til viðbótar á land á sex nýjum stöðum á Kúbuströnd. Það hafði orðið mikið mannfall í fyrstu landgöngunni, en sumir flokkanna sluppu þó í gegn til skæruliðanna í Escambray fjöll unum á Mið-Kúbu. Og þessir fáu menn ásamt birgðunum sem þeir höfðu meðferðis, voru alveg ó- metanlegir fyrir skæruliðasveitir Castroandstæðinga. Mánuðum saman hafði 10 þxis. Landgönguliðarnir gátu ekki búizt þeir áttu í höggi við skriðdreka þúsund manna vel vopnað lið. við að fella Castro ,er frá Rússlandi og mörg manna lið, búið úrvals vopnum, farið um fjöllin .samkvæmt skip un Castros til að reyna að ráða niðurlögum leyfanna af skæru- liðaflokkunum. Meðal skærulið- anna hafði því verið mikið mann fall. Þeir voru lika að verða vistalausir og að því komnir að láta hugfallast. Þá kom allt í einu í ljós, að þó þeir væru um kringdir vopnuðu, mörg þúsund manna kommúnistaliði, þá gat þeim borizt utanaðkomandi hjálp og Kúbumenn brotizt til þeirra í gegnum þetta rauða belti með vistir, skotfæri og ó- þreytta vel vopnum búna nýliða. Nú er sagt að Castroandstæðing ar uppi í fjöllunum láti aftur engan bilbug á sér finna. GÓÐ LEXÍA Bæði foringjar Castroandstæð inga og amerískir stuðnings- menn þeirra viðurkenndu að Monroe- kenningin 7823 1866 Orðrómur gekk um að Spánn mundi af- henda Frökkum Kúbu. Rússar voru með áform varðandi Kyrrahafsströnd Norður- Ameríku. James Monroe forseti aðvaraði þá Evrópuveldin um að Bandaríkin mundu líta á tilraun af þeirra hálfu til að auka völd sín nokkurs staðar á þessum jarðarhelmingi sem hættulega friði og þeirra eigin öryggi. Þetta varð frægt undir nafninu Monroe-kenningin. Bandaríkin beittu Monroe-kenningunni ó- spart til að stöðva tilraun Napoleons III. Frakklandskeisara til að setja á stofn keis- araveldi í Mexíkó undir forystu Maximilians erkihertoga. Bandaríkin fylgdu aðvörun sinni eftir með því að koma 100 þúsund manna liði fyrir meðfram landamærum Mexíkó. Frakkar drógu sig til baka. Þegar Bretland reyndi að færa út landa- mæri Brezku-Guiana og innlima þannig hluta af Venezúela, þá lýsti Grover Cleve- land forseti því yfir að það bryti í bága við Monreo-kenn- inguna — og Bretar féllust á sættir í landamæradeilunni. Þegar Þjóðverjar, Bretar og ítalir lokuðu höfnum Venezúela til að þvinga fram greiðslur á vangoldnum skuldum, þó mót- mæltu Bandaríkin ekki — en Theodore Roosevelt forseti bjó sig undir að senda orustuskipaflota, til að tryggja það að ekki yrði tekið neitt landsvæði. Beiting Monroe-kenningarinnar tók að breytast frá beinni þvingun af hálfu Bandaríkjamanna yfir i „sameiginlegar að- gerðir“ samkvæmt samningi Ameríkulandanna um gagn- kvæma aðstoð. Reglan um „sameiginlegar aðgerðir" var látin ná til kommúnisma með samþykkt á ráðstefnu Ameríkuríkjanna í Caracas, þar sem lýst var yfir að kommúnistayfirráð í nokkru amerísku ríki „væri ógnun“ við öll ríki Ameríku og væru tilefni til umræðna um aðgerðir í málinu. Nikita Krúsjeff, forsætisráðheira Sovét- ríkjanna, lýsti yfir 12. júlí: „Við lítum svo á að Monroe-kenningin sé útdauð — hafi dáið svo að segja eðlilegum dauða“. En utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna gaf yfirlýsingu 14. júlí: „Inntak Monroe- kenningarinnar hefur jafn-mikið gildi í dag eins og árið 1823“. — Kennedy forseti aðvaraði Rússa um að Bandaríkin mundu vemda „þennan jarðar- helming“ gegn hernaðarlegum afskiptum utanaðkomandi þjóða á Kúbu. 7895 7902 1947 7954 7960 7967 þetta hefði verið góð lexía, bæði í stjórnmálalegum og hernaðar- legum skilningi. Af því leiðir að kúbanskir andstæðingar Castrós í öðrum löndum munu ráðgera tíðari landgöngur á hina vog- skornu Kúbuströnd, en í hverri landgöngu verða fáir menn. Markmiðið verður að láta hið mikla vopnaða lið Castros hafa nóg að gera við að gæta þessarar löngu strandlinu Kúbu. Þa er greinilegt að Castro- kommúnistar em betur vopnaðir og skipulagið hjá þeim betra en Kúbubúar og útlendingar hafa áður gert sér í hugarlund. En það sem mörgum vitnum kom mest á óvart, var að sjá vald lögregl unnar, sem skipulögð er á komm úníska vísu á Kúbu. Þegar sam- bandið milli Havana og annarra landa komst loks í samt lag 20. apríl, varð það kunnugt að lögregluveldi með kommúnista sniði var komið á á Kúbu. Ungl ingar úr heimavarnaliði Castros, sumir ekki nema 13 ára gamlir, eigruðu um göturnar með byss- ur um öxl. Þeir voru að aðstoða lögregluna í að leita hús úr húsi að grunsamlegum Castroandstæð ingum, karlmönnum, konum og börnum. Sennilega munu um 50 þúsund handtökur hafa farið fram víðsvegar um landið. í Havana einni var 14 þús. manns smalað með byssuhlaupum í fang elsin og bráðabirgðafangabúðir í skólum, hótelum, íþróttasvæðum og jafnvel í ölgerðarhúsum. Skot liðar höfðu ærið að starfa. Eng inn veit hve marga Kúbubúa vopnað heimavarnarlið Castros skaut. Foringjum Castroandstæðinga kom saman um, að vitneskja Castrosinna um athafnir þeirra á Kúbu hefði verið miklu víðtæk ari en nokkurn hafði grunað fyr irfram. Til að reyna hæfni skemmdaverkamanna og neðan- jarðarsveita, höfðu foringjar Castroandstæðinga fengið sum um þeirra sérstök verkefni. Að- eins fáir af þessum flokkum leystu þau samkvæmt skipunum. Margir reyndust ekki einu sinni vera til. í öðrum flokkum leynd ust Castrosinnar innanum, og gerðu aðvart, svo að hópurinn var umkringdur, og meðlimir hans leiddir burtu í fangelsi eða skotnir á staðnum af kommún- ískri leynilöglegru Castros. EINN STÓR ÁVINNINGUR Aðalávinningurinn með „inn- rásinni“ 17. apríl hefur e. t. v. verið sá, að hún varð til þess að Krúsjeff felldi grímuna í málefndum Kúbu. Castro og kommúnistarnir fóru fram á hjálp 17. apríl gegn því sem þeir þá héldu vera allsherjar innrás. Og að morgni þess 18. afhenti Krúsjeff í bandaríska sendiráðið hvassorða orðsendingu til Kenne- dys forseta í Washington. f orð- sendingunni sakaði Krúsjeff Bandaríkin um að varpa sprengj um á borgir á Kúbu og innrás á landið. Síðan hótaði hann for- seta Bandaríkjanna því, að Sovét ríkin mundi skerast í leikinn á Kúbu og styðja Gastro og komm- únista hans. Þessi aðvörun var í rauninni ögrun við Monroe-kenn- inguna, Þetta var líka ögrun við grundvallarkenningar hinna bandarísku ríkja, sem telja Framhald á bls. 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.