Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 1
24 siður
vcgmMábifo
48. árgangur
103. tbl. — Miðvikudagur 10. maí 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsins
NATO ráöstefn-
unni lýkur í dag
Ósló, 9. maí. (NTB/Reuter)
DEAN Busk, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, lýsti
því yfir í dag á fundi utan-
ríkisráðherra Atlantshafs-
bandlalagsríkjanna í Ósló, að
ef Bússar grípi til einhliða
aðgerða til að breyta aðstöðu
Berlínar, muni ríkisstjórn
Bandaríkjanna ráðfæra sig
við meðlimi NATO um vænt
anlegar gagnráðstafanir. Þá
sagði Busk að Bandaríkin
vseru reiðubúin að lána
NATO-ríkjunum fimm kaf-
báta, sem búnir væru Folar-
is-flugskeytum.
Síðdegis í dag, þegar verið var
sð ræða hernaðarmál NATO, hélt
Dean Rusk stutta ræðu, þar sem
bann tók fram eftirfarandi.
1. Bandarífcin ætla að viðhalda
herstyrk sínum í Evrópu.
2. Bandaríkin ætla áfram að
hafa kjarnorkuvopn í Evrópu
til afnota fyrir her Atlants-
hafsbandalagsins.
3. Bandaríkin telja að NATO
ríkin verði að efla heri sína
til þess, með því að sannfæra
andstæðingana um að sam-
tökin séu fær um að mæta
árásum með gagnárásum.
4. Bandaríkin munu, til að full-
nægja þörfum bandalagsins,
afhenda NATO Polariskaf-
báta til umráðu.
Dean Rusk ræddi nokkuð um
vandamál Berlínar og lagði á-
herzlu á nauðsyn þess að Vestur-
veldin stæðu saman í því máli.
Hann tók það skýrt fram að
Bandaríkin mundu nota öll ráð
til að viðhalda aðstöðu sinni í
Berlín, og er litið þannig á orð
ráðherrans að han eigi við að
Bandaríkin muni einnig grípa til
vopna, ef aðrar leiðir lokast.
• LANGK
Halvard Lange utanríkisráð-
I
Manntjón
í Pakistan
KARACHI, Pakhistan, 9.
maí (NTB/Reuter). Hvirfil
vindur hefur lagt stórt
svæði í Austur-Pakhistan í
eyði og valdið gífurlegu
tjóni á lífi og eignum. —
Annar hvirfilvindur gekk
yfir svæði þessi í október
í fyrra og fórust þá 14.-
174 manns. Engar áreiðan-
legar fregnir hafa borizt að
þessu sinni um manntjón.
Hvirfilvindurinn rauf
allar samgöngur við svæð-
in og lítið berst af frétt-
um til Karachi, en vitað
er að nokkrir bátar og
skip hafa sokkið.
Ríkisstjórnin £ Pakhist
an hefur sent björgunar-
sveitir á vettvang.
herra Noregs lagði áherzlu á það
í ræðu sinni í dag hve nauðsyn-
legt það væri að koma á góðri
samvinnu við hinar nýju þjóðir
heims. Hann lét einnig í ljós
ánægju sína yfir því að Banda-
ríkin muni áfram taka fullan
þátt í vörnum Evrópu og í starfi
NATO. Lange sagði að framkoma
Sovétríkjanna í Suðaustur Asíu,
í Kongó og á Kúbu væri gött
dæmi þess hverjum augum
Sovjetríkin litu mátt sinn á þes-
um svæðum. En ef við byggjum
upp herstyrk vorn Og erum reiðu
búnir til að grípa til hans ef
nauðsyn krefur, verður unnt að
finna pólitískar lausnir á vanda-
málunum með viðræðum, sagði
Lange.
Utanríkisráðherrafundinum
lýkur á morgun óg verður þá
gefin út sameiginleg yfirlýsing
um störf hans.
Viðræður
um Alsír
París og Algeirsborg, 9. maí.
— (NTB/Reuter) —
H A F T er eftir opinberum
heimildum í París að við-
ræður Frakka og fulltrúa
Serkja í Alsír muni hefjast
mjög fljótlega.
Útlagastjórnin kom í dag sam
an til fundar í Túnis til að
hlýða á skýrslu Taieb Boula-
Framhald á bls. 23.
Laosráösteínan í Genf á föstudag
Seitnilegt að þangað fari þrjár
nefndir frá Laos
London, 9. maí. (Reuter)
NÆSTKOMANDI föstudag á
að hefjast í Genf ráðstefna
14 ríkja um framtíð Laos og
eru sumar sendinefndirnar
þegar lagðar af stað þangað.
Sendmefnd Kínverja kom í
dag til Moskvu frá Peking á
leið til Genf og í fréttum frá
Moskvu er sagt að Andrei
Gromyko muni sennilega
fara til Genf á morgun. Ut-
anríkisráðherra Bandaríkj-
anna, Dean Busk, sem und-
anfarna daga hefur setið ráð-
herrafund Atlantshafsbanda-
lagsins í Ósló, fer þaðan á
morgun til ráðstefnunnar í
Genf.
Gromyko utanríkisráðherra
var á flugvellinum í Moskvu í
dag er kínverska sendinefndin
kom þangað. Það vakti athygli
að í kínversku nefndinni eru auk
utanríkisráðherra Kína, Chen
Yi marskálks, sem er formaður,
þrír aðstoðar og vara utanríkis-
ráðherrar, en það þykir benda til
þess að Kína leggi mikið upp úr
því að góður árangur náist í við-
ræðunum.
• Frumkvæðið
Það voru Bretar Og Rússar,
sem beittu sér sameiginlega fyrir
því að ráðstefnan yrði haldin
strax og vopnahléi væri komið á
í L&os. En það voru þessi tvö
ríki, sem skipuðu formenn Genf-
arráðstefnunnar 1954, sem kom
á friði í Indó-Kína og skipti
Washington, 9. maí
(NTB-Reuter)
LYNDON B. Johnson varafor-
seti Bandaríkjanna fór í dag flug
leiðis frá Washington. Ferðinni
er heitið til ýmissa landa Asíu
og sagði hann við brottförina að
friður, öryggi Og sjálfstæði Asíu-
þjóðanna hefðu grundvallarþýð-
ingu, einnig fyrir Bandaríkin.
landinu í fjögur ríki, þar á með-
al Laos.
Brezki sendiherrann í Moskvu,
sir Frank Roberts, gekk í dag
á fund Gromykos, samkvæmt
ósk ráðherrans, til að ræða ýmis
mál varðandi ráðstefnuna, Og
Framhald á bls. 23.
IÁ öllum
I bæjarins
lúnum
hlaupa
í nágrenni L
nú háfætt t
I lömb, mis.jafnlega stór og mis
jafnlega styrk á fótunum, eft-
I ir bvi hve margar klukku-
| stundir eða dmgar eru síðan.
I þau komu í þessa veröld. I
' Krakkarnir hópast að til að I
Isjá þau — og jafnvel ,;stór-
| ar stelpur" eins og þessar hér
j á myndinni leggja þau undir
vanga sinn og gæla við þau.
Við slíkt tækifæri tók ljós-
jmyndari Mbl., Ól. K. Mag^
, þessa mynd úti á Seltjarnar-
'nesi.
Ný andúð á islandi
fylgir afhendingu Handritanna, segir
Poul Meyer pröfessor
Kaupmannahöfn, 9. maí
Einkaskeyti frá
Sigurði Líndal
POUL Meyer prófessor rítar í
dag ritstjórnargrein í dagblaðið
Information. Telur hann þar að
ekki þurfi að ríkja eftirvænting
um úrslit handritamálsins að
einu leyti. Málinu ljúki með von-
brigðum allra sakir klaufarskap-
ar við afgreiðslu þess. Svokall-
aðri handritagjöf fylgi ný andúð
á íslandi og íslenzkum stjórn-
málamönnum.
• OFRELDI
Segir prófessorinn að vegna
einróma andúðar vísindamanna
á afhendingunni, sem fengið hafi
yfirgnæfandi stuðning í opinber
um umræðum, verði ekki um
neina þjóðargjöf að ræða, held-
ur ofbeldi gagnvart vísindamönn
um og brot á grundvallarreglum
í samskiptum þjóða. Um þetta
geti og eigi fslendingar ekki að
vera í vafa. Vonar hann að kom-
izt verði hjá fleiri þakkarræS-
Framhald á bls. 23.