Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 10
10 r MORCVISBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 10. maí 1961 MMIAéM I andlegum hvalreka á Hornafirði Hjalti Jónsson hreppstjóri í Hólum Rætt við fræðaþulinn Hjalta Jonsson á Hólum Hornafjörður hefir þann prís, hér um sveitir allar, að mörgum er þar mat- björg vís þá miðjum vetri hallar. ÞESSI vísa var eitt af því sem fræðaþulurinn Hjalti Jónsson, hreppstjóri og bóndi í Hólum í Horna- firði, kenndi mér, er ég sat dagstund eina nú fyr- i ir skömmu og rabbaði við hann’. Hann sagði mér margt fróðlegt og skemmti legt, rakti ætt mína sex liði aftur í beinan karl- legg, fræddi mig um hval- i reka og lúruveiðar á Hornafirði, sagði mér verzlunarsögu Hornfirð- inga og miðlaði mér mörgum fróðleikskornum öðrum úr fræðasjóði sín- um. — 1 — ★ — . Það var komið fast að há- degi, er við renndum í hlaðið á óðalssetrinu að Hólum í Horna firði. Egill Jónsson, héraðs- 1 ’ ráðunautur, tengdasonur, Hjalta, flutti okkur I>orkel Bjarnason, erindreka Lands- sambands hestamannafélaga, milli bæja. Þorkell hugðist skoða hrossin á staðnum, reyna gæðingana og fá raktar ættir meranna. Ég hugðist hins vegar taka Hjalta bónda tali og fræðast af honum um ætt mína, sem Egill taldi líklegt að hann mundi vita nokkur deili á. Hjalti er einn þeirra, er hlýt ■ ur að verða hverjum manni minnisstæður er sér hann. Hann er sléttur yfirlitum, þótt orðinn sé hartnær 77 ára gam all. Gráhærður er hann með mikið, ræktarlegt, grásprengt yfirskegg. Hann er hýreygur og kíminleitur, rómmikill og 1 »skýrmæltur en talar hægt og það er hlýlegur blær á þessari kraftmiklu rödd. Hjalti er hár maður og þéttvaxinn, höndin er stór óg holdmikil, sem heils ar hlýju taki. — ★ — Þegar við erum setztir inn í skrifstofu hans, sem jafn- ; framt er veðurathugunarstöð- in í Hólum, segi ég honum nokkur deili á mér, sem ég veit þó ekki mikil. Frásögn mín var eitthvað á þessa Ieið: • Þegar ég var 16 ára gamall var ég kaupamaður á Stóra- Hofi á Rangárvöllum. Þar var þá í vist kona austan af Jökul dal. Hún sagði mér svo frá, að ætt minni fylgdi draugur, er Oddrún væri nefnd. Hefði skyggnt fólk á Austurlandi orðið hennar vart og væri ; henni lýst sem ungri konu í öllu brúðarskarti og hljóð fylgdi henni eins og hringlaði í sýldum hesti. Var það glamr ið í silfurskartinu. Stúlka þessi • hefði átt að fyrirfara sér vegna heitrofs prests nokkurs suður í Hornafirði. Meira vissi stúlkan af Jökuldal ekki. Nokkrum árum síðar eignaðist ’ ég „Skaftfellskar þjóðsögur og sagnir“ eftir Guðmund Jóns- son á Hoffelli, bróður Hjalta. Þar las ég frásögn af presti ; nokkrum, Magnúsi Ólafssyni í Bjarnanesi, og þar með að i Titrmrri ~>i—-1— ---- stúlka hefði fyrirfarið sér vegna þess að hann hefði rof ið við hana hjúskaparheit og átti hún að hafa orðið skæð niðjum hans, orsakað slysfarir þeirra og vofveifleg dauðsföll. Frekari skýringu þurfti Hjalti ekki. Hann þuldi upp úr sér í skyndi ættmenn mína til Magnúsar í Bjarnanesi og í ljós kom að ég var 5. ættliður í beinan karlegg frá honum komlnn. Draugurinn Oddrún mun hafa átt að fylgja niðjum Magnúsar í 7. lið. Hjalti hugg aði mig hinsvegar með því, að komnir myndu 7 ættliðir frá Magnúsi og myndi áhrifa henn ar því hætt að gæta. — ★ — En nú var klukkan að verða 12 á hádegi og bað Hjalti mig að doka við stundarkorn með- an hann tæki veðrið. Síðan kvaðst hann mundu leita í syrpu einni er hann átti og sýna mér ættartölu mína. — Tvær dótturdætur Hjalta voru nú komnar inn til hans til þess að hjálpa honum að taka veðr ið. Þær höfðu komið með okk ur í bílnum með Agli föður sínum. Litlu hnáturnar hafa ýmislegt að athuga við veður tökuna, þær vilja hreint ekki fallast á það að senda sömu töl ur Og afi, önnur þeirra prílar því upp á borð og kíkir á loft vogina. Þeim finnst sennilega veðrið úti ekki svo skemmti- legt að ástæða sé að senda fregnir um það suður í Reykja vík, úti er rigningarsuddi og strekkingsvindur. Þær hugsa sér án efa sól og vorblíðu, en afi gamli verður að halda sig við staðreyndirnar og senda fregnir um fallandi loftvog og vaxandi vind. Og nú hefst sam talið við Reykjavík. Hjalti sendir tölurnar: 0,8,2,8,0,6,2,2, 8,0,0,2,2,9,7,4,0,9,8,6,5, xx 0,5,7, 2,2. Litlu stúlkurnar þuldu ein hverjar allt aðrar tölur, sem þær höfðu baslast við að krota hjá sér á blað, líkt og afi gerði jafnóðum og hann las af mæl- unum. En nú var þessari veðurlýs- ingu lokið og talið snýst um stund enn að ættfræði. Hjalti sýnir mér ættartöluna og gerir mér jafnvel þann stóra greiða, að skrifa hana upp fyrir mig. Við beinum síðan talinu að öðru. Mig fýsir að fá nokkuð að heyra um sögu Hornafjarð- ar síðari árin og byrjum við því að rabba um verzlunar- hætti þar um slóðir. bwi sveifl- ur sögu og athafna fylgja henni gjarna nokkuð. Hjalti sagði mér frá eitthvað á þessa leið: Framan af 19. öld og raunar fyrr sóttu Hornfirðingar verzl un sína norður á Djúpavog. Þangað sóttu og Vestur-Skaft fellingar verzlun. Komu menn allt vestan af Síðu með varn ing sinn og seldu á Djúpavogi. Þurftu þeir annað hvort að sækja verzlun vestur á Eyrar bakka eða austur á Djúpavog og mun hvorugur kosturinn hafa verið góður. Um 1860 byrjar verzlun í Papós. Frá tilkomu þeirrar verzlunar sagði mér Eymundur Jónsson, smiður og bóndi í Dilksnesi en hann er látinn fyrir allmörg um árum. Hef ég löngum ætl að að skrá frásögn hans og ætl aði raunar að gera það áður en hann féll frá, en af því gat þó ekki orðið. Er þetta gerðist var Eymundur unglingur og í vist hjá Stefáni Eiríkssyni, bónda og alþingismanni í Árnanesi. Voru þeir í kaupstað norður á Djúpavogi og með þeim Bergur Jónsson, bóndi í Krossalandi í Lóni og Halldór Ketilsson bóndi í Volaseli í sömu sveit. Höfðu þeir lokið verzluninni og voru að búast til heimferðar ásamt fleiri bændum. Á þessum árum tíðk aðist það, að kaupmenn, sem engan ákveðinn verzlunarstað höfðu hér á landi, komu með kaupskip og lögðust úti á höfn um og var þá verzlað um borð í skútum þeirra. Um þessar mundir lá á Djúpavogi skútan Jóhanna og stýrði henni kaup maður Jörgen Johnsen. Þeir Stefán, Bergur og Halldór á- kváðu nú að bregða sér um borð í Jóhönnu og leyfðu þeir Eymundi að fljóta með. Lét Stefán Eymundi í té nokkurt skotsilfur en hann varði því til kaupa á dálítilli þjöl og öðru smálegu er hann hugðist nota til smíða, því snemma snerist hugur Eymundar um smíðar og tæki til þeirra. Ann ars var verzlun þeirra félaga (Ljósm. vig.) Jóhönnu. Hins vegar varð ferð þeirra þangað nokkuð afdrifa rík. í samtali þeirra við John sen kaupmann réðist svo, að hann skyldi taka upp akkeri og halda skipi sínu suður í Papós. Halldór í Volaseli tók að sér leiðsögumannsstarf þangað ekki mikil um borð í skútunni suður eftir en hann var kunn ur sjósóknari suður þar. Berg ur skyldi þá þegar um kvöldið taka hesta sína og ríða, sem skjótast suður til Hornafjarð ar og snúa bændum þeim í Papós, sem voru á leið úr vest- ursveitum Austur-Skaftafells- sýslu, öræfum og af Síðu. Vissu þeir félagar að von var allmargra þaðan vestan að þessa dagana. Þeir Eymundur og Stefán urðu hinsvegar eftir og bjuggu sig til ferðar með lestirnar að morgni næsta dags. Stefán reið síðan á und- an en Eymundur fylgdist með öðrum lestarmönnum frá Djúpavögi og hafði hann fyrir skipan um að segja ekkert frá ferðum eða fyrirætlunum þeirra félaga. Menn spurðu nokkuð um ferðir þeirra Bergs og Halldórs en einhver sagði að þeir mundu hafa haldið af stað kvöldið áður. Höfðu menn þá séð Berg búast til ferðar. Eymundur þagði sem fastast og dóluðu nú lestirnar suður frá Djúpavogi. Er menn komu á móts við Papós, sjá þeir að skúta liggur þar í ósnum. — Nokkuð hafði það undrað menn á leiðinni suðureftir að þeir mættu engum lestarmönn um á leiðinni vestan úr sveit um, sem þeir bjuggust þó við Nú taldi Eymundur sig ekki bundinn þagnarskyldu lengur og sagði samferðamönnum sín um allt af létta. Höfðu vestan bændur orðið fegnir að þurfa ekki lengra en í Papós, og þetta varð upphaf hartnær 40 ára verzlunar þar, sagði Hjalt! er hann lauk frásögn Eymund- ar. Strax á fyrsta árl byggðl Jörgen Johnsen kaupmaður verzlunarhús í Papós og stund aði þar síðan kaupmennsku allt til 1894 eða 5, er hann seldi verzlunina Ottó Tulinius, sem rak hana þar í 2 eða 3 ár, eða þar til hann 1897 flutti hana að Höfn í Hornafirðí. Enn standa fyrstu byggingarn ar, sem Ottó Tulinius reisti fyrsta árið í Höfn. Er önnur Framh. á bls. 10 „Gamla búðin“, elzta húsið í Höfn í Hornafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.