Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.05.1961, Blaðsíða 23
Miðvik'udagur 10. maí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 23 Á TÍMUM vaxandi sérhæfing ar á öllum sviðum fara menn á alls kyns námskeið til þess að læra allt milli himins og [ jarðar. Til skamrns tíma bar ! mest á saumanámskeiðum og vélstjóranámskeiðum. Nú eru það flugfreyjunámskeiðin, dansnámskeið, verkstjóranám skeið — að ógleymdum nám- skeiðum fyrri jarðýtustjóra. Eitt af námskeiðum nútím- ans var haldið í Reykjavík ekki alls fyrir löngu. Það var haldið á vegum Loftleiða og þar lærði starfsfólk félagsins í fjölmörgum löndum marga þætti farþegaafgreiðslu, eink- um þó aó „gefa út“ farmiða, eins og það er kallað. Nú orðið er hægt áð fá flug far umhverfis iörðu með við- komu á 20—30 stöðum og eins eða tveggja daga dvöl á hvtrjum. Það er því orðið æði vandasamt að skrifa far- seðJa og hingað var fenginn þrezkur kennari í þessari grein til þess að hressa upp á kunnáttu Loftleiðamanna. Edward Scatchard heitir hann, starfsmaður flugfélags- ins BEA. Hann vinnur ein- göngu við slíka kennslu, endá eru hjá félaginu yfir tvö þús- und manns, sem vinna að stað aldri við farmiðaskriftir. Og það er ekki nóg að gera allt rétt. Flugfélögin krefjast þess, að starfsmennirnir séu eldfljótir, því nú á dögum taka stærstu farþegavélar langt á annað hundrað far- þega, allt verður að ganga eins og í sögu, allt samkvæmt áætlun. Þessa mynd tók Ól. K. M. af Schatchard Og nemendum hans á nátnskeiðinu. — Á Öræfaslóðir Framh. af bls. 22 Miðhálendið. í fyrmefndu ferð- innji verður farið í stuttum daig- leiðum um svæðið inman Tungna- ér, en síðan í Eldgjá, Núpstaðar- ekóg og sveitir Suðurlands. Síð- emefnda leiðin í áætluninni er jiý. Verður farið um Veiðivatna- svæðið, norður Sprengisand að sæluhúsimu að Laugafelld, vestur yfir Austari-Jökulsá og uim ó- Ibyggðirnar norðam Hofsjökuls til Skagafjarðar. W Næsta ferð á áætluninni er jþriggja daga hvítasunnuferð á Snæfellshes, m. a. gengið á tSnæfelisjökul ef veður leyfir. Hlím Verzltmarmannahelgina fer Guðmundur Landmannaleið og i tEerð i Þórsmörk og, í september eru á áætlun hans fjórar helgar ferðir, þann 9. á Hlöðufelli, þann H16. á Tindafjallajökul, þann 23. á Reykjadiali og Hrafntinnusker ©g þann 30. að Hagvatni með göngu á Lamgjökul. Þá er ótalin 7 daga ferð um fjallaibaiksleið, sem farin verður 87. júlí — 2. ágúat. Upplýsingar ium ferðir Guðmundar er að fá S síma 11515 og hjá B.S.R. í Lækjargötu í síma 3 65 65. — Laos / Framhald af bls. 1. gendifulltrúi Breta í Peking ræddi við Chou En-lai forsætis- ráðherra í dag áður en kínverska sendinefndin hélt af stað. Talsmaður bandaríska utanrík Isráðuneytisins sagði í Washing- iton í dag að nokkrir bandarísku ■ fulltrúanna færu flugleiðis til Bviss í kvöld. En Bandaríkin faaía haldið því fram að ekki væri unnt að hefja viðræður fyrr en öruggt mætti telja að algert .vopnahlé væri komið á í Laos. SAðspurður hvað Bandaríkin heföu í hyggju ef ekki reyndist unnt að tryggja vopnahlé fyrir föstudag, svaraði talsmaðurinn »ð Dean Rusk yrði að ákveða hvað þá yrði gert • Þrjár nefndir frá Laos? Tvær sendinefndir eru farn- nr frá Laos áleiðis til Genf, og er önnur nefndin skipuð Pathet 1Lao kommúnistum, hin vinstri- Binnuðum stuðningsmönnum Sou vanna Phouma fyrrverandi for- sætisráðherra. Hægrisinnar í La- os hafa enn ekki skipað nefnd til að senda á ráðstefnuna, en Pho- umi Nósavan aðstoðarforsætisráð herra er nú í konungsborginni Luang Prabang að ræða málið við Savang Vatthana konung. Konungur lýsti því yfir í sið- ustu viku að hann væri andvígur því að innanríkismál landsins yrði afgreitt á alþjóðaráðstefnu. Talið er að konungur muni samt sem áður samþykkja að senda nefnd hægristjórnarinnar til Genf úr því tvær nefndir vinstri sinna eru farnar þangað. — Algeir Framhald af bls. 1. hrouf, en hann kom til Túnis í gær frá Ítalíu og Sviss. Boula- hrouf er sérstakur sendiherra útlagastjómarinnar, og er talið að hann hafi átt leynifundi með fulltrúum frönsku stjórnarinnar. De Gaulle forseti flutti í gær frönsku þjóðinni ávarp, sem var bæði sjónvarpað og útvarpað. Sagði hann þar að bráðlega hæfust viðræður við útlaga- stjórn Serkja og færu þær fram í þorpinu Evian, sem er við landamæri Frakklands og Sviss. Forsetinn sagði að hann væri nú ákveðnari en áður í því að leysa deiluna þannig að Alsír væri á einhvern hátt bundið Frakklandi áfram, þótt landið fengi fullt sjálfstæði. Viðræður Frakka og Serkja áttu að hefjast í Evian í apríl- byrjun, en á síðustu stundu hættu fulltrúar útlagastjómar- innar við að mæta, vegna þess að Frakkar höfðu ákveðið að hefja samskonar viðræður við önnur samtök uppreisnarmanna í Alsír. Knaparnir fengu áminningu í GÆR hringdi Jón B. Jónsson í Efri-Hlíð í Fossvogi til lög- reglunnar Og kvartaði undan því að strákar væru að þeysa um á hestunum hans. Lögreglumenn fóru suðureftir, náðu knöpunum, sem voru 12—14 ára gamlir og veittu þeim stranga áminningu. Sinueldur við olíugeymi AKRANESI, 8. miaí: — Klukkan 16,30 í gærdag henti það fjóra smádrenigi að ikveikja í siinu skammt frá olíugeymi BP, sem er neðst við Vestuxgötu. Þegar tök að loga kom eimn drenigjanma hræddur og hljóp upp að Fiskiveri h. f. og saigði þeim frá sinueldmum. Var sitrax brugðið við og eldiurinn slökktur. Var eldurinn orðinn magniaður og nálgaðist olíugeyminn óðfluga. Þetta var auðvitað af óviitaskap gent og var slökkvistarfinu að að ijúlka er slökkviliðið kom á vettvang. — Oddur. — Handrit Framhald af bls. 1. um íslendinga og Danir fremji ofbeldi sitt í kyrrþey. • LANGVARANDI BEIZKJA Hann telur formælendur af- hendingar, þegar önnur rök þrýt- ur, vísa til tilíinninga, sem naum ast eða ekki séu til, og minnir á þykkju Dana gagnvart íslend- ingum vegna framkomu þeirra á hernámsárunum. Þessari þykkju haldi fslendingar stöðugt við með ósvífnum handritakröfum. fslendingum beri að gera sér ljóst að afhending handritanna muni skilja eftir beizkju gegn fs- lendingum, sem ekki verði af- máð næstu kynslóðir. Samkomur K.F.U.K. Munið fermingarstúlkna fund- inn í kvöld kl. 8%. Fjölbreytt dagskrá, allar ungar stúlkur vel- komnar. Kristniboðssambandið Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30 í Kristniboðshúsinu Betaníu Laufásvegi 13. Benedikt Amkels son cand. theol. og Þórir Guð- bergsson kennari tala. — Allir eru hjartanlega velkomnir. Zion Austurgötu 22 Hafnarfirði Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Almenn samkoma á morg- un, uppstigningardag kl. 4. — Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Félogslíf Knattspymufélagið Valur Skemmtun verður haldin í fé- lagsheimilinu 11. maí og hefst kl. 9e.i. Dans o. fl Eldri og yngri félagar fjölmennið. Stjómin. Frá Ferðafélagi fslands Ferð 11. maí (uþpstigningar- dagur) euður með sjó. Farið um Garðskaga, Sandgerði, Stafnes, Hafnir og fleiri stáði. Lagt af stað kl. 9 á fimmtudagsmorgun- inn frá Austurvelli. Ármann, handknattleiksdeild Allir þeir, sem ætia í Hvíta*- sunnuferð deildarinnar til Ak- ureyrar, láti skrá sig strax hjá Gunnari Jónssyni í síma 36730. Stjómin. Hin árlega skemmtisamkoma Félags austfirzkra kvenna verður haldin mánudaginn 15. þ. m. í Breiðfirðingaheimilinu. Sjá nánar í auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. Engir fundir sum- armánuðina. Stjórnin. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á margvíslegan hátt á 85 ára afmæli mínu 6. maí sl. Snjólaug J. Sveinsdóttir, Hagamel 2. Móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐRtJN ásgeirsdöttir andaðist að Landakotsspítala 8. þessa mánaðar. Börn, tengdaböm og barnaböm. Móðir mín, INGIBJÖRG HALEDÓRSDÓTTIR frá Geirmundarstöðum, lézt á Sauðárkróki þann 4. maí og verður jarðsett að Reynistað laugardaginn 13. maí kl. 15. Kveðju-athöfn í Sauðárkrókskirkju kl. 13,30. Halldór Sigurðsson. Jarðarför GUÐJÓNS JÓNSSONAR frá Stærri-Bæ í Grimsnesi, fer fram að Mosfelli í Grímsnesi 11. maí og hefst kl. 1 e.h. — Ferð frá Bifreiðastöð Islands kl. 10 sama dag. Ásta Guðmundsdótiir. Jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa VILHJÁLMS PÁLSSONAR Baikkakoti, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. maí kl. 10,30 f.h. — Jarðarförinni verður útvarpað. Páll Vilhjálmsson, Árni Vilhjálmsson, tengdaforeldrar og bamabörn Faðir okkar HALLDÓR ÞÓRÐARSON bóndi að Kjalvararstöðum, Reykholtsdal sem andaðist að heimili sínu 5. þ.m., verður jarðsettur í heimagrafreit laugardaginn 13. maí og hefst athöfnin kl. 2 síðdegis. «*>. Börn hins látna Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu samúð við andlát og jarðarför GUÐRUNAR SÆMUNDSDÓTTUR frá Vindheimum. F- h. aðstandenda. Guðrún Þórðardóttir, Eggert Kristjánsson. Innilegar þakkir fyrir vináttu og samúð við andlát og jarðarför föður okkar JÓNS HALLDÓRSSONAR fyrrum útvegsbónda á Akranesi. Bömin. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför EYJÓLFS ÁMUNDASONAR Börn, tengdaböm og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, og afa. JÓNS ÞORLEIFS SIGURÐSSONAR Smáratúni 11, Keflavík. Fyrir hönd aðstandenda. Guðrún Guðmundsdóttir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUÐRlÐAR STEFANlU ÞÓRÐARDÓTTUR frá Rauðkollsstöðum. Fyrir hönd vandamanna. Ágúst Hólm Ágústsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.