Morgunblaðið - 11.05.1961, Page 3

Morgunblaðið - 11.05.1961, Page 3
r Fimmtudágur 11. maí 1961 MORVUNBLAÐ1Ð Þ A Ð hefur heyrzt að for- ráðamenn hins íslenzka Ríkis útvarps séu að velta því fyr- ír sér, hvort það ætti að reisa sjónvarpsstöð hér á landi. — Heyrzt hefur að um þetta sé jafnvel deilt, hvort það sé bókstaflega mögulegt tækni- lega og fjárhagslega, að stofna íslenzkt sjónvarp. En á meðan rætt er fram •g aftur um þetta, er sjón- varpsstöð þegar í gangi á Iandinu og fjöldi fólks horfir á útsendingar hennar sér til afþreyingar og ánægju. 1 Keflavík Myndin, sem fylgir þessari grein, var ekki tekin vestur í Ameríku, heldur smeliti t stofunni hjá Kristni Þorbergssyni, Suðurgötu 26, Kefiavík. Sjdnvarp á íslandi Sveinn Þormóðsson henni af í húsi einu við Suðurgötu í Keflavík. Við vorum staddir í stofu Kristins Þorbergssonar, verk- stjóra, Suðurgötu 28. Á mynd inni sjást Kristinn, lengst til vinstri, en hægra megin Ingvar Guðmundsson, kenn- ari, og Geirmundur, seytján ára sonur húsráðanda. Auk þeirra sátum við fréttamenn Mbl. í stofunni og horfðum á söguna „Bréfið“ eftir Somer- set Maugham. Áður en þessi mynd hófst hafði verið sýnd- ur þáttur með fjölbragða- glímu. Kristinn á sjónvarpstæki með 21 tommu skermi. Mynd in sást skýrt og truflunar- laust á tækinu, jafnvel betur en víða í sjálfum Bandaríkj- unum. Kostnaðarsöm byrging Eins og kunnugt er hefur varnarliðinu í Keflavík verið gefið leyfi til að starfrækja sónvarpsstöð á flugvellinum. En það undarlega er, að á sama tíma og ráðamenn ís- lenzkra útvarpsmála eru að bollaleggja um það hvernig hægt sé að leysa þann óyfir- stíganlega vanda tækni og fjármála að opna sjónvarps- stöð, þá eru varnarliðinu sett þau skilyrði að það verði með öllum ráðum að inni- byrgja sjónvarpið, setja upp járntjald um flugvöllinn, svo að íslenzkur almenningur fái alls ekki að njóta þeirrar dýrðar að horfa á sjónvarpið. Varnarliðið framkvæmir svo þessa byrgingu, en segir að hún sé margfallt kostnað- arsamari en sjálf starfræksla sjónvarpsstöðvarinnar. Gár- ungarnir segja meira að segja, að byrgingin kosti meira en rekstur íslenzkrar sjónvarpsstöðvar, svo öfugsnú ið er allt þetta mál. Fræðandi efni með léttmeti — Hversvegna heldurðu, Kristinn, að það sé talið svo nauðsynlegt að byrgja sjón- varpsstöðina inni? Er efni hennar kannski eitthvað sið- spillandi? — Það get ég ekki merkt, segir Kristinn. — Efnið er að vísu mestallt léttmeti, gamanþættir, leikþættir og teiknimyndir, en þó oft fræð- andi og skemmtilegt. Oft hafa verið í því kvikmyndir til kynningar á ýmsum löndum heims. Til dæmis var einu sinni sýndur kvikmyndaþátt- ur um ísland, sem mér virt- ist mjög skemmtilegur. — Er mikið af glæpakvik- myndum í Sjónvarpinu? — Nei, því fer fjarri. Aub- vitað eru margar kvikmyndir sýndar, en fáar þeirra eru leynilögreglumyndir og engar þeirra svæsnar. Ég held að það ætti fyrr að loka fyrir kvikmyndahúsin. Þau sýna myndir með glæpaverkum og siðspillingu, sem aldrei koma í sjónvarpinu. Fréttaþættirnir beztir — En hvað um amerísku auglýsingaþættina, sem mörg um þykja svo hvimleiðir í Bandarík j unum? — Þeir eru alls ekki sýndir hér. Ég man að þeir voru sýndir í fyrstunni, en síðan hafa þeir alltaf verið kipptir úr. Þannig verður sjónvarps- sýningin samfelldari og betri hér en í sjálfum Bandaríkj- unum. Ég hef ekki heldur séð, að Bandaríkjamennirnir séu með neinn áróður í sjón- varpinu fyrir landi sínu eða lífsskoðunum. Það er and- stætt þeirra eðli — þvert á móti eru þeirv oft að gera grín að sjálfum sér, hæðast að heraganum og ýmsum sér- kennum þjóðar sinnar. — Mér finnst ágætt að hafa sjónvarpið, heldur Kristinn áfram. — Sérstaklega finnst mér fréttaþættirnir góðir. Ég horfði t.d. á það um daginn, þegar Kennedy hafði fund með blaðamönnum um Kúbu- og Laos-málin. Þá var um daginn sérstakur þáttur í sjón varpinu um Eichmann-málið og sýndar þar gamlar kvik- myndir úr fangabúðum naz- ista. Annars hef ég íslenzka útvarpið miklu lengur opið og líkar margt vel í dagskrá þess. — Hvað stendur dagskráin lengi? — Venjulega vikudaga er hún frá kl. 5 síðdegis til kl. 11,30, en á laugardögum byrj ar hún kl. 9 á morgnana og er þá allan daginn til mið- nættis. Ekkert launungarmál — Hvað heldurðu að marg- ir eigi sjónvarpstæki hér í Keflavík? — Líklega eru sjónvarps- tæki í 30—40 húsum. Það fer enginn í launkofa með þau, því hin stóru sjónvarpsloft- net segja til sín. Og þó reynt sé að banna íslending- um að horfa á sjónvarpið, hafa menn getað flutt sjón- varpstækin inn með lögleg- um hætti og jafnvel keypt þau í búðum. Þeir feðgarnir, Kristinn og Geirmundur, eru sammála um það að margt skemmtilegt og fræðandi sé í Keflavíkursjón- varpinu. Ékki segjast þeir samt verða neitt háðir því, heldur opna þeir við og við og segja að enginn endist til að horfa á það langtímum saman. En hitt er fáránlegt að vera að eyða stórfé í að byrgja inni og bægja íslenzk- um almenningi frá því, þá ætti alveg eins að loka kvik- myndahúsunum sem sýna öll útlendar myndir eða hindra að íslendingar geti hlustað á útlendar útvarpsstöðvar. — Slíkri vitleysu geti enginn mælt bót. Björgunarsýning við Ingólfsgarð Fjáröflunardagur slYsavarnadeildar- innar Ingólfs BÚIÐ er að rifa oll herbergl í þvi merka húsi Hótel Heklu, nema þau sem myndin sýnir og snúa að Lækjartorgi. Eins og sjá má, hefur Slysavarna- félagið merkt sér þessi her- bergi, því í öðru þeirra verð- ur sölumiðstöð fyrir merkja- sölu slysavarnadeildarinnar Ingólfs á lokadaginn 11. maí og munu það verða síðustu afnot hússins. Allir sölustaðir Ingólfs, alls 11 í bæraim, verða merktir eins og hér sýnir, með bjarghring. LOKADAGURINN 11. maí er hinn árlegi fjársöfnunardagur slysavarnardeildarinnar Ingólfs í Reykjavík. Nú er hann á upp- stigningardag og verða merki seld í bænum í dag til ágóða fyrir Slysavarnafélag íslands. Einnig verður björgunarsýn- ing með þyrlu (helikopter) kl. 4. e.h. við Ingólfsgarð, nOrðan fiski félagshússins við Skúlagötu. Gefst fólki þar kostur á að sjá, hvernig þyrla tekur mann úr gúmmíbjörgunarbáti, sem verður á floti á ytri höfninni. Þá verður kaffisala í Slysa- varnahúsinu við Grandagarð frá kl. 4 og ennfremur verður sýnd þar kvkimynd frá björgunaraf- rekinu við Látrabjarg, sem er eitt mesta afrek í íslenzkri björg- unarsögu. Lokadagurinn er nú sem óð- ast að hverfa úr meðvitund þjóð- arinnar, í sinni gömlu merk- ingu, sökum breyttra atvinnu- hátta og því fer vel á því að slysavarnasamtökin hafa gefið þessum degi nýja merkingu með því að helga hann stuðningi við eitt af mestu nauðsynjamálum þjóðarinnar STAKSTEIMAR „Hinar nýstárlegu aðferðir“ Þjóðviljinn er mjög geðvondur í gær yfir því, að blöð lýðræðis- flokkanna skyldu skýra satt og rétt frá tildrögum óeirðanna, sem urðu við lok Keflavíkurgöngunn ar svonefndu. Öll blöð lýðræðis- flokkana fordæma að sjádfsögðu grjótkast og rúðubrot, en auðvit að hljóta þau líka að benda á þá vanstillingu fullorðinna manna að ráðast með ofbeldi að börnum innan fermingaraldurs, þótt þau í glensi tækju þátt í gönguæfingu kommúnista og bæru pappaspjöld með áletrun- um, sem kommúnistum likaði ekki. Þjóðviljinn talar um „hinar ný- stárlegu aðferðir samtaka her- námsandstæðinga til að vekja at- hygli“. Já, víst enu aðferðirnar nýstárlegar hérlendis, þótt þær þekkist úti í löndum, þar sem mikil rækt hefur verið lögð vi» múgmennskuna. En það er nú einu sinni svo, að börn eru nýj- ungagjörn. Þess vegna hefðu göngumennirnir átt að hafa um- burðarlyndi til að láta hóp þeirra afskiptalausan, enda hefði þá ekki komið til þeirra óhappa- verka við rússneska sendiráðið, sem mjög ber að harma. Tíminn með Eins og við mátti búast, segja kommúnistar að Heimdellingar hafi staðið fyrir óspektunum og blaðið nafngreinir meira að segja æskumenn, sem ekki hafa annað til saka unnið en þiggja boð kommúnista um að sækja fund þeirra og sjá og heyra, hvað þar færi fram. En menn kippa sér ekki upp við ummæli kommún- istablaðsins. Hitt er furðulegt, aS málgagn Framsóknarflokksins skuli halda þvi fram, að óeirðirn ar séu að kenna skrifum Morgun blaðsins, Vísis og Alþýðublaðsins um Rússa. „í skrifum þessara blaða er lit il tilraun gerð til þess að ræða utanrikismál af yfirsýn og byggja viðhorfin á rökrænum grund- velli“, segir Tíininn í gær. Og þess vegna æsast menn til óhæfu verka. En grínið í þessum orðum sjá menn væntanlega. Tíminn er þannig eina íslenzka blaðið, sem ræðir utanríkismál af yfirsýn og byggir viðhorfin á rökrænumi grundvelli!!!!! Skrítin hagspeki Kollega okkar við Alþýðublað ið er margt til Iista Iagið, en hag speki verður ekki talin hans sterka hlið. i gær ræðir hann um það, að Ióðirnar í miðbænum í Reykjavík séu svo góðar og verð miklar, að þess vegna vilji eng- inn byggja á þeim. Sökin sé svo Sjálfstæðisflokksins, sem hafi „látið lóðabrask viðgangast og eignarlóðir í gamla bænum verða milljóna virði“. i fyrsta lagi er það athugavert við þessi um- mæli, að gefið er í skyn að upp tæk eigi að gera lóðaverðmæti andstætt eignaréttarákvæðum ís- lenzku stjórnskrárinnar, en liitt er skemmtilegri niðurstaða, að menn skuli ekki vilja hagnýta lóðir til bygginga vegna þess að þær séu svo góðar og verðmikl ar. Sannleikurinn er auðvitað sá, að hér hafa verið í gildi bönn við byggingum, skrifstofu- og verzl unarhúsnæðis og líklega teljandi á fingrum annarrar handar þau leyfi, sem veitt hafa verið til bygginga í miðbænum síðustu ár in. Af þvi stafar það fyrst og fremst, að miðbærinn hefur ekki byggzt upp. Hitt er að vísu líka rétt, að til skamms tíma heimti bærinn ekki lóðagjöld af þeim, sem úthlutað var verðmætum lóð um og vildu menn gjarnan njóta þeirra hlunninda. En ekki hefur heyrzt að Alþ.bl. berðist fyrir þvi að menn greiddu réttmæt gjöld fyrir slík gæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.