Morgunblaðið - 11.05.1961, Síða 6

Morgunblaðið - 11.05.1961, Síða 6
6 MORGUN BL AÐIÐ Fimmtudagur 11. maí 1961 \ Ofbeldið gegn börn- unum aðdragandi grjótkastsins Hróliur Sigurðsson listmálari Sýnir um þessar mundir mál- verk á vegum listkynningar Morgunblaðsins. Er myndin hér að ofan af einu málverka hans. Heitir hún: Hús við hafið. ÞJÓÐVILJINN birti í gær J>á „leiðréttingu“ við frásögn sína af atburðunum við Mið- bæjarskólann sl. sunnudags- kvöld, að átt hafi verið við „Hörð Einarsson formann Vöku, félags íhaldsstúdenta“, þar sem þeir Þjóðviljamenn höfðu verið svo seinheppnir daginn áður að bera það á mann, er dvelst erlendis um þessar mundir að hafa „haft sig mjög í frammi" við að „skipuleggja og æsa ungl- inga til óspekta“. „Leiðrétt- ir“ blaðið þannig fyrri ósann- indi sín með nýjum ósann- indum. Hið rétta í máli þessu er hins vegar það, að Hörður Einarsson sótti útifund kommúnista sem fréttamaður Morgunblaðsins og fylgdist með eftirmálum hans sem slíkur. En það þarf raunar engan að undra, sem les Þjóðvilj- ann að staðaldri, að blaðamönn- um hans skuli finast það nýstár- legt og tortryggilegt að sjá frétta- menn „á þönum“ og liggi þeim á hálsi fyrir að halda sig nærri þeim stöðum, þar sem fréttnæm- ir atburðir eru að gerast. Hirðir Morgunblaðið ekki að svara frek ar áburði Þjóðviljans á frétta- mann þess, enda mundu næg vitni til að hnekkja ósannind- um Þjóðviljans, ef á þyrfti að halda, og fréttamaður Morgun- blaðsins getur einnig borið um það, að Þjóðviljinn nafngreinir aðra unga menn sem þátttakend- ur í róstunum, er þar komu hvergi nærri. Eins og flestir þeirra, sem sóttu útifund kommúnista gera sér ljóst, var aðdragandi óeirðanna við Tjarnargötu 20 og rússneska sendiherrabústaðinn sá, að ung- kommúnistahópur réðist að fyrra bragði á barnahóp, sem bar spjöld með áletrununum „Lifi NATO“, „Munum Ungverjaland“, „Gleymum ekki Tíbet“, o. s. frv. niðri við barnaskólann. Hafði hóp urinn gengið á undan kommún- istagöngunni niður allan Lauga- veg, og gátu göngumenn auð- vitað ekkert aðhafzt gegn börn- unum meðan á göngunni stóð, en létu hendur þess betur standa fram úr ermum, þegar að barna- skólanum kom. Umhverfðust hin ir örþreyttu göngumenn þá í tryllta stríðsmenn og réðust að strákunum með misþyrmingum og fúkyrðum, ruddu þeim upp sundið norðan skólans, rifu spjöld þeirra og tröðkuðu niður í jörðina sem óðir væru. Tróðst lítið barn m.a. undir í átökunum. Þjóðviljinn orðar þetta hátt- erni manna sinna svo að „ungir hernámsandstæðingar hafi sópað þessum piltum upp í sundið við Laufásveg“, og er ekki laust við, að aðdáunar kenni í frásögninni. Meðal þeirra, sem þekktust í þessu sóparaliði „ungra hernáms andstæðinga“ má nefna Úlf Hjör- var sendisvein á skrifstofu sam- taka hernámsandstæðinga, Gunn- ar Guttörmsson, iðnnema; örn Erlendsson, fyrrv. formann ÆFR; Jón Hannibalsson (Valdimarsson ar) og Ólaf Einarsson, son Ein- ars Olgeirssonar. Tengdasonur Einars varð hins vegar að láta sér nægja að standa hjá, reiða staf sinn og æpa „nazistar, naz- istar" að börnunum, þar sem hann mátti sig vart hræra vegna helti eftir gönguna! Og Einar sjálfur mælti framferði útsend- ara sinna bót með þeim orðum, að það „þyrfti að ala krakkana upp“. Virtist hann láta sér upp- eldisaðferðir manna sinna vel líka. Var það hin mesta mildi, að ekki skyldi verða stórslys á börnum, og má sjálfsagt þakka það vask- legri framgöngu lögreglumanna, sem reyndu hvað þeir gátu til þess að hafa hemil á ofstopa- mönnum kómmúnista. Þessar aðfarir ungkommúnist- anna hleyptu svo illu blóði í barnahópinn, að eftir fundinn flykktist hann að flokksskrifstof- um kommúnista í Tjarnargötu og þakkaði húsráðendum fyrir „trakteringarnar" á útifundinum. með grjótkasti og niðrandi hróp- um um kommúnista. Og þó að fæstir verði sjálfsagt til þess að mæla slíku framferði bót og jafn vel ofstopi kommúnista við Mið- bæjarskólann réttlæti það ekki, verður þó að skoða það í ljósi þess, sem á undan var gengið og ha'fa í huga, að þarna áttu börn í hlut, sem naumast er hægt að gera þá kröfu til, að gerðu sér grein fyrir því, með tilliti til aðdragandans, að skipti þeirra við kommúnista urðu ekki út- kljáð með grjótkasti á húsa- kynni þeirra. < Fullyrðingar Þjóðviljans um, að Heimdallur, félag ungra Sjálf stæðismanna, eða einstakir stjórn armenn í þeim félagsskap, hafi „skipulagt" rósturnar við Mið- bæjarskólann og grjótkastið á skrifstofur kommúnista og rúss- neska sendiherrabústaðinn, eru auðvitað út í bláinn. Kemur naumast nokkrum manni til hug- ar, að jafnvel kommúnistar sjálf- ir leggi trúnað á þessa óra sína. Á róstunum við Miðbæjarskól- ann áttu þeir alla sök sjálfir, og segja má, að með framferði sínu þar, hafi þeir sjálfir beinlínis „skipulagt" grjótkastið á Tjarn- argötu 20 og heimsóknina til vina sinna við Túngötu. U M hvítasunnuna efnir Sam- band ungra Sjálfstæðismanna og Heimdallur, FUS, til ferðar til Vestmannaeyja. Farið verður frá Reykjavík kl. 2,30 laugardaginn 20. mai og ekið til Þorlákshafn- ar. Þaðan verður farið með bát- um til Eyja. 1 Eyjum verður dvalið til mánudags. Á sunnu- dag og mánudag verður dvalið í Eyjum og verður þá, margt til skemmtunarí m.a. bjargsig, sem ætla má, að Reykvíkingum og öðrum Iandsmönnum þyki for- vitnilegt og nýstárlegt. Margt annað verður til skemmtunar. Farseðillinn kostar kr. 675 (615 frá Þorlákshöfn). Þátttaka tilkynnist félögum nngra Sjálfstæðismanna, í Rvík, Heimdalli, Valhöll við Suður- götu, sími 17102 (opið kl. 4 til 7). — • Einn er ekki nóg ,,ÞAÐ er mifkið rætt um trú mál, presta og kirkjuna í Eyjum um þessar mundir, því hér standa prestskiosiningar fyrir dyrum“ segir húsmóðir í Vesttm an na eyj um í bréfi til Velvakanda. „Við höfum alitaf haldið. að Vestmannaeyjar væru gott brauð- og ef svo er, þá vakn- ar sú spurning, hvort svo fátt sé uim klenka í landinu, — og allir í það góðu brauði, að eimtngis einn láti í Ijós áhuga á Eyjum. Það hefur aðeins einn sótt. Hann er ef- laust ágætis maður. En ein- hvern veginn finnst okkur áhugi blessaðna prestanna á' Vestma nnaeyj um furðu lítill." * Finnst kosningarnar daufar mmmmmmmmm ÞAÐ leynir sér ekki á bréf. inu, sem er allmiklu lengra, að húsmóðurinni finnst harla lítið varið í kosningar, þegar frambjóðandinn er aðeins einn. Það er skiljanlegt út af fyrir sig. — Hins vegar vek- ur þetta enn spurningunta um prestskosningarnar. Hún hef- ur mikið verið rædd. Því mið ur hefur það komið fyrir oft ar en einu sinni, að prests- kosningar hafa verið háðar af slíku kappi, að likast er bar- áttunni á stjórnmálasviðinu. Þó eru sjálfsagt allir sammála um það, að prestskosningar ættu að vera hafnar upp yfir allan persónuríg og þann orða flaum, sem honum fylgir. Sennilega þarf e)kki að óttasit slíkt, ef fleiri sækja ekki um brauðið í Eyjum. * Það, sem kommum finnst eftir- sóknarvert EN HVERNIG litist húsmóð urinni á, ef aðeins einum væri leyft að sækja. Og ekki nóg með það: Ef aðeins einn fram- bjóðandi væri við allar kosn- inigar, til hánra sem lálgra embætta. Og allir frambjóð- endur yrðu að vera úr sama flofcknum, eina flokknum, sem leyfður væri. Þetta kal’la kommunistar kosningar, þann- ig eru kosningarnar í komm- unistaríkjunum. Furðulegt, að til séu fslendingar, sem telja slíkt ,,kosningafyrirkomulag“ efitirsóknarvert. • Vill friða Helgafell í LOK bréfisins ræðir hús- frúin um flugvallargerðina í Eyjuim. Henni finnst óhæfa að taka uppfyllingu í flug- bnautir úr Helgafelli, sem prýðir Eyjarnar svo mjög. Er ekki hægt að nota uppgröft úr höfninni? spyr hún. — Sennilega yrði það töluvert dýrara að flytja uppfylling- una af hafi og viðbúið er, að framkvæmdum miðaði þá ver. Vonandi tafca þeir efcki Helga'fellið allt? * Hann var klökkur KVIKMYNDALEIKARINN heimsfrægi Gary Cooper ligg ur nú fyrir dauðanum, orð- inn rænulaus og samfcvæmit blaðafregnum þjáist hann af krabbameini. Hann veit það sjálfur, en hefur tefcið því með hugprýði. — Fyrir nokkr um vikum var OsciarJkvifc- myndaverðlaunum úthlutað vesltur í Bandaríkjunum og Gary Cooper var einn þeirra, sem verðlaun hlaut og þau voru veitt honum fyrir lang am listamammsferil og þann stóna skerf, sem hamn hafðl lagt kvifcmyndunum. En Cooper veitt verðlaun- unurn ekki viðtöfcu. J amea Stewart gefck fram, tók við þeim og þalkfcaði fyrir hönd hims fjarstadda. Öllu vair þessu sjónvarpað og milljón- ir manna í Bondarfikjumuim fylgdust með hátíðinni. —■ James Stewart snérl sér að áheyrendum, hann sagði: „Ég veit, að þú situr heima við sjómvarpið þitt. Ég ætla að segja þér, að við þöktoum. þötokum þér af öllu hjarta fyr- ir liðnu árin. Þú áttir þessi verðlaum vissulega skilið. Við höfum alltaf notið að starfa með þér, þú hefur verið stór- brotinm.“ James Stewart var klökkur og stamaði síðustu orðin. Marg ir voru dálítið hissa á þessu, Fáir vissu þá, að Gary Coop- er lá fyrir dauðanum og þetta var síðasti stóri heiðwinin, sem hann hiaut.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.