Morgunblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 10
10 r morcvswETWTð Fimmtudagur 11. maí 1961 okkur yfir götuna og opnar burð að stórri skemimu: Þar gefur á að líta. Hér er fisk- urinn saman kominn í meir en mannhæðar háum stöflum. Hér er óhætt að segja að líf- ið er saltfiskur, þessi gríðar- stóri salur fullur hvert sem litið er, hlaði eftir hlaða. Hópur fólks er að vinna í salnum við að pakka fiski í striga, enda er fisktökuskip í höfninni. Við fréttamenn- irnir frá Mbl. göngum um stund fram og aftur um sal- inn og virðum fyrir okkur þessar feikimiklu fiskbirgðir. Loks verður mér að orði: VERKFALL starfsstúlkn- anna í frystihúsunum, hefur farið mjög illa með okkur, sagði Benedikt Jónsson, framkvæmdastj. Hraðfrystihúss Keflavík- ur, þegar fréttamaður Mbl. hitti hann þar fyrir “nokkr- um dögum. Þær hófu verkfallið hinn 25. marz, en í byrjun apríl kom mikil fiski- ganga á mið Keflavíkur- bátanna, ein sú mesta sem komið hefur í mörg ár. — Vegna þeirrar göngu er nú hinn mesti uppgangur í út gerð Keflvíkinga. Hér er starfsfólk Hraðfrystihúss Keflavíkur í óða önn að pakka saltfisknum í strigapoka. A bakvið stendur Benedikt Jónsson, framkvæmdarstjóri. Félagslíf Ármenningar Glímumenn eldri og yngri. Mset ið við félagsheimrilið að Samtúni í dag (Fimmtudag 11. maí) kl. 2 e.h. Stjórn glímudeildar Ármanns. Judo Allir sem æft hafa hjá Judo- deild Ármanns í vetur, eru beðn- ir að mæta við Gagnfræðaskóla Austurbæjar á föstudaginn, 12. maí kl. 18.30, eða hafa samband við þjálfarann. Sími 22928. Judodeild Ármanns. Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnudeild Skemmtifundur verður í fé- lagsheimilinu í kvöld 11. maí og hefst kl. 9 e. h. Til skemmtunar Dans, skyndi-bingó o. fl. Eldri og yngri félagar fjölmennið. Stjórn deildarinnar. Keppendur í Skarðsmótinu tilkynni þátttöku fyrir þriðju- daginn 16. þ. m. kl. 6 til Skíða- ráðs Reykjavíkur. I.O.G.T. St. Andvari nr. 265 Fundur fellur niður í kvöld. Æt. Stúkan Frón nr. 227 Fundur í kvöld kl. 20,30. Kosn ing fulltrúa á vorþing Umdæmis stúkunnar o.fl. Eftir fund: Gettu betur. Stjórnandi Ó.Þ. Kvikmyndasýning og kaffi. — Mætið vel og stundvíslega. —ÆT Þingstúka Reykjavíkur Fundur annað kvöld, föstudag, að Fríkirkjuvegi 11 kl. 8.30. Stigveiting. Kosning fulltrúa á Stórstúkuþing. Erindi. Önnur mál. Kaffi eftir fundinn, sem er sá síðasti fvrir sumarfríið. Þ. t. Barnastúkan Æskan nr. 1 Vill minna félaga sína á skrúð- gönguna í dag. Mætið kl. 10 f. h. við GT-húsið. Hlýtt verður á messu í Dómkirkjunni kl. 11. — Afmælisfundurinn hefst í GT- húsinu kl. 2. Fjölbreytt skemmti- atriði. Verið stundvís. Gæzlumenn. Samkomur Zion Óðinsg. 6 A. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Almennar samkomur B o ð u n fagnaðarerindisins Hörgshlíð 12, Reykjavík í kvöld uppstigningardag kl. 8. Hjálpræðisherinn Uppstigningardag kl. 16: Úti- samkoma, kl. 20.30. Almenn sam- koma. Allir hjartanlega vel- komnir. Táknmynd millirikjaviðskipta. — Úlrik litli nagar suðræna appelsinu undir íslenzku saltfiskfjalli. saltfiskstafla í Keflavík Fortugalarnir eta þennan salt- fisk segir Gunnar Sigtryggs- son og merkir strigann í gríð og erg. — Við hefðum látið frysta allan þann fisk sem mögulegt hefði verið, látið vinna nótt með degi til að koma honum í frost, segir Benedikt og þetta var vissulega góður fiskur. Frystihúsið stendur autt. En sjáið, hérna er frystihús- ið og flökunarsalur þess. Allt autt og tómt. Færiböndin hreyfingarlaus stirð og upp- þomuð, strigapokar og gaml- ar tunnur á gólfmu. Þegar verbfall kvennanna sball á, haetti öll frysting. Aðkomustúlburnar fóru strax úr bænum og leituðu að vinnu Við hér í Hraðfrystihúsinu höfðum annars fáar aðkomu- stúlkur — aðeins átta. Síðan hefur mestur hluti aflans far ið í salt, en þó hefur meira en æskilegt var farið í skreið ina, því að við vorum salt- litlir og því stundum ekki um annað að gera en hengja upp. Ólöglegt en heldur áfram — Hversvegna fóru konurn ar í þetta verkfall? Þær hafa viljað fá hærra baup? — Já, tilefnið var víst að konur í Vestmannaeyjum höfðu fengið hærra tímakaup og vildu konumar hérna fá sama tímaikaup, þó að þær hefðu ýmis önnur hlunnindi t. d. karlmannskaup fyrir fleiri störf en þær í Vest- mannaeyjum. — Jæj a, en er þessu ekki að linna? — Það er ég hræddur um ekki. Verkfall kvennanna var að vísu dæmt ólöglegt, þar sem uppsagnarfrestur var ekki nógu langur, en ’þær hafa samt ekkki snúið til vinnu, því stjórn félagsins hefur lát ið ganga áskriftalista þar sem hún skorar á konumar að fara ekki í vinnu. Síðan rennur hinn rétti uppsagnarfrestur út 1. júni. Minna fé i bæinn — Er mikið tap af verk- fallinu? — Mesta tapið er líklega að það er minna fé sem kem ur í bæinn í vinnulaunum. Það er einnig kostnaðarsamt að láta svo dýr tæki sem frystihúsin standa ónotuð á aðalvertíðinm. — Nú er kominn sá tími, segir Benedikt, að við mynd um að öllu eðlilegu vera farn ir að frysta humar. En ég veit ekki, hvað maður gerir núna, eftir þessa útreið. Jafnvel þó konurnar kæmu aftur í vinn- una er tæpast hægt að fara að byrja á humarveiðunum, þegor maður hefur verkfail- ið vofandi yfir höfði sér. Lífið er saltfiskur Benedikt gengur nú með . Til Portugal — Haldið þið, að ftajir geti virkilega étið allan þenn- an fisk? — O, Portugalamir hjálpa þeim við það, gellur við snaggaralegur strákur á ferm ingaraldri. Hann heitir Gunn ar Sigtryggsson og ætti að vita þetta bezt allra því að hann vinnur þarna baki brotnu við að merkja strigapokaina, hvaðan þeir koma og hvert þeir eiga að fara. Af þessum merkingum er hann orðinn vel að sér í landaíræði, — Genúa, Napolí, Lissabon. Apnar minni strákur er að sniglast í kringum hann _ og horfa á. Sá heitir Úlri'k Óla- son og segist vera átta ára. Hann er að naga appelsínu og við biðjum hann um að lofa okkur að taka mynd af hon- um fyrir framan einn saltfisk- staflann. Og hér við hliðina birtist myndin. Ég spurði Úlrik, hvort hon um þætti góður saltfidkur? — Nei, svaraði hann, — en nýr fisbur, — Ekki heldur. Hvað finnst þér þá gott? — Appelsína svaraði hann og hélt áfram að naga hinn suð- ræna ávöxt. Og óafvitandi varð ljós myndin táknmynd millirikja- verzlunarinnar. Saltfisikurinn til ftalíu eða Portugal, appel- sínan til íslands. (Grein þessi var skrifuð fyr- ir 10 dögum og var þá allt í óvissu um vinnu kvenna í Keflavík. Nú hafa samningar tekizt sem kunnugt er). Innan urn mannhæðarháa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.