Morgunblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 12
12 MORGV1SBIAÐ1Ð " Fimmtudagur 11. maí 1961 WtovQttttMdbifa XJtg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Franikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesserv, Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalatræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. FRUMKVÖÐLAR GRJÓTKASTSINS UTAN UR HElMli Bólusetning gegn mænu- veiki með Salk-bóluefni óg lifandi veirum '17'IÐ íslendingar erum lýð- * ræðissinnuð og friðsöm þjóð. Við erum mótfallnir of beldi í hvaða mynd sem það birtist, og hverjir sem beita því. En einn er sá hópur manna í okkar landi, sem telur of- beldi og hermdarverk sjálf- sögð í baráttunni fyrir stefnu sinni. Það eru kommúnistar. Þeir hafa allt frá því að hinn fjarstýrði flokkur þeirra hóf starfsemi sína hér á landi, boðað ofbeldi og heldur ekki hikað við að beita því, þegar þeir hafa talið sig þurfa á því að halda. Öllum eru í fersku minni aðfarir komm- únista hinn 30. marz 1949, þegar Alþingi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæua þátttöku íslands í varnarbandalagi vestrænna lýðræðisþjóða. Þá stefndu kommúnistar liði sínu á Aust urvöll og hófu þaðan grjót- kast á löggjafarsamkomuna að störfum. Hraungrýti úr fótstalli styttu Jóns Sigurðs- sonar á Austurvelli flaug um þingbekki og flestar rúður þinghússins voru brotnar og fleiri spjöll voru unnin á húsinu. Þetta athæfi töldu komm- únistar fagurt og göfugt. Þeir sögðu, að grjótkastalýðurinn hefði sýnt mikla „föðurlands ást,“ mikla háttvísi og mik- inn trúnað við hinn íslenzka málstað. Tugi annarra dæma um of- beldisaðgerðir kommúnista hér á landi mætti nefna. Að sjálfsögðu réttlæta skrílslæti og ofbeldisaðgerðir kommúnista ekki að aðrir en þeir beiti svipuðum aðferð- um. Þess vegna hefur Morg- imblaðið áfellzt það tiltæki nokkurra unglinga, sem hófu grjótkast að flokksskrifstof- um kommúnista sl. sunnu- dagskvöld að loknu labbi þeirra frá Keflavík, og úti- fundi við Miðbæjarbarnaskól ann. Ekkert mál verður til lykta leitt með grjótkasti og öðrum ofbeldisaðgerðum. — Þess vegna áfellast lýðræðis- sinnaðir menn, hvar í flokki sem þeir standa slíkar að- farir. En það situr vissulega illa á kommúnistum, frumkvöðl- um grjótkastsstefnunnar, að áfellast aðra fyrir að grípa til grjótsins. Þeir hafa sjálf- ir boðað þessa stefnu. Þeir hafa lofsungið „Alþingi göt- unnar“ og hvatt til þess að atkvæðagreiðslur með grjóti kæmu í staðinn fyrir ákvarð- anir löglega kjörinna full- trúa mikils meirihluta þjóð- arinnar. Ekkert er eðlilegra en að íslenzk æska og allir lýðræð- issinnaðir menn í þessu landi fyrirlíti kommúnista og allt þeirra atferli. En hvorki unga fólkið né aðrir mega freistast til þess að grípa til baráttuaðferða kommúnista. Þeir eru níðhöggvar lýðræð- isins. Þeir sitja á svikráðum við persónulegt frelsi og mannhelgi einstaklingsins. — Slíka menn ber þjóðinni að dæma og gera þá þjóðfélagi sínu óskaðlega í einrúmi kjörklefans við kosningar til Alþingis, bæjar- og sveitar- stjórna, í verkalýðsfélögum og annars staðar þar, sem þjóðin á þess kost að fella dóm sinn yfir þeim. ER ÞETTA FRJÁLSLYND! ? jPRAMSÓKNARMENN hafa löngum talið flokki sín- um það sérstaklega til gildis að hann sé frjálslyndur. En stefna flokksins og stjórnar- athafnir hafa sjaldnast borið því vott að hann væri það. Nýjasta dæmið um glóru- laust ofstæki og þröngsýni Framsóknarmanna eru aðfar- ir þeirra gagnvart Bjartmari Guðmundssyni, alþingis- manni á Sandi. Hann hefur í tæpan aldarfjórðung átt sæti í stjórn Kaupfélags Þing eyinga og tekið virkan og vel metinn þátt í samvinnu- starfinu í héraði sínu, notið þar almenns trausts og vin- sælda. En haustið 1959 var þessi merki bóndi og sam- vinnumaður kosinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra. Þá trylltust Framsóknar- menn gersamlega og hófu rógsherferð gegn honum. í stað þess að fagna því að ágætur og merkur maður úr bændastétt tók sæti á Al- þingi fyrir héruð þeirra, höfðu Framsóknarmenn allt á hornum sér gagnvart hon- um. Og nú hafa þeir framið það fólskuverk að sparka Bjartmari Guðmundssyni úr stjórn Kaupfélags Þingey- inga. Engum dylst, að hér er um hreina pólitíska ofsókn að ræða. Allir Þingeyingar vita að Bjartmar Guðmundsson er jafn einlægur samvinnu- maður nú, eftir að hann var kosinn á þing, eins og hann var áður. En Framsóknar- menn geta ekki þolað það, að Sjálfstæðisþingmaður eigi sæti í stjóm elzta kaup- félags landsins. Þess vegna hefja þeir ofsókn sína gegn honum. En þessar aðfarir munu hvorki verða Framsóknar- flokknum til sóma né skapa honum aukið traust og fylgi. Þjóðin sér, að slíkar aðfar- ir eiga ekkert skylt við frjálslyndi. Orsök þeirra er fyrst og fremst fáheyrð þröngsýni og ofbeldishneigð. En skamma stund verður hönd höggi fegin. Það munu Framsóknarmenn, sem standa að ofsókninni gegn Bjartmari Guðmundssyni eiga eftir að staðreyna. HUNG URSNEYÐ \ K ÍNA UUNGURSNEYÐ ríkir nú í Rauða-Kína. Þjóðnýting kínversks landbúnaðar und- ir forystu kommúnistastjórn- arinnar, hefur dregið svo stórkostlega úr framleiðsl- unni að þetta mesta korn- forðabúr heimsins skortir nú milljónir tonna af korni til þess að geta brauðfætt sína eigin þjóð. En geta Rússar þá ekki hjálpað sínum rauðu bræðr- um í Kína og selt eða gef- ið þeim korn? Nei, því fer víðs fjarri. — Kínverjar geta ekkert korn fengið frá Rússum. Þeir hafa orðið að kaupa yfir 200 millj. skeffa af korni frá Kanada til þess að seðja sárasta hungr- ið. — Öllum fregnum frá Kína ber saman um það, að í land- inu ríki hörmulegt ástand. Milljónir manna svelta heilu hungri. Stjórn landsins fær við ekkert ráðið. Óánægjan ólgar meðal bændanna, sem hið þjóðýtta skipulag hefur verið neytt upp á. Þannig hefur hið komm- úniska skipulag leikið mestu landbúnaðarþjóð heimsins. Hún sveltur í sínu eigin landi. En stjóm hennar legg- ur megináherzlu á stórfelld- an vígbúnað og kommúnista- leiðtogarnir hóta öllum heim inum gereyðingu með kjarn- orkusprengjum! f SÍÐASTA hefti Læknablaðsins skrifar Margrét Guðnadóttir læknir grein um fimmta alþjóða- þing mænusóttarsérfræðinga. Á þinginu voru m. a. gefnar skýrsl- ur um árangur Salk-bólusetning- ar í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og íslandi og er í greininni skýrt frá þeim. í grein Margrétar segir m. a.: Þeir sem ræddu um Salbbólu- efni, virtust vera sammála um, að vænta mætti 80—90% lækk- unar á tölu mænusóttarsjúklinga, ef bólusett er þrisvar. Síðan fækki næmum um 80—90% við hverja endurbólusetningu. Það, sem stefna beri að 1 framtíðinni, sé sem bezt og hreinast antigen í sem fæstum skömmtum. Með lifandi bóluefni Þriðja degi þingsins var varið til að skýra frá reynslunni, sem fengizt hefur við bólusetningu með lifandi mænusóttarbóluefni. Avirulent mænusóttarveirur af öllum þrem typum hafa verið ræktaðar sérstaklega í rannsókn- arstofum, reyndar á öpum og nú tvö síðustu árin notaðar til bólu- setningar gegn mænusótt. Bólu- setning með lifandi veirum hefur þá kosti að við hana myndast mótefni, sem eru eins varanleg og þau sem myndast við náttúru- lega sýkingu og bólusetningin er ódýrari og einfaldari í fram- kvæmd en inndæling í inakti- veruðu bóluefni. Aftur á móti er hættan við þessa aðferð sú, að veirumar nái aftur fullum viru lens, er þær komast aftur í nátt- úrlegan jarðveg og nái að bera frá manni til manns. Síðan rekur Margrét rannsókn irnar með hinum þremur týpum avirulent mænusóttarveira, og segir m. a.: Löndin, þar sem lif- andi bóluefni hefir verið notað til þessa, eiga það sammerkt, að mænusóttarveirur eru þar mjög útbreiddar, faraldrar eru ungt fyrirbæri og líklega flestir eldri en 5 ára með náttúrulegt ónæmi gegn sjúkdómnum, áunnið án bólusetningar. Á Norðurlöndum hefur lifandi bóluefni ekki enn verið notað nema í tilraun, sem verið er að gera í Finnlandi. t! þá tilraun var notað bóluefni frá Lederle í Bandaríkjunum. Engin slys voru kunn. Og að lokum er frá því skýrt að þingið hafi engar ályktanir gert um framkvæmd bólusetn- ingar í framtíðinni. Heilbrigðis- yfirvöld hvers lands um sig á- kveði hvor aðferðin henti betur, ekki verði annað séð en báðar séu jafn öruggar ef bóluefnisstofnar Sabins séu notaðir í lifandi bólu- efnið. Af báðum aðferðum virð- ist niðurstöður svipaðar, 80—90% lækkun á tíðni sjúkdómsins í fullbólusettum hópum, borið saman við óbólusetta hópa. Veirur í sælgæti Rússneskir vísindamenn skýrðu frá því á þinginu að þeir hefðu nú bólusett yfir 80 millj. með rússnesku bóluefni, framleiddu úr tegundum dr. Sabins. Eru veirurnar látnar í sælgæti, en dreifingu þess annast heiisu verndarstöðvar víðs vegar um Sovétríkin. HOLLENZKI stjórnmálamað- urinn Dirk Stikker, sem nú hefur tekið við embætti aðal- framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, er fæddur ur frjálslynda flokksins í Hol- landi 1947 og árið 1948 utan- ríkisráðherra Hollands. For- maður Efnahagsmálastofnun- ar Evrópu varð hann 1950 og árin 1952—’58 sendiherra Hollands í London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.