Morgunblaðið - 11.05.1961, Side 13

Morgunblaðið - 11.05.1961, Side 13
Fimmtudagur 11. maí 1961 MORGVNBLAÐ1B 13 Gunnar Finnbogason, cand. mag: Prdf—einkunnir ÞJÓÐIN gengur undir landspróf -— svo hafa vísir menn kveðið og margir orðið hrifnir af; er þá lát- ið á sér skiljast, að of-skólun þjóðarinnar sé slík, að vá sé fyrir dyrum. En þó er það svo, að ekkert foreldri vill láta barn sitt verða af skólagöngu, og sýnir það öðrum þræði, hve miklar vonir foreldrar binda við skól- ena. Einn. er sá þáttur í starfi skóla, sem teljia verður mikil- vægt að vel og réttlátlega fari úr hendi þeirra, en það eru próf. Hér verður nokkuð um þau rætt, tilhögun þeirra og þá sérstaklega haft í huga próf í skólum gagn- fræðastigsins. Margir líta lítilsvirðingar aug um á próf og telja sér trú um (ekki sízt sumir nemendur), að þau séu enginn mælikvarði á þekkingu þeirra. Að sjálfsögðu er hægt að gera próf marklaus, t. d. með því að gera þau svo létt, eð allir, sem þau taka, hljóti háa einkunn, en eigi sannar það ógildi prófa heldur varðar hér s-em oftar, í hverra höndum fram ikvæmd verksins er. Vér getum é sama hátt bent á misbresti og endalok margra hjónabanda og sagt sem svo: hjónaband hefir mistekizt, — þess vegna skulum vér afnema það. En á meðan eigi hefir verið fundið upp sterkara 'band í milli karls og konu en bjónabandið er þá tökum vér eigi upp anniað form. Og á meðan ekki hefir komið fram í skólum annað né betra form en próf, er þjónar hinum tvíþætta tilgangi: keppni nemenda innbyrðis og mælingu þekkingaratriða, — þá Ihljótum vér að þreyta próf. Tilhögun prófa getur verið með mismunandi hætti; einkum ber þó að greina þar á milli munnlegna prófa og skriflegra, þar sem verkleg próf verða ekki rædd hér. Áður voru próf að meg inhluta munnleg, en á síðari ár- um hafa þau færzt í það horf að verða skrifleg og oft ýmist að einhverju eða öllu leyti. Svo vill stundum verða, þegar nýjung Ikemur fram á sjónarsviðið, að bún heltekur manninn, og er hinu gamla þá alveg kastað fyrir fcorð. Slíkt má kalla í flestum tilvikum óráðlegt. Nú er líkleg~ ast, að bæði sikrifleg próf og munnleg hafi sína kosti og ókosti. 'Lítum því á hvorutveggja prófin, fyrst hið munnlega. 1) Nemandinn setur þekkingu sina fra mí orðum, en höfuðþátt- ,ur alls máls er munnleg fram- setning, og er það mjög mikil- vægt í kennslu að þjálfa nem- endur sína í því að setja hugs- lanir sinar fram í orðum og þess vegna líka eðlilegt, að nemand- inn sýni hæfni sína í þessu atriði. 2) Spumingar kennarans geta minnt nemandann á ýmis þekk- ingaratriði, sem annars gleymd- ust í skriflegri frásögn, og þá eýnt betur, hver þekkimg nem- andans er í raun og veru. 3) Nemandinn skilur að öðru Söfnu betur vald kennarans, — að honum beri að sýna virðingu; prófin eru mikilvæg í augum nemandans og ekki er sama, hvernig til tekst. 4) Hátíðleiki prófa verður meiri, þegar breiddur er fagur dúkur á borð, kennari og próf- dómari sitja hlið við hlið, en prófin verða einmitt að vena virðuleg og ákveðið tákn í aug- um nemandans. 5) Prófið í heild verður yfir- gripsmeira, þar sem kennari get ur prófað í meira efni, en hins vegar verða spurningar að ein- hverju leyti misjafnar milli nem enda innbyrðis, ©n þá ber að hafa hugfast, að allt hefir verið lesið og kennt á skólaárinu, og að þvi leyti standa allir nemend- ur jafnt að vígi. ■Hverfum þá að helztu 'ein- kennum skrifLegs prófs: 1) Allir nemendur fá sömu spurningar til úrlausnar. 2) Margar spumingar hljóta að verða á þann veg, að fullt svar verður margþætt og því hætta á, að sumt gleymist þótt vitað sé (sbr. nr. 2 hér að framan). 3) Prófið verður mörgum freisting að reyna að svindla, og því ber ekki að neita, að svin< . Fyrri hluti er víða í skólum, t. d. í barna- og unglingaprófum. 4) Flest svör við spurningum eru auðveld í útreikningi eink- unnar, og unnt er að vinna úr úrlausnum prófsins síðar. 5) Sumir telja, að taugaóstyrk ur nemenda sé meiri í munn- legum prófum en skriflegum, en ærið er það vafasamt, og fáir eru þeir, sem álíta, að feimni og óframfærni bagi íslenzka ungl- inga. Það verður að álíta skynsam- legast, ef hægt er að sameina hið bezta úr munnlegum og skrif- legum prófum. Það gæti t. d. ver- ið þann veg: 1) Tungumál. a) Ritgerð eða þýðing (úr ólesnu efni), stafsetn- ing og greinarmerki skal vera skriflegt; þó skal tekið tillit til stafsetningar (og greinarmerkja) í íslenzkum stíl, jafnvel þótt annað próf sé í þeim atriðum b) Munnlegt próf verður í fram- burði erlendra tungumála, þýð- ingu úr lesnu efni, málfræðileg- um atriðum, einnig setningar- fræðilegum atriðum, og fleiru, er Gunnar Finnbogason hér að lýtur. 2) Skriflegt próf í reikningi, hvort sem er úr hinu lesna eða ólesna. 3) Próf í eðlisfræði, landa- fræði, náttúrufræði og sögu skal vera að hálfu leyti skriflegt og að hálfu leyti munnlegt. Hið skriflega skal fyrst og fremst mið ast við alhliða yfirsýn efnis eða einhver grundvallarlögmál, sem önnur sannindi byggjast á. Hið munnlega takmarkast þá helzt við þrengra svið og einstök atriði. 4) Próf í handavinnu og teikn ingu verður mat þeir-ra verka, sem unnin hafa verið yfir náms- tímann. 5) Próf í skrift að sjálfsögðu skriflegt. 6) Kennarar gefi árseinkunn- ir, er gildi að hálfu á við prófs- einkunn. 7) I þeim greinum, sem eigi er prófað í að loknu skólaári, gildir árseinkunin kennarans. Nú ber að geta þess, að hér er landspróf miðskóla undanskil ið. Það próf hefir hlotið fast form og á að gegna ákveðnu hlut verki, þ. e. að vera m. a. lykill að menntaskólum. Það hefur í flestu ekki brugðizt þeim von- um, sem við það voru tengdar, en hitt hlýtur svo alltaf að vera deiluefni, hvort prófið sé í heild nógu þungt og þess vegna beri að gjörbreyta fyrirkomulagi þess. Ekki er það ætlun vor að ræða um áðurgreint landspróf að sinni, þó oss þyki hlýða að drepa á tvö atriði. — Próf í dönsku hefur oftast verið þannig, að það hefur mátt kallast styrjöld milli tveggja bóka. Það hefur sem sé gerzt, að oftast þegar prófað er í dönstkubókum eftir Ágúsit eða Kristin, að spurt er á tvo mis- munandi vegu ( a. m. k. að ein- hverju leyti) — annars vegar úr málfræði Ágústs og hins vegar úr málfræði Kristins. Mörgum verður því á að spyrja: er ekki sama málfræði í dönsku, þótt Ágúst skrifi bókina eða Krist- inn? Og hvers vegna þarf þá allt af að kurla málfræðispurning- arnar í tvennt? — Hitt atriðið varðar próf í sögu. Þar hefir ver ið venja, svo sem eðlilegt má telja, að gefa nemendum kost á að skrifa ritgerð um ákveðið efni ,og er sú einkunn í ritgerð látin gilda að hálfu á móti þeirri eink unn, sem reiknast úr öllum öðr- um spurningum í sögu. Tilhögun prófs í landafræði og náttúrfræði er með líkum hætti og í sögu að öðru leyti en því, að þar gildir að sínu leyti hliðstæð ritgerð % af heildareinkunninni. Oss er ekki ljóst, hvað veldur þessum mismun á mati ritgerðanna mið- að við heildareinkunn, en líklega kjósa flestir hina síðarnefndu tilhögun. Því hefir víst stundum verið hreyft, að próf (og einkunnir) í barnaskólum hafi litið skringl. lega út í ýmsum greinum. Til skamms tíma var t. d. reiknings- próf lagt þannig fyrir börn, að ekki var möguleiki að leysa það upp á 10 fyrir önnur en þau, sem voru í elzta bekk; m. ö. o. bam í 9 ára bekk hlaut að vera langt frá því að geta hlotið 10, hversu duglegt sem það var. Einnig hefir oss virzt, að sú væri hugs- unin, t. d. í sambandi við skrift- areinkunn, að barn hafi hlotið að skrifa verr í fyrra, enda hafi þroski komið til og aldur orðið meiri nú, þess vegna hljóti það að fá hærri einkunn í skrift í ár, því að barnið skrifar betur. Hið sama á sér stað um margar aðrar greinar. Hér er, að vorum dómi, byggt á sandi: þ. e. að miða ekki próf við þann hugsan- íega möguleika, að einhver geti hlotið hæstu einkunn, í þessu tilviki 10. Ef próf eru þann veg, sem hér er lýst, undirbúin fyrir böm í mörgum greinum, þá er ekki að undra, þótt margt fari miður í námi þeirra. Slík tilhög- un sem þessi hlýtur að verða lítil hvatning á framsækni í námi, því að ekki þarf mikið vit tií að sjá, „að ég fæ hærri, einkunn en í fyrra, af því að ég er eldri“. Til þess að gera þessa tilhögun prófs enn Ijósari er gott að taka dæmi til skýringar og nánari út- færslu. Nemandi, sem hefur tungumálanám í 1. bekk gagn- fræðaskóla, hlýtur að fá lága eink unn á ársprófi eftir einn vetur, þar sem þekking hians í viðkom- andi tungu er ekki mikil. Jafn- framt hlýtur einkunn nemandans að hækka eftir því, sem skólaár- in verða fleiri. Væntanlega er þá einkunn nemandans orðin 9 eða 10 á stúdentsprófi, því að nem- andinn hefur aukið þekking sína. Ætli það væri heppilegt fyr ir gagnfræðaskóla að leggja út á þessa braut? Áreiðanlega ekki. Þess vegna ber að stuðla að þvi, að öll próf í barnaskóla á ákveðnu aldursstigi miðist við það, að hugsanlegt sé, að ein- hver geti hlotið hæstu einkunn. í RússEandi kosta föt mánaða laun verkamanns EINN af starfsmönnum tímarits- ins U.S. News & World Report, Alex Kucherov, sem er rússneskr ar ættar og talar rússnesku bezt allra tungumála, dvelzt um þess- ar mundir í Rússlandi. Hann fór þangað einnig árði 1959 og dvald- ist í tvo mánuði í sambandi við bandarisku sýninguna í Moskvu. Hann skrifaði þá um ástandið í borginni og næsta nágrenni eins og það kom honum fyrir sjónir. í ferð sinni nú hefur hann endur nýjað kunningsskapinn við þá Rússa sem hann kynntist í fyrri ferðinni og segir hér á eftir dá- lítið frá þeim breytingum, sem orðið hafa síðan 1959. Þær eru með ýmsu mótl, spum ingarnar, sem Rússar hafa lagt fyrrir mig um Bandaríkin. Afgreiðslumaður i smávðru- verzlun spurði t. d. hvort yfir- menn Fordverksmiðjanna byggju við götur, sem sérstak- lega væru ætlaðar þeim einum, — hvort þeir borðuðu á sérstök- um matsöluhúsum og hvort fólk- ið á götunni hneigði sig fyrir þeim. Leigubílstjóri spurði: — Getur maður sem dvelst í Bandaríkjun- um fengið atvinnuleysisstyrk, þótt hann sé ekki ríkisborgari? Og þjónustustúlka spyr: -— Verður yður varpað í fangelsi, ef þér segir allan sannleikann um álit yðar á Rússlandi, þegar heim kemur. * * * Það hefur margt breytzt í Moskvu síðan 1959. Þá lá við að Rússar réðust að okkur í hópum til að fá svalað forvitni sinni um Bandaríkin. Nú voru þeir vin- gjarnlegir en sýndu fremur lítil merki forvitni. Menn hópuðust aldrei kringum mig, enda sagði mér rússneskur kunningi minn, að þeir væru mjög farnir að venj ast ferðamönnum. Spurningu minni um hvað Rússar segðu um hina nýju stjórn Bandaríkj anna svaraði einn opinber embættismaður í Moskvu svo: — Við urðum glað- ir við er við heyrðum hverjum mönnum hin nýja ríkisstjórn væri skipuð. Nú er vissulega kom inn tími til fyrir þjóðir okkar að bindast vináttuböndum. Verkamaður einn svaraði: — Það er of snemmt að segja nokkuð um stjórn Kennedys. Við vonum, að hann breyti heiðarl.ega og hy.ggi ekki á styrjöld. Hver þarfn ast styrjaldar? Fólkið er orðið þreytt á styrjöldum. Ungur há- skólastúdent svaraði. Ég tel ekki að neinna breytinga sé að vænta undir stjóm Kennedys, en Nixon hefði orðið verri — hann hefði tekið harðari stefnu gegn okkur en það væri alvarlegt mál. Það er greinilegt að endurbæt- ur á lífsskilyrðum Rússa halda stöðugt áfram, en þeim fer hægt og enn er margt ógert. Fólkið á götunum virðist heldur betur klætt en það var 1959. Algengara er nú að sjá konur með málaðar varir og þær sjást nú ekki leng- ur í vinnubuxum og jökkum, sem voru eins og einkennisbúningur þeirra. Þó er sjaldséð kona á götuf Moskvuborgar, sem talizt gæti vel klædd á vestrænan mæli kvarða. í helztu stórverzlun Moskvu- borgar — GUM — er fatnaður enn mjög dýr soman borið við tekjur fólksins. Venjulegur verkamaður vinnur sér inn 80— 100 rúblur á mánuði — en rúbl- an er skráð 1,10 dollarar. — Góðir leðurskór kosta 30 rúblur, góð ullarföt 160 rúblur, skyrta frá 6 og upp í 14 rúblur og frakki eða kápa kosta allt frá 90 rúbl- uro upp í 1000 rúblur. Mataræði Moskvubúa virðist fremur fábreytt, en fá má tiltölu- lega nægan mat í borginni. Þrátt iyrir slæma hveitiuppskeru á síð asta ári, er enginn skortur á brauði. Kartöflur, gulrætur og kál má fá á frjálsum mafkaði hvar sem er. Ennfremur má fá blómkál — en það er dýrt, 4 rúblur höfuðið — og einu ávext- irnir, sem ég sá voru smáar cítr- ónur, smáar appelsínur og smá ipli. í GUM er selt smjör og mjólk en kjöt er sjaldgæft að sjá — og þegar það er til er það ýmist afar slæmt eða rándýrt. Það bend ir allt til þess að Sovétríkin eigi enn langt í land til að ná Banda ríkjunum í kjötframleiðslu — hvað sem allar opinberar skýrsl- ur segja. Mjög er athyglisvert að sjá, hversu mikil áhrif flug U-2 flug- vélarinnar bandarísku hefur haft á rússneska borgara. Vitaskuld notuðu yfirvöldin sér málið til hins ítrasta í áróðursskyni og árangurinn er sá, að það ber á góma hvað eftir annað og hvar tveggja sem er. Einn leigubílstjóri sagði við mig: — Ég veit ekkert um stjórnmál, en það var samt ekki rétt hjá ykkur að senda flugvél- ina inn yfir landamæri Rússlands — Það er satt sem Krúsjeff seg- ir — hún hefði getað borið atóm- sprengju. Þegar ég benti ungum kennara á, að slíkum könnunarflugferð- um hefði verið hætt og tilkynn- ing gefin út um að þær yrðu ekki teknar upp á ný, sagði hann: — Segjum nú svo, að Kennedy virði þá tilkynningu að vettugi og sendi aðra flugvél. Verður hann þá settur frá embætti? f annað sinn átti ég samtal við Rússa um einræðishætti Stalins. Þá sagði Rússinn: — Hafði Eisen hower samráð við bandarísku þjóðina áður en hann sendi U-2 flugvélina inn yfir landsvæði okkar? Að hverju leyti var sú ákvörðun hans frábrugðin Stal- íns? Bandaríkjamaður, sem búsett- ur er í Moskvu segir mér, að eina skiptið sem Rússar bafi sýnt verulega óvild í garð Bandaríkja- manna hafi verið fyrst eftir að U-2 vélin var skotin niður. Þegar rætt er um samband Sovétríkjanna og Bandaríkjanna við Moskvubúa, takmarka þeir sig alltaf við strið og frið. Vinn- andi menn í Moskvu segja hvað eftir annað að þeir eigi ekkert sökótt við Bandaríkjamenn —• þeir hafi ekkert til að berjast um og styrjöld yrði skelfing. Stjórn Sovétríkjanna heldur slíkum hugsunum sífellt vakandi og hlú- ir að þeim, en þar með er ekki sagt að þær séu óeinlægar. * * * í byggingarmálum í Moskvu- borg hefur verið gert verulegt átak, en þó eru húsnæðismál Frh. á bls. 17 /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.