Morgunblaðið - 11.05.1961, Side 17

Morgunblaðið - 11.05.1961, Side 17
Fimmtudagur 11. maí 1961 MORCVlSTtTAfílD 17 Jón Cuðbrandsson Minning Glaður og reifur ' skyli gumna hver unz sinn bíður bana. rf Þessi speki Hávamála ssekir að mér, þegar ég minnist eins ibezta og tryggasta vinar míns, Jóns Guðbrandssonar, sem and- aðist í Landakotsspítalanum þ. 13. apríl s. 1. Af því kynnin voru bæði hug- Ijúf og löng, tel ég ekki til of mikils mælzt, að ég fari um hann mokkrum orðum, þegar hann er allur, þó að ég sé enginn rit- snillingur og aðrir, sem til hans [þekktu séu færari um að vanda !betur til síðustu kveðjunnar. Jón heitinn var fæddur 26. nóv. árið 1900, og var þvi sextugur, er hann lézt. Foreldrar hans voru J>au hjónin Pálína Jónsdóttir og Guðbrandur Hafliðason. Ólst Jón heitinn upp á Rauðamel í Kol- beinstaðahreppi, en þegar hann var uppkominn settizt hann að i Borgarnesi og bjó þar um margra ára bil og lærði þar til skósmíðar. Eftir að hann fluttist til Reykjavikur, lágu leiðir okk- ar saman vegna nákominar tengsla konu hans og minnar. Btrax eftir að hafa setzt hér að, tók Jón heitinn til við skó- smíðar og stundaði þar nærri óslitið, eða þar til hann réð sig sem húsvörð hjá O. Johnson & Kaaber h. f. fyrir fáum árum. — I Rússlandi Framhald af bls. 13. helzta umkvörtunarefni borgar- Ibúa. Nýjar byggingar þjóta upp í úthverfum borgarinnar. Þær eru óneitanlega hálfleiðinlegar, en jþó mikil bót frá gömlu timbur- Ikumböldunum. Þrátt fyrir það er Moskva borg hinna þéttsetnu íbúa. Ég kynntist verkfræðingi ein- um og konu hans, sem höfðu á- samt öðrum hjónum tveggja her- ibergja íbúð. Hann sagði, að þau Ihefðu nóg að borða, en æskilegt væri að hafa ofurlítið viðara til veggja. Prófessor kynntist ég, sem býr með konu sinni og dótt- ur í þriggja herbergja íbúð og telur sig hinn mesta lukkunar panfíi. Bandarískur maður segir mér, að ekki sé hægt að búast við að byggingar gangi betur, því þörfin sé óhemju brýn enda segja Rússarnir — við byggjum og byggj um, en það er eins og dropi í hafið. * * * Rússar hafa enn strangt eftir- lit með ferðamönnum. Tvisvar sinnum var ég stöðvaður þar sem ég var að ljósmynda bændur á aðalmarkaði borgarinnar og spyrja um verð á afurðum þeirra. Herlögreglan var kvödd í málið en lét sér nægja að rannsaka Vegabréfið mitt gaumgæfilega. Maður fær þá hugmynd, að af- staða margra Rússa til Banda- ríkjanna sé nokkuð blandip. Einn þeirra sem látið hafði í ljós mikla hrifningu á bandarískum bifreið um sagði: — Við höfum nú ekki exm lært að framleiða slíkar bif- xeiðar. En skyndilega skipti harm um umræðuefni og fór að spyrja um kynþáttavandamálið og at- Vinnuleysið í Bandaríkjunum. í sovézkum fréttamyndum af Olympíuleikunum síðustu var af- irekum einstakra Bandaríkja- manna gerð prýðileg skil, en jafn framt voru bandarísku íþrótta- mennirnir sakaðir um að leggja aneiri áherzlu á að vinna í Olymp íuleikimum, en að taka þátt í al- mennum félagsskap þátttakenda í leikimum, í glugga bókaverzlunar einnar I Gorky-stræti getur að líta tvær ibækur, serx vekja athygli manns. Önnur heitir: „Að lifa í friði og vináttu" og er safn frásagna af ferð Krúsjeffs til Bandarikjanna. Er mynd af þeim Krúsjeff og Eisenhower, báðum brosandi á Ikápusíðu. Hin bókin nefnist: „Þjóðsagan um hið friðelskandi eðli Bandaríkjamanna". ‘ . Það kom fljótt í Ijós, að Jón var eftirsóttur vegna vandvirkni í iðn sinni, því að oftast er ég leit inn í verkstæði lians, var þar margt um manninn og alla jafna þurfti að afgreiða við- gerðir með hámarkshraða; því var vinnutíminn ekki takmark- aður við annað en úthaldið og að gera öllum viðskiptavinxmum til hæfis. Það verður ekki um Jón heit- inn sagt, að hann hafi efnazt vel og höndlað margvísleg gæði þessa jarðneska lífs, en hann var þannig heimilisfaðir og hús- bóndi, að þó af litlum efnum væri að taka, var honum í blóð borið að veita af þeirri rausn, að orð var á haft, og geta fleiri vitnað um það en ég. Þegar nú er lokið samleið okk- ar Jóns, er eins og eftir standi fyrir hugskotssjónum mínum há og vel hlaðinn varða við veginn, sem fremur en annað verður til að minna mig á hann. Á ég þar við snilli hans og fjör í hvert sinn, er tekið var til við hvers konar spilamennsku, en það var honum bezta upplyfting eftir önn dagsins. Var hann sökum þess mjög til þeirra skemmtunar eftirsóttur, því ekki síður þá en endranær var prúðmennska hans ætíð til fyrirmyndar, svo að aldrei brá hann skapi við með- spilara sinn, eins og oft vill verða og áhugasamir spilamenn gerst þekkja. Það kom mér sem fleirum að óvörum, þegar upplýstist að Jón var byrjaður fyrir rúmum tveim árxun að berjast við þann sjúk- dóm, sem varð honum að ald- urtila, því svo skammt var frá liðið, síðan vinir hans og vanda- menn sóttu hann heim, þegar hann varð sextugur á s. 1. ári, en í gleðskap þeim, sem þá var tiil stofnað, minnzt alliir þess, hversu vel hann bar aldurinn og hressilega hann tók undir sam- söng þann, sem látinn var berg- mála honum til heiðurs. Hin síðustu sumur ævi sinnar dvaldist Jón oft og tíðum hjá þeim hjónunum Margréti Bene- diktsdóttur og Albert Finnboga- syni, kollega mínum, á heimili þeirra Hallkelshólum austur í Grímsnesi, sökum langs kunn- ingsskapar við þau og brennandi áhuga fyrir öllu, sem að sveita- búskap laut. Var hann boðinn og búinn til að létta undir, þeg- ar annir voru hvað mestar þar, og veit ég, að þau hjónin standa við hann í mikilli þaikklætis- skuld fyrir hjálpsemi hans og vinarþel. Ég hef aldrei þekkt aðra eins karlmennsku og æðruleysi hjá nokkrum manni og Jóni. Því til sönnunar eru síðustu heimsóknir mínar að sjúkrabeði hans á spít- alanum. Þó hann væri helsjúk- ur og vissi að ekkert biði hans nema dauðinn, hafði hann meðal annars þau gamanyrði uppi, að brátt kæmi að því, að við gætum tekið spil saman. Sú von okkar rættist þó ekki, því maðurinn með ljáinn lagði spilin á borðið og hann sigraði í þetta sinn sem oftar. Síðustu nóttina, sem Jón lifði vakti dóttir hans yfir honum og annaðist hann með sinni ein- stæðu blíðu og hjúkrunarkunn- áttu. Hann kvaddi þennan heim án nokkrar vitundar í svefni, og kannske er það sársauka minnst. Jón Guðbrandsson kvæntist árið 1930 eftirlifandi konu sinni, Sigríði Arnfinnsdóttur, Jónssonar og Ingibjargar Sigurlínadóttur frá Dröngum í Dýrafirði. Eign- uðust þau tvö börn, sem eru uppkomin, Arnfinn kennara, sem er kvæntur og býr á Akranesi og Auði hjúkrunarkonu, er býr með móður sinni. Ég vil færa konu Jóns, börn- um og öllu skyldmenni innilega samúð mína, en þeim verður huggun harmi gegn, að fagrar minningar um góðan dreng fyrn- ast aldrei. Kristinn Magnússon. Verð og fjöl- breytni við allra hæfi! SHODH Q-* t 4* 1 A Octavia-1961 kr. 99.850,—. Octavia-1960 (h-h-stýri) aðeins kr. 89.900,—. Super-1960 (h-h-stýri) kr. 90.800,— sérlega góð kaup. Felicia 53-h.a. sportbíll, mjög glæsilegur. Skoda-1201 sendibifreið kr. 90.850,—, 1201-station kr. 113.900,—. Afgreiðsla: Octavia-1961 upp úr miðjum maí, aðrar gerðir í lok maí. Af 1960-gerð eru aðeins f,ájr bílar eftir. SKODA býður hið samkeppnishæfasta um verð og gæði á markaðnum. TÉKKNESKA BIFRED9AUMBOÐH) H.F. xugavegi 176, sími 37881. Bílstjóri óskast á sendiferðabíl. Talið við Guðgeir Ólafsson. ísafoldarprentsmiðja h.f. N auðungaruppboð verður haldið eftir kröfu Gústafs A. Sveinssonar hrl. í húsakynnum flugm.ájastjómarinnar á Reykjavíkur flugvelli, föstudaginn 12. maí n.k. kl. 2 e.h. Seld verða tvö flugvélamódel og fjórir flugvéla- mótorar tilheyrandi Einari Einarssyni. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík, 2. maí 1961. Nýtt Nýtt IHiners snyrtivörur Fyrstir með undraefnið P X T Lanolium í snyrti- vörum. MINER’S eru lang ódýrustu snyrtivörurnar á markaðinum miðað við gæði. varalitur 6 tízkulitir kr. 31.55 naglalakk 6 tízkulitir, sanserað kr. 30.25 naglalakk 6 tízkulitir, venjulegt kr. 21.90 creme puff, make up, 6 litir kr. 38.00 augnabrúnablýantar, skrúfaðir kr. 25.55 augnabrúnalitur 3 litir kr. 25.55 augnahárarúllur (auto brush) kr. 57.95 sheer zeauty, make up í túpum kr. 34,15 sheer bliss, foundation cream kr. 24.15 MINER’S í nýjum umbúðum. Einkaumboð: Heildverzlun Péturs Péturssonar Hafnarstræti 4 — Símar 1-12-19, 1-90-62.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.