Morgunblaðið - 11.05.1961, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.05.1961, Qupperneq 22
22 M ORXZV y BL AÐIÐ Fimmtudagur 11. maí 1961 BAK vi« hús KFUM í Þingholtunum skeði það á uppstigningardag 1911 að 14 stráklingar komu saman og stofnuðu knattspyrnufélag. — Þeir höfðu meðferðis knött, sem oltið hafði undan skrif- borði Jóns Sigurðssonar for- seta. í dag eru 50 ár frá stofnun félagsins. Þess minn- ast Valsmenn nú í félags- heimili sínu að Hlíðarenda. Félag strákanna 14 telur nú á annað þúsund félaga og það . á knattspyrnuvelli, fé- lagsheimili og eitt glæsileg- asta íþróttahús landsins. Allt þetta hefur skeð á 50 árum og það er einkennileg tilvilj- un að í fyrsta sinn frá stofn- uninni á uppstigningardag 1911 ber afmæli félagsins nú upp á uppstigningardag. Stofendur Vals voru þessir: Loftur heitinn Guðmundsson, ljósmyndari, sem var fyrsti for- maður, Hallur Þorleifsson og Jó hannes Sigurðsson. Þeir mynd- uðu fyrstu stjóm. Hinir voru Filippus Guðmundsson, Guðbjörn Guðmundsson, Páll Sigurðsson, Helgi Björnsson, Einar Einars- son, Guðmundur Guðjónsson, sem enn starfar mikið fyrir Val, Kristján Gíslason og Björn Bene diktsson. k Fegurð aðalatriði Sr. Friðrik Friðriksson var ekki í fyrstu sérlega hrifinn af uppátaæki strákanna með þenn- an félagsskap. En hann hafði engin kynni haft af íþróttum, en við þau kynni sem hann öðl- aðist þá, breyttist skoðun hans til félagsins og var fljótt stoð og aðalstyrkur þess. í ræðu er hann hélt við vígslu fyrsta vall- ar Valsstrákanna 1912, sagði hann m.a.: „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði". Sr. Friðfik hafði séð fegurðina í íþróttunum og hvatti til að leita hennar í iðkun þeirra. Saga sorgar og dugnaðar Saga knattspymuvalla í eigu Vals er saga sorgar og dugnað- ar. Fimm sinnum ruddu Vals- drengir og Valsmenn sér velli. Jafnoft voru vellirnir teknir undir annað — núverandi Mela- völl, Loftskeytastöð o. fl. Árið 1939 eignaðist Valur land til frambúðar, þar sem var jörð- in að Hlíðarenda við Öskjuhlíð. Ólafur Sigurðsson var aðal- hvatamaður að þeim kaupum. Við staðinn bundu Valsmenn miklar vonir. Draumaborgir urðu til í hugum þeirra — draumaborgir, sem nú eru marg ar hverjar orðnar að veruleika. Fyrir óbilandi dugnað margra manna, einkum þó Úlfars Þórð- arsonar, Ólafs Sigurðssonar, Sig urðar Ólafssonar, Andreasar Bergmanns, Jóhannesar Berg- steinssonar, Hrólfs Benedikts- sonar og Braga Kristjánssonar, hefur Val tekizt að reisa að Hlíðarenda glæsilegt íþróttahús með búningsklefum, koma upp vistlegu félagsheimili, og gera ágætan grasvöll og malarvöll til æfinga. Það or þrekvirki sem unnið hefur verið að Hlíðar- VALUR minnist 50 ára af- mælis síns með knattspyrnu- leik í dag, sem fram fer á Melavellinum og hefst kl. 2 síðdegis. Er þetta „fyrsti stórleikur“ ársins, en til leiks við sig hafa Valsmenn fengið Akurnesinga. ár Skagamenn sterkir Miklar sögur fara nú af leikni Skagamanna. Sl. sunnu- dag unnu þeir Keflvíkinga létt og leikandi með 6 mörkum gegn engu. Verður gaman að sjá þá 1 dag á Melavellinum í fyrsta sinn á þessu ári. enda á 20 órum af fáum mönn- um fyrir félítið félag. ic Blómaskeið Fyrstu ár Vals voru engin sig- urár. Júlíus Havsteen, síðar sýslumaður, varð fyrsti þjálfari félagsins og fyrsti kappleikur- inn var háður 1914 gegn Fram. Fram vann með 3:2 og þótti byrjunin góð hjá Val, því Fram var þá ósigrandi félag að kalla. Fyrsti sigurinn vannst ekki fyrr en 1919, en þann sigur unnu Valsmenn í 2. aldursflokki. Upphaflega takmörkuðu stofn- endur félagsins félagatölu við 28. Var það gert til að allir kæmust allaf að á æfingum og alltaf væri nægilega margir í tvö lið. En þetta háði vexti fé- lagsins. Síðar var stofnuð yngri deild og félagatala hefur æ far- ið vaxandi síðan. Eftir nokkur ár hnignunar hófst félagið aftur. Það voru aðallega tveir menn, Axel Gunn arsson og Jón núverandi borgar- læknir Sigurðsson, sem voru Lið Skagamanna verður þann- ig skipað: Helgi Daníelsson, Bogi Sigurðs son, Helgi Hannesson, Sveinn Teitsson, Kristinn Gunnlaugs- son, Jón Leósson, Jóhannes Þórðarson, Skúli Hákonarson, Ingvar Elísson, Helgi Björgvins- son og Þórður Jónsson. Valsmenn tjalda sínu bezta og er lið Vals svona: Gunnlaugur Hjálmarsson, Arni Njálsson, Þorsteinn Friðþjófsson, Hans Guðmundsson, Halldór Halldórsson, Ormar Skeggjason, Bergsteinn Magnússon, Elías Her geirsson, Björgvin Daníelsson, Hörður Felixson og Steingrímur Dagbjartsson. hvatamenn og driffjöður að því. Þeir létu gera ný lög, samein- uðu Valsmenn undir nýtt merki og efldu framgang þess á marg- an hótt. Árið 1927 fór Valur sína fyrstu stórferð — til Akureyrar. Sú för varð upphaf mikils blómaskeiðs hjá félaginu. Hún sameinaði góða krafta og 1930 blómstraði félagslífið og þá vann Valur í fyrsta sinn íslands meistaratitilinn í knattspyrnu. 11 menn léku það sumar allt í liðinu —• engir aukamenn. — Þetta voru Jón Kristbjörnsson, sem síðar lézt af slysförum í kappleik, Pétur Kristinsson, Frí- mann Helgason, Ólafur Sigurðs- son, Halldór Árnason, Hrólfur Benediktsson, Jón Eiríksson, Björn Sigurðsson, Jóhannes Bergsteinsson, Hólmgeir Jónsson og Agnar Breiðfjörð. Allir þess- ir menn starfa enn meira og minna fyrir Val. Þeir unnu ís- landsmeistaratitilinn margoft eft ir þetta og mynduðu eitt fræg- asta knattspyrnulið, sem knatt- spyrnusaga okkar geymir sögur um. Alls hefur Valur 12 sinnum hlotið íslandsmeistaratign og 13 sinnum Reykjavíkurmeistaratign. ★ Utanfarir Árið 1931 var farin fyrsta utanförin. Var farið til Danmerk ur undir stjórn sr. Friðriks. — Tókst ferðin vel og varð lyfti- stöng. Síðan hefur Valur farið margar utanferðir með stærri og minni hópa. Félagið hefur og tekið á móti fjölmörgum erlend- um knattspyrnuliðum og hand- knattleiksmönnum og yrði of langt upp að telja hér. Einn frægasti leikur Vals var 1935 gegn þýzku liði er hingað fcom. Jafntefli varð og tókst Þjóðverjum að try.ggja það á síð- ustu sekúndum leiksins. Sá sem skoraði það úrslitamark fyrir Þjóðverja varð svo hrifinn og hrærður að hann hrópaði svo heyra mátti víða um völlinn er knötturinn lá í netinu: Heil Hitl- er. ÍC Deiidaskipting Fyrir tveimur árum var féíag- inu skipt í deildir, knattspymu- deild, handknattleiksdeild og skíðadeild. Starfar hver um sig sjálfstætt að öllu leyti nema að stærri fjármálalegum atriðum o. þ. h. Aðalstjórn fer með sam- eiginleg mál félagsins og yfir- stjórn deilda. Með í ráðinu hefur stjórnin fulltrúaráð sem skipað er fjölmörgum eldri Valsmönn- um og hefur það mjög eflt anda félagsins og styrkt það til stór- átaka. Handknattleiksmenn félagsins hóifa verið mjög sigursælir eink- um áður fyrr. Hafa Valsmenn unnið íslandsmeistaratitil í karla flokki oftar en nokurt annað fé- lag eða 8 sinnum. Skíðamenn hafa lítið keppt en þeir hafa komið upp gæsilegum skíðaskála í Sleggjubeinsdal og þar hefur félagslíf Valsmanna styrkzt mjög •k Albert frægastur í viðtali sem Sveinn Zoega for- maður Vals átti við fréttamenn í fyrradag skýrði hann að ekki væri hægt að minnast svo á sögu Vals að ekki væri mirmst á Al- bert Guðmundsson sem alizt hefði upp í Val en orðið frægast- ur ísl. knattspymumanna og um skeið einn frægasti knattspyrnu- maður Evrópu. Væru Valsmenn stoltir af að einn af þeirra drengj um hefði hlotið slíka frægð. ic Erfiður rekstur Sveinn Zoega sagði að rekstur á félagi eins og Valur er væri mjög erfiður. Lágmarkskostnað- ur við rekstur væri á ári hverju 200 þúsund krónur. Þessa fjár verður að afla með einhverjum ráðum. Við þökkum bæ og ríki veittan stuðning, en við teljum að við spörum bæ og ríki enn meira fé en styrkurinn nemur; Spörum það á því að ella þyrftu þessir aðiljar að leggja mun meira fram til tómstundastarf- semi æskunnar. íþróttafélögin eru uppeldisstöðvar fyrir hið op- inbera. Þannig ber að líta á þat og eftir því ber að styrkja þau til nytsamra starfa. k Afmælisblað Valsmenn gefa nú út myndar- legt afmælisblað, sem er 140 síð- ur. Er Einar Björnsson ritstjóri og aðalskrifari. Hann hefur með miklum sóma haldið úti Vals- blaði síðan 1958 Val til mikillar. sæmdar. — A. St. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Val- ur tekur á móti gestum í dag í félagsheimilinu að Hlíðarenda kl. 3,30—5,30 e. h. í tilefni af 50 ára afmæli félagsins, sem er í dag. — Landsli í æfinga- leik í FYRRAKVÖLD var efnt til æfingar að forgöngu landsliðs- nefndar. Hafði hún valið saman landsliðsmenn og fékk Hafnfirð- inga til að leika gegn þeim og styrktu þeir lið sitt lítilsháttar. Svo fór að landsliðið sigraðii með 9 mörkum gegn 3. í landsliðinu voru Helgi Daní- elsson Akranesi, Hreiðar Ár- sælsson KR Helgi Jónsson KR, Sveinn Teitsson, Helgi Hannes- son IA og Garðar Ámason KR, örn Steinsson KR, Ingvar Elís- son IA, Þórólfur Beck KR, Ellert Schram KR og Helgi Björgvins- son IA. ^ Boðaðir höfðu verið Hörður Felixson, Rúnar Guðmundsson, Kristinn Gunnlaugsson og Þórð- ur Jónsson, en þeir voru allir forfallaðir. Moldrok var mikið og völlur- inn slæmur. Ekki virtist þetta landslið ná saman sem skyldi. Skíðamót ÁFORMAÐ er að 5. Skarðsmótið verði haldið á Siglufirði um hvíta sunnuna. Þar er keppt í stórsvigi karla og kvenna og gert ráð fyr- ir mjög mikilli þátttöku víðs vegar af landinu, enda hafa vor- mót í vetraríþróttum verið afar vinsæl. Ágætur skíðasnjór er þar sem mótið verður haldið nálægt Sigluf jarðarskarði, en þar er sér- lega fagurt og heppilegt lands- lag. í gær var hafinn snjóruðning- ur af Siglufjarðarskarði og búist við að samband verði við bæinn á hvítasunnunni. Hary hættur ÞÝZKI spretthlauparinn J heimsfrægi Armin Hary sem I sigraði í 100 m hlaupi á Ol- £ ympíuleikunum hefur lýst því t yfir að hann ætli að hætta keppni í hlaupum. Hary meiddist illa á hné í bílslysi í nóvembermánuði sl. Lætur hann fylgja yfirlýsingu sinni, að meiðsli séu megin- ástæðan fyrir þeirri ákvörðun hans að hætta keppni. Hary, sem er 23 ára gamall, var dæmdur frá keppni í 4 mánuði í janúar sl. vegna þess að hann var sekur fundinn / um að hafa hrotið áhuga-1 mannareglurnar. Það keppnisfi bann rann út sl. sunnudag. § Valsmenn mæta Akurnesingum Afmælisleikur á Melavellinum i dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.