Morgunblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 11. maí 1961 MORGVNBr.AÐIÐ 23 — Vertibin Framh. af bls. 1. Óskar Sigurðsson. Alls öfluðu bátarnir 948 tonn og var afli frystur og saltaður. Bátarnir hættu allir um síðustu mánaða- mót. Búast þeir nú á humarveið- ar. Eyrarbakkí Þar voru gerðir út 3 bátar. Hæstur var Helgi með 237 tonn, formaður Sverrir Bjarnfmnsson. Alls öfluðu bátarnir 650 tonn. Allir eru þeir hættir og búast á humarveiðar. Þetta telst sæmi- legur afli miðað við róðrafjölda Og fiskleysið, sem víðast hefir verið. Þorlákshöfn í Þorlákshöfn var hæsti bát- urinn Þorlákur II. með 572 tonn, formaður Karl Karlsson. Annar var Friðrik Sigurðsson með 567 tonn og þriðji Páll Jónsson með 468 tonn. Alls öfluðu 9 bátar, sem gerðir voru út frá Þorlákshöfn 3436 tonn. Þetta er aðeins um 60% af aflamagninu, sem á land barst í fyrra, en þá var Friðrik Sigurðsson hæstur með 1067 tonn. Línuafli var góður fyrri hluta febrúar, en ógæftir voru frá miðjum febrúar til miðs marz. f net var reitingsafli frá 23. marz til miðs apríl. Sandgerði Þar eru bátar ekki hættir ver- tíð enn og er búist við að hún standi hjá um helming bátanna út þessa viku. Hæsti báturinn er Hamar með 970 tonn í 82 róðrum, formaður Þórhallur Gíslason. Annar er Smári með 824 tonn. iVertíð er hér ekki talin verri en í fyrra miðað við róðrafjölda og hefir fram að þessu verið hærri meðalafli í róðri en þá var. í fyrra var hæsti bátur með 1056 tonn í 95 róðrum. Keflavík Bátar eru enn ekki hættir róðr um þar. En búist er við að þeir hætti flestir, sem enn róa um næstu helgi. Ólafur Magnússon er hæstur með 1034 tonn í 58 róðrum, formaður Óskar Ingi- hersson. Sami bátur veiddi auk þess 4143 tunnur síldar, er hann hætti þorskveiðum um þriggja vikna skeið. Vertíð er í Kefla- vík ekki lakari en að vanda ef miðað er við síldaraflann, sem þar hefir bórizt á land. Ef síldin er reiknuð með er afli sízt minni á bát en var í fyrra. Þá var hæsti toátur með 1070 tonn, en þá var heldur engin síldveiði. Hafnarfjörður Enda þótt lokadagurinn sé í dag munu bátarnir halda áfram veiðum á meðan nokkuð fæst, enda veitir ekki af eftir lélega vertíð hjá vel flestum. Að vísu hafa nokkrir bátar aflað ágæt- lega, en margir mjög lítið. Núna eíðustu daga hefir verið reitings- afli, bátarnir verið með þetta 10, 20 og 30 tonn eftir tvær næt- ur. Þegar þetta er ritað, hefir vél- toáturinn Héðinn frá Húsavík, cem lagt hefur upp hjá Bæjarút- gerðinni, fengið mestan afla eða um 1060 t. (óslægt). Skipstjóri Cg eigandi er Maríus Héðinsson. iÞá er Fákur næstur með um 1030 tonn, skipstjóri Emil Þórð- arson frá Keflavík. Af níu bátum, sem gerðir hafa verið út hjá Jóni Gíslasyni, er Fróðaklettur hæst- ur með 723 tonn í 61 róðri, Fjarðarklettur 697 í 61 róðri (báð ir lögðu upp í Grindavík) og Fram, sem lagði upp í Keflavík, hefir nú fengið 668 tonn í 70 róðr um. — Bátar, sem lagt hafa upp fisk hér í vetur, munu vera um 20 talsins. Á vertíðinni 'í fyrra hafði Haf- ðrnin mestan afla eða rúmlega 1100 lestir og var vertiðin þá með betra móti. Reykjavík í Reykjavík hafa verið gerðir út á þorskveiðar um 40 bátar í vetur, en allmargir á síld. Minni bátarnir eru að hætta um þessar mundir. Afli hefir verið tregur á grunnmiðum Faxaflóa. Þetta eru allmiklu fleiri bátar en gerðir voru út í fyrra. Hæsti báturinn er Helga með 1012 tonn, formað- ur Ármann Friðriksson. Akranes Bátar eru ekki hættir þar enn nema 4. 4 eru á síld, 20 á netum og 2 á línu. Aflahæsti báturinn I er Sigurður AK með 658 tonn, I formaður Einar Árnason. Hefir hann verið aflahæstur undanfarn ar tvær vertíðir. Heildarafli Akranesbáta var um síðustu mánaðamót 40% lakari en í fyrra. llellissandur Aflabrögð eru þar rýrari en var í fyrra. Þá .var aflahæsti bátur- inn með 1200 tonn. Nú er Skarðs vík hæst með 905 tonn, formaður Sigurður Kristjánsson, næstur er Arnkell með 750 tonn. Flestir eru bátarnir nú hættir veiðum. Ólafsvík Þar voru flestir bátar á sjó í gær enda ekki búist við að al- mennt verði hætt fyrr en um næstu helgi. Efstir og jafnir eru nú Baldvin Þorvaldsson, formað- ur Tryggvi Jónsson og Valafell, formaður Jónas Guðmundsson með 800 tonn hvor. f fyrra var hæsti báturinn með 1270 tonn en þá var vertíðin óvenjugóð hjá Ólafsvíkurbátum. Gæftir hafa verið sæmilegar en fiskur minni en áður. Grundarf j örður Þar voru gerðir út 8 bátar í vetur. Hæstir eru Farsæll, for- maður Sigurjón Halldórsson og Runólfur, formaður Guðmundur Runólfssön báðir með 600 tonn. Bátar eru þó með allt niður fyrir 400 tonna afla. Vertíð er mun . verri nú en var 1959 og talsvert e lakari en í fyrra, en þá var hæsti bátur með 760 tonn. Marz- mánuður var erfiðastur sakir gæftaleysis. Stykkishólmur Þaðan voru gerðir út 6 bátar Og öfluðu þeir alls tæp 3000 tonn, Víðir var hæstur með 720 tonn, förmaður Njáll Gunnarsson. Afli telst ekki lakari en í fyrra, ver- tíðin er styttri en telst þó sæmi- leg. Patreksfj örður Þar hætta bátar ekki veiðum fyrr en um næstu helgi. Gerðir voru út 6 bátar í vetur og telst vertíð ágæt. Þar er afla- hæsti báturinn Dorfi, förmaður Finnbogi Magnússon, sem veitt hefir bæði á línu og í net. Er afli hans orðinn 1040 tonn. Var hann á sjó í gær. Langhæsti línubáturinn á Pat- reksfirði er Andri. Hefir hann fengið 806 tonn, formaður er Jón Magnússön, bróðir Finnboga. - NATO Framhald af bls. 1. framkoma ríkisstjórnar Sovét- ríkjanna hefur skapað nýja erf- iðleika í þessu máli. Lýsa ráð- herrarnir þeirri von sinni að Rússar taki fljótlega þá stefnu að koma á samningum um bann við kjarnorkutilraunum en það sé fyrsta sporið í áttina til af- vopnunar. Eitt helzta vandamál vorra daga er aðstoðin við van- þróuð ríki og hvernig á að bæta lífskjör íbúanna. Þetta er verk- efni, sem ráðherrarnir lögðu mikla áherzlu á. Þeir lýstu ánægju sinni yfir því hve fram- lag hins frjálsa heims hefur ver- ið mikið og hétu því að auka það enn. Bingó Bingó VERÐUR í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU föstudaginn 12. maí kl. 8,00. Meðal vinninga: 12 manna matarstell — Málverk Ávísun á permanent og margir fleirri góðir vinningar- Sætamiðar verða afhentir í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 11. marz kl. 9—10 s.d. og verða borð tekin frá á sama tíma. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Ókeypis aðgangur Starfsmannafélag mjólkursamsölunnar /\0MigAmsi/eguR 50\ ím ■> Nýff Kjólaefni ensk glæsilegir litir Amerisk felpukjólaefni faiieg og ódýr Vinnufataefni Skyrtuefni fjölbreytt úrval Strigaskór mjög ódýrír ILÆKJARBIÍÐI, • . SIMI 32555 . # • Eiginkona mín og móðir okkar, ANNA PÁLSDÓTTIB Bræðratungu 37, Kópavogi, andaðist að St. Jósefsspítala aðfaranótt 10. mai. Jarðar- förin auglýst síðar. iHelgi Ólafsson og börnin. Elskulegur eiginmaður minn JÖN EINAR JÓNSSON sjómaður, Hátúni 4, Reykjavík, andaðist 9. þ.m. á Landsspítalanum í Reykjavík. Bósa Bjarnadóttir. Jarðarför móður minnar RAGNHEBDAR GUÐMUNDSDÓTTUR sem andaðist í sjúkrahúsi Akraness laugard, 6. maí fer fram frá Innra-Hólmskirkju laugard. 13. mai kl. 2. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar er bent á sjúkrahús Akraness. Bílferð verður frá Hvítanesi. Guðmundur Jónsson, Innra-Hólmi. Jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa VILHJÁLMS PÁLSSONAR Bakkakoti, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 12. maí kL 10,30 f.h. — Jarðarförinni verður útvarpað. Páll Vilhjálmsson, Árni Vilhjálmsson, * tengdadóttir og bamabörn. Jarðarför móður okkar GUÐNÍJAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Skammbeinsstöðum, fer fram í Marteinstungu laugardaginn 13. maí kl. 3 e.h. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju sama dag kl. 10 f.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Börnin Konan mín SIGURBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði n.k. föstudag kl. 2 s.d. Fyrir mína hönd, barna okkar, foreldra og systkina. Hjálmar Eyjólfsson, Tjörn, Herjólfsgötu, Hafnarfirði. Jarðarför móður okkar JÓDlSAR ÁMUNDADÓTTUR fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 12. þ.m. kl. 2 e.h. Börain. Útför mannsins míns, ÓLAFS VIGFÚSSONAR Laugavegi 67, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. maí kl. 1,30 eftir hádegi. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Jakobina Bjaraadóttir. I Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför litlu dóttur okkar HPÖRDÍSAR ARNARDÓTTUR Öra Sigurjónsson, Inga Guðmundsdóttir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNS VlDALÍN HINRIKSSONAR Hlíðarbraut 17, Hafnarfirði. Fyrir hönd vandamanna. Guðrún H. Einarsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andláf og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu ÖNNU LOVlSU KOLBEINSDÖTTUR Vesturgötu 41. Kristín Finnsdóttir, Kolbeinn Finnsson, Laufey Ottadóttir, Björgvin Finnsson, Kristín Ólafsdóttir, og barnabörn. Þakka innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför ALBERTS HELGASONAR Guðbjörg Eiríksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.