Morgunblaðið - 14.05.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.05.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 14. maT 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 MMMMi 1. Bezta tryggring'in „í>ú ert hamingjusöm, Helga?“ , Já, það er ég. Ég hef lagt allt mitt líf í hans stóru hönd og nú á ég börnin mín, jörð- ina og hænsnin. Þegar ég var ung stúlka og ósjálfbjarga á alla lund, var mér kennt að bezta tryggingin væri sú að trúa á hann, sem birtist okk- ur jafnt í regndropanum og hafinu. Kominn á þennan ald- ur veit ég að sú trygging bregst aldrei, þó ekki hafi hún verið lögfest af þeim góðu mönnum sem landi ráða. Þeg- ar ég var lítil lærði ég þessa vísu: Þótt kóngar flykkist allir að með auð og veldi háu, þeir megna ei hið minnsta blað að mynda á blómi smáu. Komdu hingað inn, elsku bezti vinur, ég skal gefa þér heitt kaffi, en það er ekkert hægt að spjalla við mig. Ég kann á emigiu skil og ebkert merkilegt við ævina mina ja nema kannski þetta eina: „Já, þetta eina!“ „Veiztu hvað það er?“ „Nei, en ég kom til að fá að vita það.“ „Já, þú komst og svo stend ég hér eins og hvert annað ræfilsgrey í eldhúsinu illa til höfð og allt í skít og hef ekkert að segja.“ „En þetta eina?“ „Jú það er rétt. Og allt lagt í Guðs stóru hönd og hún hefur varðveitt mig, það hlýja skjól. En komdu inn, elsku góðurinn minn, og ég ætla að gefa þér bolla af rjúk- andi kaffi, það skaltu fá. Það er bara engin hlýja hér, skelf- ing bregður manni nú annars að hún Soffía skuli vera orð- in köld.“ , Soffía?“ „Já, það er miðstöðin okkar. Og nú er búið að taka hana úr þessu gamla hrófatildri, verið að setja einn og einn ofn í nýja húsið, ég er svolítið hreykin af því, þú verður að koma uppeftir á eftir og skoða það. Sjáðu, þarna er það í allri sinni dýrð, teikn- að af Þóri Baldvinssyni þeim góða manni og ég veit það verður fallegt og yndislegt og útsýnið, maður lifandi. Nú stend ég hér glöð og hreykin og bendi þér á nýja húsið mitt, sem kostar hálfa milljón og ég skulda aðeins milli 40-50 þúsund í því. En tveimur dögum áður en ég var fermd, lagðist ég milli þúfna og grét. Þá var ég nýbúin að læra þessar lrnur: Því fjær sem heims er hyllin er hjarta Guðs þér nær. „Það bjargaði mér.“ „Þetta er góðlegt hús.“ „Þú ert ágætur. Og re.isu- gildi á sunnudaginn og þá verð ég sextug og þá koma að minnsta kosti hundrað manns og þá verður kokkteil- tunna í einu horninu, ég get sýnt þér, hvar hún á að standa Ég hef verið vel tryggð og þarna sérðu árangurinn Samt hefur iðgjaldið ekki verið svo ýkja hátt, ojæja.“ „Þú hefur haft óvenjumikið viljaþrek.“ , Ég veit svo sem ekki hvað það heitir, ég er bara eins og ánamaðkurinn, það er eitt- hvað svona illt í mér, að ég skríð alltaf saman aftur. Viljaþrek, þú segir vel um það. En heyrðu Jónatan, er það ekki í júní sem við getum farið að flytja inn, heldurðu? Og þá verður vesturflötin orð in græn, iðjagræn eins og land í draumi. Og svo höldum við áfram að rækta og byggja jör.ðina, sérðu hvað þetta er elskulega falleg mold og of- boðlítið er hún nú hlý fyrir ræturnar. Heldurðu ekki að ísland sé bezta land í heimi? Það gæti verið það, en fer auðvitað dálítið eftir hjarta- lagi fólksins." , Og svo yfirgefurðu gamla hrófatildrið?“ „Já, kveð blessað kotið, skjólið sem tók á móti mér og börnunum báðum, þegar við hröktumst frá Hjalla í Soga- mýri og syrti í lofti. En nú er það orðið eins og gamalmenni, vill vel en getur ekki meira.“ H Uppboð Við sátum heima í stofunni í Engi í Mosfellssveit, þar sem býr Helga Larsen, fædd Þórð- ardóttir, og hefur ræktað jörð ina af miklum myndarskap og byggt yfir sig og börnin gott hús. Úr hrollvekjandi fátækt hefur hún brotizt til bjarg- álna og hefur nú nóg að bíta og brenna og alltaf svolítið af aurum ef með þárf, eins og hún segir sjálf. Þetta er löng leið. og af Því handritamálið er svo ofarlega á baugi getum við sagt: leiðin frá skóbótum til kokkteiltunnu. Á þessari öld einni hafa liðið 1000 ár í sögu þjóðarinnar, ef hægt er að segja stóra hluti með litl- um orðum. Um búskapinn á Engi segir Helga: „Jörðin er 20 hektarar og hálfræktuð, eins og þú sérð. Við eigum 26 ær, tvo sauði, tvo hrúta og tvo gemlinga, 10 hesta höfum við haft á fóðr- um í vetur og þrjár bjargir eigum við. Og svo eru lömb- in að fæðast, en ég er ekki nógu myndarleg til að vita hvað mörg þau eru orðin. Við höfum baslað' þetta hönd í hönd í drottins nafni og mér finnst kraftaverk að fá að basla af sínum veikleika og gera eitthvað, sem mark er tekið á. Og svo á ég 200 hænsni og útungunarvél, svo ég er ekki á flæðiskeri stödd.“ , Og þarna er hundurinn hjá þér í eldhúsinu" ,,Já, hann Lappi.“ „Ósköp er hann nú feitur hjá þér, Helga“ „Já, svona eins og ég. Við étum mikið, sem höfum ein- hvern tíma verið sveitakvik- indi. þegar við komumst loks- ins í ærlegan bita.“ „Þetta eina, er það — ?“ „Já, engillinn minn, einmitt það: fædd á sveit, alin upp á sveit, boðin upp á þingum. Nú er þetta allt orðið grín og gaman og fátækt fólk borgar 40 þúsund krónur fyrir eitt málverk á uppboði, en það r voru engar 40 þúsund krónur borgaðar fyrir mig enda eng- in furða kannski, því ég er ekki málverk.** „Þú hefur átt mörg syst- kin?“ „Já, ég var 10. barn for- eldra minna, en látum það vera.“ „Af hverju?" „Æ hún systir mín litla fæddist seinna sama dag, en dó strax úr fæðuskorti að mér er sagt. Af einhverri tilviljun hitti ég einu sinni konu, sem sagði mér frá ástæðum móður minnar, daginn sem ég fædd- trygginguna og læra eitthvað lítilræði, en hefði líklega ekk- ert haft í það. Viljasterk seg- irðu það?? Ojæja þegar maður fæðist £ vesaldómi og elst upp á sveit, tekur langan tíma að finna veginn og ná sér á strik. En það kemur og nú blasa möguleikarnir við, eins og þjóðfélagið er orðið. En við þörfnumst einhvers til að visa okkur leiðina, ert þú ekki viss um það? Ég veit það eins og dagurinn er yfir okkur. Hvernig heldurðu annars sé hægt að þreyja þennan þorra. Þegar ég var 19 ára, ákvað ég > .. ■ ' ' • - Á hestbaki í bolabás. silfur. En skömmu áður en ég lagði af stað, frétti ég lát föð- ur míns. Nú var ferð mín til Reykjavíkur án tilgangs, en ekki varð aftur snúið. Það var spáð illa fyrir mér. en hverju skipti það, varla gat það orðið verra. Og svo ról- aði ég ein út Grímsnesið með aleigu mína á bakinu og tvær krónur í vasaklút, nokkrar brauðsneiðar og sælgæti sem ég hafði aldrei bragðað áður: tvö egg. Og gekk og gekk og gekk, gisti á Alviðru, það er fallegt nafn. En þegar ég kom í Hveradali, kemur maður á móti mér. ,,Hvert ert þú að fara?“ spyr hann. „Til Reykja víkur,“ svara ég. .,Ertu ekki hrædd hér alein uppi á heiði?“ spyr hann. „Nei.“ „Það ætti að geta orðið mað- ur úr þér,“ sagði hann þá og brosti. Svona hafði aldrei neinn talað til mín áður, þess- um orðum gleymdi ég ekki Þau urðu mér, sveitarómag- anum, ljós í myrkri. Vex hver við vel kveðin orð, stendur þar. Ég held það hafi sannazt á mér.“ .,Eins og dagurinn er yfir okkur, sagðirðu?" „Já, og stend við það. Þegar ég bjó á Hjalla í Sogamýri, var gengið á rétt minn og til- finningarnar særðar svo ekki var heill blettur eftir á mín- um sálargarmi og fór að reyna að ná rétti mínum, því nú var ég komin upp á að tala um rétt eins og hver önnur mann- eskja, en náði honum auðvit- að ekki. Enginn nær rétti til- finninga sinna. Upp úr því fór ég hingað að Engi, hrakin. Svo er það einhverju sinni að ég er í strætó, og svo að mér þrengt að ég get ekki einu sinni haldið niðri í mér grát- inum, en græt eins og barn og úthelli tilfinningum mín- um eins og hver önnur ó- hemja. Það er komið fram á kvöld og brúnamyrkur og þegar ég fer út úr vagninum er einhver annar á hælunum á mér. og ég er dálítið leið yfir því að finna að ég skuli ekki vera ein, því mig lang- aði ekki að blanda geði við neinn þú skilur. En þá finnst mér þetta vera hundur og verð glöð yfir því, að hafa hjá mér skepnu, en ekki mann. Ég ætlaði að snúa mér að hundinum og gæla við hann, en þá breyttist hann í hnött á stærð við fótbolta, of urhægt, fyrst eins og dálítill þokuslæðingur með bláu og gyltu ljósi, síðan ljósrák, sem fór á undan mér alla leiðina Talað við Helgu Larsen sextuga í dag ist. Faðir minn var nýfarinn frá henni í atvinnuleit vestur á land, eða fyrir 2 eða 3 dög- um. Bjargarlaus beið hún þess að fæða sín börn, engin mat- ur, ekkert hey, eldiviðarlaust í kotinu. Hún ein með hópinn sinn og elzti bróðir minn, 10 ára gamall, sendur eftir ljós- móður. asahláka og spræn- urnar illfærar. Svo kom ég í heiminn, eins og hvert annað óviljaverk, persónugert vol- æði þessarar ömurlegu stund- ar. Ég heyrði móður mína segja frá því síðar að skorturinn hefði verið svo magnaður fyrsta sumarið sem ég lifði, að sjálf hafi hún misst allar neglur á höndum og fótum og gekk þó að heyvinnu. Því sem til féll var stungið í litlu munnana, og samt fór sem fór.“ „En þú lifðir." „Já, segjum það. Ég hef alla tíð verið sterk en heilsulaus, alltaf vitað hvað mig langaði en kraftasmá.“ ,.Og til hvers langaði þig?“ „Að standa í skilum við verkin mín, borga upp 1 að fara suður til Reykjavíkur, og skrifaði Vaigerði. föður- systur minni, og bað hana ráða mig í fiskvinhu. Hún skrifaði um hæl og sagði ég gæti komið og skyldi byrja að vinna 14. maí þá um vorið. Þetta vor var ég kaupakona á Kjaransstöðum og leið vel eftir því sem mér gat liðið. Ég hafði oft hugsað um árnar og fjöllin, hvaðan kom allt þetta vatn? spurði ég sjálfa mig. Jú, gilið rann í Tungu- fljót og Tungufljót í Hvítá og Hvítá í hafið. En gilið, hvað- an kom vatnið í það? Og hvert fór hafið? Ég hafði aldrei séð það, aldrei fengið að kanna hvað var á bak við þennan bláa draum, sem þeir kölluðu fjöll. Mér var sagt að þar væri líka fólk, meira að segja þó nokkuð margt fólk í Reykjavik. Og svo var faðir minn á Vesturlandi, hann sem allir hnjátuðu í. Skyldi hann ekki vera einmana fyrir vest- an? Átti ég ekki að skreppa til hans og vera honum innan handar? Og svo ákvað ég fyrst að fara til Reykjavíkur og vinna mér inn dálítið skot- heim. Allan þann vetur hafði ég styrk af þessu ljósi í raun- um mínum og myrkri." , Og hvað heldurðu þetta hafi verið?“ „Enginn vafi, elsku bezti vinurinn minn, einhver kær- leiksgeisli frá honum sem gaf okkur lífið, gaf okkur störfin, gaf okkur gleðina og lagði á okkur sorgina til að við kynn- um betur að meta gleðina. Svona er nú þetta einfalt. Við erum ekkert nema það sem okkur er leyft að vera.“ „Hvernig getur þér fundizt hann vera svona góður fyrst hann lét þig fæðast inn í þetta volæði?" .,Elskan mín góða, hugsaðu þér þann mun eða ef mér hefði verið dritað niður í ein- hverri stórborginni og ég hefði kannski lent í því að verða vændiskona eða .... ja hver veit hvað? Nei, hann sér fyrir öllu og hönd hans er styrk. í stað þess að verða vændiskona, fékk ég að vera í sambandi við jörðina og blómin og skepnurnar. Dýrin eru góð, ég geri ekki upp á milli þeirra; Otrúleg saga frá þessari öld Framh. á bls. 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.