Morgunblaðið - 14.05.1961, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.05.1961, Qupperneq 5
Sunnudagur 14. maí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 {T- Götumynd úr kínverskri borg. Hungursneyð í Kína HINIR kommúnísku stjórnendur Kína eiga nú í örvæntingarfullri 'baráttu viS hungurvofuna heima fyrir — og Rússar, sem sjálfir eru matarlitlir, geta ekki komið Ilágrönnum sínum til hjálpar. Mikil kornkaup Kínverja í Kanada sýna glögglega hversu ógurleg vandræði þeir eiga við að etja. í Kína svelta milljónir manna — framleiðslan minnkar en sjúkdómar aukast svo mjög, að þetta vandamál er orðin hin snesta ógnun við kommúnismann € landinu fram að þessu. í eftir- farandi grein tímaritsins U.S. Kews & Wórld Report er fjallað um þetta sérstaka vandamál. * í Rauða Kína ríkir nú ógurleg Ihungursneyð. Hungrið er svo mikið í þessu kommúnistaríki, að fctj órnarfyrirkomulaginu er veru leg hætta búin. í örvæntingar- fullri tilraun til þess að bjarga sjálfum sér hafa kínverskir ikommúnistar rennt augum til íkornforðabúra hins frjálsa heims. #>eir hafa keypt 187,7 millj. skeppur af hveiti og 46,7 millj. skeppur af byggi frá Kanada, en jjþað eru einhver hin mestu korn- íkaup sem sögur fara af. Tilkynnt ivar í Ottawa 2. maí sl., að verð- 4ð sem Kínverjar greiddu fyrir ikornið væri 362 millj. dollarar. 'Að flutningskostnaði viðbættum mun heildarverðið nálgast 450 millj. dala. ^ Áður en þessi viðskipti fóru fram, höfðu Kínverjar keypt 3 millj. tonna af kornvöru og mjöli frá Kanada Og Ástralíu fyrir um jþað bil 250 millj. dala. f Sérfræðingar í • málefnum kommúnistaríkj anna telja þessi yandræði Kínverja mjög athyglis iverð. Þeir telja að kornkaup Jjeirra erlendis muni éta upp mik inn hluta erlendra tekna Kín- tverja allt fram til ársloka 1963. Og hin fyrri vörukaup af Kanada Og Ástralíu hafa nær eytt öllum gjaldeyrisvarasjóðum þeirra. i Sérfræðingar í London segja, áð áform stjórnenda Rauða Kína gefi nokkra vísbendingu um fim- — i j^jjÍSABET iJ Englandedirottn- ingu og Fi’úypusi prins var vel fagnað þegar skip þeirra Britannia lagðiist að haifnar- bahkamum í Napoli nú fyrir mokknu, em þau hjón voru í opiinberiri heimsókn á Ítalíu Ans og getij hefir verið í fréttuim. Þúsundir Napoli- búa hrópuðu í ákafa Re—gi—na E—li—sa—betita^ Re—gi—na E—li—sa—betta, en þannig vaa: hernni fagnað alls - iaðair þar, sem hún kom þá fjóra daga, er hún dvald- ist á Ítalíu. Regina þýðir drottning. í Napoli var hún boðin v-iko,. - af borgarstjór anum, Achille Lauro, sem setti við það tækifæri upp gríðarmikil sóiglerau6u. Og þá skýrimgu gaf hamn á því háttalagi, að d.-ttnir..0in hefði verið svo umaíðslega faJiieg, að ..jhi va: að hafa ^..it- hvað fyrir aiugunum til að hvíla þau. í Róm var Eldsabetu ekfci hvað minnst fagnað, en þaa: hversu alvarleg vandræði þeirra eru — því að þeir mundu ekki taka erlendan gjaldeyri frá hern aðar- Og iðnaðarmálum, nema hungrið væri orðið svo gífurlegt, að stjórninni í Peking væri hætta búin. Ennfremur er það talið afar athyglisvert, að Sovétríkin hafa ekki getað hjálpað bandamönn- um sínum, Kínverjum, því einnig er matarlítið í Rússlandi. Upp á síðkastið hefur kjöt verið ófá- anlegt í Moskvu. Sama er að segja um Vodka, ávexti og græn meti. Á þeim tveim benzínstöðv- um Moskvu, sem selja Orku — en mikið benzín hefur þar ekki fengizt Og stundum hefur jafn- vel verið ókleyft að ná í dropa af venjulegu benzíni. Það er því svo komið, að tvær stærstu kommúnistaþjóðir heims ins geta ekki brauðfætt íbúa sína þrátt fyrir öll áform Og áætlan- ir, en báðar eru þær velbúnar að vopnum til þess að hrella allt mannkynið. Mistök Rússa við lausn land- búnaðarvandamálsins hafa hagt í för með sér stöðnun, sem dreg- ur úr iðnaðarþróun í nánustu framtíð. En matarskörturinn í Rússlandi er engan veginn sam- bærilegur við hina gífurlegu hungursneyð kínverja. í Kína er íbúatalan 600 milljónir og íbúum fjölgar um 3% á ári — þ. e. a. s. á hverju ári þarf að brauðfæða 17 milljónir nýrra munna. Starfsmaður U.S. News World Report símar frá Hong Kong — glugga bambustjaldsins .— eftir- farandi frásögn: Af orðum flóttamanna, sem streyma frá Rauða Kína og Vest- urlandabúa, sem þar hafa verið, má gera sér nokkra grein fyrir hungrinu, fæðuskortinum og sjúkdómunum í Kína. Tómir magar eru orsök mik- illar glæpaöldu, sem flætt hef- ur yfir landið. Verkamenn í borg um læðast um sveitir að nætur- lagi í þeirri von að finna nokkr- ar kartöflur eða handfylli af grænmeti. Þvottur hverfur af fund pafiams, Jóhainnesar XXIII. Hn— . J ára gu-nli páfi ræddi einslega við drottningu í 26 mínútur í kórónuh irberg- inu í VaC::má.a. I atuttu á. urpi, minntist h&ms heilag- leiki meðad annairs á hið mik- ilvæga framlag, sem þegnar ---.Adis hcíð~ xaigt fram til vaxð > -izlu friðarins. Loks afhenti hainn drottningunni að gjöf 23 g-unia rómverska pe-iinga, en í staðinn tók ii-.iin á móti myndum úr hendi * I abetœr af koniungs- snúrum og er notaður til skipta fyrir matvæli á svörtum mark- aði. Betlarar fara inn í veitinga- stofur, þar sem gestir sitja að snæðingi. Þeir stelast að borði gestanna og bíða í þeirri von að fá leifarnar. Stundum er hung- ur þeirra svo mikið að þeir grípa matinn af borðinu áður en gest- irnir hafa lökið máltíðinni. Stjórnin hefur gert upptækar leikfangaprentvélar, vegna þess að þær voru notaðar til þess að falsa skömmtunarseðla. Vannær- ingarsjúkdómar í lifur maga og görnum er algengir. Unnt er að lýsa með nokkrum einföldum tölum hversu mikil mistök Kínverja eru í landbún- aðinum. Kína þarf að minnsta kósti tvö hundruð millj. tonna af kornvöru árlega til að fæða nú- verandi íbúa landsins. Árið 1958 þegar uppskeran var meira en 200 millj. tönna, lýstu komfnún- istar því yfir, að þeir hefðu fund- ið lausn á matvælavandamáli Kína. En svo dundi ógæfan yfir þá. í tvö ár herjuðu flóð og þurrkar í sveitum Kína. Við þetta bættist hin mikla óánægja bændastéttarinnar yfir því, að bændum var smalað saman í kommúnur. Sérfræðingar, sem kynnt hafa sér þessi mál af eigin raun segja, að kommúnistar hafi ekki get- að vænzt annars en ófara. Fyrst úthlutuðu þeir landspildum til hundruða milljóna bænda, sem beinlínis þyrsti eftir landi. Nokkr um árum síðar neyddu þeir bænd urna til þess að mynda samhjálp arhópa og síðan tóku þeir af þeim landspildurnar og neyddu þá saman í kopimúnur. Kínversk ir bændur hafa þannig verið rifn ir upp með rótum. Árið 1959 var uppskeran í Kína lítið eitt yfir 190 millj. tonna — sem er ekki nægilegt til þess að fullnægja brýnustu nauðsynjum. Árið 1960 var uppskerubrestur- inn ennþá verri og uppskeran áætluð nokkuð innan við 190 millj. tonna, sem er mesti upp- skerubrestur, sem orðið hefur í staf, og vax handfang hans gert úr hr©i: dýrshorni. Fór móttatoaai hjá páfanum fran: á allsögulegum degi, eða ^iinningairRegi ST. Píus-ar V, sem banmfærJl Elis..betu 1. En.gla'ndsdi. - tningu. Var það þegar hún _lclt öllu sambandi við pá.fastólinn í Róm og lét setja Maríu Skotadrottningu í faingelsi. Var þetta árið 1570 því orðið allliangt síðan, — og enginii kærði sig nú um að fara að rifja upp þá atbuæði. Kína, síðan kommúnistar komust þar til valda. Vörusendingin frá Kanada verður örugglega ekki komin í höfn í Kína fyrr en seint í sumar — þegar uppskeru á vetrarhveit- inu er lokið. Þetta bendir til þess, að kommúnistar vænti enn slæmrar uppskeru, þriðja árið í röð. Þegar stjórnendur Kína sneru sér til Rússa og báðust aðstoðar, fóru þeir bónleiðir til búðar. Krúsjeff hefur aðeins yfir að ráða nægilegu korni til þess að rnæta þörfinni heima fyrir og til þess að leika sér dálítið á korn- markaði Vestur-Evrópu, þar sem hann veldur Bandaríkjamönnum og Kanadamönnum nokkrum áhyggjum. Hann getur því alls ekki satt hið nagandi hungur kínversku þjóðarinnar. Krúsjeff hefur gefið Kínverj- um eftir fimm ára greiðslufrest á greiðsluhalla í viðskiptum Kín verja og Rússa árið 1960. Er sá halli talinn nema um 200 millj. dala. Þetta hefur gert Kínverja háða Rússum um iðnvæðinguna í framtíðinni og háða Vestur- veldunum um matvæli til þess að koma í veg fyrir enn meiri hungursneyð og hrun efnahags þjóðarinnar. Menn, sem nýkömnir eru til Hong Kong frá Kína segja, að hungrið sé farið að draga úr hervæðingu og iðnvæðingu lands ins. Verkamenn verða fjörlausir af hungri. Maður nokkur hefur þá sögu að segja frá Canton, að burðarmaður einn hafi verið 30 mínútur að ýta létthlöðnum smá vagni innan við 100 metra vega- lengd. Vesturlandabúar, sem komið hafa í verksmiðjur Kínverja, segja að framleiðslan fari minnk andi, vegna þess að svo fáir hafa þrek til þess að vinna fulla vinnu — en slysum fjölgar að sama skapi. Þá er talið að bifreiðaslys- um fari þar fjölgaiidi sökum náttblindu, sem stafar af næring arskorti. Viðbrögð Kanadamanna við hinni miklu kornsölu til Kína er afar mismunandi. Þeir kanadísku menn, sem um viðskiptin sömdu veittu Kínverjum ýmiss konar óvenjuleg hlunnindi við kaupin. Kínverjar greiða 25% af kaup- verði vörunnar við afhendingu en afganginn á 270 dögum. Kanada hefur fram að þessu kraf izt greiðslu í dollurum frá komm únistalöndunum, en tekur að þessu sinni við greiðslu í ster- lingspundum. Sem fyrr segir nema sölur þess ar í allt 270 millj. skeppum af korni og þau viðskipti munu auka tekjur bænda í Kanada og verða þar með lyftistöng efnahags þjóð arinnar. Engu að síður hafa við skiptin valdið deilum í kanadiska þinginu. Lester B. Pearson, foringi stjórnarandstöð- unnar, dregur í efa, að rétt sé að selja korn til lands, sem Kanada ekki veitir formlega stjórnmálalega viðurkenningu. Hann segir, að stefna kanadísku stjórnarinnar í þessu máli sé sú, að stjórnmálaleg fordæming hindri ekki viðskiptaleg faðm- lög. Ennfremur segir Pearson, að Kanadamenn selji vinum sínum korn gegn staðgreiðslu en veiti kommúnistum gjaldfrest. Það, sem hinn frjálsi heimur veltir nú fyrir sér, er hvört van- máttur kommúnista til að leysa fram úr hinu langvarandi mat- vælamáli kínversku þjóðarinnar verði stjórninni að falli. Þeir sem gerst til þekkja segja, að svo kunni að verða áður en lýk- ur. Hinsvegar álíta þeir, að í nánustu framtíð muni matvæla- skorturinn verða til þess, að kommúnistar gerist sífellt djarf tækari í löndum Suð-austur Asíu þar sem hrísgrjónarækt er mikil, Iíaupfélagsstjór' inn á Siglufirði hættir SIGLUFIRÐI, 9. maí. — Á aðal- fuhdi Kaupfélags Siglfirðinga, sem nýlega var haldinn, var upplýst að Björn Stefánsson, kaupfélagssstjóri, mundi láta af störfum hér frá 1. september nk. Hann hefur verið ráðinn kaup- félagsstjóri hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa á Egilsstöðum frá og með næstu áramótum. Skarphéðinn Guðmundsson, sem verið hefur skrifstofustjóri kaupfélagsins hér, hefur verið ráðinn kaupfé- lagsstjóri í stað Björns. — Stefán. Hér er Elísabet drottning og páfinn í Vatikaninu. Prins Filippus stendur að baki þeirra. 99 Re-gi-na E-li-sa-betta 66 gh hún sem kuninugt er á fjölsikyldunni, svo og göngu-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.