Morgunblaðið - 14.05.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.05.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. maí 1961 — / fáum orbum Framh. af bls. 3. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá,“ „Góður_ sagðirðu áðan, held urðu að þeim sem hafa orðið vændiskonur finnist hann þá jafngóður og þér?“ „Mundi ekki jarðlífið vera áfangi á langri göngu, hvað segirðu annars um það? ja, svona eins og stoppistöð?“ „Hvað áttu við með því?“ „Að það sé hægt að fara út úr vagninum á röngum stað vegna kæruleysis? Eða vera rekinn út á miðri leið vegna þess að fargjaldið sem upp var sett var ekki greitt, eins- konar refsing þú skilur. Við getum ekki svindlað okkur á- fram. f*að kemur að skulda- dögum. Kæruleysi, eigingirni, allskyns vitleysa, allt þarf þetta að borgast upp í topp.“ „En hver er þín stærsta vit- leysa? Helga?“ „Sú að þykja vænt um vondan mann, það máttu hafa eftir mér. f>að er áreiðanlega mitt mesta glappaskot af mörgum stórum_ en ég réði ekki við það. Ást rímar við þjást, góði minn. Það er ekk- ert nýtt.“ „En af hverju ræður maður ekki við svona smámuni?“ „Ó, að þú gætir svarað mér því.“ „Eiginmaðurinn?“ , Nei, friðillinn minn. I>áttu það fara, elsku góði vinur, láttu það bara fara eins og það var. Ég hef vanið mig á að segja allt satt, því þeir sem eru heimskir hafa ekki efní á að skrökva. „Og var það nú ást Helga?“ „Því ekki það?“ , Og kömin yfir hana? „Enginn veit hvenær sálar- garmurinn er kominn í samt lag og hvenær ekki. Ég er á- gæt að staga í sokkaplöggin, en það hefur tekið mig lengri tíma að bæta sálarhróið mitt eftir það áfall. En hvað á þetta eiginlega að þýða, ég sem hef börnin mín, jörðina mína, dýrin mín, störfin mín og vináttu margra? En hrakin kom ég hingað að Engi. Og einkennileg tilviljun að ég skyldi fyrst þegar ég kom hingað, finna blóm sömu teg- undar og mamma mín á Vatnsleysu gaf mér þegar ég kom hrakin til hennar." „Hvaða blóm er það?“ „Banfang, það er ósköp góð lykt að því.“ „Mamma þín á Vatnsleysu?“ , Já, Sigríður kona Sigurðar á Vatnsleysu. Mánaðargömul var ég send til þeirra, dvald- ist þar til 6 ára aldurs og leið yndislega vel og þar man ég mín fyrstu jól: ég fékk dálitla sendingu frá Ólafíu móður minni, innihald: undurfallegt kerti, hvítt og rautt og svo spil. Stóru krakkarnir smíð- uðu ofurlítið jólatré og svo var bundið lyng á það. Kertið mitt góða var sett á toppinn. Allt svo hreint og fallegt og skemmtilegt. Mamma puntaði okkur svolítið og fór svo sjálf í sparifötin með bláröndótta svuntu. Þegar pabbi hafði lok- ið útiverkunum, hófst hátiðin með því að mamma og pabbi og stóru krakkarnir sungu jólasálm. Svo las pabbi jóla- guðspjallið og hugleiðingu á eftir. Síðan sunginn annar sálmur. Vatnsleysa var must- eri, og það musteri tók ég með mér út í lífið. Einu sinni vorum við krakk arnir að leika upp við Skrögg. Þá fórum við að rífast, ég veit ekki hver átti upptökin en varð ofsareið, því þau sögðu að hún Sigríður væri ekki mamma mín. „Jú, hún er víst mamma mín.“ hróp- aði ég. „Jú, víst.“ „Nei, hún Ólafía er móðir þín," sögðu krakkarnir. Þá hljóp ég heim til mömmu á Vatnsleysu og a.'lur skarinn á eftir. Hún var mild og yndisleg og góð, en: „Það er satt,“ sagði hún, „hún Ólafía er móðir þín.“ Eitt tár, tvö tár, og svo taka því eins og öðru. Vorið sem ég var 0 ára var haldið þing og þá fann ég áþreifanlega fyrir því að mamma og pabbi á Vatnsleysu voru ekki foreldrar mínir, ég var böðin upp. Góssið hrepptu ung, nýgift hjón, æ slppum því. Gröftur í augum, þegar ég vaknaði á morgnana og á daginn kölluð jarðvöðull, sí- hungruð og lúsin og óþrifin það eina í tilverunni sem var nokkurn veginn öruggt. Og svo einn dag strauk ég heim að Vatnsleysu. Var látin reka hrossin í haga, það var 2. í nöínu sinnar og föðursystur okkar í Gróf. Við hin fórum á sveitina nema Þóra systir mín, sem var tveimur árum eldri en ég, hún fékk að vera með móður okkar Og voru þær saman, meðan hún lifði. Þóra býr víst einhvers staðar í Reykjavík, ég veit ekki hvar, hef engan samgang haft við fólkið mitt. Magnús bróðir fór til Noregs hjálparkokkur á skipi, en var svo skipstjóri í mörg ár. Hann er mjög dug- legur maður og hefur komið sér vel. Nú er hann hættur á sjónum. Það er hægt að vera heiíl, þó maður hafi komið við í Vola. Annars átti ég að vera með móður minni, en því var breytt vegna þess að hana dreymdi, að hún ætti að hafa telpuna sem var eldri en ég, því lét hún mig frá sér.“ Nýja húsið á Engi páskum og ég stóðst ekki freistinguna, en hljóp heim til mömmu. Þá var maður nú ekki þreytt í fótunum, æ nei, það var eitthvað annað. Á þessum páskum leitaði ég að minni upprisu. Þegar mamma sá mig, spurði hún: „Fórstu í leyfisleysi, Helga mín?“ Þá fór ég að skæla. Allir voru mér góðir, ekki sízt hún Guðríður á Drumb- oddsstöðum. Hún strauk mér um kinn og koll, en ég reyndi að skjóta mér undan, því ég var svo hrædd um að hún fengi óhreint af mér. En það var engin upprisa þetta vor og skömmu síðar kom bónd- ínn með Ólafíu móður minni og sótti mig. Ný krossfesting. Næsta vor var ég svo aftur bóðin upp á þingi. Þá fór ég að Litla-Fljóti, leið skár. Guð finna húsfreyja var mér góð og hjálpaði mér að lósna við kvikóþrif, í staðinn var ég eins viljug að snúast fyrir hana og ég gat.“ „Ólafía sagðirðu að móðir þín héti.“ „Já, hún var Ólafsdóttir, en faðir minn hét Þórður Magn- ússön frá Skollagróf. Ég fædd ist í Vola, hæfir vel eða hv'að finnst þér? „Við vitum ekkert hvað við eigum að gera við hana Snerru," sögðu tveir röskleg- ir piltar, sem komu í þessum svifum inn í stofu. „Þið setjið hana þar sem hann Prati var,“ svaraði Helga, „því hún getur kastað einhverja nótt- ina, hún er farin að stálma." „Faðir þinn fór vestur á land, sagðirðu, skildu for- eldrar þínir?“ „Nei, það var enginn kven- maður þar á milli, þó merki- legt megi heita. Magnús, elzti bvó'ðir minn, var sendur til Kristínar, föðursystur okkar í Haukholtum, en Valgerður systir mín fór til Valgerðar „En þú sást móður þína eft- ir þetta.“ „Já, venjulega einu sinni, kannski tvisvar á ári. Stund- um fékk hún að koma til okk- ar, svo hittumst við í réttun- um, ef ég fékk að skreppa þangað. Hún var fyrst vinnu- kona í Miklholti í Biskups- tungum en fór síðar að Holta- kotum, áður en hún fluttist til Reykjavíkur, þar dó hún.“ „Hvaða áhrif heldurðu að baslið hafi haft á þig?“ „Ég veit það ekki, en hef oft hugsað um það. Ég hef aðeins viljað koma fram til góðs en hef svo lítið getað, mikil ósköp get ég nú annars lítið. Ég er góð við skepnur, af því þær eru góðar við mig. Einu sinni átti ég góðan vin, sem hét Smali. Hann var dug- legur fjárhundur og mig hef- ur oft dreymt hann. En einhvern veginn hefur þetta gengið. Ég hef haft starfsgrundvöll. Það er guðs lán að eiga eitthvað sem mað- ur ræður ekki við, það dreifir huganum og hrindir burt leið- inlegum endurminningum. En sjáðu þessa mynd, hér er ég á brúnu merinni minni austur í Bolabás. Það kvittast allar raunir, þegar Guð gefur manni svona stundir. Mér þyk ir yndi að ríða út.“ „Þú fóst til Danmerkur?“ „Já.“ „Og þar giftistu manninum þínurn?" „Ég var 27 ára gömul, þegar ég fór í vist til Danmerkur að svala útþránni. Ég réð mig í vist á Mön og þar kynntist ég manninum. Ég var að leita að hlýju, hann kannski líka. Ég get sagt þér eitt, vinur minn, og þú mátt ekki mis- nota það, að hrakningur og raunaskinn eins Og ég er allt- af að leita að hlýju, en við erum ekki nógu glögg þegar okkur er bent og önum áfram í blindingsleik. Það er ekki alls staðar hlýja þar sem leitað er að skjólL En það er skemmtilegt á hestbaki, þar hverfur allt, sem er illt og vont.“ „Nú, þá veitti víst ekki af að fleiri færu á hestbak? Gæt irðu ekki komið honum Magnúsi Kjartanssyni á hest- bak?“ „Hver er hann, blessaður? En það mundi ekkert saka. Hýstu aldirei þinn harrn, það er bezt, þú hefur heyrt það.“ „Þú minntist á ástina áðan, Helga." „Það var mín raun að kynn ast henni." „Það var spurt um það hér í blaðinu um daginn, hvort menn ættu að fá leyfi til að líta svolítið í kringum sig, hvað segir þú um það?“ „Það gerir ekkert góði minn. Biddu fyrir þér, það er eðlilega lífið, ég er ekki svo vitlaus. En þetta ristir sjaldnast neitt, hefur engin áhrif skilur ekkert eftir. Það á að vera guðsþjónusta hvert sinn, sem maður og kona verða eitt.“ „En þú giftir þig í Dan- mörku.“ „Já, og eignaðist börn og tilgang og lífið var ekki leng- ur lítils virði. Við fluttumst hingað heim.“ „Og börnin döfnuðu.“ „Ojæja, ekki meira en svo að mér fannst þau dafna bet- ur, þegar ég eignaðist fyrstu kúna. Það var 9. ágúst 1938, hvílík blessuð björg. Þá átt- um við heima á Hjalla í Soga- mýri, blessiað'atsita húsii sem Guð og menn hafa byggt. Það var eitthvað svo gott í viðun- unum. Þegar börnin voru sofn- uð á kvöldin, þreifaði ég um húsið, hvort það væri virki- lega satt að ég ætti þetta bless- aða skjól og enginn gæti tekið það frá mér. Ég kom þangað svo óskaplega þreytt og úr- vinda eftir baslið og dauða mannsins míns, nei það var ekki sorg, en þreyta. Og þar hvíldist ég svo vel. En svo kynntist ég ástinni og þá hraktist ég hingað, en það hefur orðið mér til góðs og nú gæti ég ekki hugsað mér að fara að Hjalla aftur, þar sem ég eignaðist fyrstu björg- ina. Það er drjúgt sem drýp- ur, og það þarf engin móðir að láta börnin svöng í rúmið, ef hún á kusuna sína á vísum stað.“ „Mér er sagt að þú sért skyggn?“ „Nei, fer lítið fyrir því, en ég finn, og svo þessi ljós. En ég var ákaflega berdreym- in. Þegar hún mamma á Vatnsleysu dó, dreymdi mig að ég færi austur að finna hana, kem inn í húsið og kalla: „Guð, nú á ég hana mömmu í alvöru, og'afa og ömmu.“ Geng síðan inn í bað- stofuna og þar situr hún mamma mín og eitthvað tvennt í rúminu hjá henni og afi og amma sem ég kall- aði voru líka inni í stofunni. Hún mamma var með hvítt sjal um herðar, en þegar ég lít á hana tek ég eftir, að hún er eitthvað dauf í dálkinn og lasleg, svo ég segi við hana: „Ertu eitthvað lasin, mamma mín?‘“ En hún svarar: „Ég er svolítið þreytt síðan um jarðarförina.“ Svo ég hugsa: Ósköp er það vitlaust að láta gamalt fólk vera að fylgja, það er nóg að það fylgi í hug- anum. Geng út og inn í afar- stóran sal og þar standa þrjú blóm svo falleg, að ég hef aldrei séð neitt jafnfallegt, hvorki hér né annars staðar, Þegar ég virði blómin fyrir mér, heyri ég að rödd seg- ir: „Þessi fagra lífsins rós er upp sprottin af þeim fölskva- lausa kærleika, sem þú barst alltaf til hennar mömmu þinn- ar.“ Og heldurðu að ég vilji missa þetta? Nei, ekki fyrir fallegustu villuna í allri Reykjavík. „Þetta var fallegt með kær- leikann." Já, hamn 'er slberkBistiuir af ölliu sterku, ef við hefðum þroska til að líta yfir hitt.“ „Hefur þú getað það?“ ’ „Stundum. Okkur leggst það til, að finna leiðir til að losna við beiskjuna. Aðalatrið- ið er að eiga bæði kærleikann og Salomonosvitið, eins og hún Sigrún í Réttarholti, það máttu segja eins og ég hef leit- að til hennar í þrengingum mínum, þar er ekki kuldinn. Þau hjón hafa eignazt 15 dæt- ur og ef þær og þeirra börn líkjast Sigrúnu verður ísland betra land en það var. Þegar ég missti mannitin áttum við dálitlar eignir og ég hafði til umráða 200 krón- ur á mánuði en var mikið hrædd um að þetta mundi ekki endast til að koma börn- unum á legg. Þá dreymir mig eina nóttina að ég er með budduna mína og í henni 200 krónur, en þegar þær eru búnar, detta í hana 2ja krónu peningar, 25-eyringar Og fleiri smápeningar, og aldrei urðu börnin svöng. Og enn dreymir mig, að ég fari yfir brú sem er ekki nema fet á breidd, en undir henni hvítfyssandi svelgurinn. Ég er að bera þungan þvottabala yfir brúna og nota alla krafta, sem Guð hefur gefið mér, og kemst yfir, en litlu munaði. Þegar ég er komin yfir, stendur á bakkanum kona sem Guðlaug heitir og segir við mig: „Þetta fór nú vel.“ Þegar mdg dreymdi þennan draum var ég langt niðri vegna harms og hugarkvala, en þá er hann sem öllu stýrir svo góður að láta mig dreyma fyrir því, að ég fái að sjá börnin mín södd og óskemmd. Svona hefur hann alltaf vak- að yfir mér og ekkert orð þykir mér fallegra í íslenzku en handleiðsla. Ætli það sé til, t. d. í ensku? Þegar ég var fjórtán^ára dreymdi mig fyrir lífi mínu: ég var stödd í stóru húsi, ein og yfirgefin, en hvert skipti sem ég er að því komin að láta bugast er eins og mér sé lyft til einhverra óþekktra hæða í lófa séra Guðmundar í Reykholti. Reykholt er lífið og þegar mig hefur borið upp á sker, hef ég fundið Guðs návist og hann hefur séð fyrir því að ég fengi styrk, þvi sjálf erum verið ekkert, nema montið stundum: og finn að blómin eru mín Án hans gæzku aldrei sprytti rós, eign‘ án hans náðar dæi sérhvert ljós. Ótrúleg saga frá þessari öld M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.