Morgunblaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 1
24 siður ^MiltifeiWrili 48. árgangur 107. tbl. — Þriðjudagur 16. maí 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins gefur eftir Pathet Lao situr Laos-ráð- stefnu, er hefst í dag Genf, 15. maí. — (Reuter) — UTANRÍKISRÁÐHERRAR Breta og Rússa gáfu í dag út sameiginlega tilkynningu um að Laos-ráðstefnan skuli hefjast í Þjóðabandalagshöll- inni kl. 5 síðdegis á morgun. Hafði enn farizt fyrir í dag, mánudag, að ráðstefnan hæfist vegna deilna um hvernig aðild Laos-ríkis sjálfs að ráðstefnunni skyldi vera. Það var loks seinnihluta mánudags, sem Dean Rusk fóllst á málamiðlunartillögu Breta og Indverja um að enginn aðili frá Laos skyldi teljast beinn fulltrúi lands- ins, heldur yrði þátttöku rík- isstjórnar, hlutleysingja og kommúnistahersins Pathet Lao hagað þannig að önnur þátttökuríki ráðstefnunnar mættu bjóða þeim hverjum fyrir sig að sitja ráðstefn- una. —¦ Rusk féllst loks á þessa lausn eftir að hafa átt langt símtal við Kennedy forseta. Með því hafa Bandaríkjamenn efnislega gefið eftir og Pathet Lao her- flokkar kommúnista fá aðild að ráðstefnunni. Það fylgir með sög nnni að þeir Kennedy og Rusk hafi verið mjög tregir að gefa Bvo eftir. Þeir hafi þó talið það rétt, til þess að sannprófa vilja allra deiluaðila í Laos til að koma á friði í landinu. / Laos-stjórn neitar Þrátt fyrir hið sameiginlega fundarboð Breta og Rússa ann- sð kvöld er enn ekki öruggt að ráðtefnan hefjist þá, því að fulltrúar hinnar hægrisinnuðu Dragnóta- veiðar t sumar? VESTMANNAEYJUM og víðar eru bátar farnir að búast til dragnótaveiða. Enn hefur ekert leyfi verið veitt til þeirra veiða, en sam- kvæmt lögum getur ráð- herra leyft þær á tímabil- inu 15. júní til 31. október. Um þessar mundir er verið að leita álits þeirra aðila, sem hagsmuna hafa að gæta. Enn er ekki ljóst hver niðurstaða þeirrar skoðunar könnunar verður, en búast má við að bráðlega verði tekin ákvörðun um drag- nótaveiðar sumarsins. Laos-stjórnar neita enn að sitja ráðstefnuna, ef Pathet Lao- menn og hlutleysingjar verða annað eða meira en áheyrnar- fulltrúar á ráðstefnunni. Hætta yfirvofandi Konungur Kambodja, ná- grannaríkis Laos, kom í' dag til Nizza á suðurströnd Frakk- lands. Hann kemur til Genf á morgun og mun sitja ráðstefn- una fyrir land sitt. Blaðamenn náðu tali af honum í Nizza í morgun. Hann sagði að það væri mjög alvarlegt, ef Laos- ráðstefnan færi út um þúfur. Slíkt myndi þýða styrjöld í Laos og stórfellda erlenda hern- aðaríhlutun, sem gæti kveikt bál stærri styrjaldar. Lagt að Rusk Það kom nokkuð á óvart, hve Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna sneri fljótt við blaðinu, en fyrir helgi virtist hann mjög harður og ákveðinn í að hleypa fulltrúum Pathet Lao ekki inn í fundarsalinn. ¦— Reuters-fréttastofan segir að Bretar hafi beðið hann um að breyta um skoðun og loks hafi það ráðið úrslitum, að Couve de Murville, utanríkisráðherra Frakka, sagði Rusk á sunnu- dagskvöldið, að Vesturveldin myndu verða að athlægi frammi fyrir umheiminum ef þau hættu við að sitja ráðstefnuna úr því sem komið er. Því er svo bætt við þessa frétt, að Murville hafi ætlað að snúa heim til Parísar í kvöld, en hann hafi hætt við það, er hann frétti ,að Rusk hefði brevtt um skoðun. Deilur halda áfram Menn höfðu vænzt þess að Framhald á bls. 23. -» John Chang forsætisráðherra Suður Kóreu situr í stofu- fangelsi. Ný geim- ferð? FRANSKA fréttastofan AFP kveðst hafa fengið öruggar upplýsingar um það austur í Moskvu að Rússar séu aS undirbúa að skjóta enn einum geimfara upp í loftið. Segir fréttastofan að þetta annað geimskot verði fram- kvæmt ef tir fáieina daga. Ennfremur segir frétta- stofan að Rússar muni inn- an skanuns skjóta á lol't geimhylkjum með tveimur eða þremur geimf örum inn- anborðs. iylting í Suður Kóreu SEINT í gærkvöldi barst hraff- skeyti frá Reuters-fréttastofunni um að þá fyrir nokkrum mínút- um hefði heyrzt mikil og ör skothríð nálægt aðsetri ríkis- stjórnar Suður Kóreu í Seoul. Nokkru síðar flutti NTB frétta- stofan fregnir af því að hópur liðsforingja úr her Suður Kóreu hefði hrifsað völdin í land Dagsbrún og vinnuveitendur ræðast við í GÆR kl. 2 hófst viðræðufundur milli fulltrúa Vinnuveitenda ann arsvegar og fulltrúa Dagsbrúnar og Hlífar í Hafnarfirði hinsvegar um kaup og kjaramál. Stóð fund urinn til kl. um 7 í gærkvöldi og varð ekki samkomulag. inu í sínar hendur. Þeir gáfu út tilkynningu Um valdatökuna og kváðust vera andstæðingar kommúnismans og vinir Samcin- uðu þjóðanna. Þeir tlikynntu að þeir hefðu tekið forsætisráðh. landsinsjohn Chang höndum og sæti hann í 1 stof ufangelsi. Hittast Kennedy og Krúsjeff í júní? ÞAÐ gerðist samtímis í gær, að Tsarapkin fulltrúi Rússa á kjarnorkuráðstefn unni í Genf hótaði að fara brott af ráðstefnunni og að talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins upp innuf riði komið á með iögum í Danmörku Lokid verkfalli flutniiigai erkamanna Kaupmannahöfn, 15. maí. LOKSINS er vinnufriður kominn á í Danmörku eftir fimm vikna verkföll á ýms- um sviðum þjóðlífsins. Verkfalli flutningaverka- manna lauk í morgun með lögbundinni lausn. Danska þjóðþingið samþykkti mála- miðlunartilögur hins opin- bera sáttasemjara sem lög í morgun eftir að þingfundur hafði staðið stanzlaust frá því klukkan þrjú síðdegis á suiuiudag. — Sunnudagsfundur þingsins Það fréttist á sunnudagsmorg uninn, að tillaga sáttasemjara hefði verið felld af vinnuveit- endum með 60 atkvæðum gegn 14, meðan flutningaverkamenn höfðu samþykkt hana með 30 þúsund atkvæðum gegn 19 þús. Strax og ríkisstjórninni bár- ust fréttir af því að vinnuveit- endur hefðu fellt málamiðlun- artillöguna, boðaði hún þjóð- þingið saman til skyndifundar. Kemur það mjög sjaldan fyrir, að þingfundur sé haldinn á sunnudegi og gerðist það síð- ast árið 1955 þegar samþykkt voru lög um nýja neyzluskatta. Miklar og háværar deilur urðu á þingi um þá tillogu rík- isstjórnarinnar að lögbinda málamiðlunartillögurnar. Stjórn arandstaðan lagði til að verk- fallið yrði bannað með lögum, en kjaradeilunni yrði vísað til gerðardóms. Þessi tillaga var felld. Skipið sigla úr höfn Strax í morgun hófst vinna flutningaverkamanna. Langferða bílar og flutningabílar hófu akstur og hafnarverkamenn komu niður að höfninni og hófu vinnu. Fyrsta skipið lagði úr höfn. Það var áætlunarskip til Borgundarhólms. Á morgun hefjast ferjusiglingar yfir Eyrar- Framh. á bls. 23 lýsti að það hefði komið til tals ,að þeir Krúsjeff og Kennedy hittust á næst unní. Síðustu daga hefur orð- rómur gengið í Washing- ton um að Kennedy hafi óskað eftir persónulegum fundi við Krúsjeff vegna þess hve ráðstefnan um bann við kjaraorku- sprengjutilraunum hefur orðið árangurslítil. Orðrómur þessi hefur hermt, að Kennedy vilji hitta Krúsjeff í byrjun júní f ein- hverju hlutlausu landi Ev- rópu, annað hvort í Stokk- hólmi eða Vínarborg. En einmitt um þetta leyti verð- ur Kennedy í Evrópu í heim- sókn hjá de Gaulle. Reuters-fréttastofan sneri sér til utanríkisráðuneytanna í Svíþjóð og Austurríki og spurði hvort undirbúningur- inn væri hafinn að slíkum fundi í þessum ríkjum. — Ráðuneytin kváðust ekkert hafa heyrt á málið minnzt. Tsarapkin fulltrúi Rússa á kjarnorkuráðtefnunni í Genf var í dag óvenjulega harð- skeyttur. Hann réðist með heiftarorðum á Vesturveldin og sagði að Bretar og Banda- ríkjamenn stæðu leynilega að kjarnsprengjutilraunum Frakka í Sahara-eyðimörk- inni. Hann sagði að ef Frakk ar héldu Sahara-tilraununum áfram myndu Rússar hætta setu á þessari ráðstefnu og hefja sjálfir víðtækar kjarn- spr engj utilraunir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.