Morgunblaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. maí 1961 MORGVNBLAÐ1Ð Grimsbymenn TOGARINN Jón forseti lagði að bryggju, eftir far- sæla söluferð til Englands, í fyrrakvöld klukkan rúm- lega 10. Blaðamaður Mbl. hafði fengið að fara um borð með tollvörðum og notað tækifærið meðan ver ið var að „klarera“ skipið til þess að rabba litla stund við skipverjana um móttökurnar, er þeir fengu í Grimsby, en verkfall yfirmanna stóð þar sem Arni Guðmundsson, skip- stjóri á Jóni íorseta, segir svo frá: — Ég get ekki annað sagt en að við höfum mætt fyllstu kurteisi og hlýju frá Grims- by-búum, eins og við eigum vanda til er við komum þangað. Ég hef siglt um 20 ára skeið til Englands og þekki því talsvert móttök- urnar þar. Þær voru í engu verri en venja er tiþnema síður sé. Ég get hins vegar tekið fram að þegar við komum varaði Þórarinn Olgeirsson, umboðsmaður okkar, þegar Togarinn Jón forseti. ur af yfirmönnum skipsins á hótel uppi í „gamla bæ“, eins og elzti hluti Grimsby er kallaður. Settumst við þar og fengum okkur ölglas og urð- um ekki fyrir hinum minnstu óþægindum. Ég verzlaði nokkuð að vanda og kom í verzlanir þar sem ég var kunnugur og þar sem við íslendingar kom- um oft og erum þekktir. Þar hafa komið á báða þessa staði og staðið nokkra stund við. Linkan, eða Lincoln Arms, eins og kráin heitir réttu nafni, er mjög mið- svæðis ofan við höfnina og sækja þangað margir sjó- menn, bæði brezkir og út- lendir. Þar var því í raun og veru tilvalinn staður til að hitta Breta, er kynni að vera í nöp við okkur vegna tóku okkur hlýlega að vanda segja skipveríar af Jóni forseta hæst er Jón forseti seldi afla sinn. í þann mund voru útifundir haldnir vegna verkfallsins og mátti því vænta atburða í sam- skiptum sjómanna okkar og brezku sjómannanna, sem að sögn stjórnenda verkfallsins hafa til þess stofnað í mótmælaskini við landanir íslenzkra togara í Bretlandi. Raunar hafa komið fram raddir um að verkfallið sé ekki einvörð- ungu sett af stað af þess- uni sökum, heldur séu landanir íslendinga fyrir- sláttur einn til þess að herja fram kauphækkanir til handa brezkum togara- mönnum. við að skipverjar væru á flakki uppi um bæinn eftir að kvölda tæki, því ástæðu- laust væri að gera leik til að stofna til illdeilna. Ég gaf því skipverjum fyrirmæli um að vera komnir um borð fyrir ákveðinn tíma og var ekki teljandi út af því brugðið. Nokkru eftir að við vorum lagztir að bryggju og ég hafði farið aftur í og fengið mér að borða, fór ég niður í íbúð mína og lagði mig. Eftir skamma stund heyri ég mikil hróp, rétt eins og verið sé að gera út af við mann. Mér datt fyrst í hug að nú væri einhver skipverja lentur í ill- deilum við brezkan kollega. Ég brá mér því upp til þess að gá hvað um væri að vera. Þetta reyndist þá vera ís- lenzkur sjómaður, sem lent hafði í höfninni og var þar á sundi. Ég fór í land ásamt tveim- var okkur tekið vel eins og að venju og fengum alla þá fyrirgreiðslu er við báðum um. ★ I samtölum okkar við ýmsa Grimsby-búa bar verkfallið auðvitað á góma, en hvergi urðum við varir við ásakan- ir í okkar garð vegna þess. Kvöldið sem við komum var haldinn útifundur vegna verkfallsins og var mælzt til þess að íslendingar létu ekki á sér bæra þar. Einhverjir gátu þó ekki á sér setið og fóru þangað til að forvitnast. Þar bar ekkert til tíðinda, enda var fundurinn fámenn- ur. Ég get að endingu ekki annað sagt en það að við Is- lendingar höfum átt góðu að mæta í Grimsby og þrátt fyr- ir þetta verkfall urðum við ekki varir við neitt annað en eðlilegt viðmót er mótaðist af gömlum og grónum kunn- ingsskap, segir Árni að lok- um. ★ í þann mund er skipið er að leggja að bryggju hitti ég Helga B. Magnússon, loft- skeytamann. Ég spyr hann hvort hann hafi ekki farið á hina venjulegu staði í Grims- by, svo sem Ljónið og Link- una, eins og hinar tvær sjó- manna krár eru almennt nefndar meðal íslendinga, svo og allra sinna ferða í verzlanir. Helgi kveður jú við, segist Verkamenn vinna að löndun í Grimsby. verkfallsins. En þá var alls ekki þar að finna. Mér er óhætt að fullyrða að sömu sögu hafa aðrir sjómenn á þessu skipi að segja um komuna til Grimsby. Er við komum í verzlanir gilti hið sama. Okkur var þar vel tekið og bærist verkfallið í tal var engrar ásökunar að gæta £ okkar garð. Borgarar í Grimsby virtust líta á þetta sem mál, sem ekki snerti okkur íslendinga og framkoma þeirra mótaðist af því. ★ Blaðamaður Mbl. leitaði umsagnar fleiri skipverja um þetta og fór m.a. aftur á í íbúðirnar þar og tóku allir í sama streng. í þann mund er skipverjar á Jóni forseta voru staddir í Grimsby, voru þar tveir aðr- ir íslenzkir togarar. Segjast skipverjar af Jóni forseta ekki hafa orðið varir við að til neinna rósta kæmi með þeim og heimamönnum. — Skipverji af Fylki er fyrir nokkru var í Grimsby lét þess getið að einn félaga hans hafi orðið fyrir áreitni af drukknum brezkum sjó- mönnum, en hins vegar hefði ekkert orðið úr átökum vegna þess að aðrir brezkir sjómenn hefðu skorizt í leik- inn og stillt landa sína. í raun og veru er slíkt ekki í frá- sögur færandi. í heild kveða þeir íslenzku togaramenn, sem að undan- förnu hafa komið til Grims- by upp þann dóm að þeir hafi ekki í einu né neinu mætt kala frá hendi brezkra sjómanna eða annarra borg- ara, er þeir áttu samskipti við. — vig. I¥ý rækjumið helmingi stærri ræk*a ÍSAFIRÐI, 15. maí. — ísafjarðar bátar hafa fundið ný rækjumið, norður í Ingólfsfirði, og eru 8 rækjubátar farnir þangað. Munu 'þeir eiga að vera þarna við veið ar, en rækjuverksmiðjurnar þrjár hér á fsafirði hafa leigt vélbátinn Ásbjörn til að sækja afla bátanna og flytja hann til ísafjarðar. — Rækjan á hinum nýju miðum er miklu stærri en rækjan hér inni á Djúpinu, hér er hún 5—6 cm, en mun þar vera um 10 cm. Venjulega hefur orðið hlé á rækjuveiðunum um þetta leyti árs og fram í ágúst, þar eð rækjan hér á djúpinu fer úr skelinni og því erfitt að pilla hana. Hafa verksmiðjurnar nú von um að geta haldið áfram starfrækslunni, ef vel gengur að veiða á Ingólfs firði og flutningurinn á rækjunni hingað. í vetur hefur verið sæmileg rækjuveiði hér og mikil og góð atvinna við hana fyrir kvenfólk- ið. — Guðjón. STAKSTEIIVIAR Hugsjónir il sölu Alþýðublaðið ræðir sl. sunntl- dag í forystugrein sinni um bar- áttu kommúnista gegn öryggi ís- lands. Kemst blaðið í því sam- bandi m. a. að orði á þessa leið: „Barátta kommúnista gegn her í iandi er föl fyrir ráðherrastóla. Ekki eru nema 2Vi ár síðan kommúnistar samþykktu í flokks stjórn sinni, að brottför hersins skyldi ekki vera úrslitaatriði í sambandi við hugsanlega þátt- töku þeirra í nýrri ríkisstjórn. Þetta var þegar kommúnistar gerðu sér vonir um að komast í ríkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðuflokknum. Þá var þeim ekkert aðalatriði að herinn færi á brott. Hið sama var að segja tun ráðherra kommún- ista í vinstri stjórninni. Ráðherra stólarnir voru þeim kærari en öll baráttan gegn hernum og því sátu þeir sem fastast eins lengi og þeir gátu. Og eins er þetta enn. Um leið og kommúnistum býðst þátttaba í ríkisstjórninni eru þeir reiðubúnir að leggja niður alla baráttu sína gegn hern um. „Hugsjónir" þeirra eru til söiu.“ Frjáls verzlun Tímaritið „Frjáls verzlun“ birt ir nýlega forystugrein um verð- lagsmál. Er þar m. a. komizt að orði á þessa leið: „Eitt af stefnumálum núver- andi ríkisstjórnar er að koma á fullkomlega frjálsri verzlun í Jandinu. Er þar með stefnt að því að afnema öll verðlags- ákvæði, enda eru þau óþörf, þegar þessu marki er náð. Það ástand getur skapazt, að nauð- synlegt sé að hámarksverðið sé lögboðið, svo sem á stríðstímum. En reynslan hefur sýnt, að verð- lagsákvæðin Há ekki tilgangi sínum nema um takmarkaðan tíma. Eina framtíðarlausnin og sú hagkvæmasta fyrir neytendur er trjáls verzlun. f tíð vinstri stjórnarinnar sál- ugu var verzlunarálagningin komin niður fyrir það, sem hægt er að reka verzlun með til fram- búðar. Þegar viðreisnarráðstaf- anirnar voru gerðar, var svo mikið í húfi að vel tækist til, að skipta varð nauðsynlegum byrð- um niður á allar stéttir, og var þá verzlunarálagningin enn lækkuð. Þetta hefur haft svo mikla erfiðleika í för með sér fyrir verzlunina, að við svo búið má ekki lengur standa“. Lækkun lolla Frjáls verzlun heldur áfram: „Ef ekki verður hægt að af- nema verðlagsákvæðin á þessu ári, þá verður að gera sérstakar ráðstafanir. Við undirbúning næstu fjárlaga þyrfti að athuga, hvort ekki væri hægt að lækka eitthvað tolla, en jafnframt yrði álagningin hækkuð nokkuð, — enda stendur nú yfir endurskoð- un á tollakerfinu. Og í þessu sambandi kemur einnig til at- hugunar, söluskatturinn, sem lagður er á í tolli, þar sem stefnt er að því að fella hann niður, svo fljótt sem auðið er. Með því að tengja saman aukna álagningu og lækkun á óbeinum sköttum, mundi verðlagið ekki hækka, þótt aðstaða verzlunar- innar yrði bætt. Það er áreiðanlega í þágu al*» þjóðar að verzlunin blómgist, ís landssagan er glöggur vitnis- burður um þá staðreynd."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.