Morgunblaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUN3LAÐ1Ð Þriðjudagur 1G. maí 1961 Ungur íslenzkur leikari ráöinn til starfa ytra V Stutt samtal við Gísla Alíreðsson Nýlega lau'k ungur íslenzkur leikari prófi frá einum af beztu leikgkólum Þýzktalands, Otto Falckenberg Schule, sem tilheyr ir Kammerspielleikhúsinu í Múnchen, og stóð sig svo vel að eftir prófsýninguna voru honum boðin hlutverk hjá tveimur góðum leikhúsum í Múnchen. Pilturinn heitir Gísli Alfreðsson, sonur Alfreðs Gísla- sonar og Vigdísar Jakobsdóttur í Kefiavík. Hann hefur nú skroppið heim, en er á förum aftur tii að hefjia æfingar í næsta mánuði. Fréttamaður blaðsins iræddi stuttlega við GísLa um helgina, og sagðist honum svo frá: — Otto Falkenberg Schule er lítill skóli í sambandi við Kamm- erspielleikhúsið, sem er talið eitt af fremstu leikhúsum Vesit- ur-Þýzkalands, ásamt Schiller- leikhúsinu í Berlín og Residents leikhúsinu í Múnchen. Þegar ég byrjaði þar fyrir tveimur árum, þá höfðu 200 nemendur af 500 umsækjendum fengið leyfi til að þreyta þar inntökupróf og 13 nemendur voru teknir. Mér var í upphafi sagt, að ég mætti bú- ast við að fá efcki leikaraleyfi í Þýzkalandi vegna þess að þýzka væri ek'ki mitt mál, þó ég fengi próf úr gkólanum. En það reynist svo engin hindrun. Skólinn starfair allt árið, og nemendur fá tækifæri til að leika mjög smá hlutverk og etatistahlutverk í leikritum, sem færð eru upp í Kammerspiel- leikhúsinu, auk þess sem þar eru þekktir leikarar, sem hægt er að fá til að tafca sig í auka- tíma á kostnað skólans. Það er á'kaflega gagnlegt, eins og gefur að skilja, að fá að vera á æfing- um hjá mönnum eins og t. d. leikstjóranum fræga Fritz Kartn- Leikurinn æptur niður — Hvað gerðist merkilegast á sviði Kemmerspielleikhússins í vetur? — Merkilegasti aitburðurinn er vafalaust þegar Franfc V. eftir Durrenmatt var næstum æpt nið ur á frumsýningu. Ég var ein- mitt statisti í því. Það mun vera í fyrsta skipti sem slíkt kemur fyrir í Þýzkalandi síðan fyrir atríð. Leikritið er mikil ádeila á undirferlið á öllum sviðum nú- tímaþjóðfélags Og þykir stinga all óþyrmilega á kýlunum. Þeg- ar komið var að atriði, sem sér- staklega er viðkvæmt fyrir trú- aða áhorfendur, varð allt vit- laust og áhorfendur æptu í stund arfjórðung. Einnig urðu gífurleg læti í leikslok, þegar einn hóp- urinn æpti bravó og annar pípti á 'leikarana. Leikurinn heíur samt gengið mjóg vel og vakið mikla aithygli. Þess má geta að í honum er tónlist eftir Burck- art, þann sem samdi dægurlagið O.mein papa, sem varð sem vin- sælast. — Og hver eru nú þín áform? Mikils virði að vera með — Dálítið óákveðin. Ég hafði ekfci gert ráð fyrir að fá hlut- venk þarna úti og var á förum heim strax eftir prófið. Þess vegna gat ég ekki tekið lítið hlut venk sem mér bauðst í ,,Der Kaukasische Kreidereis" eftir Bertold Brecht. En í byrjun júní verð ég að vera kominn út aft- ur. Leikhússitjórinn í Residents- theater bauð mér hlutverk í „Das Katchen von Heilbraun" eftir Kleist, eftir að hann sá akólasýninguna ofckar. Og í miðj- um júní hefjast æfingar í ný- tízku lei'kriti, sem ég fæ hlut- verk í, hjá Kammerspielleikhús- inu. Þetta eru ekki stór hlutverk, Gísli Alfreðsson en það er mikils virði að vera með, þar sem maður getur lært af þeim leJkurum, sem þykja skara fram úr. Auk þessa stendur til að ég fái nóg að gera í smáhlutverkum í kvikmyndum og sjónvarpi. M. a. var mér boðið fyrir ári að gera heimildakvikmynd um ísland fyrir sjónvarpið í Fnankfurt. Ég var þá alveg bundinn við s/kól- ann, en boðið stendur enn, ef mér viinnst tími til þess hér eftir. Annars ætlaði ég alltaf að fara heim til íslands að námi loknu og ætla það enn, þá þó síðar verði. En úr því þetta kom upp í hendurnar á mér, er ekki gott að hafna góðu boði. Gerd Brudem, skólastjóri, hefur líka lofað að útvega mér verkefni sem aðstoðarleikstjóri og af því væri að sjálfsögðu mifcið að læra. — En þú hefur ekfcert leikið hér heima, Gisli? — Nei, ég komst á bragðið þegar Ævar Kvaran, frændi minn, kom mér í barnialeikrit, þegar ég var strákur. Og eftir það lék ég í bamaleikritum í Keflavík og Menntaskólaleikrit- um. En ég ætlaði ekki að verða leikari, og var byrjaður á verk- fræðinámi í Múnchen, þegar það varð yfirsterkara. Veiða löngu Vestmannaeyjum, 13. maí HÉÐAN róa en 12 bátar með línu. Aflinn er 5—6 tonn í róðri, aðal- lega langa. Tveir bátar hafa ver- ið á reknetum, en ekkert fengið. Nokkrir eru á handfærum, en afla lítið, einkum vegna stopular verðáttu. Margir búast til hum- arveiða og allmargir skipstjórar hyggja gott til dragnótaveiði. — Bj. G. Félagsheimiíi verður reist í Búðardal Tréttabréf ur Dalasýslu ER áramót vöru liðin og nýtt ár byrjaði göngu sína, voru menn þakklátir Vetri konungi, því snjór var nær enginn á jörðu niðri, vegir flestir vel færir, ár allar vel yfirfærar og vorið virt- ist á næstu grösum. Þörrann blótuðum við Laxdæl ingar að Búðardal í 14. viku vetrar með gómsætum sveitamat ög mátulegum mjöð. Dans var stiginn, Daladætur stigu létt spor með sveitunga sína og allir gleymdu áhyggjum og kvíða. — Var það Ungmennafélagið Ólafur Pá í Laxárdal, sem sá um blótið að venju. Þá gengust okkar ágætu og ómissandi konur í kvenfélaginu „Þorgerður Egilsdóttir“ fyrir þriggja kvölda spilakeppni að Búðardal. Voru öll spilakvöldin vel sótt, enda verðalaun ágæt. Var það upplyfting góð í mesta skammdeginu, því mikið var tek- ið í spil á síðkvöldum í gamla daga við baðstofuhita. Burtflúnir bændasynir í herjeppa Um sveitir Dala, í hríðar- og vetrarveðri í febrúar-mánuði, birtust burtflúnir bændasynir í herjeppa stj órnarandstöðunnar, Og boðuðu að her skyldi hverfa úr landi, því nú væri friður um lönd flest og vinstri menn í stjórnarandstöðu. Skipuðu þeir síðan nær einlita sveit, sem skyldi fá Moskvuvíxilinn uppáskrifað- an og ábektan, en síðan yrði hann endursendur í ábyrgðar- bréfi og upplesinn að Brúsastöð- um. í málgagni hernámsandstæð- inga eru nöfn þeirra, er nú um sýsluna sendast og boða, „að betra sé að vanta brauð en hafa her í landi“ letruð prentsvertu maddömu Framsóknar, sem nú Frh. á bls. 17 * Kennara- kommúnisnú „Hneykslaður“ sfcrifar: „Á fyrra sunnudag brugðum við hjónin ofckur í Kópavogs bró. Fórum við þangað með strætisvagni, sem við tókum á Miklatorgi. Klukkan var þá rúmlegia hálfníu um kvöldið, og ganga kommúnista og fylgi fénaðar þeirna sunnan úr Njarðvíkum þá á leiðinni nið Ur Miklubrauít. Einhvers stað ar á leiðinni (vagninn fór fyrst um vesturhluta Kópa- vogskaupstaðar) kom telpa, á að gizkia 12—14 ára, inn í vagninn. Gaf hún sig á tal við tvær jiafnöldrur sínar, sem komið höfðu með vagninum innan úr Reykjavífc. Sögðust þær stöllur haf'a gengið alla leið sunnan úr Hafnarfirði og inn í Reykjavík". Töluðu þær um þetta í galsia og sögðu enda: „en við erum ekkert á móti hernum, kannske bara hjálpræðishemum“. Skýring- in á göngu stúlknanna kom líka fljótlega. Sögðu þær ,,kennarann“ hafa sagt, að ef þær genrgju með göngufólkinu einhvern spöl, þá þyrftu þær ekkert að læra fyrir mánudag inn. Þarna virðist einhver kenn ari hafa tilkynnt skólabörnun um, a. m. k. þeim þeirra, sem hann þóttist geta treyst, að ef hann sæi til þeirra 1 göngunni, skyldi hann í launa skyni sleppa þeim við yfir- heyrslur á lögboðnu skyldu- námi næsta kennsludag. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að varhugavert geti verið að treysta kommún istum í opinberum stöðum, og sízt skyldi setjia þá til að upp fræða bömdn ofckar, en konan mín hefur hingað til kallað þetta ofstæki í mér. Ég þarf víst efcki að tafca það fram, að hún hefur verið á mínu bandi síðam á sunnudagskvöld“. • Handleiðsla ....efckert orð þykir mér fallegra í íslenzku en hand- leiðsla. Ætli það sé til t. d. í ensku?“ Þannig farast frú Helgu Þórðardóttur Larsen orð í við tali við hana í Morgunblaðinu á sunnudag. í orðabók Sig- fúsar Blönd'als er orðið skýrt svo: 1. (það að leiðbeina) — Vejledning. 2. a. (vemdun) Frotektion, Beskyttelse.... b. F0relse: bandleiðsla guðs. Frú Helga mun eiga við síðast- nefndu merkinguna, sem fólk, er trúir á leiðsögn, hand- leiðslu eða stjórn æðri mátt- arvaltia, notar. í þeirri not- kun merkir orðið sem sagt, að ójairðnesk öfl leiði ofckur við hönd sér á jarðlífsgöng- FERDIIM AIMD unni. Eins og sést af dönsku orðunum, á dönsk tunga ekfc ert orð jafn fallegt hinu ís- lenzka um þetta hugtak, og vafasamt, að þeir noti nokk- urt orð um þetta, a.m.k. ekki eitt sér. Danir segja að vísu ,,at lede nogen ved Haanden“v en ekkert nofnorð þefckir Vel vakandi um það. Þjóðverjar nota sögnina „zu leiten" og nafnorðið „die Leitung“. f ensfcu er orðið „guidance‘* myndað af sögninni ,to guide': notað um handleiðslu. Það eir að visa til, visa veginn o.s. firv. Það orð er skyit íslenzku sagnorðunum „að vita“ og ,,að vísa“. Það er notað um leið- beiningu og leiðsögn æðri mátt airvalda. Oxford-hreyfingin eða Siðvæðingarfélagið (M.R. A.) hefur notað þetta orð (guidance) mjög mifcið. Em áhangendur þeirrair stefnu hvattir til að verða sér úti um a.m.fc. einn guidance eða eina vegvísun frá guði daglega og hlýða þeirri leiðsögn síðan, svo að úr verður e.k. hand- leiðsla. Eins og kunnugt er, fór stór hópur héðan vestur um haf fyrir fáum árum til að fræðaist um stefnu M. R. A. Þótti ýmsum nóg um það fcapp, er lagt var á útvegun „guidance". Stór hluti hóps- ins var ungt skólafólk, sem tók orðið „gædans“ upp í slaing sitt við heimfcomuna. Hefur það náð nofcfcurri út- breiðslu í Reykjavík a.m.k. og merkir t.d. setningin: „Ég fékfc gædams“ hið sama sem „ég féfck hugdettu“ eða jafnvel ,,dillu“; belzt notað um fár- ánlegar bugdettur. — Örlög orðainna eru oft undarleg. Efcki veit Velvafcandi, hve gömul laitína það er, en til er í því máli orðið „manuductio“ sem þýðir nákvæmlega: hand ieiðsla. Það orð er nú aðaillega notað í merkimgunni ,,tilsögn“ einkum með nemendum utarf skóia (t.d. fyrir próf).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.