Morgunblaðið - 16.05.1961, Síða 10

Morgunblaðið - 16.05.1961, Síða 10
10 Þriðjudagur 16. maí 1961 Veðurblíða en pestir í búfé Fréttabréf úr Árnessýslu EKKI verður annað sagt með sanni um veðráttu nýliðins vetr- ar, en að hún hafi verið hin mild- asta og það svo framanaf að und- ur máttu heita hér norður á hjara heims. Nokkuð var um úr- komur Og af þeim sökum var fénaði öllu haldið meira við hús heldur en annars hefði verið því frost voru lengst af sáralítil. Upp úr marz gjörði hinsvegar vetr- arríki nokkuð hér um slóðir og hefði það áreiðanlega fundizt meir ef fyrr á tíma ársins hefði verið. Snjóaði allmikið með tals- verðu frosti, en sólbráð á daginn hefti að ekki var um teljandi skafrenning að ræða. Stóð íhlaup þetta um það bil mánaðartíma en þá köm sumar með sumri, eða veðrátían mildaðist hin síðasta vetrardag og hefir síðan verið hið bezta veður, mikið til úr- komulaust en hiti nokkur. Gróðri fer þó mjög hægt fram og ekki eru tún algræn yfir að líta, enda er hvorutveggja, að ekki er nema byrjun maí-mánaðar og svo er klaki nokkur í jörðu ennþá sem eðlilega tefur fyrir nýgræðingn- um. Hin eiginlegu og óumflýjan- legu vorverk eru nú þegar haf- in hér og er nú sá tími kominn sem annasamastur er hjá bænd- um og þarf ekki að hafa um það tnörg lýsingarorð í hverju helzt sú önn er fólgin, en svo hefir að- staða öll breytzt í sveitum, að vortíminn er nú enn vinnufrek- ari en heyskapurinn er orðinn. Það er hinsvegar gömul saga og ný, að svo bezt hefir bóndinn sig áfram með sitt umstang að ekki sé horft í mínúturnar og margan snúninginn má hann gjöra sem ekki verður í fljótu bragði séð, að fjármuni gefi í aðra hönd. Sauðburður er nú að byrja hjá einstaka bænd- um en féð er enn á fullri gjöf víðast hvar og ekki er líklegt að hægt verði að sleppa fénu mjög bráðlega. Svo sem menn eru hér orðnir vanir, hafa þeir misst eitthvað af kindum yf- ir veturinn Og er þar um pestir að ræða sem við ólærðir menn kunnum ekki nöfn á ög raunar ekki alltaf vitað hvaða veiki hafi grandað þessari eða hinni kindinni. Er ég ekki í minnsta vafa um að í þessum efnum verða bændur almennt fyrir sköðum og er það á allra vitorði að kvillar í búfé fara vaxandi en ekki minnkandi ár frá árL Sömu sögu er að segja af marg víslegum kvillum í kúm og hafa þær einnig tínt lífi með ýmsu móti á liðnum vetri. Hefir dýra- læknirinn á Selfossi sagt mér að mjög mikið sé um allavega pestir í búfé um þessar mundir og hefir hann því ærinn starfa því umdæmi hans er víðlent Og búpeningur fjölgandi, sem hann af mikilli lipurð reynir að veita liðsinni sitt. Jón Pálsson dýra- læknir lætur nú af embætti á þessu ári fyrir aldurssakir en umdæminu hefir enn ekki verið slegið upp. Er það von okkar að vel takist um val á eftirmanni Jóns, því þótt óumflýjanlega á löngum embættisferli hans hafi stundum fokið í Okkur við hann, eru allir sammála um að liprari og viðfeldnari mann getum við vart fengið, Og jafnan hefir Jón þá reynzt bezt Og þekkingarmest ur þegar mikið hefir á reynt. Blómlegt félagslíf Undanfarin ár hafa ungmenna- félögin hér austan fjalls sinnt nokkuð þeim þætti félagstarfs síns að efla kynni milli félaganna með því að bjóða nágrannafélagi heim til sín til sameiginlegs mannfundar eina kvöldstund. Ég hygg að það hafi verið ungmenna félagið Samhygð hér í sveitinni, sem fyrir nokkrum árum reið á vaðið með þessa starfsemi og önnur félög síðan að nokkru haft sama hátt á. Samkömur þessar hafa frá upphafi verið til fyrir- myndar, ekki sízt fyrir það að þar er stuðzt við skemmtiefni er viðkomandi félagar hafa lagt huga og hönd að, að skapa. Svo og fyrir það að þarna hafa sam- komugestir getað rætt við hver aðra um sameiginleg og skyld áhugamál. Nú hafa kvenfélögin hér eystra einnig tekið þennan hátt upp í félagstarf sitt. Þannig bauð Kvenfélag Eyrarbakka kvenfélagskonum héðan úr sveit inni á sl. ári til skemmtikvölds þar sem konurnar dvöldu við rausnarlegar veitingar og marg- breytileg skemmtiatriði fram eft ir nóttu. Kvenfélag Stokkseyr- ar bauð einnig Kvenfélagi Gaul- verjabæjarhrepps heim á sl. hausti og var sú samkoma einn- ig mjög rómuð af þeim sem tóku þátt í henni. Hinn 1. maí sl. bauð svo Kvenfélag Gaulverja- bæjarhrepps félaginu á Eyrar- bakka heim til sín í félagsheim- ilið, Og þekktust boðið milli 40 Og 50 konur af Eyrarbakka. Að sjálf sögðu var hér eingöngu um kvennaboð að ræða Og karlar þar ekki boðnir utan nokkurra er önnuðust bifreiðaakstur og aðra óumflýjanlega fyrirgreiðslu. Er boðgestir komu í Félagslund vOru þar alsett borð með hinu lystilegasta brauði og kaffi, en formaður gestgjafanna frú Mar- grét Ólafsdóttir í Hamarshjá- leigu bauð gesti velkomna. Síðan flutti frk. Guðbjörg Jónsdóttir á Syðra-Velli stutta ræðu þar sem hún drap á helztu þætti í starfsemi Kvenfélags Gaulverja- bæjarhrepps á liðnum árum, en Guðbjörg var um skeið formað- ur félagsins. Þá sungu f imm stúlkur nokkur lög með gítarund irleik, að því loknu las frú Margrét Ólafsdóttir upp frum- samin kvæði en síðan söng frú Guðmunda Jónsdóttir í Vorsa- bæjarhól gamanvísur er formað- ur kvenfélagsins hafði ort í til- efni heimsóknarinnar á Eyrar- bakka. Undirleik á píanó ann- aðist frú Sveinsina Guðmunds- dóttir í Vallarhjáleígu. Þá var sýndur stuttur leik- þáttur er nefnist, Lína og Gústi fá næturgest. Leikendur voru: Sveinsína Guðmundsdóttir, Mar- grét Ólafsdóttir og Stefán Jason- arson. Var þá dagskráin tæmd en milli atriða hafði verið al- mennur söngur og í fáum orð- um að segja var hin ákjósanleg- asti blær yfir skemmtuninni allri. Er konurnar höfðu þannig dval izt í góðum fagnaði fram eftir nóttunni, bjuggust gestirnir- til brottferðar, en frú Anna Sig- urkarlsdóttir formaður kvenfé- lags Eyrarbakka þakkaði fyrir heimboðið með stuttri ræðu. Það mun og sízt ofmælt að öll hafi samkoma þessi verið til hinnar mestu fyrirmyndar Og þeim til óblandinnar ánægju er hana sóttu Og er vel til fundið að kon- urnar, sem daglega þurfa ótölu- legum viðfangsefnum að ráða fram úr, komi saman og létti sameiginlega af sér hversdags- f M O R G U N B L A Ð1Ð 4_______________ í ; AUtAU/t Wt(Un< WfLUMTON lun völlur'ntn • > Xsy/cfAvr/c Teikningarnar, sem eru í sama mælikvarða, sýna afstöðuna milli viðskiptahverfanna og flugvallanna í Wellington og í Reykjavík. Valdimar Kristinsson Sjáið hvað andfætlingar REYKVÍKINGAR munu nú flestir vera orðnir þeirrar skoðr unar, að í framtíðinni beri að leggja niður núverandi flug- völl borgarinnar. Nema ef unnt reynist að nota lítinn hluta hans fyrir flugvélar, sem taka sig meira og minna lóð- rétt upp. Fólkið vill losna við hávað- ann Og hættuna, sem stafar af lágflugi yfir byggðinni. Skipu lagsyfirvöld vilja, áður en mjög langt um líður, nýta hina dýrmætu 300 ha lands, sem flugvöllurinn gerir óbyggilega Og jafnvel virðast forráða- menn beggja íslenzku flug- félaganna ekki hafa neina trú á framtíð flugvallarins á þess um stað. Flugmálastjórinn vill aftur á móti láta stækka Reykjavík urflugvöll. Við og við birtast viðtöl við hann í blöðunum, þar sem hann leitast við að vinna menn til fylgis við þessa skoðun sína. Hið síðasta þess ara „viðtala“ birtist í Mbl. 13. maí s.l. Mikil áherzla hefur verið lögð á að benda á flugvelli, sem væru nálægt borgum. Lengi var Tempelhof-flugvöll urinn í Berlín helzta dæmið. Víst er hann óvenjulega sett ur, en er byggður þar sem áð- ur voru gamlar herbúðir, og löngu áður en vitað var um þær stórstígu framfarir, sem orðið hafa á fluginu. Að undanförnu hefur meira verið talað um, að Norðmenn ætli að starfrækja áfram Fornebu-flugvöllinn við Osló, þó að þeir verði nú æ meira að treysta á Gardermoenflugvöll inn vegna stóru flugvélanna. Og að sama sé að segja um Brommaflugvöllinn við Stokk hólm, þó að nú sé í byggingu stór flugvöllur við Arlanda, vorir gera sem er miðja vegu milli Stokk hólms og Uppsala. í þessu sambandi má benda á, að þegar steyptur hefur ver ið vegurinn til Keflavíkur má án efa komast þangað á mun skemmri tíma frá Reykjavík, heldur en frá miðhluta Osló- borgar til Gardemoen. En svo er Fornebu-flugvöllurinn líka um 7 km frá miðhluta brgar- innar (viðskiptahverfinu) og Bromma er einnig um 7 km frá miðhluta Stokkhólms. Aftur á móti er miðhluti Reykjavíkurflugvallar innan við 2 km frá Austurstræti og aðeins er um 1 km milli enda flugbrautarinnar, sem snýr að miðbænum og þessa þéttbýl- asta og mikilvægasta hluta Reykjavíkur. Samanburður við flugvellina við Osló og Stokkhólm á því engan rétt á sér, að þessu leyti, þar sem svo mikið ber á milli. Eins og sjá má í áðurnefndu viðtali er nú hins vegar leitað lengra en áður eftir dæmum til stuðnings núverandi Reykjavíkurflugvelli. Reynd- ar hinum megin á hnöttinn. Andfætlingar vorir, Ný-Sjá- lendingar, hafa sem sé byggt flugvöll í „miðri borg“. Ef ætlazt er til að fyrirsögn við talsins sé tekin bókstaflega, þá er hún æði villandi, svo að ekki sé meira sagt. En í út- jaðri næststærstu borgar Nýja Sjálands, Wellington, virðist þó hafa verið byggður flugvöll ur (ein flugbraut) og er það vissulega annálsvert. ; Áreiðanlega hefur eitthvað óvenjulegt legið að baki þess ari ákvörðun, en með stuttum fyrirvara er að sjálfsögðu ekki hægt að fá upplýsingar um það. En svo mikið er víst, að \ þetta dæmi er heldur ekki sam bærilegt við aðstæður á Sel- tjarnarnesi. Flugbrautin, sem mun ein- göngu ætluð fyrir innanlands flug (Rongotai Airport) er reyndar 4—5,km frá miðhluta borgarinnar og er 200 m hátt fjall á milli. Auk þess er hafið við annan enda brautarinnar og mikill flói við hinn endann. Truflun við flugtak og lend- ingu hlýtur því að vera alveg í lágmarki miðað við stað- ; setningu. ; Það sýnist því ekki mikil ástæða til að láta tilveru flug- brautarinnar í Wellington, Nýja-Sjálandi, hafa áhrif á framtíð Reykjavíkurflugvall- ar. Enn fráleitara er þó að benda á Hong Kong sem fyrir mynd þess, að flugbrautirnar , hér verði lengdar út í Skerja ; fjörð. Það er rétt, að nýlega var tekin í notkun nýr og full kominn flugvöllur í Hong Kong (Kaitak Airport), sem var að mestu leyti byggður út í höfnina með uppfyllingu. En í Hong Kong búa 3 millj. íbúa á landssvæði, sem er að eins rúmir eitt þúsund ferkm að stærð. Það er um 3 þús. ' manns á ferkm. Skortur á land rými er því æði mikill í Hong Kong og aðstæður býsna ólík \ ar því, sem hér er. Má því segja, að þarna hafi verið full langt seilzt til stuðnings nú- verándi flugvelli í Reykjavík. legum áhyggjum í glaðværum hópi. Samkoma þessi er hér hefir verið sagt frá, var hin fyrsta er haldin hefir verið í Félagslundi eftir að húsið hefir allt verið málað og ýmsar endurbætur á því gjörðar núna í vetur. Máln- inguna sáu málarameistararnir Herbert og Gunnar Gránz um, og er það verk þeirra mjög vel og smekklega af hendi leyst. Hreint listaverk er hvernig þeir hafa málað forstofu hússins, með gerð margra mynda af verkfærum er notuð voru á sveitaheimilum fyr- ir áratugum. í kaffistofu húss- ins er einnig einn veggur prýdd- ur mikilli mynd, en þar eð ég hefi ekki þekkingu á að lýsa henni svo að vel fari, sleppi ég því, en óhætt er að fullyrða að hún er gjörð af mikilli smekk- vísi og hagleik. Hin margvíslegasta umbót önn ur fór samtímis fram á félags- heimilinu og var það unnið af heimamönnum hér, aðallega Magnúsi Guðmundssyni í Dalbæ Og Sigurði Guðmundssyni í Sviðugörðum. Allt er húsið mun smekklegra og að ýmsu leyti hag kvæmara en áður var, en um það bil 12 ár eru nú síðan að Félagslundur var tekinn í notk- un og er hann með fyrstu félags- heimilum er byggður var eftir að lögin um félagsheimilasjóð tók gildi. Almenn skemmtisam- koma mun verða haldin í Félags- lundi á næstunni og mun hús- nefnd standa fyrir henni. Gunnar Sigurðsson Nú verða skúr- arnir rifnir NÚ VERÐUR þess væntanlega ekki langt að bíða að gömlu skúr arnir við Skothúsveginn verði rifnir og allt hið opna svæði við suðvesturhorn Tj arnarinnar skipulagt, svo það falli inn í hið fagra umhverfi Tjarnarinnar. Bæjarráð ræddi um þetta mál á fundi sínum á föstudaginn var. Var garðyrkjustjóra bæjarins, Hafliða Jónssyni, falið að skipu leggja svæðið allt, en bærinn á þarna hús og lóðir, svo væntan- lega verður allt umhverfið hið fegursta, er Hafliði og menn hans hafa látið til sín taka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.