Morgunblaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIB ÞriSjudagur 1S. mai 1961 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesser, Eyjólfur Konráð Jónsson: Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ERFIÐ VIÐSKIPTI VIÐ RÚSSA UTAN ÚR HEIMI - aua- --■tr- Hér höfum við eitt dæmið af mörgum um fallega hluti sem fjarlægja verffur sökum hror- leika. Þaff er Trisanne-jámbrautarbrúin í Austurríki, sem liggur 86 metra yfir dalbotninum og Trisanfljóti, og er vart treystandi mikiff téngur. Brúin er á Arlberglínunni milli Brenz og Innsbruck. í staff hennar verffur byggff önnur sterk og nýtízkuleg hrú, sem vonandi verffur jafn falleg. Kennedy vill frjálsa verzlun fyrir Afríku k ýmsu hefur gengið í við- skiptum okkar við Rússa og raunar líka aðrar ríkis- stjórnir austan járntjalds. — Stundum hefur allt átt af okkur að kaupa, en ári seinna hefur helzt ekki verið hægt að kaupa neitt. Viðskipta- samningar þessir eru gerðir milli ríkisstjórna, þar sem kommúnistaríkin marka af- stöðu stjórnarherra sinna með tilliti til pólitísks ástands hverju sinni. En erfiðleikamir í við- skiptum við Rússa eru ekki eingöngu fólgnir íþví aðþeir hyggjast ná með þeim stjórn málalegum áhrifum. Jafn- framt eru þeir sprottnir af því, að þess er krafizt að við kaupum jafnmikið vöru- magn af þeiín og þangað er selt. Eins og alkunna er, hafa rússneskar iðnaðarvörur reynzt frámunalega illa og verðið auk þess oftast verið langt yfir heimsmarkaðs- verði. Sæmileg hafa kjörin þó verið á einstökum vöru- tegundum, eins og t.d. olíu, en oft hefur verið mjög erfitt að kaupa af þeim aðra lítt unna vöru, svo sem timb- ur og járn, vegna þess hve óheppilegur afgreiðslutími hefur verið, stórar sending- ar, óhagkvæmar stærðir o. s. frv. — Þrátt fyrir þetta þurfum við enn á þessum viðskiptum að halda, en reynum að sjálf sögðu að ná svipuðum við- skiptakjörum og við höfum á hinum frjálsu mörkuðum. Hefur staðið í samninga- þjarki við Rússa um sölu á karfa, en þeir verið harðir í horn að taka, enda mun víst núverandi ríkisstjórn ekki eiga upp á pallborðið hjá þeim. En út af fyrir sig er ekkert við því að segja þótt samningsaðilar deili um verð og viðskiptakjör. Hitt er alvarlegt, að íslenzkir menn skuli krefjast þess, að við göngum að kröfum Rússa og skrifum undir hverja þá samninga, sem þeir bjóða fram. Um þá landráðakröfu kommúnista þarf ekki að fjölyrða. Uggvænlegt er aftur á móti, að blað Framsóknar- flokksins skuli í ritstjórnar- grein leggjast á sveif með kommúnistum í þessu máli, eins og Tíminn gerir sl. sunnudag. Þá afstöðu vill Mbl. þó skýra með því að hún hljóti að vera sprottin af þekkingarleysi á málinu, enda ættu Framsóknarmenn að vera kunnugir erfiðleik- um á viðskiptum við Rússa, þegar illa liggur á sendiráðs- starfsmönnum þeirra hér, éins og oft hefur verið, þeg- ar Framsóknarflokkurinn hefur verið með í ríkisstjórn, en kommúnistum haldið utan hennar. AÐFÖRIN MISTÖKST |Jin ofsalega árás, sem kommúnistar gerðu á eistneska flóttamanninn, Eð- vald Hinriksson, hefur nú algjörlega mistekizt. Bréf eistneska rithöfundarins og ráðherrans Jan Lattik, sem Morgunblaðið birti á sunnu- daginn, tekur af allan vafa um sakleysi flóttamannsins, ef einhverjir kynnu að hafa trúað lygum Þjóðviljans. Kommúnistar munu hafa álitið, að erfitt reyndist fyrir Eðvald Hinriksson að sanna sakleysi sitt, þar sem þjóð hans hefur nú verið afmáð og því erfitt að færa vitni. Þess vegna var talið, að þarna væri gullvægt tæki- færi til að sýna hve mikill áhrifamáttur heimskommún- ismans væri. J>að átti að eyðileggja eina íslenzka fjöl- skyldu, öðrum til viðvörun- ar. —• Þjóðviljinn benti flótta- manninum á, að heppilegt væri fyrir hann að stytta sér aldur og jafnvel var þess krafizt, að hann yrði fram- seldur hinum kommúnisku böðlum austan járntjalds. Is- lenzka þjóðin hefur nú feng- ið sýnikennslu í aðferðum þessara manna og öðlazt nýj- an skilning á eðli þeirra. Kommúnistar hafa hinsveg ar algjörlega tryllzt út af því að þeim skyldi ekki takast að fremja sinn rauðagaldur hér á landi. En það er heið- ur íslenzku þjóðarinnar að hafa hrundið þessu áhlaupi og svo mun enn fara um önnur. KENNEDY Bandaríkjaforseti leggur til aff gömlu einokunar- og sérhagsmunatengslin í sam- skiptum Evrópuríkja og fyrr- RÁÐSTEFNAN UM LAOS ins og við mátti búast, hafa miklir erfiðleikar orðið í Genf í sambandi við ráðstefnuna um Laos. Eng- inn efi er á því að kommún- istar hafa álitið að hægt yrði að afgreiða málið auð- veldlega, líkt og á Potsdam- ráðstefnunni á sínum tíma, þannig að áhrif kommúnista yrðu nægileg til þess að Laos lyti valdi þeirra í framtíð- inni. Lýðræðisríkin eru hinsveg- ar reynslunni ríkari. Á Pots- dam-ráðstefnunni urðu skoð- anir Churchills að lúta í lægra haldi enda tók Clem- ent Attlee við störfum á miðri ráðstefnu, sem nýkjör- inn forsætisráðherra. Vegna undanlátssemi Vesturveld- anna var fjöldi smáþjóða hnepttur í þrældómsviðjar kommúnismans. Vera má að baráttan í Laos sé töpuð vegna þess að það hefur ekki verið staðið nægilega fast gegn ofbeldis- öflunum, en áreiðanlega mun þó reynt til hins ítrasta að tryggja frelsi landsins, en ekki látið undan umyrðalaust eins og í Potsdam. verandi nýlendna þeirra í Af- ríku verði afnumin. Segir brezka blaffiff Observer að Kennedy hafi lagt þessar til- lögur um frjálsa Afríkuverzlun fyrir Macmillan forsætisráff- herra Breta og komiff þeim til forustumanna í efnahagssam- vinnu Evrópuríkja. Blandast í Efnahagssamvinnu Evrópu Tilgangur Kennedys með þessu er margþættur. Með af- námi hinna sérstöku verndar- tolla og séraðstöðu sem skap- aðist á sínum tíma við nýlendu- tengslin er stefnt að því að auka efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði hinna ungu ríkja. — Ennfremur væri þar með verið að ryðja steinum úr vegi fyrir áframhaldandi efnahagssamein- ingu Evrópuríkja og gæti það m. a. opnað Bretum leið inn í Markaðsbandalagið. HAMBORG. 15. mai (Reuter). — Borgardómur Hamborgar kvaff í dag upp dóm í hinu svokallaða Anastasiu máli. Fjallaði það um staffhæfingu sextugrar konu frú Önnu Anderson, aff hún væri í raun og veru Anastasia stórher- togaynja, dóttir Níkulásar II síff- asta Rússakeisara. Heldur hún því fram aff hún hafi sloppiff úr höndum bolsévika um sama leyti og keisarafjölskyldan var tekán af lífi. Frú Anna Anderson hefur um langt skeið búið við þröngan kost í kofa einum í Svartaskógi. Hún hefur krafizt þess að fá hiuta af eignum þeim sem rúss- neska keisarafjölskyldan lét eftir sig í bönkúm Vestur Evrópu. Ekki hefur hún getað komið með í þriðja lagl er tillagan sett fram til að vernda hagsmuni Suður-Ameríkuríkja. En Suður- Ameríkumenn óttast að þeir missi Evrópumarkaðinn ef Af- ríkuríkin hafa algera sérstöðu og lægri tolla á honum gegnum sín gömlu viðskiptatengsl. Verfftrygging Kennedy leggur ennfremur til, að iðnaðarríkin tryggi hinum vanþróuðu ríkjum visst lág- marksverð fyrir ýmsar fram- leiðsluvörur þeirra og lágmarks magn sem þau kaupa. Eru Bandaríkjamenn reiðubúnir að leggja fram sjóði til að tryggja slíkt lágmarksverð, m. a. á kaffi, kakó, blýi og zinki. Er það ætlun Bandaríkjamanna, að verðið á heimsmarkaðnum skuli áfram vera breytilegt, en sjóður verði stofnaður til að jafna verð ið til seljendanna. Þessar tillögur Kennedys munu einkum mæta mótspyrnu frá Frökkum, sem vilja halda órjúfandi tengslum við hin gömlu nýlenduríki sín. Hér er og um að ræða fyrstu merki þess, að stofun hinna öflugu markaðsbandalaga í Evrópu hef- ur feikileg áhrif í öðrum heims álfum og óttast menn nú eink- um að Suður-Ameríka verði sett staðhæfingu. Þó ber að geta þess, að kunnur mannfræðingur hefur gefið henni vottorð um að af höfuðlagi hennar megi ráða að hún sé af Romanov-keisaraætt- inni. Einnig hefur rithandarsér- fræðingur gefið vottorð um að rithönd hennar sé lík rithöndinni á tveimur bréfum sem Anastasia keisaradóttir skrifaði. Dómstóllinn í Hambörg komst að þeirri niðurstöðu, að Anna og lögfræðingur hennar hefðu ekki komið fram með nein óyggj- andi eða sannfærandi rök fyrir því að hún væri keisaradóttirin. Dómstóllinn neitaði hins vegar kröfu þýzkrar hertogaynju, sem skyld er Rússakeisara, að lýsa því yfir að Anna Anderson geti ekki verið Anastasia. margar sannanir fyrir þessari Anastasia keisarc- dóttir enn ófundin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.