Morgunblaðið - 16.05.1961, Side 23

Morgunblaðið - 16.05.1961, Side 23
Þriðjudagur 16. maí 1961 WORCZJNBr AÐIÐ 23 Skagfirzk messa í Árbæjarkirkju Gamlir sidir viðhafðir SL. SUNNUDAG var skagfirzk messa í Árbæjarkirkju, en sú kirkja var sem kunnugt er flutt norðan ur Skagafirði, frá Silfra- stöðum. Nokkrir Skagfirðingar gengust fyrir þessu, og messuðu skagfirzkir prestar, meðhjálpar- inn var skagfirzkur og söfnuður- Ægir bjargaði Fœreyingnum ÆGIR bjargaði færeysku skút- unni Skarvanes, sem sendi út neyðarskeyti við Suður-Græn- land á föstudaginn. Skipið var í ís og missti þar skrúfuna. Ýmsar björgunarráðstafanir voru gerð- er, en Ægir, sem var nærstaddur við fiskirannsóknir, fór á vett- vang. Sigldi varðskipið inn í ís- inn og tókst að koma streng milli skipanna. Var síðan haldið áleið is til íslands, en varðskipið held- ur rannsóknunum áfram á leið- inni. Koma skipin til Reykjavík ur í dag. — Vinnufriður Framh. af bls. 1. sund, og þá siglir fyrsta Eng- landsfarið úr höfn í Esbjerg. — Síðar í vikunni sigla áætlunar- skipin til Osló og Helsingfors. Samið við ríkisslarfsmenn ^ Nú er aðeins eftir að leysa eina kjaradeilu ennþá. Það er deilan við opinbera starfsmenn, en henni hefur ekki fylgt verk- fal'l. Kjeld Phillip fjármálaráð- fcerra Dana kallaði forystumenn opinberra starfsmanna á sinn fund í dag og afhenti þeim á- kveðnar tillögur ríkisstjórnar- innar til lausnar deilunni. Enn er nokkurt bil milli óska starfs- mannanna og tilboða ríkisstjórn arinnar, þó ekki meira en svo að talið er víst að samkomulag náist á morgun. - Nær 500 Framh. af bls. 15. hvers tíma um nýtískulegri verzlunarhætti og bætta þjón- ustu. 3. Að veltuútsvar eða annað gjald, er kæmi í þess stað, verði skilyrðislaust írádráttarbært sem kostnaður og jafngilt öðr- um kostnaðarliðum við verð- lagsákvarðanir“. Þá var og skorað á Alþingi ©g ríkisstjórn að beita sér fyr- ir afnámi stóreignaskattslag- anna eða leiðréttingu þeirra. í verðlagsmálum var gerð á- lyktun um tafarlausa leiðrétt- ingu verðlagsákvæðanna jafn- framt því sem skorað var á ríkisstjómina að hún beitti sér fyrir afnámi verðlagsákvæða að einhverju leyti, „enda telur fundurinn að verðlagsákvæði eigi engan rétt á sér nema á 'tímum vöruskorts, en frjáls sam keppni kaupmanna og neytenda félaga, háð á jafnréttisgrund- velli, sé farsælasta og réttlát- asta verðlagseftirlitið“. Aðalfundurinn gerði og álykt- un um innflutnings- og tollamál iþar sem fagnað er því spori, sem á sl. ári var stigið til auk- ins frjálsræðis í innflutnings- verzluninni og þess vænzt að áfram verði haldið á sömu braut unz allur innflutningur sé orð- inn frjáls. Hins vegar er varað Við mismunun i úthlutun leyfa eftir svonefndum glóbalkvóta. Að lokum er lögð áherzla á þörf skjótrar endurskoðunar tollskrárinnar. inn að mestu. Var kirkjan full setin og söngur góður. Var farið eftir hinum gömlu siðareglum við messuna, karlar sátu hægra megin og konur vinstra megin og í kór sátu karlar og hjón, en ékki einár konur eða börn. Stóðu kórverjar upp, er prestur steig í stólinn 'og einnig er hann kom niður, en sá gamli siður mun enn vera varðveittur í Landakirkju í Vestmannaeyjura. Séra Þorgeir Jónsson fyrrv. prófastur á Eskifirði þjónaði fyr ir altari, sr. Sigurbjörn Á. Gísla son predikaði og sr. Guðbrand ur Björnsson fyrrv. prófastur í Viðvík ávarpaði söfnuðinn. Með hjálpari var Stefán Jónsson frá Reynistað, en hann hafði oft ver- ið hringjari og meðhjálpari 1 for- föllum heima á Reynistað. Erfið vegngerð í helluhrouni LAGNINGU Keflavíkurvegar- ins nýja miðar samkvæmt á- ætlun og er nú búið að undir byggja um 3 km frá Hafnar- firði suður hraunið. Reiknað er með, að lokið verði við um 8 km í sumar. Það var aðeins fyrsta spott ann sem hægt var að ýta hrauninu í hrygg frá báðum hliðum — og sóttist verkið þá mjög vel. Nú verður að flytja alla uppfyllingu að, því komið er út í helluhraun. Og ekki nóg með það, því í helluhraun inu verður að sprengja geysi- Ímikið. „Hellar og gjár koma alis staðar í ljós“, sagði vegamála stjóri þegar Mbl. átti tal við hann í gærkvöldi. „Mishæðir eru líka miklar og það er mik ið uppfyllingarefni, sem fer í þennan hluta leiðarinnar. — Rusk gefur eftir Framh. af bls. 1. deiluaðilarnir heima í Laos gætu komizt að samkomulagi um samsteypustjóm og frið í landinu áður en Laos-ráðstefn- an í Genf hæfist. Þær vonir hafa nú farið út um þúfur. Á fundi deiluaðila í bænum Na Mon, 85 mílur norður af Vienti- ane, héldu fulltrúar ríkisstjórn- arinnar, hlutleysingja og Pathet Lao flokksins áfram að deila um, hvort þeir skyldu fyrst fara að ræða um myndun samsteypu stjórnar eða um vopnahlé. — Kommúnistarnir í Pathet Lao heimta að fyrst verði rætt um myndun samsteypustjórnar til þess að Laos geti komið fram sem eitt og sameinað ríki á Genfar-ráðstefnunni. Stjórnar- fulltrúarnir vilja hins vegar fyrst tryggja vopnahlé í land- inu og benda á það að enn blossi smábardagar upp Á ÝMSUM bæjum í ölfusi og Flóanum eru bændur farnir að láta kýrnar út og hafa þær ýmist á túnum eða úthaga. Þar sem bændur brenndu sinu í úthaga er nú óðum að koma bithagi, að því er Gunnar í Seljatungu tjáði blaðinu í gær. Skuttogari STÓR og glæsilegur þýzkur skut togari kom hingað til hafnar í gær. Þetta var Vikingbank frá Bremerhaven, í fyrstu veiðiför- inni. Hann hafði verið einn dag á veiðum, þegar togvindan bil- aði. — Frjáls menning Framh. af bls. 24. Guðmundsson, skáld, helztu verkefni félagsins frá stofnun þess 23. marz 1957. Opinber fund arhöld hafa verið veigamikill þáttur í starfsemi félagsins, en á fundum þess hafa oft talað er- lendir gestir þess auk innlendra ræðumanna. Af erlendum gest- um Frjálsrar menningar má nefna ungverska rithöfundinn George Faludi, sem kom hingað upp á árs afmæli ungversku byltingarinnar, danska stjórn- málamanninn, Frode Jacobsen, ungverska Stalínverðlaunahaf- ann og flóttamanninn, Tamas Aczel, indónesíska prófessorinn Takír Alisjahbana svo og Þjóð- verjann Dr. Köhler. * * * Eftir morðin á Imre Nagy Og fleiri Ungverjum beitti Frjáls menning sér fyrir útifundi á Lækjartorgi til að mótmæla hryðjuverkunum og var sá fund- ur afar fjölmennur. Hin ópinberu fundarhöld hafa ekki verið nema einn liður í starf semi Frjálsrar menningar. Frá. upphafi hefur félagið leitazt við að fylgjast eftir megni með gangi ýmissa mála erlendis Og hefur ekki látið sitt eftir liggja að senda mótmæli gegn hvers konar ofbeldi og ógnunum við andlegt frelsi. Þannig hafa verið send mót- mæli gegn pólitískum ofsóknum í Alsír, Tyrklandi, Suður-Afríku óg Indónesíu auk margskonar ■mótmæla, sem send hafa verið austur fyrir tjald, bæði til Ung- verjalands og Rússlands m. a. vegna Pasternakmálsins. Er það fréttist út um heiminn á árinu 1958, að Frakkar misþyrmdu föngum í Alsir, ritaði Frjáls menn ing hér bréf til systurfélaganna á Norðurlöndum og óskaði eftir því, að félög þessi færu í sam- einingu þess á leit við aðalstöðv- ar samtakanna í París, að skip- uð yrði nefnd til að grafast '.yrir um hið sanna í málinu. Eitthvað varð róðurinn þungur í fyrstu gagnvart þáverandi ríkisstjórn Frakklands, en þó kom að því síðar er De Gaulle hafði tekið við völdum, að samþykkt var að þrír af helztu rithöfundum Frakk lands færu til Alsír til að kynna sér ástandið. Er landhelgisdeilan við Breta hófst hér haustið 1958 mótmælti Frjáls menning þegar ofbeldi Breta og sendi alþjóðasamtökun- um í París mótmæli og greinar- gerð um málið. Eins og fram hefur komið í starfsemi Frjálsrar menningar frá stofnun hennar er félagið um fram allt stofnað til verndar og eflingar frjálsri menningarstarf- semi. Félagið er óháð öllum stjórnmálaflokkum, en skuldbind ur meðlimi sína til jákvæðrar baráttu gegn hvers konar ein- ræðishyggju, ríkisofbeldi og skoð anakúgun. Skv. lögum sínum á félagið hliðstöðu með þeim menningar- samtökum er á frönsku nefnast Congres pour la Liberté de la Culture, en þau starfa víðsvegar í lýðræðisríkjum. Félagið er þó óbundið alþjóðasamtökunum að öðru en sameiginlegri hollustu við frjálsa hugsun og frjálsa menningu. Lokað í dag vegna jarðarfarar frá kl. 12 til 3. Verzlunin EDINBORG Móðir mín GUÐNÝ PETRA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Kolmúla andaðist í Landspítalanum 12. maí Fyrir hönd vandamanna. Jóna Jónasdóttir. Móðir okkar, tengamóðir og amma SIGRlÐUR MAGNCSDÓTTIR Hverfisgötu 58, Reykjavík andaðist 13. þ.m. í Bæjarspítalanum. Jarðarförin fer fram frá Fossvögskirkju, laugardaginn 20. þ.m. kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Aldís Ásmundsdóttir, Jóhannes Guðnason, Magnea Ásmundsdóttir, Ólafur Tímótheusson og barnabörn Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN TÓMASSON Nesvegi 37, andaðist laugardaginn 13. maí Guðrún Hákonardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Fósturfaðir minn SIGURJÓN ÓLAFSSON skipstjóri, andaðist að Hrafnistu sunnudaginn 14. maí. Fyrir hönd vandamanna. Bjarni Sigurðsson Eiginmaður minn GUÐBJARTUR ÓLAFSSON fyrrverandi hafnsögumaður lézt í Landakotsspítala hinn 15. þ.m. Fyrir hönd vandamanna. Ástbjörg Jónsdóttir Jarðarför eiginkonu minnar JÓNÍNU HELGU EINARSDÓTTUR Óðinsgötu 4, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. þ.m. kl. 1,30. Fyrir hönd vandamanna Ingibergur Þorvaldsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓDlSAR ÁMUNDADÓTTUR Einar Þorgeirsson, Sigríður Þorgeirsdóttir, Baldur Eyþórsson, Guðrún Þorgeirsdóttir, Vilhjálmur Eyþórsson, Guðmunda Þorgeirsdóttir, Gunnar Pétursson og barnabörn Þakka auðsýnda samúð við andláf og jarðarför kon- unnar minnar, SIGURBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR Sérstaklega þakka ég læknum og hjúkrunarkonum og öllu starfsliði á sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfirði, fyrir góða hjálp og hjúkrun í veikindum hennar. Hjálmar Eyjólfsson, Tjörn, Hafnarfirði. Þakka auðsýnda samúð við frá^all og jarðarför konunnar minna r RAGNHILDUR JÓNSDÓTTUR Einar Tómasson Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, nær og fjær, er sýndu okkur vináttu og samúð í veikindum og við fráfall mannsins míns, föður og tengdaföður okkar KRISTMANS JÓNSSONAR Tangagötu 29, ísafirði Guð blessi ykkur öll. Björg Jónsdóttir Jón Kristmannsson, Hulda Jónsdóttir, Guðbjöm Kristmannsson, Ingibjörg Friðbergsdóttir, Kristmann Kristmannsson, Jens Kristmannsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.