Morgunblaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 24
ÍÞROTTIR Sjá bls. 22. Vettvangur Sjá bls 13. Þriðju.dagur 16. maí 1961 Aflahæst- ur á Vest- fjörðum PATREKSFIRÐI, 13. maí — Er m.s. Dofri lagði að landi hér á Patreksfirði, hinn 11. maí s.l. hafði fréttamaður Mbl stutt viðtal við skipstjóra hans Finnboga Magnússon, sem sést hér á myndinni í stýrishúsi báts síns. Afli hans var á ver- tíðinni 1045 smálestir, og er það vafalaust mesti afli, sem borizt hefir á land á síðustu vertíð á Vestfjörðum. Á stærri myndinni er áhöfnin um borð í m.s. Dofra. M.s. Dofri var á línuveiðum til 5. marz, en hóf netjaveiðar þá. Á línuveiðun um aflaði hann 288 smál. en 757 á netjaveiðunum. Finnbogi kvað þetta vera erf iðustu vertíð sem hann hefði verið á híngað til. Mjög sisemt veiðiveður og ýmsar frátafir. Að öðru leyti var Finnbogi ánægður með vertíðina og lét prýðilega af skipshöfn og skipi Finnbogi er ungur maður, aðeins um þrítugt. Hann hefir stundað sjó frá barnæsku. — Hefir t.d. verið formaður í 8 vertíðir, og ávallt verið fang- sæll. Óskum við Patreksfirð- ingar honum og skipshöfn hans til hamingju með hina góðu vertíð hans. — Trausti Álitsgerðir lagadeildanna í Höfn og Árósum geta ráöið úrslitum Kaupmannahöfn, 15. maí. (Frá Siguröi Líndal). BLAÐHE) Dagens Nyheder segir í ritstjórnargrein í morgun, að þjóðþingið geti ekki samþykkt frumvarpið um afhendingu handritanna fyrir hvítasunnu. Þá telur blaðið vafasamt að handrita- nefndin fái svar við öllum spurningum sínum nógu tím- anlega til að frumvarpið verði afgreitt fyrir þinglok 5. júní. Þá segist hlaðið ekki trúa því að neinn þjóðþingsmeiri- Vafasamt að handritafrumvarpið nái fram að ganga fyrir þingslit Dr. Jóhannes Nordal formað- ur félagsins Frjáls menning DR. Jóhannes Nordal, banka- stjóri, var kjörinn formaður fé- lagsins I'rjáls menning á aðal- fundi þess, sem haldinn var í V.R. húsinu sl. laugardag. Frá- farandi formaður félagsins Tó- mas Guðmundsson skáld, setti fundinn og skipaði Eyjólf K. Jónsson, fundarstjóra og Eirik Hrein Finnbogason, fundarritara. Þá flutti formaður, Tómas Guðmundsson, skýrslu stjórnar- innar, en að ræðu hans lokinni ílutti gjaldkeri félagsins, Lúð- vík Gizurarson, skýrslu um reikninga félagsins. Nokkrar um ræður urðu um skýrslu formanns og gjaldkera, en að þeim lokn- um var gengið til stjórnarkjörs, en stjórn félagsins skipa sextán menn auk heiðursforseta, sem er Gunnar Gunnarsson skáld. * * * Þessir voru kjörnir í stjórn: Dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri, Tómas Guðmundsson, skáld, Eyjólfur K. Jónsson, ritstjóri, Ár- mann Snævarr, rektor, Einar Magnússon, menntaskólakennari, Þórir Kr. Þórðarson, prófessor, Benedikt Gröndal, ritstjóri, Eirík ur Hreinn Finnbogason, cand. mag., Einar Pálsson, leikari, Svanhildur Þorsteinsdóttir, frú Þorsteinn Hannesson, óperusöngv ari, Páll Kolka, læknir, Guð- mundur G. Hagalin, rithöfundur, Baldvin Tryggvason, fram- kvæmdastjóri, Lárus Guðmunds- son, stud. theol. og Ævar Kvaran, leikari. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Guðni Þórðarson, framkvæmdastjóri og Þór Vil- hjálmsson, lögfræðingur. í fund- arlok kaus hin nýja stjórn sér formann, Dr. Jóhannes Nordal, bankastjóra. * * * í skýrslu sinni rakti Tómas Framh. á bls. 23 hluti þröngvi fram vilja sín- um án þess að þeim spurn- ingum sé svarað, sem hand- ritanefndin hefur sett fram. Beðið álitsgerða Dagens Nyheder segir, að álitsgerðir lagadeilda háskól- anna í Höfn og Árósum muni vekja mesta eftirtekt. Það bend- ir á það að háskólaráð Hafnar- háskóla hafi þegar viðurkennt rétt löggjafarvaldsins til að koma fram lögum um afhend- ingu handritanna en ráðið hef- ur sem slíkt ekki sérþekkingu á lögfræði. Eignarnám og almannaþörf Blaðið minnist á það að stjórn Árna Magnússonar stofnunar- innar hafi mótmælt afhendingu handritanna og segir, að ef handritin' verða afhent gegn þeim mótmælum verði að skoða það sem eignarnám. Þá heldur Dagens Nyheder áfram, að til þess að heimild sé til eignarnáms þurfi samkvæmt stjórnarskránni að liggja fyrir almannaþörf. Almennt er álitið að meirt hluti þjóðþingsins skeri úr því, hvort almannaþörf sé fyrir hendi. Samt sem áður virðist þetta tilvik liggja utan við hina rúmu túlkunarmöguleika á orð- inu „almannaþörf". Eftir þingkosningar Dagens Nyheder segir, að álits gerðir lagadeildanna geti þegar öllu er á botninn hvolft ráðið úrslitum um það að hve miklu leyti afhending muni eiga sér stað. Það geti og valdið því að staðfestingu lagafrumvarpsina verði frestað þangað til þjóð- þingskosningar hafa farið fram. Ungur piltur drukknar af trillu SÍÐDEGIS á laugardag drukkn- aði 19 ára gamall piltur af trillu- bát undan Kjalarnestöngum. Hann hét Valmundur Sverrisson, sonur Sverris Magnússonar og Guðbjargar Ingimundardóttir á Norðurgötu 51 á Akureyri. Ekki er vitað með hverjum hætti slys- ið varð. Valmundur, sem hafði verið á vertíð í Grindavík í vetur, var að byrja að róa á handfæri með Guðmundi Lúðvík Árnasyni í Karfavogi 39 í Reykjavík. Voru þeir í fyrsta eða öðrum róðrin- um á laugardag. Um kl. 6 voru þeir staddir undan Kjalarnes- töngum, Og hafði orðið vélbilun. Var Guðmundur í stýrihúsinu að gera við hana, en er hann leit næst út, var Valmundur horf- inn. Valmundur var hvergi sjáan- legur og leitaði Guðmundur því aðstoðar nærliggjandi báta, sem Valmundur Sverrlsson ^ leituðu lengi með honum, en ár- angurslaust. Sjópróf verða í mál- inu í dag. ; Fiskur fluttnr flugleiðis á ný Jóhannes No. BRÁÐLEGA hefjast aftur fisk- flutningar í lofti til útlanda. Verð ur fiskurinn fluttur glænýr með íslenzkium og bandarískum far- þegaflugvélum til Lundúna og þar kemur hann samdægurs á markaðinn í Billingsgate. Guðjón Bjarnason, yfirmaður flugumsjónar á Keflavíkurflug- velli, stendur að þessum útflutn ingi, en hann gerði allmargar til raunir í þessa átt í fyrr og tókust þær vel. — ★ — Guðjón hefur samið við Pan American, sem flýgur einu sinni í viku frá Keflavík til Lundúna. Hann stendur í samningum við Loftleiðir, sem einnig hafa eina ferð vikulega — og í sumar mun Flugfélag íslands hafa vikulega ferðir til Lundúna. Væntir Guð- jón þess að geta sent fisk með öllum félögunum. Ekki verður um ákveðið magn að ræða í laverri ferð. Það fer eftir hleðslu flugvélanna í hvert sinn. Samt hefur Pan American heitið að taka a.m.k. eitt tonn í ferð. Líklegt er samt, að hægt verði að senda 2—3 tonn með Pan Ameriean-vélum. — ★ — Guðjón mun kaupa fiskinn, mestmegms lúðu, kola og ýsuflök, af. trillum í Keflavík og Njarðvík um. Einnig ætlar hann að senda út nýjan humar í tilráunaskym. Fiskurinn er ísaður í plastpoka 1—2 klst. fyrir brottför vélarinn ar. Umbúðir fyrir eitt tonn af fiski munu aðeins vega 9 kg og byggist útflutningurinn m.a á því hve umbúðirnar eru léttar. Sögðu upp samningum ENGAR viðræður hafa enn farig fram um nýjan kjarasamning á síldveiðibátunum. Útvegsmenn alls staðar á landinu nema f Vestmannaeyjum óg Akureyrí, sögðu núgildandi sammng upp 1* apríl og gengur hann úr gildi um næstu mánaðamót. Ekki mun hafa verið boðað til nemna við- ræðufunda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.