Morgunblaðið - 18.05.1961, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 18.05.1961, Qupperneq 13
Fimmtudagur 18. maí 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Jakob Thorarensen skáld Það eru ekki nema tvö eða þrjú ár, síðan Jakob skáld Thoraren- sen lagði á sjálfa Tvídægru fót- igangandi og einn síns liðs, raun- ar um hásumar, og fleygði sér út af stundarkorn um lágnættið und ir beru löfti því að engir eru gisti- staðir á heiðinni, og hress í anda cg líkamlega hraustur kom hann til bæja. Þá var það venja þessa hálfáttræða manns, þegar ég •hafði síðast spurnir af háttum hans, að synda í svölum sævi hvern þann dag ársins, sem ekki er frostbitra, svo að auðsætt er að enn eru til skáld, sem ekki eru neinir pappírsbúkaf. Um Jakob hefur áður verið Skrifað í blöð og tímarit og rakin eett hans, æviatriði, og læt ég það hjá líða að þessu sinni. En ástæða þykir mér til að minna á, að hann naut ekki í bernsku neinnar skóla göngu, og ekki stundaði hann heldur skólanám síðar. Hins veg- ar er hann þó mjög vel menntað ur, las þegar á bersku- og ung- lingsárum sínum fornbókmenntir íslendinga og öll helztu rit ís- lenzkra skálda frá síðari öldum, og síðan hefur hann af mikilli ikostgæfni kynnt sér margt það helzta í bókmenntum heimsins á ensku og Norðurlandamálum, enda á hann ágætt safn bæði ís- lenzkra og erlendra bóka. Hann hefur og margoft farið utan og hvarvetna tekið vel Og vandlega eftir hverju einu markverðu, sem iyrir augun hefur borið frá göml um og nýjum tímum. Hefur sjálfs fræðslan orðið honum ærið nota- drjúg — einnig raunar fleirum. Fyrsta bók Jakobs, ljóðasafnið, Snæljós, kom út árið 1914 en síð an hafa átta ljóðabækur komið frá hans hendi, sú seinasta 1957. Auk þess hefur hann gefið út 5 hálfátiræður smásagnasöfn. Árið 1946 kom út Ritsafn hans í tveim bindum hjá Helgafelli og úrval úr kvæðum hans, Tímamót á sjötugsafmæl- inu, tíu árum síðar, en sama árið kom út úrval úr smásögum hans hjá Almenna bókafélaginu, og þá hafði það félag honum til heið- urs kynningu á verkum hans í há tíðasal Háskóla fslands. Meðal bókaheita Jakobs eru Snæljós, eins og áður getur, og einnig Kyljur, Heiðvindar, Svalt og bjart, Haustsnjóar, Hrimnæt- ur og Aftankul. Það er yfir þess- um heitum svali og birta, og þó að segja megi, að þetta sé nafna- kerfi, þar sem eitt sé samræmt öðru og þurfi því engan veginn að vera sannnefni, heldur hafi höfundi þótt fara vel á þessu, þá er þó sannast mála, að yfir fjöl- mörgum kvæðum Jakobs og ýms- um af sögum hans er eitthvað, sem minnir á svalviðri og heið- ríkju. Þegar fyrstu ljóð hans komu út og raunar oftar heyrði ég ýmsa halda því fram, að hann hefði orðið fyrir áhrifum af Grími Thomsen. En ég hef haft mikil kynni af Jakob og hef ald- rei getað fundið, að hann hafi ung ur hrifizt meira af Grími en öðr- um skáldum. Hins vegar eru þeir andlega skyldir. Þeir dá báðir karlmennsku og manndóm, eru lít ið fyrir að bera utan á sér til- finningar sínar og þykir lítt til þeirra koma, sem vilja sýnast ann að og meira en þeir eru. Hinsveg ar eiga þeir báðir heitt hjarta, finna sárt til með þeim, sem að óverðskulduðu sæta hörðu, óg kunna vel að skilja mannlegan breyskleika, þótt hart dæmi þeir þann, sem einskis svífst og þykir sómi að skömmum. Jakob er oft, bæði í kvæðum sínum og sögum, skarpskyggn og langsýnn, og furðu snemma mun honum hafa orðið það af brjóst- viti sínu einu saman, en síðan hefur margvíslegur lestur og ná- kvæmur samanburður hins séða Og lesna mjög hafa skerpt sjón hans og þá ekki sízt á þeim vett vangi sálarlífsins, sem einna vand séðastur getur verið og viðsjálast ur, það er svið ásta og ástríðna, og kann hann þar vel að greina á milli þess, sem mönnum verður ósjálfrátt og hins sem er hrátt siðleysi. Eitt af skemmtilegustu einkenn um Jakobs sem skálds hefur frá upphafi verið kímnin, og standa fá íslenzk skáld honum jafnfætis á því sviði. f kvæðinu Sambýlið á Jöðrum segir hann: > Þið þekkið mannýgan, hyrndan hrút, og hálfvegis svipað leit það út jafnlyndið þeirra á Jöðrum. Þegar hann yrkir um fyrirhug aða brú á Jökulsá á Sólheima- sandi segir hann meðal annars: Einhver beygur orkar því: úr því vökna sokkar gegnum þóttann grisjar í guðræknina okkar. Þegar bóndinn, sem frá er sagt í Skrattakollur, kemur í dyrnar og sér, að ekki er allt með felldu um vetrarmanninn og húsfreyj- una, verður honum að orði: Þú ert þá svona húsbóndahollur, hjartað og lund þín guðlaus soll- ur. Skamastu þín nú ,Skrattakollur‘. Fyrsta vísan í kvæðinu f spegl inum hljóðar þannig: Þar situr vor ástmey sjálfselskan og sýnir oss þennan heiðursmann, svo gildan á velli og gáfaðan og glæstan á allan veg, vort indæla eigið „ég“. En það er sá, er vér metum mest, sú manneskja, sem oss reynist bezt, er alltaf jafn alúðleg. Ekki sleppa skáldin við kímnis örvar Jakobs. í kvæðinu, Þegar andinn kersur, lýsir hann öllum þeim ósköpum, sem á ganga, þeg ar skáldið sem engan þarf spútn- íkinn sezt á Pegasus og fer upp- heima að dæmi Óðins á Sleipni, en ömurlega lýkur förinni: Riðið er um á Marz og Mána, minna er um dýrðir, loft að grána Hallar nú óðum undan fæti. Ekki er það vænti ég Banka- stræti? Hesturinn verður ei hærra knúinn, holdið er kornið, andinn flúinn. Hinnar sérstæðu kímni Jakobs gætir ekki síður í sögum hans en kvæðum. Stundum leynir hún þar á sér og kemur skemmtilega á óvart, og oft teflir hann henni fram gegn yfirborðshátíðleik eða andspænis sorg, hrörnun eða jafn vel dauða, og varpar hún þá svo sem kynjabirtu yfir sviðið, oft nöturlega skarpri og þó ærið spaugilegri. — svo að okkur verð ur á að segja: Ójá, allt hold er hey! Jakob er stundum harðdæmur um samtíð sína, og íhaldssamur er hann á fornar dyggðir. En hann sér einnig margt gott í fari samtíðarinnar og þykir á ýmsum sviðum hafa skipt um til mikilla bóta, þótt oft sé æsilega farið, og fá skáld hafa ort um höfuðborg- ina af meira og sannara raunsæi en þetta fósturbarn hennar. Jakob hefur ort mörg góð kvæði og nokkur heilsteypt, og mundu þau ein hafa geymt nafn hans í íslenzkum bókmenntum, en þó að hikandi gengi hann út á vettvang sagnagerðar og birti fyrstu smásögu sína undir dul- nefni, hefur hann einnig skrifað sögur, sem eru gæddar slíkum kostum, að þær munu ekki reyn- ast kvæðunum forgengilegri. 1 Sem maður er Jakob heill, hreinn og sérstæður um margt. Hann er skapríkur, en þó mjög stilltur og hversdagsgæfur, og ef út af ber, er hann ekki margmáll, en hins vegar dálítið meinlegur. Hann er tryggðatröll við vini sína og vill launa margfallt allt, sem honum finnst sér vel gert, en hins vegar er hann réttsýnn og engan veginn mjög harðdæm- ur á þá, sem honum er lítið imi gefið. Það er helzt hann kynni að varpa yfir þá'ofurlítið skoplegu skini í nokkrum orðum, órímuð- um — eða jafnvel rímuðum. Heimili hans og konu hans, Borghildar Björnsdóttur, hefur jafnan staðið traustum fótum gagnkvæmrar virðingar og full- komins trausts og þótt Jakob sé nú orðinn gamall að árum, eftir því sem þótti í bernsku okkar, vil ég óska honum þess, að þau hjónin megi enn lengi njóta sam vista og fagna góðum gestum sam an af þeim hljóðlátu heilindum, sem þeim báðum eru eiginleg. Guðmundur Gíslason Iiagalín. Vettvangur í dag er eftir Hannes Pétursson. Fjallar hann m. a. um skrifin „Gegn falsrökum“ í Þjóðviljanum, ættjarðarpólitík og heimskommúnista. — Greinina kallar hann: Skáld í Trójuhesti. VIKURNAR fyrir Keflavíkur- göngu risu nær öll gegnherí- landsskáld íslenzkra bókmennta öndverð upp á síðum Þjóðvilj- ans og birstu sig. Sum gátu með engu móti hamið „ættjarð- arást“ sína og tóku á allri sinni orðkynngi og öllu sínu hug- tnyndaflugi til að gera þetta falska, uppgerðarlega dekur sitt að áhrifamikilli skrautsýningu. Aldrei fyrr hafa jafn margir menn borið jafn mikla um- hyggju fyrir þjóðinni á jafn stutlum tíma. Allt eru það meiri og minni stórskáld, sem hér ræðir um, en eiga líklega fátt annað sam- eiginlegt, ekki einu sinni mark- mið hinna pólitísku skrifa sinna, og má það undarlegt heita. 1 vamarmálapólitík skáldanna ber mikið á hálfri hugsun. og hálfum sannleik, og hálfur sann leikur jafngildir oftast óhrekj- andi lygi, sagði maður nokkur í Vesturheimi, kunnur lesend- um Þjóðviljans af tveggja dálka myndum, þegar blaðið er í sæmilegu skapL Ég tel mig að vísu sneyddan spásagnaranda, svo ég má ekki fullyrða, hvaða utanríkispólitík sé þjóðinni hollust á næstkom- andi árum, og stend þar eigi Jítið að baki hæstvirtum kolleg- um. Þá geri ég ekki heldur ráð fyrir, að þessi grein, sem ég er að skrifa, breyti verulega gangi heimsmála, eins og maraþon- rausinu Gegn falsrökum var ætlað að gera. Mig langar ein- vörðungu til að drepa á dálitla skekkju. Guðmundur Böðvars- son fullyrðir í Þjóðviljanum 5. maí sl. — og víst margir á und- an honum og eftir — að mark- mið svonefndra hernámsandstæð inga sé eitt og sameiginlegt: algert afskiptaleysi landsins um alla framtíð af valdabaráttu austurs og vesturs. Að sönnu er annað eins og þetta of mikill barnaskapur til þess að eytt sé á það miklu púðri, og hefur marg-oft verið á það bent. Dytti mér ekki í hug að setjast niður til að and- mæla slíku rugli, ef allir þessir skáldmæringar ættu ekki þátt í að dreifa jafn vondri sagnfræði út yfir landið. Guðmundur Böðvarsson full- yrðir þetta auðvitað í beinu eða óbeinu samráði við Jóhannes úr Kötlum, Sigfús Daðason, Hannes Sigfússon og aðra menningar- lega framverði í baráttunni fyr- ir „frelsi landsins", þar sem þetta er eitt glitfegursta agnið í sálnaveiðum þeirra. Óþarft er að taka það fram, að sumir þeirra manna, sem vilja létta hinni tímabundnu hersetu af þjóðinni, berjast fyr- ir því heilshugar og óbundnir af togstreitu austurs og vesturs. Orsökin er sú, að þeir eru í rauninni hvorki hlynntir hinum vestræna né aiustræna hluta heims, en telja stefnu sína eins konar framhald af stjórnmála- baráttu Jóns Sigurðssonar, hvernig sem á því stendur. Þeir hafa ekki enn áttað sig á þeirri kaldhæðnislegu staðreynd, að slík „frelsisbarátta" hér á landi er óraunsæ, eins og málum er komið; því miður. □ Róttækir, yfirlýstir kommún- istar, sem gegna því tímafreka hlutverki að þoka járntjaldinu vestur fyrir íslandsstrendur, hafa nú stokkað sínu gæfu- snauða liði saman við lið þeirra, sem vilja hreinræktaða ættjarðarpólitík (ýmist af sann- færingu eða tækifærisástæðum, eins og ýmsir framsóknarmenn) með það fyrir augum að fjölga í herdeild sinni gegn varnar- kerfi Vesturveldanna og hræra um leið upp í hinu fastskorðaða fylgi stjórnmálaflokkanna, ef vera mætti, að til þeirra slædd- ust atkvæði frá öðrum við kjör- borðin á næstunni. Þessi nýi sambreyskingur hefur þó enga stórpólitíska þýðingu, hins veg- ar hafa liðsmenn tvisvar sinn- um bæði gengið með sjó og set- ið yfir súpudiski við eld. Kommúnistar í sambreyskingi þessum hafa óspart látið hina grunlausu samherja bera því vitni í blöðum og ræðustóli, að hér sé um gersamlega ópólitísk samtök að ræða; hafa hinir síðarnefndu tekið svo djúpt í ár inni, að manni skilst einna helzt, að á ferðinni sé einhvers konar endurvakningarhreyfing mannlegs siðgæðis yfirleitt, allt að því kristilegur söfnuður. Þetta hafa þeir fullyrt með góðri samvizku, því þeir vita ekki betur en svo sé. í þessum fylkingararmi eru sum gegnher- ílandsskálda. Staðhæfing Guðmundar Böðv- arssonar (um eitt og sameigin- legt markmið ailra svonefndra hernámsandstæðinga) er röng sökum þess, að stefna hernáms- andstæðinga, eins og Guðmund- ur vill hana vera láta, er ósam- rýmanleg heimskommúnistísku sjónarmiði, því sjónarmiði, sem jafnan er lótið glitta í á síðum Tímarits Máls og menningar, svo menn gleymi ekki, hvert ferðinni er heitið. Það er óger- legt að vera í senn dyggur og duglegur heimskommúnisti, eins og þau þrjú skáld eru, sem ég áðan nefndi, og halda því fram um leið, að með stefnu sinni í varnarmálum Islands vilji þeir það eitt, að Iandið sé algerlega afskiptalaust um alla framtíð í togstreitu austurs og vesturs, það sé endanlegt takmark. Þeir hljóta að gera sér ljóst, að slík afstaða, tekin í fullri alvöru, getur aldrei verið annað en merki þess, að þeir séu dug- lausir og villuráfandi kommún- istar, og það eru þessir menn alls ekki. Ergó: pólitík þeirra í samtökum hernámsandstæðinga er blekking. stórkostlegt, en um leið hlægilegt camouflage. □ Ég get ekki ímyndað mér, að sérstaka nauðsyn beri til að rökstyðja þessa fullyrðingu, svo eðlileg sem hún er. Það ætti að vera nægilegt að minna á, að hið raunverulega hlutverk hins ötula, aktíva, kommúnista er að vinna með öllu móti að útfærslu hins „sósíalska heims- kerfis“, eins og það er nefnt í stefnuyfirlýsingu kommúnista- og verkalýðsflokkanna, sem gef- in var út að loknu þingi þeirra í Moskvu seint á fyrra ári. Hvert gæti það verið annað, og hvert ætti það að vera annað? Að þessu þingi áttu íslenzkir kommúnistar fulla aðild, þar sem tveir aðalmálsvarar þeirra sótu það, Einar Olgeirsson, hinn pólitíski oddamaður, og Kristinn E. Anrésson, hinn menningar- legi herfræðingur flokksins. í stefnuyfirlýsingu þessari, sem er fleytifull af sjúrnalistískum áróðursvaðli, er ekki staglazt á öðru meir en hinu „sósíalska heimskerfi“, hinni „kommún- ísku alþjóðahreyfingu", „heims- kerfi sósíalismans", hinni ,sósí- ölsku alþjóðahyggju“ hinni „sósíölsku alþjóðasamhyggju“, hinum „sameiginlegu hagsmun- um hinnar sósíölsku stefnu“, hinni „sósíölsku ríkjasamheild", Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.