Morgunblaðið - 25.05.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1961, Blaðsíða 1
24 síður trgawifa^il* 48. árgangur 113. tbl. — Fimmtudagur 25. maí 1961 Frentsmiðja Morgunblaðsins Landsfundi Sjálfstæðis- ftakksins frestað til 19 okt MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í gær að fresta Landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins, sem ákveðinn var í júní-mánuði, til 19. okt. nk. 1 ¦Ma*^M*fMM4a^«MliMtaMB^^MM*taM^^ftAMurta^^Muw*MM^ArfM*aM Laosráösteínunni restað nokkra daga GENF, 24. maí. (Reuter) — Fjór- tán ríkja ráðstefnan um Laos faélt rúmlega klukkustundar fund í dag, og var þar ákveðið að fresta fundum nokkra daga — en ráðstefnan skuli bó koma sam an að nýju eigri síðar en nk. mánudag. — Eftir fundinn í dag var birt greinargerð frá þriggja ríkja vopnahlésnefndinni í Laos, þar sem m. a. er Iagt til, að allir erlendir hermenn verði fluttir faurt úr landinu, svo o'g allir er- lendir hernaðarsérfræðingar. • - l»á leggur nefndin áherzlu á það, að viðkomandi aðilar hætti þegar í stað flutningi „hernaðar- legra nauðsynja" til Laos — og er þeim tilmælum beint bæði til Rússa og Bandaríkjamanna, svo og til Norður-Vietnam. — Nefnd- in gerir nokkra grein fyrir ,,víg stöðunni" í Laos og fram kvæmd vopnahlésins í skýrslu sinni, en kveður miklum erf iðleikum bund ið að hafa fullnaðaryfirlit yfir allt landið. Segir í skýrslunni, að nefndinni hafi borizt nokkrar kærur vegna brota á vopnahlé- inu, en ekki hefði reynzt unnt að rannsaka þau mál til hlítar. Yfingar með dönsk- um og brezkum Kaupmannahöfn, 24. maí \ (Einkaskeyti frá Sigurði 1 Líndal) DANSKA varnarmálaráðu . neytið hefir ákveðið að senda J tvö hraðskreið eftirlitsskip utl á Norðursjó vegna nýrrai árekstra, sem orðið hafa milli brezkra og danskra fiski- manna þar. Borizt hafa skeytl frá tveim dönskum fiskibátum, þar sem segir, að tveir nafngreindir, brezkir togarar hafi siglt gegn um netjalagnir Dananna, eyðilagt ein 70 net og liirtí nokkuð af aflanum úr þeim. ögregla Verwoerds geng- ur berserksgang Talin hafa handfekið 8-10 þús. þrem vikuiti Lögreglan Ver- manns a ÖRYGGISLÖGREGLA woerdstjórnarinnar hefur far ið mikla herferð um allt landið í dag og handtekið þá, sem grunaðir eru um að undirbúa þriggja daga verk- föll og óeirðir nú um mán- aðamótin til þess að mót- mæla lýðveldisstofnun, utan brezka samveldisins, svo og þeirri ákvörðun stjórnarinn- ar að neita að halda ráð- stefnu með fulltrúum allra kynþátta í landinu til þess að leita lausnar á kynþátta- *$- Kennedy styður ,Jarbýtusöfnunina' WASHINGTON, 24. mai. — I dag var gefin út í Hvíta húsinu yfir- iýsing Kennedys forseta í sam- bandi við söfnun þá, er ýmsir einstaklingar hafa komið af stað til þess að útvega fjármagn til kaupa á þeim 500 jarðvinnslu- vélum, sem Castro. forsætisráð- iherra Kúbu hefir krafizt í skipt- um fyrir 1.200 fanga, sem Kúbu- mnenn tóku í hinni misheppnuðu innrás á eyjuna fyrir nokkru. •— Kennedy hvatti bandaríska borgara til að leggja fé af mörk- um í söfnun þessa — og gaf i skyn, að hann myndi sjálfur leggja fram nokkurt fé persónu- lega, sem hver annar borgari. Hins vegar lagði forsetinn á- herzlu á, að hið opinbera væri ekki, og gæti ekki verið, aðili að þessu máli á nokkurn hátt. Kennedy sagði m. a.: — Ef þeir (fangar Castros) væru bræður vorir. í fangabúðum einræðisrík- is, mundi sérhver Bandaríkja- maður fús til hjálpar. í»ví er svo farið um mig, að mér finnst, að allir þeir, sem berjast fyrir frels- inu — sér í lagi í heimshluta vorum — séu bræður vorir. vandamálunum. hóf aðgerðir sínar snemma í morgun, en ummæli ýmissa lögregluforingja bera með sér, að árangur herferðarinn- ar hafi verið heldur rýr. Flugslys 18 biðu bana TACOMA, Washington, 24. maí. (NTB-Reuter). — Árla í iiiorgum hrapaði stór flugvél af gerðinni Globemaster, eign bandaríska flughersias, niður í skóglendi í grennd við Mc- Chord-flugvöIIinn við borgina Tacoma í Washingtonríki i Bandaríkjunum. — Auk sjö manna áhafnar, voru 15 her- menn í flugvélinni. Af þessum 22 mönnum létu 18 lífið í slys- inu, en aðeins fjórir komust lífs af — og er þó engan veg- inn séð enn, hvernig þeim reið ir af. Ekki er ljóst, hvað hefir valdið slysi þessu. — Flugvél- in hafði rétt hafið sig til flugs af fyrrgreindum flugvelli, er hún hrapaði til jarðar. i( „Undir jörðina" Talsmaður lögreglustjórans í Jóhannesarborg sagði, að að- gerðirnar þar í borg hefðu ,,ekki borið mikinn árangur" — flest- ir þeir, sem helzt var leitað að, virtust hafa horfið „undir jörð- ina". Hann kvað þetta þó að- eins upphaf enn róttækari að- gerða næstu daga, eða fram að lýðveldisdeginum 31. maí. — Svipaða sögu er að segja frá ýmsum öðrum borgum — lög- reglunni tókst ekki að hafa hendur í hári þeirra, er henni var mest í mun að ná. i( 8—10 þús. handteknir? Kikisstjórnin hefur neitað að gefa upp tölu handtekinna frá því að lögreglulið fyrst hóf handtökuherferð sína fyrir um þrem vikum. Góðar heimildir telja hins vegar, að 8—10 þús- und manns hafi verið handtekn- ir á þessu tímabili, til dagsins í dag. — Þess má geta, að á meðan neyðarástand var yfirlýst í S-Afríku í sambandi við óeirð- irnar í Sharpville í marz 1960, voru rúmlega 8.400 manns hand teknir, mest blökkumenn. — Samkvæmt lögum þeim um vandræðaástand, sem nú hefur verið lýst í landinu, er hægt að handtaka menn fyrirvaralaust og halda þeim í fangelsi 12 daga, án þess að leggja fram kæru á hendur þeim. í GÆR komu Lyndon John- < son varaforseti Bandaríkj- anna,, og kona hans heim úr tveggja vikna för um ýmis Asíuríki — svo sem Vietnam, Formósu, Thailand, Indland og Pakistan. — Við brottför frá Hamilton á Bermuda til Washington sagði Johnson m. a. við fréttamenn, að hann hefði miklu betri fréttir aðí færa Kennedy forseta, eí'tirj þessa 46.400 km löngu ferð sína, en hann hefði þorað að vona fyrir fram. — Ég get nú sagt forsetanum með vissu, sagði Johnsoa, að stríðið um frelsi Asíu sé siður en svo tapað — og ferð mín hafi ver ið árangursrik og borið góðan ávöxt. * * * Kennedy forseti fagnaði varaforsetanum vel í Hvíta húsinu við komu hans o«í iþakkaði honum fyrir það, hve/ mikið gagn hann hefði gerti landi sínu í förinni. Johnson sagði m. a., að vonir hefðu verið bundnar við þessa ferð — og hann kiæmi til baka með enn traustari vonir en aöur. Hann kvaðst trúa því, að Bandaríkin og þjóðir þ:cr, sem hann nú hefði heimsótt, mundu standa enn þéttar sam an en áður í baráttunni fyrir frelsinu. — Johnson kvaðst mundu afhenda forsetanum skýrslu um förina síðar í gær- kvöldi og ræða þá nánar við hann og svara spurningum hans. * * * Myndin hér að ofan var tek in, er Johnson varaforseta var fagnað við komuna til Taipei, / höfuðborgar Formósu. ff Frelsisf arar46 handteknir Jackson, Missisippi, 24. maí HINGAÐ kom í dag hópur hvítra og ,þeldökkra ungmenna, er nefna sig „Frelsisfara", en sam- tökin berjast fyrir jafnrétti hvítra og svartra í Bandaríkjun- um. Hópurinn kom frá Mont- gomery í Alabama, en heimsókn hans olli þar miklum kynþátta- óeirðum um helgina, eins og kunnugt er. — Þegar „Frelsis- fararnir komu hingað í langferða bíl sínum, voru þeir bandteknir, sakaðir um spilla friði og æsa til óeirða. Ríkisstjórinn í Missisippi hafði eindregið varað fólk þetta við að koma til ríkisins, en það sinnti því sem sagt ekki. För þess nú Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.