Morgunblaðið - 25.05.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNRl ÁÐ1Ð Fimmtudagur 25. maí 1961 Jóhann Þ. Jósefsson. fyrrv. ráðherra Jóhann Þ. Jósefsson JÓHANN JÓSEFSSON var fæddur í Vestmannaeyjum 17. júní 1886. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Þorkelsdóttir og Jósef skipstjóri Valdason. Jósef var fæddur undir Eyjafjöllum í umkomuleysi og alinn þar upp á vandalausu en góðu heimili. Er hann komst á legg leitaði hann sér bjargar í Vestmanna- eyjum. Reyndist hann að sögn séra Jes A. Gíslasonar „dugn- aðarmaður og skaraði fram úr samtíðarmönnum sínum fyrir vitsmuna sakir.“ Hann var mað- ur vel sjálfmenntaður í ýmsum greinum og bar af öðrum í reikningi. Jafnframt var hann dugandi og aflasæll skipstjóri, áræðinn og heppinn bjargmaður til fuglatekju; stundaði segla- saum, þegar annað var ekki fyrir hendi. Jósef druknaði rösklega hálf- fertugur að aldri, þegar Jóhann sonur hans var á fyrsta ári. Stóð þá ekkjan uppi með þrjá unga syni og var Jóhann yngst- ur þeirra. Hún gif tist af tur myndarmanni, Magnúsi Guð- laugssyni, en hann drukknaði áður en Jóhann næði fimmtán ára aldri. Hinir eldri bræður hans voru þá farnir að heim- an og varð Jóhann þar með fyrirvinna móður sinnar, en úr sögunni voru vonir hans um að verða settur til mennta, sem stjúpfaðir hans hafði haft hug á, þótt efni væri lítil eða eng- in. Af þessu sést, að ekki var mulið undir Jóhann Jósefsson á ækuárum. Skólalærdóm hlaut Jóhann engan nema barna- fræðslu hjá séra Oddgeiri Guð- munssyni, og síðar nokkra til- sögn í ensku hjá Magnúsi sýslu- manni Jónssyni. Jóhann mat mikils kennslu þeirra beggja, enda hefur hann vafalaust ver- ið frábær lærisveinn. Hann varð skjótt mikill málamaður, talaði reiprennandi þýzku, ensku og frönsku auk Norðurlandamála. 1 íslenzkum bókmenntum, eink- um kvæðum höfuðskálda, var hann manna bezt að sér. Verzl- unarfræði og viðskipti kunni hsnn betur flestum sínum sam- tíðirmönnum. Mest af fræðum sínum lærði Jóhann í lífsins harða skóla. Ungur gekk hann í þjónustu Gísla J. Johnsens og hafði þá með höndum afgreiðslu skipa og flutninga úr þeim og í. Á þeim árum var höfn opin í Vestmannaeyjum og bryggjur eingöngu fyrir smábáta. Var þá oft erfitt um vik, því að sjald- an er sjór lengi alveg sléttur við Eyjar. Jóhann lét sér það ekki fyrir brjósti brenna held- ur stundaði þetta starf um 14 ára skeið og með því, að hann varð að bjarga sér sjálfur í samskiptum við erlenda sjó- menn lærði hann af þeim svo vel þeirra eigið mál, að sú kunnátta entizt honum alla ævi. Dæmi þess var, að eitt sinn er Jóhann var á efri ár- um staddur á alþjóða-ráðstefnu með tveim háskólagengnum löndum sínum, nefndu þeir hann til sérstaks trúnaðarstarfs vegna þess, að þeir töldu hann sér fremri í málakunnáttu. Þegar Jóhann Jósefsson var á tuttugasta og fjórða ári, 1909, kom til Eyja Gunnar Ólafsson, sem verið hafði verzlunarstjóri Bryde í Vík í Mýrdal. Úr þeirri stöðu hvarf Gunnar vegna þess að Bryde setti hon- um tvo kosti: Að hætta við þingmennsku fyrir Sjálfstæðis- flokkinn eða fara úr sinni þjón- ustu. Þá varð að ráði, að Gunnar og Jóhann gengu ásamt Pétri Thorsteinsson í félag um verslun og útgerð í Vestmanna- eyjum. Pétur hætti í félags- skapnum að fimm árum liðn- um, en hinir tveir héldu félagi sínu til skamms tíma. Fyrir- • Ameríkanismi „Bíógestur" skriifar: „Sumir eru sí og æ að fjarg viðrast yfir því, að við séum að ,,ameríkamíserast“, eins og þeir kalla það með dönsku orði. — Það er náttúrlega eðli legt á okkiar tímum, að áihrif berist hratt þjóða á milli, og skiljanlegt,. að áhrifa hinna stærri þjóða gæti meira en hinna. En þessi áhrif eru ekki öll vond, síður en svo, og rnargs góðs njótum við, sem tæki þeirra: Gunnar Ólafsson & Co., á Tanganum, var lengi þjóðktinnugt og viðbrugðið fyr- ir öryggi og áreiðanleik í hví- vetna. Fram undir síðari heims- styrjöldina var aðalstarf Jó- hann við fyrirtæki þeirra Gunn ars. Smám saman hlóðust þó æ fleiri og fleiri störf á Jóhann. Hann var þannig frá upphafi formaður Lifrarsamlags Vest- mannaeyja og í stjórn SÍF, síð- ar um skeið í síldarútvegsnefnd. Eftir 1930 var hann nær ár- lega sendur af ríkisstjórninni til samningagerða um viðskipta- mál í Þýzkalandi. Hann varð þess vegna að dvelja langdvöl- um frá Vestmannaeyjum og vegna þingsetu og margháttaðs úr Vesturheimi er komið. Fyr ir utan alia tæknina, þá skul- um við heldur ekki gleyma því, að í Bandaríkjunium eru nú flestir efnilegusitu og beztu rithöfundar heimsins; fræði- menn þeima njóta mikils á- lits, enda hafa þeir oftast mun betri aðstöðu en stéttarbræð- ur þeirra í Gamla heiminum, o. s. frv. Þar stendiur kvik- myndagerð með mestum blóma, og þótt margt sé mis- jafnt gert í Hoilywood, þá er nákvæmlega sömu sögu eða erindisrekstrar æ lengur í Reykjavík. Það varð því úr, að hann flutti búferlum hingað og átti hér heima lengst af siðasta aldarfjórðunginn. Hér gerðist hann meðeigandi í S. Árnason & Co. um skeið og síðar Brynju. Daglega umsjá með þeim fyrirtækjum mun Jóhann ekki hafa haft að staðaldri, en margháttuð r^nsla og meðfædd hyggindi hans nutu sín þar sem ella. Er skreiðarframleiðendur bund ust samtökum fyrir h. u. b. tíu árum, varð Jóhann framkvæmda stjóri samlags þeirra og gegndi því starfi með miklum ágætum til síðasta aðalfundar, þegar hann dró sig í hlé sökum ald- Urs og heilsubrests. Það, sem nú hefur verið talið, mundi endast til þess að skipa Jóhanni Jósefssyni í fremstu röð sinnar kynslóðar, þá hefur þó ekki nema óbeint verið minnzt á hlut hans að almennum mál- um. Bæjarfulltrúi í Vestmanna- eyjum var hann frá 1918 til 1938 eða tuttugu ár. Þarf ekki að leiða getum að því, að þar hafi verulega að honum kveðið og fá ráð ráðin án hans at- beina. Einkum mun aðild hans að hafnargerð í Eyjum verða ó- brotgjarn minnisvarði um fyrir- hyggju hans og þrautseigju. Að því máli vann Jóhann ekki ein- ungis sem bæjarfulltrúi heldur og sem þingmaður Vestmanna- eyja óslitið frá kosningunum haustið 1923 fram á árið 1959. Náskyld hafnarmálinu voru björgunarmálin í huga Jóhanns. Hann var einn af stofnendum Björgunarfélags Vestmannaeyja og framkvæmdastjóri þess á meðan það átti björgunarskipið Þór. Fyrir atbeina Jóhanns keypti ríkið síðan það skip og urðu þau kaup upphaf land- helgisgæzlu í höndum Islendinga sjálfra. Löngu síðar kom það í hlut Jóhanns sem sjávarútvegsmála- ráðherra að beita sér fyrir og bera stjórnskipulega ábyrgð á setningu landgrunnslaganna. — Þau hafa verið — sem kunnugt verri að segja anniars staðar frá. • Sinnep og lauklykt Það, sem virðist ókyrra taugar flestra í sambandi við amerísk áhrif, er tuggu- gúmmíjapl. Þetta er nú samt sauðmeinlaus siður og ólí'kt hollari tönnum unglinga en sætindiaátið í Gamla heimki- um. Þar að auki er japlið sagt taugaróandi. Hitt er svo ann- að mái, að ófagurt er að sjá er — lagaleg undirstaða allra aðgerða til stækkunnar fiskveiði lögsögu okkar fram á þennan dag. Allt frá æsuárum hafði Jó- hann mikinn áhuga á stjómmái- um. Þegar Landvarnarmenn gáfu út Ingólf á fyrsta áratug aldarinnar Var Jóhann dugleg- asti útsölumaður þess blaðs, enda eindreginn fylgismaður þeirra. Fylgdi hann þeim mál- stað m.a. með starfi í Sjálf- stæðisflokknum gamla á meðan sú f lokkaskipun hélzt. Þegar Jóhann var fyrst kosinn á þing var ringuíreið á flokkaskipun og á fyrsta Alþingi sem hann sat gerðist hann einn stofnenda íhaldsflokksins, sém 1929 sam- einaðist Frjálslynda flokknum, undir hinu gamla flokksheiti, Sjálfstæðisflokkurinn. Á Alþingi var Jóhann löngum einn af aðal-talsmönnum flokks síns, enda lengi í miðstjórn hans. Hann var kosinn forseti efri deildar á sumarþingi 1942 og forseti neðri deildar á haust- þingi sama ár, eftir almennar þingkosningar. Eru ekki margir, sem verið hafa forsetar beggja deilda þingsins, og sennilega einsdæmi, að sami maður sé það á sama ári. Eftir að Ólafur Thors mynd- aði nýsköpunarstjórnina 1944 skipaði hann Jóhann Jósefsson formann Nýbyggingarráðs. Var það þá, svo mjög sem á því valt, að Nýbyggingarráði tækist starf sitt vel, mesta trúnaðar- staða, sem unnt var að fela stjómmálamanni utan ríkis- stjórnar. Deilt var um störf Nýbygg- ingarráðs eins og önnur vanda- verk. Skoðun flokksmanna Jó- hanns á því, hvernig honum tókst til, má marka af því, að þegar nýsköpunarstjórnin lét a£ völdum var hann af flokknum valinn til þess að vera fjármála- og sjávarútvegsmálaráðherra í stjórn Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar. í árslok 1949 tók flokks- stjóm Sjálfstæðismanna við undir forystu Ólafs Thors og var Jóhann sjávarútvegsmála- ráðherra í henni og gegndi þvi starfi þangað til í marz 1950. Síðar átti Jóhann kost á þvl að verða fyrsti sendiherra Is- lands í Þýzkalandi en kaus þá heldur að taka við framkvæmda Framh. á bls. 15. þroskað fólk maulandi á mannamótum, og fyrir mér a. m. k. rýrnar álit mitt á ungri stúlku, ef ég sé hana sprengja eða teygja tugguna út úr sér á almannafæri. Ég get skotið þvi hér inn í til gamans, að þegar ég fór fyrsit í óperu — það var í giaunalli menningarborg í hjarta Evr. ópu — brá mér óþyrmilega við í hléinu, þegar allir rudd. ust að barborðum og svolgr. *uðu öil úr könnum og stýfðu pylsur úr hnefa, svo að sinn. epið sauð og vall um munn. vi'kin. Lauklyktinini í salnum eftir hlé þarf ekki að lýsa. • Sóðaskapur Jæja, þetta er orðinn lang. ur formáli að litlu efni. Ég fer oft í kvikmyndahús, og þar hef ég orðið var við öra útbreiðslu heldur hvimleiðs bandarísks siðar. Hann er sá að bryðja svo kallað „pop. corn“ án afláts, meðan á sýn. ingu stendnr. Skrjáfið í um. búðunum er truflandi, og þar við bætast háværar sníkjur þeirra, sem „gleymdu" að kaupa sér poka, eða boð hinna birgu. Þessu áti fylgir svo bönnaður ekkisen ódaunn, sem gerir manni gramt í geði. Sóðaskapur í sætum Og á gólf um, sem þessu fylgir, er einn- ig ógeðslegur. Veit ég, að mörgum væri kært, ef hætt yrði að selja „pop-corn“ í bíó* húsunum, enda nóg af öðru sælgæti á boðstólum. Læt ég svo þessu nöldri mínu lokið“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.