Morgunblaðið - 25.05.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmfudagur 25. maí 1961 tlann llflr í hfarta ms/iu Keikó Kishi (til hægri) og Agn es ræðast vift Astmey njúsnarans fram í dagsljdsiö LÍF OG DAUÐI njósnarans Dr. Richard Sorge, sem var starfsmaður utanríkisþjónust- unnar þýzku í Tokíó í sein- ustu heimsstyrjöld, er orðið að helgisögu. Ennþá efast margir um að Sorge sé raun- verulega dauður, þótt fregn- ir hermi að Japamr hafi hengt hann 7. nóvember 1944. —■ Frönsk-japönsk kvikmynd, sem gerð hefur verið um Sorge og tekin var í Japan, endar á spurningunni: „Hvar eruð þér, Dr. Sorge?“ Og í bók Hans-Otto Meissner, sern var á sínum tíma fulltrúi við þýzka sendiráðið í Tokíó og samstarfsmaður Sorge þar, um njósnarann, lætur hann les- andann um að draga eigin á- lyktanir um það, hvort Sorge sé lífs eða liðinn. konan, sem Dr. Richard Sorge elskaði fölskvalaust. Hann kall aði hana Agnesi og hún var eigandi þýzku bjórkráarinnar „Rínargull" í Tokíó. „Eg veit að hann er dáinn“, sagði Agn- es við Keikó, „en hann mun alltaf lifa í hjarta mínu“. Kei- kó Kishi var fyrsta mannver- an, sem Agnes sýndi gröf njósnarans í Tamabotschi- grafreitnum. Hanako Ischi staðhæfir, að eftir stríðið hafi fjöldagröf verið opnuð af fangelsisyfir- völdunum. Þar lét hún grafa upp bein Sorges og sanna að þau væru hans. Agnes, sem njósnarinn nefndi svo fallega, talar um ást þeirra án þess að f bókinni og einnig í kvik- myndinni er aðalborin jap- önsk stúlka Kiyomi Nomura látin verða honum að falli. Hann er fangelsaður en hún ákveður að gerast hjúkrunar- kona. Bók Meissner endar á þessa leið: „Kyoto, 11. september 1947. ■— Kiyomi Nomura barónessa, einkadóttir Yasaga Nomura flotaforingja, sem féll við Guadalcanal, hjúkrunarkona á barnasjúkrahúsinu í H i r o - s h i m a, var skotin til bana í gær, er hún var að leiða nokkra örkumla drengi til baðs í sjónum. Ókunnugt er, hver morðinginn var, eða hver var ástæðan til morðs- ins. Uann slapp óséður, þar sem börnin, er Kiyomi hjúkr- unarkona gætti, v o r u ö 11 b 1 i n d“. Með þessu er látið í það skína að Sorge hafi þarna ef til vill verið að verki. Sorge í kimono. Þannig sáu margir vinir hans hann, er þeir komu í heimsókn. es myndir af -Sorge — m.a. mynd af honum í japönskum kimono. Eftir þessum mynd- um hefur frúin meitlað brjóst mynd af Dr. Sorge. Nú hefur hins vegar komið fram á sjónarsviðið japönsk frú, Hanako Ischi að nafni, sem staðhæfir að Sorge sé lát- inn. Það var aðalleikkonan Keiko Kien í fyrrnefndri kvik mynd „Hvar eruð þér, Dr. Sorge“, sem þefaði upp konu þessa, sem segist vera eina Thomas Holtzmann frá Berlín leikur hlutverk Richards Sor- ges — Keikó Kishi leikur Kiyomi Nomura falla tár af hvarmi. f hennar augum er hann ekki hættulegi maðurinn, sem lifði tvö- eða þreföldu lífi (Sagt er að hann hafi unnið fyrir Rússa af mik- illi trúmennsku, en miðlað ýmsum æðstu ráðamönnum Þjóðverja og Japana mikil- vægum upplýsingum). — held ur góður maður. Hann hljáp- aði fjölskyldu hennar og kost- aði bróður hennar til fram- haldsnáms. Til endurminning- ar um ást þeirra geymir Agn- Keikó Kishi eyddi mörgum mánuðum í að leita uppi fólk, sem hafði þekkt Sorge persónu lega. Þannig komst hún á slóð Agnesar. Keikó Kishi hefur þegar leikið í 7 japönskum kvikmyndum og stjórnar mað ur hennar Yves Ciampi þess- ari mynd. Það er ekki hvað sízt henni að þakka, ef kvik- myndin tekst vel. Hún var hinn óþreytandi ráðgjafi manns síns og tókst að leiða fram sannleikann um hinn ó- ljósa dauðdaga njósnarans með andlitin þrjú — Dr. Ric- hard Sorge. V iðski pti og efnahagsmál Gengisskráning 17. maí 1961 1 Sterlingspund . 106,25 106,53 1 Bandaríkjadollar ... . 38,00 38,10 1 Kanadadollar . 38,48 38,58 100 Danskar krónur ... . 548,35 549,80 100 Norskar krónur ... . 530,90 532,30 100 Sænskar krónur ... . 736,45 738,35 100 Finnsk mörk . 11,85 11,88 100 Franskir frankar ... 774,55 776,60 100 Belgiskir frankar . 75,95 76,15 100 Svissneskir fr . 877,70 880,00 100 Gyllini .. 1057,60 1060,35 100 Tékkneskar kr .. 527,05 528,45 100 V-þýzk mörk .. 957,20 959,70 1000 Lírur 61,23 61,39 100 Austurr. sch .. 145,95 146,35 100 Pesetar ,. 63,33 63,50 Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunin Efnahagssamvinnustofnun Ev- rópu (OEEC), sem hefur starfað síðan í apríl 1948 hefur reynzt fs landi mjög vel eins og kunnugt er. Aðildarlönd stofnunarinnar eru nú alls 18, þ.e.: Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Holland, frland, fsland, Ítalía, Luxemburg, Noregur, Portúgal, Spánn, Sviss, Sviþjóð, Tyrkland og V-Þýzka- land. Auk þessu eru Bandaríkin og Kanada óbeinir aðilar að stofn uninni, og Júgóslavía hefur stöð ugt meiri samvinnu við hana. Eins og áður hefur verið skýrt frá, þá verður þessari stofnun breytt í haust, þannig að OEEC verður að OECD (Organisation for Economic Co-operation and Development), sem á íslenzku hefur verið kölluð „Efnahagssam vinnu- og framfarastofnun- in“. Verða aðildarlönd hennar alls 20, þ.e. öll hin fyrstnefndu 18 hér að framan og auk þess verða Bandaríkin og Kanada fullgildir aðilar. Síðan Efna’nagsamvinnustofn- unin var sett á laggirnar hafa miklar breytingar orðið á högum þeirra þjóða, sem að henni standa. Hinir miklu efnahagserf- iðleikar á fyrstu árunum eftir stríðið hafa nú fyrir löngu verið yfirunnir, og átti Marshallhjálpin verulegan þátt í hinum góða ár- angri á meðan hún starfaði. Síð an hafa allar þessar þjóðir bætt lífskjör sín verulega og nú er svo komið að munurinn á fram- leiðsmætti þeirra og Bandaríkj- anna er miklu minni en áður var. Þar sem allir voru á einu máli um að sjálfsagt væri að halda áfram samstarfi þessara þjóða á efnahagssviðinu, þá var eðlilegt að breytingar yrðu gerðar með til liti til hinna breyttu aðstæðna og Bandaríkin tekin í samtökin, sem fullgildur aðili, með öllum þeim réttindum og skyldum, sem því fylgja. Og sama er að segja um Kanada, en efnahagsmál þess eru mjög tengd efnahagsmálum Bandaríkjanna. Megin verkefni hinnar nýju stofnunar (OECD) eru einkum þríþætt: 1) Að stuðla að sem örastri efnahagsþróun í aðildarríkjunum, eftir því sem aðstæður frekast leyfa á hverjum tíma. 2) Að beita sér fyrir efnahags legri og tæknilegri hjálp iðnaðar landanna við vanþróuð lönd í hin um frjálsa heimi. 3) Að stuðla að frjálsari verzl un og öðrum heilbrigðum verzlun arháttum, sem munu auka vel- megun þjóðanna. Þetta eru verkefni, sem hver og ein þessara þjóða hefur hug á að vinna að, en hlutverk stofn- unarinnar er að samræma aðgerð ir þeirra allra og tryggir hún þar með miklu víðtækari árang ur heldur en ella yrði. Á vegum Efnahagssamvlnnu- og framfarastofnunarinnar munu fara fram viðræður er snerta hvers konar viðskiptamálefni að* ildarlándanna og önnur sérstök hugðarefni þeirra á efnahagssvið inu. Til að byrja með verður sér stakur gaumur gefinn að þeim vandamálum, sem risið hafa vegna stofnunar markaðsbanda- lags sexveldanna og fríverzlunar svæðis sjöveldanna. Annars er stofnunin þannig uppbyggð, að hún á auðvelt með að aðlaga sig breyttum aðstæðum, enda eru henni ætluð mikil verkefni um langa framtíð. Útreikningur húsaleigu- vísitölu fellur niður f síðasta hefti Hagtíðinda er skýrt frá því, að ákveðið hafi ver ið að fella niður útreikning húsa leiguvísitölunnar. Lagaákvæði um útreikning þessarar vísitölu féllu úr gildi fyrir átta árum, eða 14. maí 1953, en þrátt fyrir þa'ð var útreikninginum haldið áfram, þar sem leiga fyrir atvinnuhús- næði breyttist oft eftir húsaleigu vísitölu samkvæmt ákvæðum við komandi leigusamninga. Tvær ástæður valda því, að útreikningi húsaleiguvísitölu er nú hætt. Annars vegar sú, að vísi talan var orðin mjög úrelt, þar sem grundvöllur hennar var orð inn 20 ára gamall. Og hins vegar virðýst ástæðulaust að halda á- fram útreikningi húsaleiguvísi- tölu eftir að afnumdar hafa verið launagreiðslur samkvæmt vísi- tölu. Húsaleiguvísitalan var miðuð við grundvöllinn: janúar-marz 1939 = 100. Siðast var vísitalan reiknuð út fyrir tímabilið október desember 1960 og reyndis vera 305 stig. f Hagtíðindum er þess getið, að þegar svo sé ákveðið í leigusamningi, að húsaleiga skuli fylgja húsaleiguvísitölu, sé eðli- legt, að leiga sé (meðan samning ar standa) greidd eftir síðustu húsaleiguvísitölu, þ.e. áðurnefnd um 305 stigum. Ný fríhöfn í Bandaríkiunum Ákveðið hefur verið fyrir nokkru, að koma upp fyrstu frí höfninni á siglingaleiðinni um St.Lawrence-fljót og Vötnin miklu í Bandaríkjunum og Kan- ada. Verður hún í Toledoborg I Ohio, sem er við Erie-vatn, milli borganna Detroit og Cleveland. Fríhafnarsvæðið mun ná yfir 2% ha svæði til að byrja með, en tekið hefur verið frá 8 ha. óbyggt svæði til viðbótar, sem síðar er hægt að nota í sambandi við höfnina. Fríhöfnin verður rek in af hafnarstjórn Toledo-borgar í samvinnu við einkafyrirtæki. Nokkur fríhafnarsvæði eru nú starfrækt í Bandaríkjunum og eru þau, eins og sams konar svæði erlendis, ætluð til að auð velda verzlun, umhleðslu og end- urútflutning á margvíslegum vörutegundum. Hægt er að flytja erlendar vörur til fríhafnarsvæð anna án þess að greiða af þeim tolla. Þar er svo hægt að geyma þær um óákveðinn tíma, hafa þær til sýnis, blanda þeim saman við vörur framleiddar í landinu, eða vinna úr þeim á annan hátt. Og síðan að flytja þær út aftur, eða endanlega inn í landið og greiða þá að sjólfsögðu tolla af þeim hlutanum, sem upphaflega kom erlendis frá. Á sumum slíkum svæðum hef ur risið upp verulegur iðnaður, en jafnvel þótt aðeins sé um geymslu og sýningu á vörum að ræða, eru fríhafnirnar til mikils hagræðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.