Morgunblaðið - 25.05.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. maí 1961 Mary Howard: lygahúsiö vænt um, að hann skyldi vera þarna henni til afþreyingar. Nú var allt komið í lag í húsinu, svo að hún hafði lítið að gera þangað til Karólína kæmi. Hún unc" sér vel með Bill, en þó að þau væru búin að þekkjast svona lengi, vissi hún eftir sem áður sáralítið um hann. 1 _____________________________ — Jaeja, ég sé það nú með eig- in augum skrölta hér framhjá mér upp eftir stígnum, sagði Claude. Hitt nefndi hann ekki, að oftast sat Stephanie á sætinu fyrir aftan Powell. Það varð þögn hinumegin við símann. Hann tók að draga upp í huga sínum mynd af Karólínu, með gremjugrettu á fallega and- litinu, að hugsa sig um, hvað nú skyldi til bragðs taka. — þ. e. hvað heppilegast væri fyrir hana sjálfa. Hann kannaðist við öll ein kennin. Hún hafði alla sína tíð aðeis einu sinni verið raunveru- lega ástfangin og þá af manni, sem ekki vildi sjá hana eða heyra, nánar til tekið John Cameron, faðir Stephanie. — Karólína, sagði hann. — Þú þekkir nú hundruð af svona ung um mönnum. Hvað er sérstakt við þennan, sem þú átt við? Rödd hennar var ákveðin og áköf, er hún svaraði honum. Hún hafði ákveðið sig. — Hann Bill ----------^ 11 <--------------- er alveg ólíkur hinum. Hann er frjáls og óháður, og getur gefið fjandann í hvað sem er. En ég má ekki vera að þessu lengur, Claude, ég hef svo margt að snú ast. Ég hitti þig von bráðar. Hún sleit sambandinu og Cláude lagði líka frá sér símann og hleypti brúnum. Honum duld ist það ekki að nú mundu vera einhver vandræði framundan. Þegar Karólína einsetti sér að klófesta eitthvað.. eða ein- hvern.. stóð henni æði mikið á sama um þótt einhver annar liði fyrir það. Og hann var hræddast ur um, að í þetta sinn yrði Step- hanie þolandinn. Hann heyrði ytri hurðina opn- ast og sneri sér við. Það var Sally Rowland, sem kom inn. Hún stanzaði í dyrunum með feimn- isbros á laglega andlitinu, og hik aði ofurlítið við. — Claude.... Hann stóð á fætur. Sally mín — (Skdldsaga) ———' góð, ef þú heldur áfram að koma hér daglega, er ég hræddur um, að hana móður þína fari að gruna ýmislegt sitt af hverju. Hún nálgaðist hami nú og ekki eins feimin og áður. — Vertu ó- hræddur, ég er svoddan snilling- ur að finna afsakanir. Að minnsta kosti kæri ég mig kollóttan, með an ég get haldið áfram að hitta þig. Hún lagði höndina á arm hans. — Þykir þér leiðinlegra, að ég sé að koma? Þegar hann svaraði með brosi létti henni og hún tók kæti sína aftur. Allt frá því er Stephanie hafði fyrst kynnt þau Claude. hafði hún ekki getað um annað hugsað en hann. Þessi óþvingaða framkoma hans, fallega, dökka andlitið, kæti hans og vingjarn- legt viðmót.. allt þetta var svo gjörólíkt því, sem hún hafði átt mest að venjast. Þegar hún hafði í fyrsta sinn hert sig upp í að heimsækja hann í vinnustofuna, og notaði sameiginlegt heimboð hans til þeirra beggja sem á- tyllu, var hún svo hrifin af því, að hann hafði komið fram við hana sem aðlaðandi konu en ekki — að sið fjölskyldu hennar — sem hálfvaxinn skólastelpugopa, og allt þetta hafði nægt til þess. að nú var hún orðin ástfangin í fullri alvöru. Claude leit vingjarnlega í að- dáunarfull augu hennar. Hann var nógu heiðarlegur til þess að viðurkenna með sjálfum sér, að það var mest af hégómagirni, að hann svaraði augnatilliti hennar: honum fannst hann sjálfur vera orðinn ungur í návist hennar. Já, ungur, sterkur og ómótstæðileg- ur Honum þótti vænt um kon- ur og ekki sízt ungar stúlkur, og ef þær voru svona bersýnilega skotnar í honum, gat hann ekki staðið sig við að vera afundinn. — Falleg fyrirsæta er alltaf velkomin til listamanns, sagði hann og sveiflaði hendi. — Við skulum fá okkur eitt glas af víni, og svo skaltu sitja fyrir hjá mér aftur. Hann stanzaði við gluggann en þá heyrði hann skröltið í mót orhjóli úti á stígnum, sem nálg- aðist óðfluga. Sally gekk til hans út að glugganum. — Þarna eru Stevie og Bill ennþá á ferðinni, sagði hún dreymandi. — Eru þau ekki ánægð með sig? Hjólið þaut skröltandi áfram á leiðis til fjallanna. Hátt uppi yfir þorpinu reis hár klettahöfði, sem það dró nafn sitt af, en uppi á höfðanum var ofurlítið forneskjulegt mið- aldaþorp, rétt eins og arnarhreið ur á kletti. Þegar dagsbirtan þar var að verða að rökkri, sátu þau saman við borð í fornlegu mat- söluhúsi, Bill og Stephanie. Fyrstu nóttina eftir að Bill kom, hafði hann gist í húsinu, en eftir það vildi hann ekki þiggja frekari gestrisni og sló tjaldi sínu lengst burtu í olífulundin- um. Á hverjum degi synti hann fiskaði, las og lá í letinni, eða tal- aði við Stephanie. Henni þótti Hún vissi auðvitað hvað hann hét, að hann var tuttugu og átta ára gamall, að mamma hans væri ekkja og gift systir hans ætti heima í London. og að hann væri byggingaverkfræðingur. Þetta var nú samanlagt tals- vert að vita, en samt fannst henni hún ekki vita neitt um hagi hans. Þó komst hún að því, að hann hafði verið í Berlín áður en hann kom til Miðjarðarhafs- strandarinnar, en ennþá hafði hún ekki fengið að vita ástæð- una til þess, að hann lagði á sig þessa óralöngu dagleið frá Aust- urríki til strandarinnar. Heldur ekki hitt, hversvegna hann var svona þögull um allar framíðar- áætlanir sínar. En hún gerði sér enga rellu út af því. Hitt nægði henni, að hún hafði þarna fyrir tilviljun fengið kunningja og félaga. eins og af himnum sendan. Einu sinni eða tvisvar hafði hann þotið með hana aftan á hjól inu í könnunarferðum sínum um ströndina og fjöllin, og svo höfðu þau endað daginn, eins og núna, í einhverri lítilli krá sem leynd- ist einhversstaðar í þorpunum þarna í kring. Þau lásu nú matseðilinn og pöntuðu. — Silungur, sagði Bill. — Ekk- ert er eins gott og þessi fjalla- silungur. Framvegis, þegar mér verður hugsað til þín. Stevie dett ur mér um leið í hug silungur. — Það er ekkert dularfullt við mig, sagði hún. — Þú ert eina grunsamlega persónan hér um slóðir. Það var líkast því sem hann yrði snögglega var um sig. — Hvað eigum við að drekka? spurði hann. — Já, grunsamlegur. endurtók hún. — Þú ferð undan í flæm- ingi. Hann studdi hönd undir kinn og horfði á hana í kertaljósinu. Það var eins og hraustlega, sól- brennda andlitið á Stephanie spryngi út líkt og blóm. — Gott og vel sagði hann. — Segðu mér þá, að hvaða leyti ég er grunsamleur. — Ég var bara að stríða þér. — Nei, það var eitthvað meira. Þú tortryggir mig eitthvað. Hún hristi höfuðið. — Nei, það geri ég ekki. Þú ert eins og mað- ur, sem bíður eftir að eitthvað gerist. Þú veizt, hvað er fram- undan hjá mér, ferðalög með frænku minni sem einkaritari hennar. En þú lifir frá degi til dags, ef svo mætti kalla, rétt eins og þú byggist við að verða kall- aður á hverri stundu. — Hverskonar kall ætti það að vera? Frá lögreglunni, kannske? — Kannske. En samt líturðu nú ekkert glæpamannlega út. — Ég sagði þér, að ég væri verkfræðingur og væri í fríi. — Ég veit það. Stephanie leit á hann með örvæntingarsvip. — Fyrirgefðu, hvað ég er ó- skaplega forvitin. — Nei það ertu ekki. Ég vildi bara, að ég gæti sagt þér, hver framtíð mín verður, Stevie. En eins og er, veit ég ekki einusinni Kelvinator kæliskaoVnnrTer'TráTigíiT'aratuMB’riíunaf'b^'fiTl^ín’íJeg'ájí Ég aumkva mig yfir Snata og fer með hann í kvöldgöngu! — Jæja, Markús ,svo þér er- uð á móti Goody-goo auglýs- ingunum! — Mér líkar ekki hvernig þið auglýsið herra Tripwell! — Sannast að segja, Markús, þá höfum við engar áhyggjur af skoðunum yðar og félaga yðar! Og nú, ef yður er sama, þá erum við mjög önnum kafn- ir .... hvar ég verð í sumarlokin. Hann brosti og hélt áfram: —* En hvað sem öðru líður, veit ég alltaf hvar ég get fundið þig. Ég þarf ekki annað en kíkja í slúð- urdólka blaðanna og gá þar að nafninu hennar frænku þinnar. Ef ég þó verð lifandi. — Hvað áttu við með því? — O, maður getur alltaf orðið fyrir áætlunarbíl í þessum fjalla yegum þegar fer að dimma af kvöldi. aitltvarpiö Fimmtudagur 25. maí 4 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik ar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir, tilk. og tónl.). 12:55 ,.A frívaktinni“, sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til- kynningar. — 16:05 Tónleikar — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Af vettvangi dómsmálanna (Há- kon Guðmundsson hæstaréttar- ritari). 20:20 Frá söngskemmtun í Austur- bæjarbíói 18. f.m.: Martina Arr- oyo syngur lög eftir Hichard Strauss, Obradors o. fl.; Harry L. Fuchs aðstoðar. 20:45 Frásöguþáttur: Skipsstrand á Skeiðarársandi (Jónas St. Lúð- víksson). 21:10 Píanótónleikar: Vladimir Horo- witz leikur tvö verk eftir Skrja- bin, sónötu nr. 9 op. 68 og „stú- díu“ í b-moll op. 8 nr. 7. 21:25 Upplestur: ,,Steinninn“, smásaga eftir Liam O’Flaherty, í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur (Klemens Jónsson leikari). 21:45 Tónleikar: Fantasía eftir Vaug- han Williams um stef eftir Thom- as Tallis (Leopold Stokowski og sinfóníuhljómsveit hans flytja). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvaf an). 22:30 Svissnesk nútímatónlist: a) Kvartett fyrir f^autu, klari- nettu, fiðlu og selló eftir Jacq ues Wildberger (Joseph Bopp, Osvaldo Mengassini, Jules Jou bert og René Gacon leika). b) „Elegie", kammerkantata fyr- ir kvenrödd, óbó, víólu, sem- bal og ásláttarhljóðfæri eftir Rudolf Kelterborn (Hedwig Gerster og svissneskir hljóð- færaleikarar flytja; Erich Schmid stjórnar). 23:00 Dagskrárlok. Föstudagur 26. maí. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp. (Tónl. — 12:25 Fréttir, tilk. ‘ og tónl.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð- urfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20:30 Tónverk eftir Richard Wagner (NCB-hljómsveitin í New York leikur. Stjórnandi: Arthur Tosc- anini): a) „Sigfried Idyll“. b) Forleikur að fyrsta þætti óp- erunnar ,,Lohengrin“. 20:55 Upplestur: Ljóð eftir Halldór Helgason (Sigurður Skúlason magister). 21:10 íslenzkir píanóleikarar kynna són ötur Mozarts; X: Jón Nordal leikur sónötu í C-dúr (K330). 21:30 Útvarpssagan: „Vítahringur'* eft ir Sigurd Hoel; V. (Arnheiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Garðyrkjuþáttur: Lárus Jónsson búfræðikandidat talar um eyð- ingu illgresis. 22:25 1 léttum tón: Ella Fitzgerald syngur lög eftir George Gersh- win. 23:00 Dagskrárlok. Laugardagur 27. maí. 8:00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp. (Tónl. — 12:25 Fréttir, tilk. og tónl.). 12:55 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (15.00 Frett ir). 16:00 Fréttir og tilkynningar. Framhald laugardagslaganna. 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl. (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. — 19 20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Leikrit: „Einkalíf mömmu ', gam anleikur eftir Victor Ruiz Iriavle. Þýðandi: Sonja Diego. — Leik- stjóri: Baldvin Halldórsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnír. 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.