Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 28. maí 1961 C iö sem viiuium I'fesc? Jf\ I -t'" b' 1 y^ Húsmæðrum er nauðsyn að líta upp úr pottunum segir Olga Agústsdóttir, húsmæðrafulltrui Bifröst í Borgarfirði 14. maí. VIÐ erum stödd í bogasal Bif- rastar á hlýjum vordegi. Úti er logn, jörð tekin að graenka; gras og kjarr glitrar eftir ný- afstaðna gróðrarskúr og lit- irnir í fjöllunum skírast. Við hlið okkar situr Olga Ágústs- dóttir, húsmæðrafulltrúi Sam bandsins, sem dvalizt hefur í Bifröst undanfarna vikur ásamt 44 húsmæðrum víðs- ásamt 44 húsmæðrum víðs- vegar afvegar af landinu. ★ — Eins og ykkur er kunn- ugt, hóf Olga mál sitt, hafa dvalizt hér 44 konur á hvíld- ar- og fræðsluviku, sem Sam- bandið og kaupfélögin gang- ast fyrir. I>að er hverri hús- móður nauðsyn að líta öðru hvoru upp úr pottunum, fá örlitla tilbreytni inn í tilver- una. víkka sjóndeildarhring sinn o. s. frv. Þannig er hugsunin, sem liggur á bak við þessa hús- mæðra og hvíldarviku, sem haldin var hér dagana 7.—13. maí. — Hvað markvert kanntu að segja frá þessari viku? — Hver dagur er markverð ur út af fyrir sig. Við höfum reynt að gera vikuna þann- ig úr garði að enginn dagur verði öðrum líkur. Á morgn- ana eru fyrirlestrar, eftir- miðdögunum hefur verið var- ið til útivistar, ferðalaga o. s. frv. Á kvöldin er ýmislegt gert sér til skemmtunar. spil- að bingó o. fl. — Um hvað hafa fyrirlestr- arnir fjallað? — Allt milli himins og jarð ar. Það var ekki laust við að ýmsir brostu í kampinn, þeg- ar ég stakk upp á að fengn- ir væru menn til að flytja fyr- irlestra um bókmenntir og listir. Hvað ættu nú konurn- ar að gera með það? Ekki hjálpuðu kvæði mikið upp á eldamennskuna. En konurnar eru ekki hing að komnar til að bæta við þekkingu sína í eldamennsku né þau störf, sem í daglegu Olga Ágústsdóttir tali eru kölluð hversdags- störf, heldur til að dreifa hug anum frá þeim. Það hefur glatt mig að sjá og heyra, hversu vel konurn- ar hafa tekið fyrirlestrunum. Þeir fyrstu voru í léttum dúr. Þá höfðu konurnar ekki kynnzt hver annarri að gagni og voru í laumi að virða hvor aðra fyrir sér> eins og kvenna er háttur. Nú eru þær allar orðnar beztu vinkonur og er ég sannfærð um að sú vinátta á eftir að skjóta djúpum rótum. ★ Af þeim fyrirlestrum, sem fluttir hafa verið, má nefna fyrirlestur Ólafar Árnadóttur, sem hún nefndi ,.Heima og erlendis", Óla Val Hansson um skrúðgarða, Kristínar að við húsmæðrafræðslu, hef ég ferðast yfir firði og flóa meðfram öllu Suðurlandi, ek- ið yfir alla fjallvegi Vest- fjarðakjálkans og sem leið liggiw norður og ausitur á land. Á þessum ferðum mínum hefur margt borið við og væri það efni í heila bók. Það er yndislegt að hafa tækifæri til að ferðast um landið og kynn ast fólkinu í sveitunum, bæj- unum og þorpunum. En það er erfitt já allt að því slít- andi. Auk þess verður mað- ur að gæta þess að ,.endur- nýja“ sig við og við, svo grammófónstilfinningin fari ekkj að gera vart við sig. Nú í vor ætla ég að segja skilið við húsmæðrafræðsluna, sigla utan og viðra vitin um stund. ★ — En svo við snúum okkur aftur að húsmæðravikunni, þetta er ekki í fyrsta sinn sem til hennar er stofnað. — Nei, í annað sinn. Sú fyrri var haldin í maímánuði í fyrra og sóttu hana 33 þátt- takendur frá 11 kaupfélögum. Kastað mæðinni upp á Rauðhólum (Myndimar tók Vilhjálmur Einarsson). Meðal þeirra kvenna, sem hér dveljast, eru húsmæður á stórum sveitabæjum, sem eiga ekki heimangengt yfir 'hábjargræðistímann. Ég tel heppilegt fyrir þær að fá smá upplyftingu fyrir vorannirn- ar. Við höfum verið ákaflega heppnar með veður. í stuttu máli sagt höfum við tekið á móti vorinu hér í Bifröst. Að síðustu langar mig að koma á framfæri beztu kveðjum til allra þeirra, sem ég hef kynnst í starfinu. þakka góðar gjafir og viðtökur víðsvegar um landið. Við slitum nú samtalinu við Olgu, gengum um húsið og tókum tali við þær konur, sem á vegi okkar urð,u. Hvað hafði þeim fundizt markverð- ast? Svörin urðu jafnmörg nefnunum. Einni fannst dýrð legast að þurfa ekki að hugsa sjálf um matinn, annarri fannst guðsþjónustan hjá séra Einari Guðnasyni í Reykholti hápunktur vikunnar, þriðju gönguferðin upp á Rauðhóla og þannig mætti lengi telja. ★ Þegar blaðamennimir stigu upp í bílinn hjá Jóni Arnþórs syni, fulltrúa, síðar um dag- inn, eftir sólarhrings ánægju- lega dvöl á staðnum, voru konurnar að kveðjast á tröpp- unum. Vikunni hafði verið slitið í hátíðarsal Bifrastar skömmu áður og. fluttu þar ávörp: Erlendur Einarsson. forstjóri, Guðmundur Sveins- son, skólastjóri, Olga Ágústs- dóttir og Sigurlaug Sigurðar- dóttir frá Brimnesi í Skaga- firði, sem þakkaði fyrir hönd húsmæðranna. Vikukynnum var að Ijúka og hópurinn að tvístrast í allar áttir, norður, suður, aust- ur og vestur. Um þessar sam- verustundir kvað ein konan, frá Hólmfríður Jónsdóttir frá Sauðárkróki, þessa vísu: Gjarnan ekki gleyma'st oss glaðra vina kynni — líkt og mjúkur kveðjukoss hvísl úr fjarðarminni. Hg Svunta og smádúkar Vilhjálmur Einarsson æfði konurnar í þrístökki. eins og hans var von og vísa. Hér sjáum við Kristínu Jónsdóttur frá Bíldudal stökkva eftir fyrirsögn kennarans. Frú Kristín naut húsmæðravik- unnar í ríkum mæli, var einn duglegasti göngugarpurinn og geislaði af fjöri o lífskrafti. Guðmundsdóttur um eldhús- ið, Hákonar Hertervigs um húsið, Guðmundar Sveins- sonar um trúmál og listir, Maríu Teresa Romero um heimilishætti á Spáni, Helga Sæmundssonar um bókmennt ir, Brodda Jóhannessonar um uppeldismál, Vilhjálms Ein- arssonar um líkamsrækt Baldvins Þ. Kristjánssonar um tryggingamál og Gunnars Grímssonar um samvinnu- mál. Auk þess sýndi Vilhjálm ur Einarsson konunum kvik- mynd um Olympíuleikana 1960, Aðalbjörg Hólmsteins- dóttir var með sýnikennslu og ég hef spjallað svolítið um húsmæðrafræðslu. Á — Hvað hefur þú starfað lengi við þá fræðslugrein? — Fræðigrein segirðu, það er nú varla hægt að kalla það því nafni ennþá. Húsmæðra- fræðsla vár óþekkt hugtak hér á landi fyrir nokkrum ár- umAuk mín hefur aðeins einn húsmæðraráðunautur ferðast um og haldið fundi víðsvegar um landið; er það frk. Stein- unn Ingimundardóttir, hús- mæðraráðunautur Kvenfélaga samtakanna. Þau 2V2 ár, sem ég hef starf ÚR einum metra af popl- in og nokkrum efnisaf- göngum er auðvelt að sauma fjóra smádúka og litla skrautlega svuntu með applikeruðum blóm- um. — Blómið, sem applikerað er í hornið á hverjum dúk, kemur einnig fram á svuntunni. Þótt þið hafið aldrei applikerað fyrr, er engin ástæða til að láta það aftra sér frá því að sauma svuntuna og dúkana; þessi tegund saums er mjög auðveld og árangurinn verður góður. Blómin og blöðin eru sem sé aðeins saumuð föst með opnum hnappagatasaum. Fyrst er byrjað á að sníða svuntuna og dúkana fjóra. Svuntusniðið er femingur 33x55 cm. en hver dúkur er 30x45. Afgangurinn fer í strenginn og böndin, sem er 160 cm langur renningur, 7 cm. breiður. Blómið er teiknað á smjör- pappír og efnið valið. Á mynd inni er svuntan og dúkarnir svartir. blómkrónan rósrauð og blöðin Ijósgræn. Stilkur- inn er saumaður með grænu garni. Kalkipappír er lagður milli teikningar og efnis (efnið neðst) og hlutar blómsins dregnir upp á rauðan og græn an efnisbút. Efnisbútnum er komið fyrir, með hjálp teikn- ingarinnar, í vinstra horn dúkanna, þeir þræddir niður, og þegar öll strikin hafa verið dregin upp með hnappagata- saum, sem er saumaður með sama lit og efnið, er efnið klippt þétt að saumnum og blóm og blöð eru tengd sam- an með stilknum. (Teiknið hann upp með ljósum blýant, áður en þið saumið). Miðblómið á svuntunni er fyrst saumað og síðan hin tvö með jöfnu millibili. Þegar blómið er fullsaum- að, eru dúkarnir og þrjár hlið b PR5 4I Blomíð er dregið upp á smjör pappír og teiknað gegnum kalkipappír á efnið, rautt efni notað í blómkrónuna og grænt í blöðin. ar svuntunnar bryddaðar með skábandi, annað hvort í sama lit og blómkrónan eða blöðin. Fjórða hlið svuntunnar er rykkt þannig að hún mælist ca. 34 cm. og strengurinn fest ur við. Böndin eru saumuð saman og snúið við, strengur- inn brotinn um og saumaður á röngunni á svuntuna. Að síðustu er allt pressað vandlega á röngunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.