Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 11
SLíiLlfcSSí' Sunnudagur 28. mai 1961 MORGVTSBLÁÐIÐ 11 fl l&naSarhúsnœði ca. 130 ferm. óskast á leigu frá júlí—ágúst n.k. að telja. Æskilegt er, að viðkomandi húsnæði sé á fyrstu hæð. — Tilboðum sé skilað í P.O. box 1324. Tilkynning frá Latigarási s.f. íbúðir á kostnaðarverði. Nú er hver að verða síðastur að tryggja sér hinar skemmtilegu og hagkvæmu 2ja herb. íbúðir sem fólk getur fengið keypt á kostnaðarverði. Athugið að íbúðirnar henta sér- staklega fyrir einstaklinga og fámennar fjölskyldur. Allar uppl. að Austurbrún 4 og í sima 34471 alla virka daga kl. 13—18. ’4r' , Fréttaritari Observer skrifar frá , Angola og Kongó): — | ÞÆR ÞÚSUNDIR angólskra flóttamanna, sem flykkjast yfir landamærin til Kongó eiga ömur- legan tíma fyrir höndum. Eftir -> að hafa farið 120 mílna ferð yfir ■Á' kjarrstígana á landamærunum, i hlýtur maður að skelfast hina ger ' samlegu vanhæfni yfirvalda ein- stakra héraða í Kongó til að mæta ■J þeim erfiðleikum sem fylgja . þessum flóttamönnum. í þessu , villta landi skógivaxinna hæða er ekki svo gott að henda reiður á fjölda flóttamannanna. Fjöldi þeirra er í hafnarborginni Matadi og ennfremur margir í Songololo, Kimpese og Moerbeke. Flestir halda þeir sig þó í litlum þorpum rétt við sjálf landamærin — þeir tvöfalda og þrefalda íbúatölu þorpanna á skömmum tíma og skerða matarbirgðir þorpsbúa ó- hugnanlega ört. Ekki hafa verið gerðar neinar tilraunir til að útvega sáðkorn til þess að sá í akrana til nýrrar uppskeru og héraðsstjórinn í Songololo, sem er ungur maður segir, að innan þriggja máííáða muni hungrið taka að sverfa að íbúum þar og í nærliggjandi hér uðum. Rauði krossinn í Kongó hefur reynt að dreifa einhverjum mat- vælum milli þorpanna og notað til þess aflóga bílskrjóða. Hafa þeir t.d. fengið þrjá gamla vöru- foíla að láni hjá kongóska hern- um og einni bifreið þeirra höfðu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna áður varpað á haug sem ónot- hæfri. Það eru því hundruð þorpa, sem starfsmenn Rauða ikrossins hafa aldrei komið til ©g eiga ekki eftir að kom- ast til, að minsta kosti ekki meðan þeir hafa ekki betri farar tækjum á að skipa. Einn þessara staða er þorpið Soyo, suðvestur af Songololo, þar sem þúsundir Angóla hafa setzt að í þorpi, þar sem áður bjuggu tæplega eitt þúsund manna og húskofar eru einungis um eitt hundrað. Margir flóttamanna hafa borið með sér sjúkdóma t.d. blóðkreppusótt, foerkla og holdsveiki og mikil hætta er á, að farsóttir gjósi upp hvenær sem er. En aumkunar verðastir eru þeir særðu. Hundr uð manna deyja á leiðinni gegn um kjarrið frá Angóla yfir landa mærin til frelsisins, en sú leið tekur alltaf minnst tíu til fimm- tán daga. Þeir, sem eftir lifa og komast alla leið, eru oft og tíðum meira og minna særðir og verður þá að flytja þá á sjúkrabörum ým ist gangandi eða á þessum aflóga vörubifreiðum -— til sjúkrahúsa í kongóskum bæjum. Meira en helmingur slíkra sjúklinga eru konur og börn, í sjúkrahúsinu í Kimpese, sem foandarískir og" brezkir Babtista- trúboðar reka, fann ég sjö ára gamlan dreng, sem að framan var allur illa farinn af þriðju gráðu toruna eftir sprengju. Hann hafði verið fluttur til sjúkrahússins al þakin leðju og sorpi. Á öðrum cireng, átta ára, hafði önnur rass kinnin verið skotin gersamlega í burt. Honum varð naumlega bjargað eftir að hann hafði horft á föður^Sinn og bróðir skotna af portúgölskum hermönnum. Tvö smábörn lágu í einu rúminu með höfuðsár eftir sprengju og þar hjá lá öldruð kona með byssu- kúlu í brjóstinu. Þarna var einnig tvítugur pilt ur með fimmtán þumlunga lang- an skurð á brjóstinu. Hann kvaðst vera hinn eini af flokki ellefu pilta, sem lífs komst af úr viður eign við portúgalska hermenn. Honum hafði ásamt hinum verið sagt að standa með hendur fyrir aftan bak — síðan var skotið á hann aftan frá og honum hrundið í fljót. Af öllumþeim.sem ég átti tal við sagðist aðeins einn hafa verið þátttakandi í aðgerðum angólskra uppreisnarmanna. Hann var tæp lega gróinn sára sinna, en hugðist þegar í stað halda inn í San Salva dor héraðið til þess að koma boð um til uppreisnarflokks, er þar hefði aðsetur. Hætt er við, að angólsku flótta mennirnir eigi eftir að verða fórnarlömb hins ótrygga stjórn málaástands í Kongó. Átján skrif stofum frelsishreyfingar Angola í Kongó hefur þegar verið lokað og segjast kongósk yfirvöld gera það til þess að koma í veg fyrir, að bardagar breiðist út á landamær um Angóla og Kongó. Fréttamönnum hefur verið bannað að hafa nokkurt samband við flóttamennifoa án sérstaks leyfis og sjálfur hef ég orðið fyrir því, að kongóskur liðsforingi frá Thysville rak mig út úr héraði einu í Neðri Kongó. Þess ber að geta, að sumir aðilar kongóskra yfirvalda hafa verulega og skyn samlega ástæðu til þess að óttast harðnandi sambúð við Portúgali. Það mundi ræna þá síðasta hag- stæða matvælainnflutningnum — sem sé fiski, banönum og græn- meti frá Angóla, sem Kongómönn um er selt við tiltölulega vægu verði. Einnig eru þeir hræddir um sína eigin hermenn, hina ein angruðu herflokka, sem gjarna eiga það til að setja upp vegar- tálma á þjóðvegum og skella skollaeyrum við öllum aga - sem Brotajárn og málma kaupir hæsta verðl. Arinbjörn Jónsson Sölvhólsg. 2 — Sími 11360. þó getur vart kallazt því nafni — og gætu einnig ámminsta fyrir- vara tekið upp á því að ráðast inn yfir landamærin til Angólu og ráðast þar á Portúgali. Mikið er gert í Kongó til þess að berja niður orðróm, að flótta menn frá Angóla fái vopn hjá Kongóska hernum eða öðrum aðil um í Kongó. Þetta hefur tekizt að nokkru en ekki alveg. Upp hefur t.d. komizt um eina smávægilega vopnasendingu til flóttamanna um Kongó frá erlendu hlutlausu ríki. Ekki hafa verið færðar sönn ur á frekari vopnaflutninga. í Kongó er hvergi að finna angólsk ar æfingabúðir hermanna svo sem sagt hefur verið, — né heldur eigi uppreisnarmenn þar skot- færa- eða matarbirgðir. Því verð ur engan veginn fullnægt eftir spurn þeirra eftir heimagerðum riflum og vélbyssum, sem teknar hafa verið herfangi af portúgölsk um hermönnum. (OBSERVER — 811 réttindi áskilin). F élagslíf E.Ó.P.-mótiff 1961 verður haldið á íþróttavellin- um fimmtud. 4. júní nk. — Keppt verður í eftirtöldum grein um: 80 m hlaupí sveina 60 m grindahlaupi sveina 100 m hlaupi unglinga 110 m grindahlaupi fullorðinna 100 m hlaupi 400 m hlaupi 1500 m hlaupi 1000 m boðhlaupi Kúluvarpi Sleggjukasti Langstökki Hástökki Tilkynningar um þátttöku send- ist í pósthólf 1333 í síðasta lagi þriðjud. 30. maí. Frjálsíþróttadeild K.R. Lán Vil taka að láni 25.000,00 krónur til eins árs. Örugg trygging. Þeir sem vildu lána sendj tilboð fyrir miðvikudag, merkt: „öruggt — 1901“. Kona reglusöm með góða menntun, óskar að kynnast manni 40— i 50 ára, eða eldri, sem hefur húsnæði og hug á að stofna j heimili. Þagmælska. Tilboð á j afgr. Mbl. sem fyrst, merkt , 1391“. J eppakerrueigendur Kúlu beizlislásar fyrir sex manna bíla fyrir- liggjandi. Uppl. í síma 18352. húseigendur húsbyggjendur sparið tíma og erfiði í leit að heppilegum byggingarefnum upplýsingar og sýnishorn frá 56 af helztu fyrirtaekjum landsins opið alla virka daga kl. 1— 6 laugardaga kl. 10—-12 miðvikudagskvöld kl. 8—10 Dyggingaþjónusta a.í. laugavegi 18a s: 24344 Staðarfellsskóli HÚSMÆÐRASKÓLANUM að Staðarfelli í Dalasýslu var sagt upp sunnudaginn 14. maí. Hófst athöfnin á því, að gengið var í kirkju. Þar söng messu sr. Ás- geir Ingibergsson, prestur í Hvammi, en sr. Ingiberg J. Hann esson, prestur að Hvoli í Saurbæ, þjónaði fyrir altari. Aðalræðuna við skólaslitin flutti frú Kristín Guðmundsdóttir, forstöðukona. Alls hafa 24 námsmeyjar notið kennslu í skólanum á liðnum vetri um lengri eða skemmri tíma. Fullskipaður getur skólinn tekið við 28—-30 nemendum allan veturinn. Heiísufar var ágætt í skólanum. Fæðiskostnaður var kr. 21. pr. dag. Handavinnusýn- ing námsmeyja var opnuð á laugardag. Var þar sýnt margt eigulegra og fagurra muna. Hæstu einkunnir við burtfarar- próf hlutu Anna Sigríður Jóns- dóttir, Akureyri, 9.34, Guðrún Björnsdóttir, Akureyri, 9,26 Og Svanhildur Jónsdóttir, Skálanesi, Barðastrandarsýslu, 8,74. — Kennarar við skólann eru auk forstöðukonu, frk. Ólöf Hulda Karlsdóttir, er kennir vefnað o. fl. og frk. Guðrún Jensdóttir, matreiðslukennari, en hin síðar- nefnda hefur starfað við skólaryt í 11 ár af miklum dugnaði <jg skörungsskap. Auk hinna föstu kennara kenndi frú Björg Þor- leifsdóttir söng um tíma. — VÍð skólaslit flutti sr. Ásgeir Ingi- bergsson ávarp og árnaði kenn- araliði og hinum brautskráðu námsmeyjum allra heilla. Aúk sr. Ásgeirs eru í skólaráði frú Elínbet Jónsdóttir, Innri-Fagra- dal, frú Steinunn Þorgilsdóttir, Breiðabólstað, Einar Kristjáris- son, skólastjóri, Laugarfelli óg Sigurður Ágústsson, alþingis- maður. — Staðarfellsskóli starf- ar í sjö og hálfan mánuð á ári hverju, en auk þess er þar einníg kennt í styttri námsskeiðum, syo sem vefnaður o. fl. — F. Þ. Ei BÍLALÐGAM {jeig\um bíla an ökumanns sími \87lt5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.