Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 12
12 m oncijy nr.AÐi ð Sunnudagur 28. maí 1961' Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesser. Eyjólfur Koiiráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðabtræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. TRAUST EFNAHAGSLÍF ER GRUNDVÖLLUR KJARABÓTA T dag mun það ráðið, hvort íslendingar bera gæfu til að treysta áfram þann grund völl, sem lagður hefur verið að stórstígum framkvæmd- um og bættum lífskjörum í framtíðinni. Lokatilraun er nú gerð til að afstýra ógæfu langvinns verkfalls. Reynsl- an, sem menn verða að hafa í huga, er þeir ræða um vinnudeilurnar, er á þessa leið: Á íslandi hefur hvert stór- verkfallið verið háð af öðru og tilraunirnar til að rétta við fjárhag landsins hafa jafnharðan runnið út í sand- inn. Kjarabætur þær sem ná átti í verkföllunum hafa qrð- ið minni en engar, því að í kjölfar vinnudeilnanna hefur ávallt verið tildrað upp hverskyns uppbóta- og hafta- fargani, sem leiddi til óhag- kvæms rekstrar atvinnufyr- irtækjanna og þar með beinn ar lífskjaraskerðingar. Á sama tíma hafa aðrar þjóðir bætt lífskjör sín jafnt og þétt, flestar um 2—3% árlega. Ef sú leið hefði hér verið farin frá styrjaldarlok- um, og kjörin aðeins batnað um 2% árlega, væru þau samt þriðjungi betri nú, en raun ber vitni. Þannig hefði sá, sem nú fær greiddar 4500 krónur í laun, 6000 krónur og sá sem 6000 kr. fær nú, mundi fá 8000, miðað við það verðlag, sem er í dag. Því miður er engin leið til að bæta fyrir syndir undan- genginna ára í einu vet- fangi. Ef tilraun væri til þess gerð, mundi hún leiða til þess eins, að áframhald yrði á þeirri kyrrstöðu, sem verið hefur í kjaramálunum. Hins- vegar má örugglega treysta því, að sú efnahagsmála- stefna, sem nú hefur verið tekin upp og er í nánu sam- ræmi við það, sem er í öðr- um lýðfrjálsum löndum, muni bæta kjör landsmanna jafnt og þétt, ef hún fær að ríkja. Hið stórfellda tjón, sem ís- lendingar hafa beðið af afla- bresti og verðfalli, hefur eðlilega seinkað nokkuð þeim kjarabótum, sem viðreisnar- stefnan hefur í för með sér, en hjá því hefur samt verið komizt að leggja á lands- menn auknar byrðar vegna þessara áfalla. Það hefði aft- ur á móti orðið að gera, ef uppbótarkerfið hefði áfram verið við lýði. STÆRSTU TÆKI- FÆRIN FRAM- UNDAN lTflorgunblaðið hefur greint frá því, að tækifæri séu nú að skapast til þess að á íslandi geti risið upp stór- iðja. í kjölfar viðreisnarinn- ar opnaðist einnig möguleiki á lánveitingum til annarra Eramkvæmda. Þannig er nú gert ráð fyrir að kleift muni reynast að leggja hitaveitu í 511 hús höfuðborgarinnar á næstu 4 árum og fá til þess erlent fjármagn. Slíkar stórframkvæmdir og margar fleiri geta íslending- ar lagt í á þessum áratug og gjörbreytt til batnaðar lífs- kjörum þjóð-arinnar, ef þeir aðeins kunna fótum sínum forráð. Þó að langvinnt verk- fall’ sé hin mesta þjóðar- ógæfa, þá er hitt þó verra, ef efnahagslífið verður enn einu sinni sett úr skorðum, svo að girt verði fyrir þær stórstígu framkvæmdir, sem eru á næsta leyti. Þó furð«ulegt sé, bregzt blað Framsóknarflokksins í gær gegn því að íslendingar hagnýti slík tækifæri til stór- stígra framfara. Talar blaðið jafnvel um einstæðan „und- irlægjuhátt við erlent auð- vald“, að vilja hagnýta er- lent lánsfé og áhættufjár- magn til framfara í landinu. Athyglisvert er að leiða hugann að því, að meðal þeirra þjóða, sem mest hafa hagnýtt erlent fjármagn, hafa framfarirnar orðið mest ar og kjarabæturnar um leið, en hérlendis hefur erlent fjármagn ekki verið hagnýtt og lífskjörin hafa staðið í stað. í kjölfar hagkvæmra stór- framkvæmda fylgja ætíð bætt kjör. Er því furðulegt, að blað annars stærsta stjórn málaflokks þjóðarinnar skuli leggjast gegn því að fjárhag- ur landsins sé tryggður, svo að von geti verið um veru- legar framfarir. Haffræðingar í North-14“ leiðangrinum með tæki, sem mælir hafstrauma. Á fljótandi „eyjum" norður við heimskauf KALDUR er hann oft á voru landi íslandi, en skyldi samt ekki fara dá- lítill hrollur um margan íslendinginn, ef hann ætti að setjast að á rekandi ís- jaka norður undir heim- skauti? En á nokkrum slíkum fljótandi „eyjum“ hafa einmitt verið manna- bústaðir nú um langt skeið. Það eru rússneskir vísindamenn, sem þarna mega þreyja þorrann og góuna — og reyndar er sagt, að þeim líki vistin bara býsna vel. Vísindamennirnir gera hin- ar margvíslegustu athuganir á ísnum, hreyfingum hans, þykkt, aldri 0. s. frv., á hafinu Og straumunum í þvi, hafs- botnimun, veðurfari o. fl. 0. fl. — Ýmsar merkar upp- götvanir kváðu hafa verið gerðar, þótt Rússarnir geri raunar ekki mikið að því að útbreiða upplýsingar um þær. Vitað er þó t. d., að vísinda- mennirnir hafa nánast „kort- lagt“ sjávarbotninn á allstór- um svæðum, fundið þar fjalls hryggi, djúpa dali og sléttur. Og ýmsar veðurfræðilegar uppgötvanir munu hafa verið gerðar. Nú sem stendur vinna tveir vísindaleiðangrar að rann- sóknum á ísbreiðum Norður- íshafsins. Annar gengur und- ir nafninu „North-13“. Hefir hann aðalstöðvar á landi. Hinn flokkurinn nefnist „North Pole-8“, og hefir hann bækistöðvar sínar á sjálfri ís breiðunni lengst í norðri. — Maður getur hugsað sér, að vistin þarna sé heldur ein- manaleg og daufleg, en allt er gert„ sem unnt er, til þess að gera vísindamönnunum lífið sem ánægjulegast. Flugsam- göngum við rannsóknarstöðv- arnar er haldið uppi reglulega, eftir því sem tök eru á, og flytja flugvélarnar blöð, bréf frá ástvinum Og kunningjum, kvikmyndafilmur og fleira til dægrastyttingar. HATURSSKRIF EKKI SÆMANDI FU til verkfalla dregur, verð ^ ur að treysta því að menn gæti hófs og stilling- ar. Því miður hefur það kom ið fyrir í verkföllum að of- beldi hefur verið beitt. Slíkt er auðvitað ekki hægt að þola í frjálsu réttarríki. Ábyrgð blaðanna er mikil, ef til verkfalls dregur. Þau verð>a þá enn fremur en endranær að gæta hófs og stillingar. Sérstaklega hljóta menn að ætlast til þess af lýðræðislegum blöðum. — Kommúnistar eru venjulega samir við sig. Þess verður því að vænta, að blað Framsóknarflokksins fáist til málefnalegra um- ræðna og láti af æsingar- og hatursskrifum. Fram að þessu hefur blaðið hinsvegar oft gengið lengri en jafnvel hið löggilta málgagn heims- kommúnismans á Islandi. Framsóknarmenn eru ekki margir í verkalýðsfélögum t>g sízt mun sá flokkur tal- inn bera hag verkamanna fyrir brjósti meir en aðrir. Óhjákvæmilega hljóta menn því að líta á verkfallabar- áttu Framsóknarmanna með fullri tortryggni. Fyrir þeim vakir sýnilega ekki annað en reyna með hvaða ráðum, sem tiltæk eru að grafa undan efnahag landsins í von um að þeim muni þá takast að kom- ast á ný til valda. Það .mun þó fara öðruvísi en þeir hyggja, því að þeir munu um langa framtíð dæma sig úr leik, ef þeir ekki sýna meiri ábyrgðartil- finningu og hófsemd í mál- flutningi. Hér er verið að senda upp veðurathugunarbelg frá rannsóknarstöðinni „North Pole-8“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.