Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 17
Sunnudagur 28. maí 1961 MORC f/IVBF 4Ð1Ð 17 — Fjalla Eyvindur Framh. af bls. 8 hélt á Tótu litlu í fanginu sofandi, Sylvia Bíldfell lék hana. Aftast í ivagninum var afþiljaður reyk- ingaklefi og meðfram honum Igangur að dyrunum út. Ég fór iþangað og lagði mig á bekk, sneri höfði að glugganum og steinsofn aði. Ég hrökk svo upp með andfæl um og vissi ekki, hvað gerzt hafði vaknaði við það,' að fæturnir rák ust út um gluggann og niður í snjóinn. Vegna frostsins hafði járnbraut arteinninn hrokkið sundur við samskeyti, og endinn rakst upp í gegnum gólf farþegavagnsins, mildi, að hann kom upp í gang- inn milli sætanna. Vagninn slitn aði aftan úr og á hliðina. Þetta gerðist á gilbarmi, og fór vagninn tvær veltur niður í það og stað- næmdist þannig, að dyrnar sneru upp. í þá daga voru járbrautir lýstar upp með gasi, og nú streymdi það óhindrað inn í klefann og hefði fljótlega drepið okkur. Ég man það svo næst, að járnbraut armennirnir komu með axir og brutu gluggana sem upp sneru, við það skánaði loftið í klefanum strax. Ég hafði skorizt dálítið á læri við það, að fæturnir brutu rúðuna. Það var ekki hættulegt, en blæddi þó töluvert. Við vorum svo þarna góða stund í þreifandi myrkrinu. Friðrik Sveinsson hafði setið hið næsta Guðrúnu hinum megin við ganginn í miðjum vagninum. Hann var vakandi, þegar þetta gerðist, og um leið og hann sá, hvað verða vildi, stökk hann a fætur og greip Tótu litlu sofandi úr fangi Guðrúnar og héit henni undir annarri hendinni, en greip hinni í ólar í loftinu, og þannig valt hann með vagninum, en sleppti aldrei takinu. - Svo var nú farið að koma fóilc inu út. Tveir járnbrautarmenn stóðu uppi á hliðinni við dyrnar og Þoríeifur Hansson, sem lék Jón á réttunum, og Ólafur Thor- geirsson handlönguðu alla leik endurna upp á reykingaherberg ið, og síðan skriðu þeir eftir því og út. Þannig var síðan einnig far ið með þá sem slösuðust. j Voru margir slasaðir? n — Tvær stúlkur slösuðust mik ið og annar innlendu mannanna mjög mikið. Þegar þetta gerðist, var frostið -+■ 36 stig á Fareinheit, nálægt 40 stigum á Celsius. Ég var berhöfðaður, og mig kól dá- 'lítið á eyrunum. Fólkið var svo sett í vöruflutningavagninn næst lestinni, og þar var nú dálítið svakaleg aðkoma. Þarna voru auk leiktjaldanna lifandi iiænsn og svín í kössum og ýmsar búnaðar afurðir. Vagninn var óupphitað- ur, svo að þar var jafnkalt og úti, en á þennan hátt komumst við samt til Somerset. Þar var hlúð að okkur eftir beztu getu og bund ið til bráðabirgða um þá slösuðu. „ Varð framhald á sýningum? * — Nei þarna fórst FjaUa-Ey- vindur. Bæði skemmdust leik- tjöldin í þessu bardúsi öllu, sum ir leikendanna urðu frá störfum um mánaðartíma, en mestu réði þó, að þetta slys fyllti okkur ein hverjum óhug, svo að við byrj uðum ekki aftur. Annars var Guð rún hér í nærri tvö ár og iék eftir þetta í Apanum, dönskum söng- íeik, og auk þess nokkrum hiuta af Skugga-Sveini. Lékstu með Stefaníu, þegar hún kom hingað vestur? — Nei, þá var ég kominn vestur til Saskatchewan, svo að ég kynnt ist henni aldrei... Þannig var, að um 1920 skall kreppan á í Winni (peg og þá þrengdist þar um vinnu, svo að ég fluttist vestur. iÞar átti ég heima, þangað tú kon an mín dó 1937, en þá fluttisí ég árið eftir til Winnipeg. ki Fékkstu ekki við leiklist þar? ” — Jú, þar setti ég upp niarga leiki, m.a. umfangsmikið leikrit, sem ég held, að hvergi hafi verið sett upp annars staðar, Óskastund in eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Ég eetlaði ekki að leika í Óskastund inni fannst nóg að stjórna henni, en svo veiktist sá, sem lék prins inn, og þá varð ég að taka það hlutverk. SNERI SÖGUM KVARANS í LEIKFORM Hefurðu sérstakar mætur á einhverju þeirra hlutverka, sem þú hefur leikið? — Ja, ég veit ekki. Auðvitað var Fjalla-Eyvindur afar interes sant. En þau eru svo mörg — svona sitt af hverju tagi. f Ævin týri á gönguför lék ég annan stúd entinn. Þar og í Apanum hafði ég þann bezta söngleik, sem ég man eftir. í Apanum lék ég Óla. Veiztu, hve mörgum leikritum þú hefur stjórnað? — Nei, ég veit það ekki. Ég setti upp flest leikrit sem synd voru í Winnipeg meðan ég var þar, nema meðan Ragnar Kvaran var mér samtíða, þá stjórnaði hann. Hann var mikill listamað- ur. Svo stjórnaði ég öllum leiknt um, sem sýnd voru í Vatnabyggð inni í Saskatchewan, meðan ég var þar. Eftir að ég kom aftur að vestan, sýndi ég Stapann eftir sr. Jakob Jónsson, og síðasta leik- ritið, sem ég stjórnaði, var Öldur séra Jakobs. Þá var ég kominn til Seven Sisters, en kom til bæj arins til að æfa leikinn. Hefurðu nokkurn tíma samið leikrit? Nei, en ég hef þýtt nokkra smá leiki úr dönsku og epsku. Ekkert af því hefur neitt bókmennta- gildi. En áhuginn á þessu hefur verið svo ódrepandi út í yztu hverfi íslenzkra byggða. Það hef ur verið ómögulegt annað en koma til móts við fólkið. Svo sneri ég tveimur sögum Einars Kvarans í leikrit. Hvaða sögum? — Anderson og Ofurefli. Ég var byrjaður að snúa Gulli en þá lenti ég í því, að vatnsflóð komst í kjallarann hjá mér, þar sem ég geymdi þetta dót, og þar eyðilagðist það, sem búið var. Ég hef aldrei byrjað aftur. Annars fannst mér eitt merkilegt um Gull, hvað það minnti mig á Samfundets Stötter eftir Ibsen. Undarlegt, hvað skáld geta hugs að líkt hvert öðru. Varla hefur Kvaran viljandi stælt Ibsen. Of urefli setti ég upp í Winnipeg 1940. Þegar ég nú renni huganum til baka, finnst mér alveg dásamlegt, hve ódrepandi áhugi íslendinga hefur verið hér á þessu atriði menningarlífs. Hingað komu þeir allslausir og fákunnandi, en strax fóru þeir að leika og hafa haldið áfram. ^ MITT GAMLA ÁHUGA- MÁL Málaðirðu leiktjöld fyrir sýningar þínar? — Oft. Við Friðrik Sveinsson máluðum saman tjöldin í Fjalla- Eyvind. Þó að ég gerði ekki mikið að því að mála um tíma, held ég„ að málningin hafi kannski alltaf stað ið hjarta mínu næst. Það er eink um síðan ég kom til Seven Sisters Falls, að ég hef haft góðan tíma til að sinna þessu hugðarefni mínu. — Hvenær fórstu hingað? — 1940. Ég fór þangað til að sjá um málningu og viðgerðir á húsum fyrir Manitoba Hydro. Það stóð til, að ég yrði þar í tvo mánuði, en það hefur teygzt þetta úr því. Ég hef aldrei málað til þess að kallast málari. Mér þykir bara gott að hafa þetta hobby. Hefurðu sýnt myndir þínar? — Nei, ég sendi einu sinni eina mynd á sýningu sem The Mani- toba Society of Artists hélt. Ég gerði það mest af fikti og fyrir á- eggjan kunningja minni. Nú, ég hélt líka að það gæti verið gott fyrir mig að fá dóma skynbærra manna. Ég sendi eina mynd, vetr arsýn frá Seven Sisters, sem ég kallaði White Christmas. Þeir tóku við henni, þannig að hún slapp gegnum fyrsta prófið. Þarna voru sýndar 95 myndir. Sumir áttu eina, aðrir tvær eða þrjár. Þannig var, að þeir höfðu atkvæðaseðla fyrir sýningargesti, , sem greiddu svo atkv. um mynd- irnar. Einn hvern veginn fór það - þannig, að þessi mynd min, fékk langflest atkv. landslagsmynda. Þetta var svo sem gott og blessað, en þó ekki það, sem mig langaði að vita. Ég skrifaði þess vegna for seta félagsins og bað hann að segja mér kost og löst á myndinni og hlífa mér hvergi. Hann skrif aði mér svo alveg ótrúlega gott bréf. Auðvitað þótti mér vænt um það, en verst var þó, hvað hann fann lítið að henni. HVAÐ SVO SEM ÞÚ SÉRÐ Hvernig lízt% þér á abstrakt list? — Ég held ég sé of gamall til þess að geta skilið hana. Auðvitað er alltaf álitamál, hvað er fagurt og hvað ekki. Það er ekki heldur neitt frumlegt í mínum myndum. Þær eru aðeitts tilraun til að festa í liti fyrirmyndir náttúrunnar. En í þeim finnst ekki mikið af frum leik — en frumleikur er kannski það, sem helgar hvaða meðal sem er í málaralist. Sumir ganga kannski of langt — en þó. Sjálfsagt má afbaka náttúruna frá virkileikanum eins og mönn um sýnist — en sjá menn fegurð í því? Hvað getur þetta verið ann að en dr'aummyndir? Varla getur líkamleg sjón þeirra verið svo afskræmd. Það virðist vera al menn afstaða, að allt eigi að tákna eitthvað. Ég ræddi einu sinni við abstrakt málara á sýn 1 ingu, sem hann ’nélt. Ég spurði hann um eitt málvcrk — hvað á þeíta að vera? Þaö kann að vera fjrir skort á ímyndunarafli að spyrja svo. Þá sagði hann: — Hvað sem þú sérð í þvi. Gat hann snúið sig öllu betur frá spurningunni? Auðvitað get ur þetta litið allt öð-:i visi út í þeirra augum, og hver maður hef ur rétt á sinni framleiðslu. Ég gtiði einu sinni að gamni mínu fáeinar abstrakt myndir, en ég gat engan áhuga fengið á þeim, svo að þær fóru í eldinn. Þær gátu ekki samræmzt mínu eðli, sem fylgir engri skólatekník, held ur þvi, sem stóð mér næ jt. hversu mikið sem því kann að vera ábóta vant. Ég hef enga hæfileika til þess að skapa nýja náttúru og verð að láta það þeim eftir, sem hafa hæfi leika til að gera endurbætur á henni. Ég sat nokkra hríð enn hjá þessum aldna, hvíthærða lista- manni og listaunnanda. Hann rifj aði upp þær stundir er hann stóð ungur maður og horfði niður y.fir Björgvinjarbæ í Noregi. Éinnig minnist hann glaðra daga í borg inni við sundið og ljósra nátta við Eyjafjörð. Svo kvöddumst við, og ég þakkaði þessum prúða og lítilláta manni fyrir samtalið. S. S. Kaup og sola Þrykkivél, vörumerki S I O Nýjasta gerð af pappamótum og öllu tilheyrandi til sölu, ó- dýrt. 10 stk. M2, 1 stk M3. Tilboð merkt 242 sendist Harlang & Toksvig Reklame- bureau A/S.. Martinsvej 9, K0b- enhavn V. Danmark. Byrjjum að seljja á mánudag kl. 1 liæliskápa sem eru smávegis gallaðir að utan, með afslætti Skáparnir verða til sýnis og sölu að Laugavegi 22 Klapparstígsmegin (áður Vöruhúsið) Véla- og raftækjaverzlunln Bankastræti 10 — Sími 12852 Útihurðir Eigum teakspónlagðar og plasteinangraðar úti- hurðir á lager í stærðum 90x206 cm. og 81x206 cm. Verð kr. 2.300,00 og 2.500,00 Söluskattur 3% innifalinn í verðinu. PRÖFUN: Hurðin höfð í vatni, geymd í þurrkskáp og við stofuhita sitt á hvað. 1 vatni samtals 65 tíma Við stofuhita 102 tíma í þurrkskáp 50° hiti 22 tíma. Þrútnun óveruleg og ekkert lát á límingu. Útsölustaður í Reykjavík: b yggingavörur h.f. L^iugavegi 178 — Reykjavík — Sími 35697. * Kaupfélag Arnesinga TII sölu nýtísku íbúð 2 herb. á bezta stað í Hlíðunum. — Upplýsingar í dag í síma 19969. Fullkomin tæki og vélar til skerpingar á GARÐSLÁTTUVÉLLM og öðrum garðverkfærum. Opið alla daga frá 4—7. GERENIMEL 3 1 Hiö milda og bragögóöa, ameriska tannkrem 75sr tóP fcoo**®* j\ fiun-i'dent 0G>mi£alia f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.