Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 24
Reykjavíkurbréf Sjá bls 13. IUor!0imí>íaí)>ií> 116. tbl. — Sunnudagur 28. maí 1961 IÞROTTIR Sjá bls. 22. Dagskra konungs- heimsóknar ákveðin NEFNDIN sem haft hefur með höndum að undirbúa og skipu- leggja dagskrá heimsóknar Olavs V. Noregskonungs hingað til lands dagana 31. maí til 3. júní, skýrði blaðamönnum frá tilhög- un heimsóknarinnar á fundi í gærmorgun í Stjórnarráðinu. Agnar Kl. Jónsson ráðuneytis- stjóri, hafði einkum orð fyrir nefndinni. Áður en hann skýrði blaðamönnum frá tilhögun heim- sóknar, var skrafað um daginn og veginn. Barst þá m. a. í tal verkfallshættan. sem yfir vofir, og áhrif hennar á heimsókn Nor- egskonungs. Agnar Kl. Jónsson, sagði að nefndarmenn hefðu ekki á þessu stigi rætt það mál. Við vonum einlæglega eins og aðrir að ekki komi til verkfalls. En komi til þess, erum við sann- færðir um, að áhrif þess muni ekki bitna á hinni opinberu heim sókn Noregskonungs. Og svo var tekið upp léttara hjal. Ráðuneytisstjórinn gat þess, að er hinni opinberu heim- sókn lýkur muni Noregskonung- ur fara til Reykholts. Hann hef- ur óskað eftir því, og verður sú för hálf opinber. Hann siglir á skipj sínu upp í Hvalfjörð, en þar verður farið í land hjá Hval- veiðistöðinni og ekið að Reyk- holti. Þar verður höfð um klukkustundar viðdvöl en síðan ekið niður að Bifröst og verður þar veizla. Noregskonungur mun ekki hafa mikla þekkingu á laxveiðum sagði Agnar Kl. Jónsson, en for- seti vor mun hafa stangir með- ferðis í Borgarfjarðarförinni og munu þjóðhöfðingjarnir renna fyrir lax jafnvel upp við Lax- fossa. Þá barst veðrið í tal. Mönn- um kom saman um að úr því Theresia Guðmundsson veður- stofustjóri væri af norskum ætt- um, þá gæti hún ekki verið þekkt fyrir annað en að hafa skaplegt veður meðan konungur- inn gistir landið. Og síðan var farið að ræða dagskrá konungsheimsóknarinn- ar. í hinu sérstaka föruneyti Noregskonungs verður Halvard Lange utanríkisráðherra. Odd Grönvold stallari konungs, E. T. Lundesgaard ofursti og Arne Haugh major. í föruneyti Ás- geirs Ásgeirssonar forseta verða próf. Sigurður Nordal, Pétur Sig- Framh. á bls. 2 Sáttufundur f FYRRADVÖLD átti sátta- semjari fund með fulltrúum atvinnurekenda og verkalýðs félaga í Reykjavík og Hafn- arfirði. Stóð fundurinn frá kl. 9 til kl. 12,30. Samkomu- lag náðist ekki og hafði eng- inn sáttafundur verið boðað- ur, þegar Mbl. fór I prentun. i Langir biðlistar hjá Flugfélaginu ÞAÐ VAR meira en lítið ann ríki hjá Flugfélaginu í gær. Bið listarnir voru orðnir langir, en veðurguðirnir voru ekki hlið- 34 þús. tonn af saltfiski AÐALFUNDUR Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda var haldinn í Reykjavík 26. þ. m. Samkvæmt skýrslu félags- stjórnarinnar nam saltfiskfrám- léiðslan árið 1960 tæpum 34.000 tonnum og var því um 2.500 r Isspöng undan Vestfjörðum VARÐSKIPId' Ægir tilkynnti í gær um mikla ísspöng út af Vestfjörðum. Er hún um 40 mílur undan Kögri og sam- felld þaðan um 60 mílur suð- vestur á bóginn. Ekki er vit- að hversu breið né þykk spöngin er, en hún er þarna æði nálægt miðum togaranna undan Vestfjörðum. —■ Veður- fræðingur taldi líklegt, að spöngina ræki til norð-austurs og lítil hætta væri á því að hún kæmi að landi á Vest- fjörðum. Siys við Tjarnarbrúna LAIJST eftir hádegi í gær varð umferðarslys við Tjarnarbrúna. Roskinn maður slasaðist þar og var hann fluttur í Landsspítal- ann. Hann var töluvert slasaður, en þó ekki lífshættulega. Maðurinn ók Opel-bíl vestur yfir Tjarnarbrúna og mætti þar vörubíl. Virtist maðurinn í Opel- bílnum óöruggur undir stýrinu enda skipti það engum togum_ að hann ók inn undir pall vöru- bílsins. Maðurinn var einn í bíln- um og sögðu þeir, sem fyrstir komu á slysstaðinn, að ver hefði farið, ef einhver hefði setið við hlið hans í framsætinu, því bíll- inn var mjög skemmdur. Maðurinn* virtist hafa fengið töluverðan áverka á höfði og blæddi allmikið úr honum. Rann- sókn var ekki lokið, þegar blaðið átti tal við Landsspítalann sd. í Heiðar opnast ISAFIRÐI 27. maí. — Þorska- fjarðarheiði mun nú fær orðin en Breiðdalsheiði hefur enn ekki verið opnuð aftur eftir hretið. Þar er unnið með ýtu og vænt- anlega verður búið að ryðja veg- inn eftir helgi. gær. — Maður þessi mun hafa tekið bílpróf mjög nýlega — og hafa verið í einni fyrstu öku- ferðinni í Opel-bílnum. tonnum meiri en árið áður, en þá nam hún um 31.500 tonnum. Stærstu kaupendurnir að óverk- uðum fiski voru Portúgal, ítalía, Bretland og Grikkland, en Cuba og Brazilía að verkuðum fiski. Formaður félagsstjórnarinnar_ Richard Thors, skýrði frá afla- brögðum sölu og útflutningi salt- fisks frá áramótum og til fundar- dags. Gat hann þess, að saltfisk- framleiðsla landsmanna hefði numið um 18.000 tonnum þann 15. maí, og værl mestallur sá fiskur þegar seldur, og ætti af- skipunum á honum að vera lokið í júnímánuði, að undanskildum þeim fiski, sem haldið væri eftir til verkunar í landinu. Þá gat formaður þess einnig, að mikið vantaði á, að nægur saltfiskur væri fyrir hendi til þess. að unnt væri að fullnægja eftirspurn frá markaðslöndunum. Sérstakrar ánægju gætti á fund inum yfir því, hve vel og fljótt saltfiskurinn greiddist í saman- burði við annan fisk, sem seldur er til útflutnings og verkaður með öðrum aðferðum. Fulltrúanefnd saltfisksölúmála var endurkosin. 1 stjórn Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda eiga eftirtaldir menn sæti: Richard Thors, Jón G. Maríasson, Sighvatur Bjarna- son, Valgarð J. Ólafsson, Haf- steinn Bergþórsson, Jón Gísla- son Tómas Þorvaldsson. hollir öllum þeim, sem ætluðu að komast úr bænum „fyrir verkfall“, eins og menn sögðu. Um hádegi í gær biðu 125 manns eftir fari til Egilsstaða og var áætlað að senda Viscount tvær ferðir austur — og Dougl as einnig tvær ferðir, aðra með farþega, hina með vörur. — Til Akureyrar voru farnar tvær ferð ir og áætlað var að fljúga til Hornafjarðar og Fagurhólsmýr ar, því um 60 farþegar biðu eftir ferð þangað. Ófært var til ísafjarðar, en yfir 60 manns biðu eftir fari þangað. Einnig var ófært til Eyja. Áætlað er að fljúga til margra staða í dag, ef veður leyfir. HÚSAVÍK, 27. maí. — Engir sáttafundir hafa verið haldnir í vinnudeilunni hér síðan um helgi og mér vitanlega engir boð aðir. Verkfallið skellur á annað kvöld og virðist engin hreyfing á mönnum til viðræðna. Aflametið FYRIR nokkru birti blaðiS fregnir af því að öll fyrri aflamet í togaraflotanum hafi fyrir nokkru verið slegin af hinum nýju stóru togurum. — En gamlir tog- arakarlar hafa verið að benda Mbl. á að hér myndi ekki rétt með farið. Afla- metið var sett á sjómanna- daginn 1951. — Þá kom hinn mikli afiamaður Bjarni skipstjóri Ingimars- son á togaranum Neptún- usi, hingað til Reykjavíkur, með mesta ísfiskiafla sem landað hefur verið hér fyrr og síðar. Var togarinn með 527.330 kg. af fiski, sem hann fékk hér á heima- miðum eftir 12 daga úthald. Var myndin hér að ofan tekin er Neptúnus sigldi inn með þennan mikla farm að kvöldi þess 3. júni 1951. Svo mikinn fisk var Bjarni með á þilfari togara síns, að ekki var hægt að koma forhleranum niður! -<S>- HorðurSandamótíð í skák haSdið hér í sumar NORÐUDLANDAMÓTIÐ f skák verður haldið hér dagana 21. júlí til 2. ágúst í sumar. Þar verð ur keppt um Norðurlandameist aratitilinn í skák og munu 12 skákmenn væntanlega berjast um heiðurinn. Þá munu 12 menn keppa i 1. flokki og jafnmörgum er gefinn kostur á þátttöku í unglinga- flokki. Norðurlöndin fimm geta hvert um sij* senf tvo menn til keppni í hverjum flokki. Auk 3% hækkun á ári hefði frá stríðslokum numið 52% EIN S og getið er um á öðrum stað í blaðinu hafa vinnuveitendur boðið 3% launahækkun á ári næstu þrjú árin. Ef stefnu raun- hæfra kjarabóta hefði ver- ið fylgt hér á landi frá stríðslokum eins og í ná- grannalöndunum og 3% árleg hækkun fengizt, væri kaupmáttur launa nú meira en 50% meiri en hann er. Stefna hinna ó- raunhæfu kauphækkana hefur hinsvegar orðið til þess að hér hefur lengst af verið við lýði efnahags- kerfi, sem hindraði allar raunverulegar kjarahætur. í einu vetfangi er ekki hægt að stórhæta kjör landsmanna en nú gefst hinsvegar tækifæri til að fá jafnar árlegar kjarahætur, sem á hálfum öðrum áratug mundu nema yfir 50%. Verkfalla stefnan mundi hinsvegar héðan í frá sem hingað til leiða til kyrrstöðu í kjara málum. Kjörorðið verður að vera: traustur efnahag ur, bætt lífskjör. Um kjaramálin er rætt í ritstjórnargreinum í dag. þess er meistarinn frá síðasta móti sjálfsagður til keppmnnar og það landið, sem býður til keppninnar, getur síðan tilnefnt tólfta manninn. Skáksamband íslands sér ura mótið Og hefur nú kunngert dagskrána. Teflt verður í Gagn fræðaskóla Austurbæjar. Mörg verðlaun verða veitt,.þau hæstu 300 krónur sænskar. Hagstæðari vöru- skiptajöfnuður SAMKVÆMT tilkynningu frá Hagstofunni var vöruskiptajöfn uðurinn í apríl s.l. óhagstæður um 48,2 millj. kr. Fyrstu fjóra mánuið ársins var vöruskipta*- jöfnuðurinn hagstæður um 22,9 millj. kr. en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 213,9 Skarðið enn lokað SIGLUFIRÐI, 27. maí. Enn heí ur Siglufjarðarskarð ekki verið opnað eftir hretið á dögunum. Ýtan, sem senda varð 'iðru sinni til þess að ryðja skarðið, bilaði og situr því við það sama. í nótt rigndi mjög mikið og leysti mik inn snjó úr fjöllum svo að ekki er sýnt hvort ýtan kemst í gang í tæka tíð. Snjórinn verður þá sennilega horfinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.