Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 2
MORCVWBL AÐ1E Þriðjudagur 30. maí Í961 Verkfall blökkumanna í S.-Afríku mistökst Aðeins i Jóhannesarborg var veruleg bátttaka i verkfallinu Jóhannesarborg, S.-Afríku, 29. maí. — (Reuter). VERKFALL það, sem sam- tök blökkumanna höfðu boð- að til í dag og næstu þrjá daga til þess að mótmæla stofnun lýðveldis í S.-Afríku, utan brezka samveldisins, og sömuleiðis þeirri ákvörðun Verwoerd-stjórnarinnar að synja óskum blökkumanna um að halda ráðstefnu allra kynþátta í landinu um rétt- indi þeldökkra, virðist hafa farið út um þúfur að mestu Ieyti. •fc 50% í Jóhannesarborg I Jóhannesarborg munu um 50% afrískra verkamanna og starfsmanna ýmissa fyrirtækja hafa setið heima, samkvæmt á- skorun verkfallsboðenda, — en eftir fréttum frá öðrum hlutum Iandsins að dæma, virðist þátt- taka I verkfallinu hafa verið mjög lítil, og sums staðar mættu nær allir til vinnu með venju- legum hætti. — Er búizt við, Dogsbrúnar menn hindrn Iðjumenn í störhun VERKFALLSVERÐIR úr Dags brún hindruðu í gær, að fé- lagar úr Iðju, félagi verk- smiðjufólks í Reykjavík, gætu gegnt störfum sínum hjá Kassagerð R.-víkur. Þannig er mál með vexti, að starfsemi Kassagerðarinnar er rekin í tveimur húsum og þarf að flytja efni á milli þeirra í bíl- um. Hafa starfsmenn Kassa- gerðarinnar ekið efninu á milli í bifreiðum fyrirtækis- ins. í gær, þegar þeir unnu að efnisflutningum (hér var ekki um útakstur á varningi að ræða), komu verkifalls- menn úr Dagsbrún í veg fyrir það og kváðust einir ráða því, hverju væri ekið milli húsa hér í bæ og hverju ekki. Benzíni hamstrað Þ A Ð fer ekki á milli mlála, að borgarar bæjarins hafa birgt sig allrækilega upp af benzíni, til þess að geta haldið farkostum sínum rennandi, þrátt fyrir verk fallið. Mun láta nærri, að í síð- ustu viku hafi benzínsala verið sjö- til áttföld á við venjulega sölu. Tunnur sínar geyma menn hingað og þangað í nágrenni bæjarins. Vörukaup eðlileg VÖRUKAUP munu í gærdag víðast hvar hafa verið með eðli- legum hætti og ekki borið á hamstri. Þó töldu sumir kaup- menn, að menn keyptu alls kon- ar matvöru í stærri slöttum en venjulegt væri. að þessar lélegu undirtektir í byrjun verði til þess, að verk- fallið renni algerlega út í sand- inn — og að flestallir blökku- menn mæti aftur til vinnu sinn- ar þegar á morgun. ★ Orsakimar Aðalorsakir þess, að svona hefir farið, munu þær, að blökku- menn eru sundraðir innbyrðis, einkum stjórnmálalega, —• sömu- leiðis hafa þeir eflaust óttazt hörkulegar aðgerðir lögreglu og herliðs stjórnarinnar, sem hefir haft mjög mikinn viðbúnað — t.d. hafa aldrei verið jafn marg- ir menn undir vopnum á friðar- tímum í Suður-Afríku og nú, og í morgun mátti hvarvetna sjá lið stjómarinnar á verði, grátt fyrir járnum. Fylgdust hermenn og iögregla víða með verka- mönnum, sem héldu til vinnu sinnar, enda hafði ríkisstjómin lofað þeim, sem hundsuðu verk- fallið, fulkominni vernd gegn hugsanlegum hefndaraðgerðum verkfallsforingjanna og liðs- manna þeirra. — Þá munu blökkumenn mjög hafa óttazt, að þeir yrðu sviptir starfi sínu, ef þeir felldu vinnu, enda höfðu margir atvinnurekendur hótað því. En það er ekkert grín fyrir bökkumenn í S.-Afríku að vera rekinn úr starfi — það getur orðið erfitt að fá vinnu annars staðar eftir það. ■)<■ Allt með ró og spekt í gærkvöldi og nótt kom til smávegis óeirða á nokkrum stöðum í landinu milli blökku- manna og' hvítra lögreglu- og hermanna, en ekki er kunnugt um, að veruleg slys hafi hlotizt af. — í dag virðist allt hafa verið með kyrrum kjÖrum hvar- vetna. Vestiniaiinaey- uitgar kærtiðillir um kirkjul ff PRESTKOSNING var í Eyjum á sunnudag. Einn sótti um brauð- ið, séra Þorsteinn L. Jónsson í Söðulsholti. Kjörsókn var lítil; 411 kusu af 2316, sem á kjörskrá voru. Stjórnarskrá S.-Kóreu numin úr gildi SEOUL, S.-Kóreu, 29. maí (Reuter). — Byltingaráð her- foringjanna í Suður-Kóreu gaf út tilkynningu um það, að stjórnarskrá landsins væri úr gildi numin um stundarsakir. Chang byltingarforingi ítrek aði enn í dag fyrri yfirlýs- ingar byltingarmanna um það, að stjórn landsins yrði fengin í hendur borgaralegum yfirvöldum, eins fljótt og unnt reyndist, — en nauðsynlegt Tcpost síldor- vertíðin ó Siglufirði? Siglufirði, 29. maí. VERKALÝÐ SFÉLÖGIN hér, Þróttur og Brynja, hafa boðað verkfall frá og með mánudeginum 5. júní nk., hafi ekki náðst sam- komulag við vinnuveitend- ur fyrir þann tíma. Verk- fallið hefst því litlu fyrr en síldar er vænzt, og eru menn mjög uggandi um sinn hag og bæjarfélags- ins í heild, ef síldarvertíð- in tapast vegna vinnu- deilna. — Stefán. NA /S hnú/or SV50hnútor Snjihomo t Oði \7 Skúrir K Þrumur Wfz, Ku/daski/ Hitoski/ H HaS L LotaS UM allt land er hæg norðlæg átt og víðast úrkomulaust, en þó skúrir við suðurströndina. og skömmu eftir hádegið læddist skúr vestur yfir Hell- isheiðina. f Reykjavík var 13 stiga hiti, og er það svipað og í grannlöndunum austan hafs- ins, en norður á Hornströnd- um var aðeins þriggja stiga hiti og eins stigs frost á To- bínhöfða við Scoresbysund. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-land til Vestfjarða og SV-mið til Breiðafj.miða: Hæg breytileg átt, léttskýjað með köflum. Vestfjarðamið til NA-miða: Breytileg átt í nótt, vestan kaldi á morgun, skýjað. Norðurland til SA-lands, Austfjarðamið Og SA-mið: Hægviðri og skýjað í nótt, vestan gola og léttskýjað á morenn. væri að gera fyrst breytingar á stjórnarskránni, einkum kosningalögunum. Skagamenn fá síldina AKRANESI, 29. maí. — 1448 tunnur síldar bárust hingað í dag af fjórum bátum. Síldina fengu þeir hér sunnarlega í For- inni. Aflahæstur var Höfrungur II. með 812 tunnur. Næstur Sveinn Guðmundsson með 303, Höfrungur I. 195 Og Skipaskagi 135 tunnur. Síldin fer öll í bræðslu. Á laugardaginn fékk Haraldur 500 tunnur af síld og var það mestallt hraðfryst. Mikið er um skipakomur. í nótt lestaði Lagarfoss hér 17 þús. kassa af frosinni síld. Hér eru þessi fjögur skip í dag: Goðafoss, sem tekur 6—7 hundruð tonn af síldar- og fiskimjöli. Kornelia B.l, hollenzk dugga, lestar salt- fisk. Herjólfur lestar 200 tonn af sementi. Leiguskipið Lion liggur við festar, bíður eftir rúmi við hafnargarðinn og á að lesta fullfermi af sementi til Skotlands. — Oddur. Listsýnmg ÓLAFSVÍK, 29. maí. — Sl. laug- ardag opnaði Guðmundur frá Miðdal málverkasýningu í bamaskólanum í Ólafsvík. Sýn- ingin stendur ytfir í níu daga alls, fram yfir sjómannadag, en þá verður afhjúpað sjómanna- stytta eftir Guðmund. Hún á að standa hér í miðju þorpinu, á svonefndu Eliníusartúni. Á sýningunni eru 10 olíumál- verk, 25 vatnslitamyndir og 10 málmristur (raderingar). — Á sýningunni er einnig nýgerð höggmynd af Eliníusi Jónssyni, sem er elztur núlifandi for- J manna í Ólafsvík, og þykir hún hið mesta hagleiksverk. Aðsókn að sýningunni hefur verið mjög góð, og hafa þegar selzt fimm myndir. — Fréttaritari. Gamla Hótel Hekla hverfur nú brátt. Sigurjón Kjartans- son í Silfurtúni, sá er keypti húsið til niðurrifs, hefur hald- ið vel á spöðunum. Hann er búinn að rífa öll skilrúm og klæðningu innan úr húsinu — og er nú að byrja á þakinu. Timbrið heflur selzt svó að segja jafnóðum, því það er sem nýtt og nothæft til margra hluta. Síld til Ólafsvíkur ÓLAFSVÍK, 29. maí. — Stapa. fellið kom hér inn í morgun með 400 tunnur síldar, en það er eini báturinn, sem er byrjaður á hringnótaveiðum hér. Þetta er annar túrinn, en í fyrri ferðinni fengust einnig 400 tunnur. Þá var allmikið af aflanum fryst, en það sem kom í morgun fór allt í bræðslu. — Fréttaritari. Misminni í VIÐTALI því, sem Sveinn Skorri Höskuldsson átti við Árna Sigurðsson vestur í Manitoba, og birtist í Morgunblaðinu á sunnu dag, lætur Árni svo ummælt, að Guðlaugur Guðmundsson, sýslu- maður og bæjarfógeti hafi leikið Sherlock Holmes í leikriti einu norður á Akureyri. Blaðinu hef- ur verið bent á, að þetta muni misminni hjá Árna. Það var son- ur Guðlaugs, Guðmundur, sem lék framangreint hluutverk. Frænka frú' kennedy fórst í bílslysi VI L L E Franche-sur-Saone, Fnakklandi, 29. maí. (Reuter) — Ungfrú Danielle Bouvier, frænka forseitafrúar Bandaríkj- ainna, Jacqueline (Bouvier) Kennedy, lézt í bílslysi hér í dag, er hún var á leið til Parísar til þess að hitta forsetann og for- setafrúna, Nsðingur handsam- aður AKUREYRI, 29. mai. — Eins og skýrt var frá í blað- inu 7. marz sj. var framið níðingsverk á þermur kind- um í fjárhúsi einu hér í bæ. Voru skepnumar mjög illa leiknar, höfðu verið særðar með eins konar eggjámi og varð að lóga þeim þegar í stað. Akureynarlögreglan hef ur stöðugt síðan unnið að rannsókn á þessum verknaði, og nú fyrir helgina handtók hú-n mann einn, sem hefur játað afbrotið á sig. Hér er um að ræða 42ja ára gamlan sjómann og á hann heima í sjávarþorpi hér nyrðra. Mað- urinn mun hafa verið ölvað- ur ,er hann framdi þennan verknað. Málið er þó ekki að fullu rannsakað enn þá, en maðurinn var sendur til Reykjavíkur á laugardag til geðrannsóknar. St. E. Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.