Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLAÐ1Ð Þriðjudagur 30. maí 1961 Um frí merki og póststimpla Reykjavík, 25/5 ’61 Hr. ritstjóri, í blaði yðar í dag (25/6 ’61) er fréttaklausa með mynd af frímerktu póstkorti, sem al- menningur er hvattur til að kaupa til styrktar Blindravina- félaginu. í þessu sambandi vil ég benda á að hér er ekki um neinn sér- stakan póststimpil að ræða, heldur venjulegan Reykjavíkur- dagstimpil. Það færist nú í vöxt að alls konar félög og einstaklingar not færi sér safnarahneigð manna til fjárhagslegs ávinnings og er sjálfsagt ekkert við því að gera, ef fólk er ekki hlunnfar- ið með röngum forsendum og upplýsingum. Forsendur fyrir því að þessi varningur eigi erindi til þeirra, sem safna frímerkjum þurfa að vera þær, að um sé að ræða frímerki útgefin af Póststjórn- inni og sem séu gild sem burð- argjald fyrir póst. Engin önnur merki eru frímerki. Frímerki eru prentuð við sömu öryggis- ráðstafanir og peningaseðlar og upplag hvers frímerkis getur því aldrei verið neitt fleipurs- mál. Bréf eða kort með álímdum frímerkjum eiga því aðeins er- indi til þeirra sem safna frí- merkjum að þau beri sérstakan póststimpil, (þó eru mjög fáir sem safna sérstimplum) séu gömul eða hafi verið flutt eftir einhverjum óvenjulegum eða sérstökum leiðum (Balbo, Ahr- enberg, Solberg) þar sem örugg ar heimildir liggja fyrir um magn. Engin ástæða er til að amast við því þótt Thorvaldsenfélagið eða aðrir gefi út merki til sölu og ágóða fyrir starfsemi sína. En full ástæða er til að vara hina sömu við því að blanda frimerkjum og söfnun þeirra saman við slík merki og tala um „takmörkuð upplög" í því sambandi. Sala slíkra merkja verður að byggjast á þeirri einu forsendu að verið sé að styrkja gott mál- efni. Söfnunargildi á sama hátt og frímerki hafa þau ekkert. Guðmundur Árnason. Nýtt herzluefni FYRIR nokkru var blaðamönn- um boðið að sjá og kynnast nýju herzluefni — emery — sem not- að er í gólf, gangstéttir og fleira. Flytur Sigurbjörn Árnason það inn frá Bandaríkjunum, en hann gaf meðal annars eftirfarandi upplýsingar um efni þetta: Emery (smergill) er náttúr- legur málmsteinn, er notaður hef ur verið frá fornu fari sem tæki til slípunar. Hið mikla magn, er sem hann inniheldur af járn- og alumin oxide, gerir hann mjög þéttan, óbrotgjarnan og harðan. Herzluefni (aggregate) ’er það, sem gefur öllum steinsteyptum gólfum styrk- leika, hörku og slitþol — og hreint emery herzluefni þýðir bókstaflega óslítandi gólf. Nótk- un emerys, sem herzluefnis fyrir verksmiðjugólf, er þola verður þungaálag, má heita nýjung, og er Walter Maguire Company brautryðjandi í þeim efnum. Vegna þess að steinsteypa nær að eins þeim styrkleika, sem herzlu efni hennar hefur til að bera, (sementið sjálft hefur engan innri styrkleika), þá er góð teg- unda af emery hið ákjósanleg- asta herzluefni. Það gefur undra- verðan styrkleika, sameinast sementinu á eðlilegan hátt og er gætt eiginleikum, sem koma í veg fyrir hálku. Söngsveitin Fílharmonía Hvenær fáum við að heyra Requiem Brahms? FYRIR hálfu öðru ári var stofn- aður hér í Reykjavík blandaður Ikór „Söngsveiitin Fílharmónía“ að tilhlutan framámanna , í stjórn Sinfóníuhljómsveitairinn- ar og nokkurra annarra áhuga- manna um tónlistarmál. Var því vel fagnað af músíkunnendum, þar sem ekki hafði verið mögu- legt að flytja meiriháttar tón- verk fyrir kór og hljómsveit um árabil. Söngsveitin kom svo fram í fyrravetur á afmæli Þjóðleik- Lœra sund í Keflavík SANDGERÐI, 29. maí. — Barna- skólabörn í Sandgerði eru um þessar mundir á sundnámskeiði í Keflavík. Eru nemendurnir 76 talsins. Þeir eru fluttir fram og aftur í langferðabíl. — Nú er verið að byggja við barnaskól- ann í Sandgerði. í viðbygging- unni verða 4 kennslustofur auk læknisstofu. — Páll. hússins og tók þátt £ flutningi „Carmina Burana" eftir Carl Orff, ásamt Þjóðleikhúskórnum, undir stjórn dr. Róberts .Ottós sonar. Eftir að söngsveitin hafði ver- ið stækkuð sl. haust, var hafizt handa um að æfa „Ein deutsches Requiem" eftir Brahms, sem ætl unin var að flytja seinast í marz, í dymbilvikunni. En þá syrti í álinn. Eins og kunnugt er lá starf Sinfóníuhljómsveitar ís- lands niðri um 2ja mánaða skeið og þegar samningar höfðu tekizt, var hljómsveitin ekki lengur sjálfstæð stofnun, heldur starf- aði á vegum Ríkisútvarpsins. En þó að Sinfóníuhljómsveitin geti þess vegna ekki staðið að við- gangi kórsins verður að vænta þess, að Ríkisútvarpið eða ein- hverjir aðrir aðilar sjái sér það fært. Annars væri illa farið — enda hér ekki um neitt stór- kapítal að ræða, þar sem árleg- ur reksturskostnaður er mun minni en sem nemur launum eins hljóðfæraleikara Sinfóníu- hl j ómsveitarinnar. Ekki alls fyrir löngu varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að hluta á æfingu þessa kórs á „Ein deutsches' Requiem". Söngurinn var allur mjög vandaður og á- hrifaríkur, enda auðfundið, að hér lá ekki aðeins gífurleg vinna að baki, heldur og brennandi á- hugi og sönggleði kórfólksins. Fyrir hönd allra er listum unna, leyfi ég mér að bera fram þá ósk, að við fáum hið fyrsta tæki færi til að njóta ávaxtarins af hinu mikilvæga menningarstarfi þeirra er hér eiga hlut að máli, og að við fáum að hlýða á ,,Ein deutsches Requiem", flutt af Söngsveitinni Fílharmoníu og Sinfóníuhlj ómsveit íslands, und ir stjórn dr. Róberts A. Ottós- sonar. Reykjavík, 27. maí 1961 Fjölnir Stefánsson. • „Dauður“ bær Mikið var veðrið dásamlegt í morgun. Aldrei þessu vant fór ég á fætur um sjö-leytið og ég held, að þetta hafi ver- ið fegursti morgun sumarsins. Það var mjög hljótt yfir bæn- um, kyrrt og rólegt. Eg fór út á flugvöll. Þar var allt ó- venju kyrrlátt. Þegar ég kom aftur inn í bæinn var enn sama kyrrðin. Ég var hálf- undrandi. En svo rann upp fyrir mér ljós. Auðvitað! Það var komið verkfall. Strætisvagnarnir voru troð- fullir. Fólk var að hópast til vinnu. Fáir einkabílar sáust á götunni. Menn voru strax farnir að spara benzínið. Kunningja mírrum mætti ég í Lækjargötu. Venjulega ekur hann til vinnu, en nú var hann fótgangandi. „Þú hefur skilið bílinn eftir heima?“ „Já, maður hefur gott af að ganga í þessari blíðu. Annars var ég nú líka að hugsa um benzínbirgðirnar. Eg keypti mér að vísu lögg á brúsa í gær og fór með það inn í kálgarð. Vona, að þeir þefi það ekki uppi. Það getur orðið gott að grípa til þess, ef hann fer að rigna aftur". Svo var hann rokinn. • Geyma hyrnurnar Norðlenzk húsmóðir í Rvík skrifar: „Óvíða munu mjólkurhyrn- urnar fást nema fyrst á morgn ana. Finnst' mér það slæmt þar sem ég á ekki heiman- gengt á þeim tíma. En dag nokkurn fór ég sem oftar um kaffileytið eftir mjólkinni og sá mér til mikillar ánægju margar körfur, fullar af hyrn- um. Eg bað auðvitað um hyrnur. En hvað heldurðu? Þær voru ekki til sölu, sagði stúlkan. Það átti að geyma hyrnurnar til morguns. Nú spyr ég: Er álitið að mjólkin verði betri ef hún er geymd í mjólk urbúðunum í a. m. k. 20 stund ir? — Hyrnumjólkin er tví- mælalaust betri en flösku- mjólkin. Er kannski verið að reyna að jafna þennan mun með því að geyma hyrnurnar FERDI M AMD ☆ • Kvölds og morgna „En ef maður ætlar að ná í hyrnurnar í mjólkurbúð- unum á morgnana þá fær mað ur yfirleit ekki ný brauð. Þau eru frá deginum áður. Þess vegna verða þær húsmæður, sem bæði ætla að fá hyrnu- mjólk og ný brauð á hverjum degi að fara tvisvar á dag í mjólkurbúðina, a. m. k. þar, sem ég þekki til. — Flestum finnst tímanum varið betur á margan annan hátt en standa og bíða í mjólkurbúð kvölds og morgna".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.