Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. mai 1961 Dillonshús. Hús asta og sorga AÐFARANÓTT sunnu- dagsins var gamalt hús flutt úr Túngötunni. Flest- ir höfuðstaðarbúar þekkja þetta hús undir nafninu Dillons-hús. Saga þess er allmikil og að nokkru merkileg. Það er hús ásta, gleði og einnig vofveif- legra atburða. Húsið verð- ur nú flutt inn að Árbæ og geymt þar til minningar um gengna tíð í því skemmtilega safni gamalla minja, sem við íslending- ar erum svo fátækir af. — ★ — Dillonshús er byggt árið 1834 og sá sem fær útmælingu fyrir því hjá bænum er eini enski lávarðurinn, sem vitað er um að hafi fengi útmælda lóð í Reykjavík frá upphafi vega. Lóðin er á svonefndu Úllarstofutúni. Hinn engil- saxneski lávarður er skráður fullu nafni í bókum bæjarins Arthur Edmund Dennes Dill- on. Ástæðan til þessa sérstæða atburðar er stutt og hugljúf ástarsaga. Lord Arthur, kem- ur hingað til lands með dönsku skipi, sem komið er til þess að sækja Friðrik Dana- prins, sem hingað hafði verið sendur „í sveit“. Eins Og gef ur að skilja gerist hinn enski lávarður einmana, er hann hefur dvalið hér nokkra hríð. Hann leitar sér hugfróunar í Klúbbnum, sem þá var samastaður góðborgaranna er eyða vildu tímanum að hætti heimsborgara. Lord Arthur tekur þó ekki upp stundargaman þeirra klúbb- félaga en leitar hins vegar yls og skjóls hjá þeirri ágætu maddömu er klúbbinn rak. — ★ — Sire Ottesen var einmuna glæsileg og geðþekk kona og því ekki að undra að hinn enski lávarður felldi hug til hennar. Hið innilega sámband þeirra leiddi til þess að madd ama Ottesen þungaðist. Fæddi hún dóttur, er gefið var nafnið Henriette. Lávarð- urinn var nú orðinn svo hrif inn af verunni hér, að hann hugðist setjast að og kvænast hinni fallegu ekkju. Skrif aði hann ættmennum sínum og sagði þeim fró fyrirætlun sinni. Fékk hann heldur kald ar kveðjur frá föður sínum, þess efnis að ef hann gerði þetta yrði hann að afsala sér titli og arfi heima í Bretlandi. Lávarðurinn valdi kost hygg indanna en hafnaði ástinni. Hélt hann til síns heima en gaf áður barnsmóður sinni og dótturinni húsið á Ullar- stofutúni. Móðir maddömu Sire, Sigríður, var enn á lífi, er þetta gerðist, og bjuggu þær allar mæðgurnar í hús- inu um alllangt skeið, eða þar. til Henriette giftist faktor P. L. Levinsen í Keflavík, sem seinna varð síðasti faktor Hendersons í Glasgow-verzl- un hér í bæ. f gjafabréfi Lord Arthurs segir hann að hann gefi madd ömu Sire Ottesen húsið og að henni látinni Henríettu Dillon en erfingjar hans skuli hljóta það deyi hún ógift og barn- laus. Henriette dó barnlaus en maður hennar varð þá eig- andi að húsinu og seldi það árið 1861 ekkjufrú Ingileifi Melsteð, ekkju Páls Melsteð amtmanns. Þar bjuggu síð- an Ingileif og Hallgrímur þeirra var að þeir höfðu ver ið lagðir inn í bókina „1001 nótt“ en henni hafði þá um daginn verið skilað niður á Landsbókasafn, sem um þess ar mundir mun hafa haft bækistöð á kirkjulofti Dóm- kirkjunnar. Faðir séra Bjarna býr sig nú uppá og arkar í Dillonshús til Hallgríms lands bókavarðar til þess að fá hann til þess að athuga hvort miðarnir séu enn í bókinni. Hallgrímur var maður hæg gerður og þungur upp á fót- inn og mun hafa verið' tregur til ferðarinnar, þótt ekki væri vegalengdin mikil. Fyrir þrá beiðni Siggu T. og Önnu G. örkuðu þeir af stað niður á safn, Hallgrímur og Jón. — Þú gerir þetta nú, Hall grímur minn, sögðu þær stöllur. stöllur. — Og viti menn, miðarnir fundust og systkinin komust á sýningu hjá Leik- félaginu. Dillonshús er merkilegt í skemmtanasögu bæjarins, því þar voru um árabil haldin svonefnd píuböll, en það voru dansleikir, sem vinnukonur bæjarins sóttu mikið. Þótti þetta hinar merkustu skemmt gert aö safni landsbókavörður sonur hennar og síðan fósturdætur frú Ingi leifar, þær Sigga T. (Sigríður Thorarensen) og Anna G. (Guðmundsdóttir), sem marg ir fullvaxta Reykvíkingar kannast við enn í dag. Þær fóstursystur voru mjög .sér- kennilegar, gamaldags og há- tíðlegar í háttum sínum. Þann ig þéraði Anna G. Siggu T., sem var sýslumannsdóttir, en Sigríður Thorarensen (Vig- fúsdóttir sýslumanns í Strandasýslu) dó háöldruð 1942. Séra Bjarni vígslubiskup hefur sagt skemmtilega frá heimsókn föður hans í Dillons hús skömmu fyrir aldamót. Séra Bjarni, sem þá var strák patti, og systur hans, höfðu verið gefnir aðgöngumiðar á leiksýningu hér í bænum. En er taka skyldi til þeirra voru þeir horfnir. Var nú mikil sorg og allir lögðu sig fram að finna miðana. Það sem næst var komizt um afdrif anir en ekki jafnfínar og kaupmannadansleikirnir, sem haldnir voru í Klúbbnum. Hinsvegar mun fjör og gleði ekki hafa verið minni í Dill- onshúsi hjá maddömu Sire. Reykjavíkurfélagið hefur látið setja upp töflu á húsið 1 minningu þess að Jónas Hall grímsson, skáld, bjó þar um skeið. Hafði hann til umráða suðurstofuna á loftinu. Þar mun nú verða komið fyrir þeim munum, er geta verið til minningar um skáldið og verður stofan þá einskonar sýningarsafn honum helgað. f stofunni niðri í Dillonshúsi þar sem áður voru haldnir dansleikir, verður í húsinu endurbyggðu í Árbæ hafðar veitingar léttra svaladrykkja. Geta menn þá tyllt sér við borð í hinni gömlu stofu og fengið glas af öli — vonandi Egil sterka, áður en langt um líður, segir forstöðumað- ur safnsins. Heimavistarskóli fyrir nokkra hreppa Hvammstanga, maí. AÐALFUNDUR Sýslunefndar Vestur Húnavatnssýslu, var hald inn á Hvammstanga, dagana 23.—28. apríl sl. í upphafi fund- arins minntist Jón ísberg sýslu- maður, nýlátins sýslunefndar- manns Guðm. Arasonar, Illuga- stöðum og Ingibjargar Jónasdótt- ur, sem lézt sl. sumar, en hún var hér ljósmóðir í rúm 40 ár. Risu fundarmenn úr sætum sín- um í virðihgarskyni við hin látnu. Allmörg mál voru til með- ferðar á fundinum og verður nokkurra þeirra getið hér laus- lega. Heimavistarskóli í skólamálum er sú stefna nú víða ríkjandi að byggja heima- vistarbarnaskóla fyrir nokkra hreppa sameiginlega. Stefán Jóns son, námsstjóri mætti á fundin- um og skýrði frá reynslu þeirra skólahéraða sem þess tilhögun hafa reynt, taldi Stefón að vel hafi til tekizt og mælti með því að fleiri færu þá leið m. a. til þess að tryggja sveitabörnunum sambærilega aðstöðu og kennslu við kaupstaðabörnin. Sýslunefndin samþykkti eftir- farandi tillögu með 6 atkv. gegn 2. „Sýslufundur Vestur Húna- vatnssýslu, haldinn á Hvamms- tanga vörið 1961 telur æskilegt að allir sveitahreppar Vestur Húnavatnssýslu sameinist um 1 heimavistarbarnaskóla byggð- an á hentugum stað í sýslunni. Beinir fundurinn þeim tilmælum til fræðslumálastjórnarinnar og forráðamanna skólamála í héraði, að undirbúningi að skólabygg- ingu verði hraðað sem mest, þar sem óviðunandi aðstaða er til skólahalds í sveitahreppum sýslunnar". Byggðasafn Á undanförnum árum hefur verið safnað allmiklu af göml- um munum í sýslunni og veriS til umræðu að byggja yfir þá. Þetta mál kom til umræðu á sýslufundinum og var svohljóð- andi tillaga samþykkt: „Út af erindi Byggðasafns- nefndar Húnvetningafélagsins i Reykjavík varðandi byggðasafn fyrir sýslurnar við Húnaflóa sam þykkir sýslunefndin að kjósa tvo fulltrúa, til þess að ræða við full trúa frá hinum sýslufélögunum er hlut eiga að máli. Jafnframt þakkar sýslunefndin Húnvetn- ingafélaginu þann áhuga, sem það hefur sýnt þessu menningar- máli og það mikla starf sem það hefur lagt í söfnun og skrásetn- ingu fornra muna. Er sýslunefnd inni ljóst að bráð nauðsyn er að koma upp hið fyrsta húsnæði til varðveizlu þess er þegar hefur safnazt. Þar sem vitað er aS þjóðminjavörður hefur ákveðið að byggja yfir hákarlaskipið „Ófeig" að Reykjaskóla í sumar, er sýslunefndin því fylgjandi að leitað verði samvinnu við Strandasýslu og Austur Húna- vatnssýsiu um byggingu byggða- safns í tengslum við „Ófeigs- skála“. Náist samkomulag við aðra eða báðar fyrrgreindar sýsl' ur um byggingu byggðasafns að Reykjaskóla, telur sýslunefndm rétt að athuga hvort hentugt mundi að hefja bygging&rfram- kvæmdir í sumar að því tilskildu aö fjármagn væri fyrir hendi“, ★ Viðauki við lögreglusamþykkt Vestur Húnavatnssýslu var sam- þykkt svohljóðandi: „Lögreglu- stjóri getur sett reglur er tak- marka eða banna börnum innan 16 ára aðgang að almennum sam- kömum“. — S. T. Kaupstefnan í Poznan DAGANA 11 til 25. júní í sum- ara verður 30. vörusýningin í Poznan í Póllandi, haldin. I Á þeim 40 árum, sem liðin eru d síðan fyrsta sýningin vai* hald- in þar, en það var árið 1921, hefur hún þróazt frá því að vera óbrotin og yfirlætislaus pólsk vörusýning, í risavaxna kaupstefnu, sem hefur áhrif á heimsviðskiptin. Hún dregur að sér kaupsýslu- og iðnaðarmenn allsstaðar úr heiminum og skipta þeir nú mörgum þúsund- um, sem sýna vörur sínar þar eða heimsækja kaupstefnuna. Þróimin hefur gengið risa- skrefum. Fyrir heimsstyrjöldina síðari voru aðeins 15 til 18 lönd sem sýndu vörur sínar í Poznan. Eftir stríðið komst verulegur skriður á þátttökuna og árið sem leið sýndu þar 1216 fyrir- tæki frá 56 löndum. Næstum því öll lönd Evrópu taka nú orðið þátt í kaupstefn- unni í Poznan og við þau bæt- ast með hverju ári fleiri lönd úr öðrum heimsálfum. Meðal þeirra má nefna háþróuð iðnað- arlönd svo sem Bandaríki Norð- ur-Ameríku og Japan. Svo koma |jönd sem skammt eru á veg komin hagfræðilega talað svo sem Ghana, Afghanistan, Túnis, Indland, Arabíska sambandslýð- veldið o. s. frv. Og það eru ein- mitt þessi lönd utan Evrópu, sem hafa átt hvað mestan þátt í hvað vöxturinn hefur orðið ör. Síðastliðið ár voru þessi lönd í fyrsta skipti fleiri talsins en evrópsku löndin. Það sem dregur kaupsýslu- menn aðallega að Poznansýning- unni er hið geysimikla magn iðnaðarvarnings og véla til hverskonar iðnaðar —• allt frá hinum óbrotnustu verkfærum og tækjum, sem vanþróuð lönd sækjast sérstaklega eftir, til há- þróaðra véla, sem iðnaðarlönd nú á tímum þarfnast. Nú þegar, mörgum mánuðum áður en sýningin verður opnuð, streyma inn pantanir á sýning- arsvæði hvaðanæva úr heimin* um. Margú; þátttakendur gerðu svæðispantanir sínar fyrir kaup- stefnuna 1961, áður en þéir fóru heim af sýningunni 1960. Fyrir liggja nú pantanir frá allt að því 60 löndum. Þá er búizt við að miklu fleiri kaupsýslumenu muni koma á sýninguna en nokkru sinni fyrr. LOFTUR M. LJÓSMYNDASTO FAN Pantið tíma í síma 1-47-72. Cólfslípunfn Barmahlíð 33. — Símj 13657. Bílamiðstöðin VAGI\I Amtmannsstíg 2C. Sími 16289 og 23757. Volvo ‘61 vörubíll til sölu. Verð kr. 300 þús. — Skipti á eldri dieselbíl geta komið til greina. Bílamiðstöðin VACIU Amtmannsstíg 2C Sími 16289 og 23757

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.