Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. maí 1961 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Leshók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalctræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. Á AÐ HAFNA KJARABÓTARLEIÐ OG VELJA VERKFÖLL? j allan vetur hefur Morgun- blaðið öðru hverju skorað á samtök launþega og vinnu- veitenda að efla svo samstarf og skilning sín á milli, að hér gætu náðst raunhæfar kjarabætur án verkfalla, en ekki yrði enn einu sinni lagt út í verkföll, sem enduðu án kjarabóta. Blaðið hefur bent á, að verkamenn ættu fulla heimtingu á réttmætri hlut- deild í nettó-aukningu þjóð- artekna, en jafnframt yrði að varast að reka þá verkfalla- pólitík undangenginna ára, sem gagnstætt kjarabótum hefði leitt til kyrrstöðu í launamálum. Margoft hefur verið bent á, að ákvæðisvinnufyrirkomu lag yrði að taka upp í ríkara mæli, koma þyrfti á viku- launagreiðslum sem víðast, stofna samstarfsnefndir laun- þega og vinnuveitenda innan s-tærri fyrirtækja og koma á stofn sameiginlegri aðstöðu til að fylgjast á hverjum tíma með hag fyrirtækjanna, afkomuhorfum o. s. frv. Allt eru þetta jákvæðar til- lögur og miða að rahnhæf- um kjarabótum, sem hin úr- elta verkfallastefna hefur ekki megnað að færa lands- mönnum í hálfan annan ára- tug. Samhliða hefur svo ver- ið bent á, að sérstakt tillit þyrfti að taka til útflutnings- atvinnuveganna, sem nú þurfa að greiða mest nætur- vinnuálag, vegna þess hve mikið af aflanum berst að landi á kvöldin. Vinnuveitendur hafa nú lýst yfir, að þeir séu tilbúnir til að ganga til samninga á grundvelli raunhæfra kjara- bóta, en þá bregður svo furðulega við að fulltrúar Dagsbrúnar og Hlífar neita öllum umræðum á þeim grundvelli. Svo langt er jafn- vel gengið, að sáttasemjara ríkisins er neitað um nokk- urra daga frestun verkfalls til að reyna að finna leið til lausnar og í útvarpstilkynn- ingum í gær auglýstu bæði félögin fortakslaust verkfall á miðnætti, þótt boðaður hefði verið sáttafundur. Er þó ljóst, að einmitt á síðasta fundi áður en verkfallið skell ur yfir er helzt von til þess að hægt sé að samræma ólík sjónarmið. — Hvort tveggja þetta verður að telja full- komið og óverjandi ábyrgð- arleysi. HVERNIG ERU 30-40°lo fundin ? ■7" auphækkunarkröfur verka manna munu vera ein- hvers staðar milli 30 og 40%. — Vinnuveitendur rökstyðja boð sitt um 3-þ3-|-3% með því, að þeir telji atvinnuveg- ina geta staðið undir þeirri hækkun og hafa þá hliðsjón af því, að um þá upphæð hafa lífskjör batnað í þeim löndum, þar sem vel er stjórnað. — Forystumenn verkamanna hafa hinsvegar ekki skýrt það, á hverju þeir byggi kröfur sínar. Ef aðeins væri nægilegt að nefna einhverja upphæð og knýja þá hækkun fram, hefðu góðir verkalýðsforingj ar ekki átt að nefna 30—40% heldur til dæmis 300 eða 400% hækkun. — Sjá væntanlega allir hvert það hefði leitt. Þess vegna verður að krefjast þess að þeir skýri það, á hverju þeir byggja kröfur sínar, hvort þeir telji atvinnuvegina geta staðið undir 30—40% launa- hækkun. Sérstök ástæða er til að krefjast svara í þessu efni, þar sem þeir sömu menn sem kröfurnar styðja nú, lýstu því fjálglega í vetur að hag- ur sjávarútvegsins væri þannig að skattleggja ætti allan almenning til þess að bæta rekstrarafkomu hans með nýju uppbótakerfi. Vilja þeir nú lýsa því yfir, að hag- ur útvegsins hafi batnað svo, að ekki sé einungis óþarft að fara skattlagningarleið þeirra, heldur geti þessi atvinnuveg- ur líka staðið undir þriðjungs kauphækkunum ? Ef um raunverulega kjara- baráttu væri að ræða, hlyti hún að verða að byggjast á einhverju mati á því, hvað hægt sé að greiða, en því miður virðist sá ótti vera að rætast að forystumenn Dags- brúnar hyggist enn virða hagsmuni verkamanna og þjóðarheildar að vettugi, þeg ar þeir telja pólitíska hags- muni sína í veði. UTAN UR HEIMI í rústum Pomnei VIÐ g-eysilegt Vesóvíusargos árið 79 eftir Krist gróí'st borg in Fompei á skammri stundu í ösku og hrarunstraumi, svo talið er, að a. m. k. um 2.000 af um 20.000 íbúum borgar- innar hafi farizt í þessum ógur legu náttúruhamförum. Við uppgröft á síðari öldrum hafa fundizt þarna ómetanlegar fornminjar, og hafa fáir stað- ir reynzt slíkt forðabúr fróð- AFSTAÐA FRAMSÓKNAR k fstaða Framsóknarflokks- ins vekur einnig furðu. Er ljóst að mjög náið sam- band er milli forystumanna kommúnista og þess hóps Framsóknarmanna, sem ræð- ur Tímanum. Og kunnugir teija jafnvel, að ráðamenn Framsóknarflokksins séu enn ákafari en kommúnistar í _að hindra það að kjarabótarleið verði farin. — Þeir telji að einskis megi láta ófreistað til að eyði- leggja hið nýja efnahags- kerfi í þeirri óraunhæfu von að þeir muni þá geta komizt til valda. Sumir spá því jafnvel að reyna eigi að fara þá leið að sprengja upp kaup á ein- hverjum þeim stað úti á landi, þar sem Framsóknar- menn ráða fyrir vinnuveit- endur og umfram allt að hindra að vinnufriður verði tryggður með löngum samn- ingum. Síðan eigi að benda á það fordæmi til stuðnings almennum kauphækkunum annarsstaðar. Hvort Fram- sóknarmenn þora að fara þá leið skal ósagt látið, en orðið þjóðarhagsmunir yrði varla tengt nafni Framsóknar- flokksins eftir slíkan skolla- leik. leiðs um fornöldina sem Pom- pei. Auk alls annars, hafa fund- izt þarna ,afsteypur“ í hraun- inu af líkum þeirra, sem fór- ust. Eru þær hinn óhugnan- legasti vitnisbairður um ógnir þær, sem þarna hafa átt sér stað fyrir nær 1900 árum. —• Nú fyrir skömmu fundu forn- fræðingar en nýjar leifar nokk urra fórnarlamba Vesúvíusar frá því í ágúst árið 79. Er þeir fundu, að þeir komu niður á holrúm í hrauninu, helltu þeir gipsi í „mótin“, og er þeir héldu greftinum á- fram, komu fram átta gips- Iíkamir, og sjást verksummerb in- hér á' myndinni. Telja forn- fræðingarnir, að þarna hafi tvær fjölskyldur farizt. Æskilegt frá v#s- indalegu sjónarmioi mannafla til vísindalegra hand- ritarannsókna. Frá vísindalegu sjónarmiði er því æskilegt, að handritin verði þar. Getur nokkur efast um að Danir séu að vinna í anda Árna Magnússonar með því að vinna þessu máli lið? ewww n.« { Fínnur ] hann I krahba- veirur ? EinkasJceyti til Mbl. frá Kaupmannahöfn, 27. mm. DR. PHIL. Lis Jacobsen skrifar kjallaragrein í Politiken, að séð fr ávísindalegu sjónarmiði sé nauðsynlegt, að handritin verði afhent íslendingum. Segir Jacofo sen, að á okkar dögum sé mjög sjaldgæft að finna utan heima- lands það sámband máls og menhingar, sem skilyrði sé fyr- ir vísindastarfi. — >ví eigi að- seturstaður rannsókna á íslenzk um handritum að vera á ís- landi, þar sem handritin hafi til orðið og þar sem mál þeirra lifi Ennfremur segir Jacobsen: — Háskóli íslands, sem nú hefur ríkjandi áhrif varðandi hand- ritarannsóknir, hefur að vísu ekki eins fullkomin hjálpar- tæki og Konungsbókhlaðan, en hann getur orðið sér úti um þau. Ennfremur hafa íslending- ar bezt skilyrði til að velja Skólaslit á Siglufirði Siglufirði, 26. maí. TÓNLISTARSKÓLA Vísis var slitið í gærkvöldi í hátíðasal gagn fræðaskólans. Átta nemendur, — allt börn, léku einleik á píanó, en Karlakórinn yísir söng undir stjórn Páls Erlendssonar. Frú Lydia Guðjónsson var kennari skólans í vetur og þakk- a.ði Sigurjón Sæmundssqn for- maður Vísis, henni vel unnin störf um leið og hann sagði skól- anum slitið. Fjölmenni var við skólaslitin. Vísir hefur nú rekið tónlistarskóla þennan í rúman áratug. — Stefán. EKSTRABLADET I Kaup mannahöfn greinir frá því, að efnilegur, ungur vísindamað ur í Árósum, Kaj Olsen, vinni nú að merkilegum rannsókn um á krabbameini. Beinast1 ;rannsóknir hans að því að, sannreyna, hvort til séu veir- ur, er valdið geti krabbameini I mönnum. Margir vísinda menn telja víst, að svo sé, en' ekki hefir enn tekizt að sanna vísindalega að slíkar veirur' séu til. Vísindamaðurinn ræktar frumuvef úr barnsfóstri í til- ’raunaglasi og setur síðan í glasið vöbva, sem hann hefir, tekið úr mismunandi krabba- meinsemdum. Svo er bará ;að bíða og sjá, hvort krabba- mein myndast í hinum heil- brigða vef. Þetta virðist afar einföld tili raun, en ekki er vitað að hún hafi nokkurs staðar verið gerð áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.