Morgunblaðið - 31.05.1961, Side 1

Morgunblaðið - 31.05.1961, Side 1
24 síður Þessa mynd tók liósm. Mbl. í gærkvöldi af konungsskipinu Norge, þegar það sigldi framhjá Vestmannaeyjum á leið til Reykjavíkur. — Sjá frásögn á bls. 3. — Islendingnr íngnn Olnfi ákonnrsyni Noregskonungi ÓLAFUR Hákonarson kemur til Reykjavíkur í dag kl. 11 árdegis. íslendingar fagna innilega konungi frænda sinna í Noregi. Ráðgert er, að Noregskonungur dveljist hér á landi fram á laugardag, en þann dag fer hann ásamt forseta íslands, Ásgeiri Ásgeirssyni, upp í Borgar- fjörð og heimsækir m. a. Reykholt. Síðan sigla þeir aftur á konungsskipinu Norge til Reykjavíkur og kl- 21,30 kveður Noregskonungur ísland. Ólafur Hákonarson Noregskonungur er fjórði þjóðhöfðinginn frá Norður- löndum, sem hingað kemur í opinbera húmsókn. Hann kemur eins og kunnugt er frá Bergen, lagði af stað að heiman á sunnudagsmorgun. í fylgdarliði konungs eru auk Lange, utanríkisráðherra, Odd Grönvold, stallari, E. T. Lundesgaard, ofursti, Arne Haugh majór, og skipherrann á Norge V. G. Thorsen, kommandörkapteinn. Að vanda við heimsóknar þjóðhöfðingja verða skreytingar víða í bænum Dg við þær götur sem Ólafur konungur ekur um munu bæjarbúar fagna hin- um virðulega fulltrúa hinnar dugmiklu norsku þjóðar- t DAG kl. 11 árdegis stígur Ólafur Noregskonungur á land hér í Reykjavík og hefst þar með þriggja daga heimsókn hins norska þjóðhöfðingja. í gær voru ekki taldar horfur á því að landið skartaði sínu fegursta fyrir hinum tigna gesti, er hann siglir inn á ytri höfnina árdegis í dag. Búizt er við dumb- ungsveðri. — Móttökuathöfnin fer fram við hina gömlu en vina- legu Loftsbryggju, og þar munu forsetahjónin taka á móti Ólafi konungi, sem verður klæddur einkennisbúningi norska flotans. Kemur hann að bryggjunni á hraðbáti snekkju sinnar Norge. Má búast við miklu fjölmenni við höfnina og meðfram þeim götum, sem konungsfylgdin ekur um í miðbænum að Ráðherrabú- ítaðnum. Klukkan rúmlega 12 á hádegi kemur konungur á Austurvöll og leggur blómsveig að fótstalli Jóns Sigurðssonar. Nokkru síðar kem- ur hann fram á svalir Alþingis- hússins. — Rúmlega fjórum klst. eftir að Noregskonungur hefir stigið hér á land, eða um kl. 3,30, fer hann suður í Fossvog og legg ur blómsveig að hinum fagra minnisvarða um fallna Norð- menn í kirkjugarðinum þar. — En síðar í dag tekur konungur- inn á móti forstöðumönnum er- lendra sendiráða hér í bænum og fer sú athöfn fram í Ráðherra- bústaðnum. í kvöld kl. 8,15 hefst svo að Hótel Borg hin mikla há- tíðaveizla, sem forsetahjónin halda konungi. Varðskipið Óðinn kemur snemma í dag til móts við kon- ungssnekkjuna við Reykjanes. í fylgd með henni er stærsta her- skip Norðmanna, Bergen. Þegar nær dregur Reykjavíkur höfn kemur dráttarbáturinn Magni til móts við snekkjuna Norge og mun sigla í kjölfar hennar inn á leguplássið á ytri höfninni. Um kl. 10,30 fer fyrsti bátur- inn héðan út r konungsskipið. Með honum fara Lange utanríkis ráðherra Noregs, Börde sendi- herra, próf. Sigurður Nordal og Valgeir Björnsson hafnarstjóri. Nordal og Pétur Sigurðsson yfir- maður landhelgisgæzlunnar verða í fylgdarliði forsetans með- an á konungsheimsókninni stendur. DAGSKRÁ Móttökuhátíð'arinnar í dag Miðvikudagur 31. maí Varðskipið ÓÐINN siglir til móts við konungsskipið NORGE og fylgir því til hafnar. Reykjavíkurhöfn. Árdegisbúningur. Kl. um 10.30: Utanríkisrað- herra Noregs Halvard Lange, ambassador Noregs, Bjarne Börde, dr. Sigurður Nordal og Valgeir Björnsson, hafnarstjóri fara um borð í K.S. NORGE. Kl. 10.45: Viðstaddir við höfn- ina (Loftsbryggju næst vestan Grófarbryggju) eru auk forseta íslands og forsetafrúar: Forsætis ráðherra Ólafur Thors, utanrikis- ráðherra Guðmundur I. Guð- mundsson, dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson, félagsmála- ráðherra Emil Jónsson, fjármála ráðherra Gunnar Thoroddsen, menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason, landbúnaðarráðherra Ingólfur Jónsson, forseti sam- einaðs Alþingis Friðjón Skarp- héðinsson, forseti Hæstaréttar Gizur Bergsteinsson, frú ambassa dors Noregs, Haraldur Guð- mundsson ambassador, Geir Hall grúnsson, borgarstjóri, frú Auð- ur Auðuns forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur, Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri forsætisráðuneyt isins, Aagnar KI. Jónsson am- bassador, ráðuneytisstjóri utan- ríkisráðuneytisins, Haraldur Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.