Morgunblaðið - 31.05.1961, Síða 2

Morgunblaðið - 31.05.1961, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIB Miðvik'udagur 31. maí 1961 Norsk bdkasýning BALDVIN Tryggvason fram- kvæmdastjóri Almenna bókafé- lagsins skýrði fréttamönnum frá Hitnaði í hamsi ÞEIM FJÖLGAR stöðugt, sem verða að leggja niður vinnu af völdum verkfallsins. Hafa verkfallsverðir gengið hart fram í að stöðva alla flutninga til iðnaðarins og var karpað um þetta mál á nokkrum stöð um í Reykjavík í gær. Nokkur iðnfyrirtæki, sem hafa rekst ur á fleiri en eimirn stað, hafa haldið áfram flutningum á þeim forsendum, að iðnverka fólk annist flutningana svo sem aðra starfsemi fyrirtækj anna. Verkfallsmenn telja hins vegar, að allir þeir, sem annast flutninga, eigi að vera í félögum bílstjóra eða verka manna. Það var einkum á tveimur stöðum, að mönnium hitnaði í hamsi út af þessu: Við Kassagerðina og Hörpu. Þá var „lyftari“ frá Sindra stöðvaður á Skúlagötu og i kipptu verkfallsverðir nokkr um kertaþráðum hreyfilsins úr sambandi. Lyftarinn komst þó leiðar sinnar. — Talsmað ur verkfallsmanna sagði, að stöðugt mundi nú hert á að gerðum verkfallsmanna og undanþágurnar „skornar nið ur“. Síðustu ferðir í utanlands flugi verða á föstudag og hef ur Flugfélagið ákveðið auka ferð kl, 11:30 um kvöldið, hálf timá fyrir stöðvun til Skot- lands og Danmerkur. — Ekki bar ýkjamikið á hamstri í gær að því er nokkrar verzlanir tjáðu Mbl., en kartöfliur eru til þurrðar gengnar. letagerðarmenn semja á Akureyri AKUREYRI, 30. maí. — Neta- gerðarmenn, sem mynda deild innan Verkamannafélags Akur- eyrar, hafa undirskrifað samn- inga við Odda h.f. Samningar þessir eru til eins mánaðar og samkvæmt þeim hljóta neta- gerðarmenn 11% launahækkun næsta mánuðinn. Mesta anna- tima sumarsins vinna þeir hins vegar samkvæmt samningum Þróttar á Siglufirði. Mánaðarsamningurinn, sem undirritaður var í dag, er í meginatriðum sá, að þeir, sem imnið hafa í þessari grein leng- ur en 3 ár fá kr. 26,98 pr. klst., en þeir, sem unnið hafa skem- ur, kr. 23.84 pr. klst. Þá hafa nokkrir atvinnurek- endur undirritað samning við verkakvennafélagið Einingu þar sem þeir skuldbinda sig til þess að hækka kaupgreiðslur fyrir hreingemingu. því í gær, að Bókaverzlun Sigfús ar Eymundssonar muni í dag opna sýningu á norskum bókum frá nokkrum af stærstu útgáfu- félögum Noregs. Sýning þessi er haldin í tilefni afnkomu Ólafs Noregskonungs til íslands og stendur hún yfir með an hann dvelst hér á landi. Bóka- sýningin er h-aldin til að vekja at hygli almennings á norskum bók menntum og norskri bókagerð. Á sýningunni eru einvörðungu verk eftir norsk skáld og rithöf- unda og er hér um að ræða nær eingöngu skáldverk en að auki em nokkrar bækur varðandi sögu Noregs og þjóðlíf. Af þeim mörgu skáldum og rit- höfundum, sem eiga bækur á sýn ingunni má nefna: Henrik Ibsen Bjömstjerne Björnson, Olaf Bull Alexander Kielland, Jonas Lie, Johan Bojer Sigrid Undset, Amulf överland, Johan Falkberget, Nordahl Grieg Sigurd Hoel, Johan Borgen. Her- mann Wildenvey, Tarjei Vessaas, Thor Heyerdahl og Fridtjof Nan- sen. Auk þess eru bækur eftir yngri skáld í Noregi. Þau útgáfu fyrirtæki sem sendu bækur til þessarar sýningar eru: H. Aschehoug, J. W. Cappel- ens Forlag, Gyldendal og Uni- versitetsforlaget, en forstjóri þess Tönnes Andenæs hefur átt mest- an þátt í að undirbúa sýninguna af hálfu Norðmanna,, og hafa for ráðamenn ofangreindra fyrir- tækja sjálfir valið bækurnar á sýninguna. Að sýningu lokinni verða all- ar hinar norsku bækur til sölu, og mun Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar taka á móti pönt- unum á norskum bókum rneðan á sýningunni stendur. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land til Vestfjarða og SV-mið til Norðurmiða: Vest- an gola, síðar SV kaldi, skýjað Norðurland til SA-lands og og sums staðar þokusúld. NA-mið til SA-miða: Hæg- viðri, skýjað. AthöfniníFoss- vogskirhjugarði ÓLAFUR konungur mun í dag leggja blómsveig að minnisvarða Norðmanna í Fossvogskirkjugarði. Hefst athöfnin kl. 15,40 Með því að sungið verður „Gud signe várt dyre fedreland“. Séra Harald Hope flytur ræðu. Þá leggur konungur blómsveiginn að minnis- varðanum og þjóðsöngur Norðmanna verðiur sunginn. Karlakórinn Fóstbræður mun annast sönginn. Samræmclar hernadarað- gerðir á Húsavík HÚSAVÍK, 30. maí. — Eftir ósk meirihluta bæjarstjórnar var boðaður fundur kl. 18. Var þar lögð fram tillaga og stóðu að henni eftirgreindir bæjarfulltrú- ar: Karl Kristjánsson, Stefán Sörensson, Ásgeir Kristjánsson, Jóhann Hermannsson og Guð- mundur Hákonarson. „Bæjarstjóm Húsavíkur telur yfirstandandi verkfall óþolandi ástand fyrir Húsavíkurkaupstað um hábjargræðistíma sjávarút- vegsins, sem er aðalatvinnuveg- ur byggðarinnar og megin und- irstaða atvinnulifs og efnahags- afkomu á staðnum. Skorar því bæjarstjórn á verkamenn og vinnuveitendur staðarins að af- létta verkfallinu nú þegar með því að ganga frá samningum um breytt kaup og kjör á þeim grundvelli, sem fulltrúar Verka- mannafélags Húsavíkur og full- trúar vinnuveitenda höfðu náð samkomulagi um sín á milli 28. þ. m. og fulltrúar verkakvenna- féagsins Vonar að síðustu tjáð sig samþykka að kvöldi þess dags.“ Eftir nokkrar umræður var tillaga þessi amþykkt með 5 af 7 atkvæðum. Hjá sátu Einar Fr. Jóhannesson og Þórhallur B. Snædal. Morgunblaðið gat þess í gær, að í hinni samræmdu hernaðar- áætlun Framsóknarmanna og kommúnista væri gert ráð fyrir því, að reyna að koma af stað nægilega háum kauphækkunum til að kollvarpa efnahagskerfinu Til mdts viö „Norge“ Frá fréttamanni Mbl., Sverri Þórðarsyni, um borð í Óðni, laust eftir miðnætti: Um miðnætti létti Óðinn anker um þar sem hann lá út af Kefla- vík og var siglt til hafs, með 12 mílna hraða. Við förum til móts við konungsskipið Norge og her skipið Bergen, sem er því til fylgdar. Veðrið er blítt, sjór lá- dauður, létt þoka til landsins, en birta til hafs. Óðinn mætir konungsskipinu fcl. 7^ fyrramálið undan Stóru Sandvík á Reykjanesi. „Við heils um ekki með því að hleypa af skotum“, segir Eiríkur Kristófers son, skipherra, í brúnni áðan — „ en þegar við mætum Norge mun norski fáninn blakta í fram siglu Óðins“. Klukkan sex í fyrramálið verða allir ræstir hér um borð svo að áhöfnin mun fylgjast vel með. Hér eru allir í hátíðaskapi. Óð- inn er líka nýmálaður og hvít- skúraður — „og það fóru 48 lítrar af málningu á skrokkinn á honum“, sagði Sigurður Sigurðs- son, bátsmaður. Eftir að Óðinn hefur heilsað konungsskipinu mun hann sam- kvæmt venju við slík tækifæri lúta stjórn skipherrans á Norge, Thoresen. Munu öll skipin fylgj ast að inn á ytri höfnina í Reykja vík, Norge fer fyrir, síðan Berg en og þá Óðinn. Það var aðfaranótt þriðjudags, að fyrst heyrðist til Norge. Skip ið kallaði þá í Seyðisfjarðar radíó og bað um veðurlýsingu og sagði loftskeytamaðurinn, að allt gengi samkvæmt áætlun, skipið yrði við Reykjanes kl. 7 á mið- vikudagsmorgun. Ásgeir Halldórsson, loftskeyta maður á Óðni, heyrði til Norge kl. 10:30 í kvöld. Loftskeytamað ur norska skipsins hafði þá sam band við Loftskeytastöðina í Reykjavík og gaf upp staðar- ákvörðun. Þá var skipið statt undan Geirfuglaskeri. Ekki hefur Óðinn haft neitt samband við skipið og ekki er gert ráð fyrir að Norge og Óðinn talist við fyrr en skipin mætast. Klukkan 11:15 í kvöld, eða Framh. á bls. 23. einhvers staðar þar, sem Fram- sóknarmenn réðu fyrir vinnu- veitendum. Nú hefur komið í Ijós, að Húsavík hefur orðið fyrir valinu þar sem kaupfélagið hef ur boðið kauphæltkun til tveggja mánaða. Þau mistök urðu samt að tilboðið miðaðaist við að bæði verkamenn og verkakonur sam þykktu það. Dráttiur varð á því að verkakonur gengju að samn ingum. Yar það tilefni þess, að Karl Kristjálnsson alþm. beitti sér fyrir því að hæjarstjórn herti á þvi að kauphækkunin næðifram að ganga, enda var þá vitað, að samningafundir væru að hefjast í Reykjavík, þar sem búast mætti við sáttatillögu. Þegar símanum var lokað á Húsvík, var ekki vitað hvort her hlaupið mundi takast. En sönn un er hins vegar fengin fyrir samspili Framsóknarmanna og kommúnista þar sem hinir fyrr nefndu enu jafnvel enn ákveðn ari i að láta einskis ófreistað til að koma af stað víxlverkun kaup gjalds og verðlags, en kommún- istar. KAÍRÓ, 30. maí. (Reuter) — Því var lýst yfir opinberlega hér í dag, að Arabiska sambandslýð- veldið hefði slitið stjórnmálasam bandi við Suður-Afríku, vegna kynþáttastefnu Verwoerd-stjórn- arinnar — Og mundi sambands- lýðveldið ekki viðurkenna Suð- ur-Afríku lýðveldið, sem förm- lega verður stofnað á morgun. — Flugslys Frh. af bls. 24 en var í leiguflugi á vegum flug félags í Venezúela. Fór þotan frá Rómaborg í gærkvöldi, lenti fyrst í Madrid, síðan í Lissabon og ætlaði þaðan fyrst til Santa Maria á Azor-eyjum, en þaðan til Caracas. Fjórum minútum eftir að þotan hóf sig til flugs af flugvellinum í Lissabon, rofnaði skyndilega allt samband við hana. Fóru þá leitarflugvélar á vettvang, bæði frá Lissabon og Azor-eyjum. — Samkvæmt far- þegalista voru í vélinni 16 manns frá Venezúela, einn Frakki, tólf Spánverjar, fimm Portúgalar, einn Chilebúi og tólf farþegar, Við 6 vikna verkfall 19 55 fékkst 3% hækkun EINS og getið var um hér í blaðinu í gær nem- ur tjónið af verkfallinu á viku sem svarar 2% árstekna. Árið 1955 var 6 vikna verkfall, þar sem loks var knúin fram 3% meiri kauphækkun en upphaflega var hægt að semja um. Tjónið af verkfallinu nam aftur á móti sem svaraði 12% ársteknanna eða 3% á ári í 4 ár. Enda þótt þessi kaup- hækkun hefði verið var- anleg kjarabót, sem fór víðsfjarri eins og kunn- ugt er, hefði það samt tekið verkamenn fjögur ár að vinna upp tapið af þessu langa verkfalli. Fljótt á litið finnst mönnum ef til vill ekki mikið til um þær raun- verulegu kjarabætur, sem efnahagslífið getur staðið undir, en hvað finnst þeim þá um þau 3%, sem f jögur ár tekur að vinna upp, áður en menn standa í sömu sporum og þeir voru þegar verkfall hófst, en verða auk þess að bera nýjar skattabyrðar. Þeirri spurningu verða allir þeir að svara, sem raunverulega vilja kjarabætur, en ekki kjaraskerðingu póli- tískra verkfalla. sem báru ítölsk og spænsk nöfn, án þess kunnugt sé um þjóðerni. Áhöfnin var hollenzk, að undan teknum tveim úr þjónustuliðinu, sem voru frá Venezúela. Einn Portúgalanna var sagður þing- maður. Tvær rannsóknarnefndir Tvær rannsóknarnefndir, hol- lenzk og portúgölsk, eru þegar teknar til við að grafast fyrir um orsakir þessa hörmulega flug slyss. — Þess má geta, að í lok síðasta mánaðar fórst flugvél frá Venezúela, af gerðinni DC-3, —. með svipuðum hætti og þessi. að því er virðist. Sprakk hún á flugi um 160 km frá Caracas. Að eins tveir komust lífs af úr þessu slysi. — Rannsóknarmenn hafa síðan látið þá skoðun í ljós, að slysið hafi orðið vegna þess, að einn farþeganna, rússneskur mað ur, hafi haft meðferðis sprengju til þess að svipta sig lífi. Ekki hefir verið kveðið nánar á um þetta. ★ Þotan var spánný Flugvélin, sem fórst í dag, var spánný. Talsmaður KLM kvað félagið hafa fengið hana frá Douglas-verksmiðjunum í þess- um mánuði. Hinn 10. þ.m. fórst frönsk flugvél af gerðinni Super Constellation yfir Sahara, á leið frá Brazzaville við Kongófljót til Marseilles. Þar fórust 78 Stúdentar 1931 — Hittumst í Tjarnarkaffi á morgun, fimmtu- dag kl. 5 e.h.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.