Morgunblaðið - 31.05.1961, Side 6

Morgunblaðið - 31.05.1961, Side 6
6 MORGUN BLAÐ1Ð Miðvikudagur 31. maí 1961 Tvær nýjar bækur frá AB „Fjúkandi lauf“ — Ijóðabók efiir Einar Ásmundsson flT ERU komnar hjá Almenna bókafélaginu bækur mánaðarins fyrir apríl og maí. Apríl-bókin er skáldsagan Leyndarmál Lúkasar eftir ítalska rithöfundinn Ignazio Siione, þýðandi Jón Óskar, en maí-bókin Fjúkandi lauf, ljóð eftir Einar Ásmundsson hæsta- réttarlögmann. Ignazio Silone er einn af kunn ustu rithöfundum heimsins í dag. Hann hefur ekki ritað marg ar skáldsögur, en flestar hafa þær hlotið heimsfrægð. Leyndarmál Lúkasar kom fyrst út árið 1956. Aðalpersónan, Lúkas, er gamall maður, sem Okemur heim í æskuþorp sitt eftir að hafa setið 40 ár í fangelsi dæmdur fyrir morð, sem hann hefur ekki framið. Þorps- búar hræðast hann og forðast, þó að öllum sé kunnugt um sak leysi hans. Önnur aðalpersónan, Andrés, er ungur maður, sem einnig er að koma aftur heim í þetta sama þorp eftir áralanga baráttu gegn fasistum. í ráði er að taka á móti honum með fagnaðarhátíð, því Sm&vegls dr- tmgur í Laos Na Mone, Laos, 29. maí. — (Reuter) — NOKKUÐ þokaði áleiðis á „friðarráðstefnu" styrjald- araðila í Laos hér í dag. — Urðu hinir þrír málsaðilar, hægri-stjórnin í Vientiane, Pathet Lao-menn og fylgj- endur Souvanna Phouma, fyrrum forsætisráðherra í hlutleysisstjórninni svo- nefndu, nú loks sammála um dagskrá frekari við- ræðna um myndun sam- steypustjórnar allra þessara aðila í landinu. Enn fremur náðist sam- komulag um dagskrá við- ræðna um vopnahléð í land inu, m. a. skal rætt um að koma á fót eftirlitsnefnd allra þriggja aðilanna, er vinna skal með alþjóðlegu vopna'hlésnefndinni. Kveðjuathöfn Kveðjuathöfn um Narfa Hall- steinsson fór fram í Akraness- kirkju 29. marz sl. Hana flurtti séra Jón M. Guðjónsson. Sama dag var hann jarðsettur að Saur bæ á Hvalfjarðarströnd af pró- fastinum séra Sigurjóni Guðjóns syni. Fjölmenni var við jarðarför hins vinsæla heiðursmanns. Sól- skin í heiði og jörð var hjúpuð hvítum páskasnjó. Blessuð sé mini-ng hans og styrkur frá guði með systkinum hins látna sem sakna sárt góðs bróður. Ó. 1. J. að nú er hann orðinn áhrifamað- ur í stjórnmálum landsins. En Andrés hirðir ekki um fagnaðar læti þeirra, sem áður vildu hvorki heyra hann né sjá. Það er Lúkas og örlög hans, sem gagn taka hann. Hann einsetur sér að komast að ástæðunni fyrir hinum 40 ára réttarglöpun. Hann fær enga aðstoð til þess, fólkið í þorp inu er þögult eins og gröfin, og sjálfur neitar Lúkas honum um allar upplýsingar. Andrés verður því að finna svarið á eigin spýt ur Og gerir það — ræður leyndar mál Lúkasar. Bókin er bæði fögur, mann- leg og bráðspennandi aflestrar. Að listrænum vinnubrögðum hef ur henni verið líkt við Gamla manninn og hafið, hóbelsverð- launabók Hemmingways. Leynd armál Lúkasar er 173 bls. að stærð. Kápu og titilsíðu hefur Atli Már teiknað, en bókin er prentuð í Prentsmiðju Suður- lands. Fjúkandi lauf eftir Einar Ás- mundsson er fyrsta ljóðabók höfundarins, sem ekki hefur flík að skáldskap sínum, en er þjóð- kunnur fyrir störf alls ólík ljóða gerð — málfærslu og lögfræði- störf. Fjúkandi lauf eru 39 kvæði, mismunandi að stærð, sum löng, Einar Asmundsson önnur örstutt. 37 kvæðanna eru rímuð, 2 órímuð. Fimm þeirra hafa birzt í Skírni 1960, og voru það fyrstu ljóð, sem Einar Ás- mundsson birti eftir sig. Bókin er 78 bls. að stærð. Atli Már hefur teiknað kápu og titil mynd af höfundi, en Prentsmiðj an Hólar annazt prentun. Bækur þessar hafa verið send ar umboðsmönnum Almenna bókafélagsins út um land, en félagsmenn bókafélagsins í Reykjavík geta vitjað þeirra í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar. Yélskóli í 45 ár VÉLSKÓLANUM var slitið föstu daginn 19. maí og minntist skóla stjórinn, Gunnar Bjarmason. þess að þar með lauk 45. starfsári skólans. Fyrsti kennari og stjórn andi skólans var M. E. Jessen og naut skólinn hans í 40 ár. „Það var skólanum mikið lán, að í þetta starf skyldi veljast jafn- góður vélstjóri og kennari og Jessen var — og býr skólinn að því enn“, sagði Gunnar Bjama- sön. Þrír menn luku prófi frá Vél- skólanum fyrsta starfsárið og var það Gísli Jónsson, núverandi al- þingismaður, sem varð handihafi skírteinis númer 1. Annar í röð- inni varð Bjami Þorsteinsson, sem nú er látinn, en sá þriðji Hallgrímur Jónsson. Þakkaði Gunnar þeim báðum tryggð þá, er þeir hefðu jafnan sýnt skól- anum. Gat skólastjóri þess, að mark- miðið með stofnun skólans hefði upphaflega verið að mennta vél stjóra til starfa á togaraflotan- um. Margt hefði nú breytzt og hefði skólinn fengið aukna þýð- ingu, því hann yrði að sjá hinum ýmsu iðngreinum fyrir starfs- kröftum. Starfsemi skólans mundi þó alltaf miðast fyrst og fremst við að mennta menn til starfa á flotanum. Rakti 'skólastjórinn stuttlega sögu skólans og starf, tengsl hans við rafvirkjana o.fl. Síðan sagði Gunnar Bjarnason: „Aðsókn að vélstjóradeild skólans var með allra minnsta móti á liðnu hausti. 20 nem. voru skráðir í fyrsta bekk en 3 hættu, svo að næsta vetur er ekki von á nema 17 í 2. bekk. Undanfarin ár ha'fa verið um og yfir 40 nem. í hverjum árgangi og síðan haust ið 1945 hafa ekki verið svona fá ir í 1. bekk. í þjóðfélagi okkar er mikill skortur á véllærðum mönnum og ég hefi hugmynd um að marga unga menn fýsi að leggja á þessa braut. Ástæðan til þessarar öfugþróunar mun fyrst og fremst vera tregða verk stæðanna til að taka í iðnnám verðandi vélsíjóranema. Þau telja sig hafa af því kostnað og fyrirhöfn að hafa nema í 4 ár á verkstæðum sínum, sem svo að loknu námi hverfa í Vélskól- ann. Þetta vandamál hefur mik- ið verið rætt, en ekki er enn ráð ið á hvern hátt verður reynt að leysa það. í haust kem-ur væmt- anlega í ljós hvort hér hafi ver- ið um stundarfyrirbæri að ræða, eða hvort þróunin verður lík og fyrir 1940, en þá minnkaði aðsókn að skólanum jalfnt og þétt frá 1931, þangað til að eng inn sótti um skólavist 1940. Von- andi er að sVo verði ekki.“ Hann gat Þess, að verklega? æfingar hefðu borið mikinn og góðan árangur og mundi haldið áfram á þeirri braut. Undir próf gengu 36 vélstjórar og 40 vélstjórar úr rafmagns- Framhald á bls. 23. •^HálfsíðirJijólar^uga í sambandi við rább við frú Sandberg, sendiráðsritara- frú í blaðinu á sunnudag um móttökur, hefi ég athugað mál ið nánar í sambandi við það að síðir kjólar tilheyri ófrá- víkjanlega kjólfötum og orð- um, Og fengið að vita að yfir- leitt mun ekki hangið í stíf- ustu siðareglum hér eins og tíðkast erlendis, þegar slíkar kónungsheimsóknir eru, og að í Þjóðleikhúsinu muni konur allt eins geta mætt í hálfsíð- um kjólum eins og síðum. •Merkilegt læknisafrek xvmmmammmmMam—mmmmm Hinn 25. maí var í útvarp- inu flutt erindi um skipstrand á Skeiðarársandi, sem var merkileg frásögn af strandi þýzka togarans Friedrichs Al- berts 19. janúar 1903, og hrakningasaga strandmanna, sem flæktust í 11 sólarhringa þarna á söndunum Og stund- um á ís áður en þeir kom- ust til byggða, þá -svo illa haldnir og kalnir á útlimum að taka varð af mörgum all- ar tær eða fætur, Og tvo fé- laga sína höfðu þeir skilið eft- ir helfrosna, en stýrimaðurinn hvarf alveg. Fyrirlesari útvarpsins virð- ist ekki hafa verið nægilega kunnugur málavöxtum eftir að skipsbrotsmenn komust til byggða, og því hvernig þetta stórmerka læknisafrek — að taka af átta fætur og allar tær af tveimur fótum, við þær aðstæður, sem þá voru — hef- ur farið fram. Hann segir frá því er skipbrotsmenn komust undir læknishendur hjá Bjarna Jenssyni, lækni á Breiðabólsstað, en virðist ekki hafa vitað að læknarnir voru tveir, og að Þorgrímur Þórð- arson læknir á Borgum í Hornafirði, sem orð fór af fyr- ir skurðaðgerðir var sóttur, og hann framkvæmdi skurðað- gerðirnar, í samráði og með hjálp Bjarna Jenssonar og hjá honum á Breiðabólstað. • Læknarnir tveir og ein hjúkrunarkona Ýmsir kunnugir hafa vakið máls á þessu, þar á meðal hef ur Sigurður Árnason, oddviti á Fagurhólsmýri í öraéfum skrifað Birni, syni Þorgríms læknis, og látið í ljós von- brigði sín yfir að þáttur Þor- gríms í þessu afreki skyldi gleymast. í bréfinu' segir m. a. að þegar Þorgrímur fór í þessa ferð frá Hornafirði að Breiðabólstað hafi hann verið á hestum frá Árnesi, „Skó Einars og Brúnka Benedikts“. Björn Þorgrímsson og Marta Valgerður Jónsdóttir kona hans segja mér, að Guðlaug- ur Guðmundsson, sýslumaður, hafi sent Stefán Þorvaldsson póst eftir Þorgrími, er skip- brotsmenn voru komnir að Breiðabólstað. Hafi þetta ver- ið fjögurra daga ferð í skamm deginu, á fyrsta degi verið farið að Reynisvöllum í Suður sveit, annan daginn að Sand- felli í öræfum, þriðja daginn yfir Skeiðarársand að Núps- stað og þann fjórða að Kirkju bæjarklaustri. Hafi Þorgrím- ur læknir vérið a. m. k. tvo mánuði í þessari læknisferð, því fyrst í aprílmánuði er vit- að að hann var enn í burtu. Segir Marta að tengdafaðir sinn hafi sagt sér frá því hve stórkostlegt þetta hafi verið hjá Bjarna lækni Jenssyni að taka við þessum 9 illa förnu skipbrotsmönnum og gera heimili sitt að sjúkrahúsi fyr- ir þá, við þær aðstæður sem þá vOru. Ljósmóðirin í sveit- inni, mágkona Bjarna læknis, Guðríður Jónsdóttir, tók að sér hjúkrunarstörfin. í æfisögu Þorleifs í Hólum er sagt frá skurðaðgerðum hjá Þorgrími lækni og þar er einnig frásögn af þessu af- reki. • Sýslumaðurinn hélt fótunum Er þar m. a. kafli úr bréfi frá Guðlaugi sýslumanni til Þorleifs. Þar- segir: — Þor- grímur er kominn langt með að „aflima“ strandmennina, og það hefur allt heppnast prýðisvel að þessu, og verður svo vonandi fram úr, en ekki var það árennilegt í fyrstu. FERDINAIMO 'ir M'cli—í'v']- % „ /V> tCZ v,i ffi \ , I ©PIB \\ \ | f WiJMSt c/ áA r' f. 1 Hann hefur tjóðrað mig á þeim blóðvelli alla daga og látið mig hafa þá virðulegu (!) atvinnu að „halda fótun- um“ og kann ég honum enga þökk fyrir“. í Fjallkonunni 12. apríl 1903 segir svo: „Þorgrímur læknir er fyrir skömmu kominn heim til sín vestan af Síðu. Hann hefur verið þar yfir þýzkum mönnum af „Friedrich Al- bert“ frá Getsemiinde, sem strandaði á Svinafellsfjöru 19. janúar sl. og er búið að taka af þeim fimm mönnum, sem kólu, átta fætur og allar tær af tveim fótum. Þeir eru nú að mestu grónir og líður vel, eru allfrískir og kátir“. Eftir að skipbrotsmennirn- ir komu heim, skrifuðu þeir læknunum og sumir sendu myndir af sér og fjölskyldum sínum. Þá voru báðir lækn- arnir, Bjarni Og Þorgrímur, heiðraðir með prússnesku rauðu arnarorðunni fyrir þessa miklu hjálp. Guðríður fékk senda gullnál fyrir hjúkr unina. Hún bjó á efri árum hjá Jens Bjarnasyni og lézt á heimili ekkju hans fyrir nokkrum árum. Afrek íslenzku læknanna vakti mikla athygli í Þýzka- landi á sínum tíma og fékk Þorgrímur sendar margar úrklippur úr þýzkum blöðum, þar sem um það var skrifað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.