Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 31. maí 1961 MÖRGVNBLAÐID 9 Stórþingfhúsið í Osló. og áður, nema kommúnistar, sem fengu engan þingmann, í stað 114 áður, en höfðu þó atkvæðamagn, sem að réttu lagi hefði átt að duga til að koma 9 þingmönnum að. Úrslit kosninganna sýndu ber- ar en áður, að kjördæmaskipun- in var orðin mjög úrelt, og að stærsti flokkurinn fékk jafnan fleiri þingmenn kosna en rétt var_ en þeir minnstu urðu út- undan. Þó að breytingar á þessu yrðu til þess að draga úr þing- fylgi verkamannastjórnarinnar, náðu þær fram að ganga á síð- asta þingi kjörtímabilsins, 1953. Þá var numið úr gildi gamalt stjórnarskrárákvæði, „bonde- paragrafen“ svonefndur, sem mælti svo fyrir, að % þingmanna skyldi kosinn í sveitakjördæm- um. Þessvegna kusu kaupstaðir í hverju fylki sameiginlega þing- menn en , sveitirnar 1 fylkinu kusu sér. Nú var ákvæðið um hlutfall milli kaupstaðaþing- manna og sveitaþingmanna num- ið úr giídi og hvert fylki ■— kaupstaðir og sveitir saman — gert að einu kjördæmi. Við þetta fækkaði kjördæmunum um 10, úr 30 í 20, og jafnframt var þing- mönnum Oslóar fjölgað úr 7 upp í 13. í þessu fólst talsverð leið- rétting en þó ekki full_ enda eru engin uppbótarþingsæti leyfð í norskum lögum. Við kosningarn- ar 1953 fækkaði þingmönnum verkamannaflokksins úr 85 í 77, en fylgi hans fór þó vaxandi, því stjúrnmálaviðhorf eíiir Skúla Skúlason, ritstjóra BJÖRNSTJERNE Björnson kall- aði Noreg einhverntíma „et slagsmais-paradis". Hann hafði yndi af að berjast, annars hefði hann varla nefnt paradís í sam- bandi við slagsmálin. Og í annað sinn sagði hann, að friðurinn væri ekki alltaf mikilsverðastur, heldur hitt „at vi noget vil“. Síðan styrjöldinni lauk hefur ekki verið hægt að kalla Noreg „slagsmála-paradís“. Ekki svo að skilja að ekki sé deilt um stjórn- mál, andleg mál og annað, sem menn líta ekki sömu augum á. Vitanlega deila menn um efna- hagsmál, trúmál, hermál, „tungu- mál“ eins og fyrr en þær deilur hafa ekki orðið eins ofsafengnar og stundum áður, til dæmis í þann tíð er Björnsson óð fram á ritvöllinn og boðaði nýjar stefn ur sem hneyksluðu marga en enginn gat látið afskiptal^iusar. En „at vi noget vil“ hafa Nörð- menn aldrei sýnt betur en síð- ustu tuttugu árin. Þeir sýndu á stríðsárunum, á þann hátt sem frægt er orðið, að þeir létu ekki bugast þó 400 þúsund manna óvinaher væri í landinu. Og að stríðinu loknu sýndu þeir í verki, að þeir vildu eigi aðeins byggja upp aftur eyðilögð mannvirki og atvinnuvegi, sem staðnað höfðu undir hrammi hernámsins, held- ur líka gera landið betra en það hafði verið áður, og skapa þjóð- inni betri kjör en áður. Um þetta var ekki hægt að deila. Það var sameiginleg stefna allra stjórnmálaflokka þingsins. er það kom saman í fyrsta sinn eftir stríðslok, og þeim megin- línum sem þá voru dregnar hef- ur ríkisstjórnin fylgt í flestum atriðum til þessa dags. Norðmenn hafa haft svo mikið fyrir stafni síðustu 16 árin að þeir hafa alls ekki gefið sér tíma til að rífast. Þeir hafa deilt í hófi, en málefnin sjálf og fram- gangur þeirra hefur aldrei drukknað í deilunum. Aldrei hafa meiri framfarir orðið í Noregi en é árunum eftir stríðið, og það er beinlínis furðulegt og aðdá- unarvert hve miklu þjóðin hefur komið í framkv. á aðeins hálfum mannsaldri. Brenndu bæirnir eru risnir upp aftur í nýrri mynd, vélakostur iðnaðarfyrirtækjanna endumýjaður, flotinn orðinn tvö falt stærri en hann hefur nokk- urntíma verið, rafvæðing lands- ins hefur stóraukizt. Norsku þjóð inni hefur aldrei liðið betur en nú. II. Eftir strið hafa jafnan verið sex stjórnmálaflokkar í Noregi: Verkamannaflokkur, hægrimenn, vinstrimenn bændaflokkur (sem nú nefnist „senterpartiet"), kristilegi flokkurinn og komm- únistar. Verkamannaflokkurinn hefur alla tíð síðan 1935 verið hinn ráðandi flokkur í landinu, en hægrimenn verið næststærsti flokkurinn. Allt fram til 1884 er varla hægt að tala um • stjórnmála- flokka í Noregi. Það voru em- bættismennirnir og héraðshöfð- ingjarnir sem sátu á þinginu og um veruleg átök var þar ekki að ræða fyrr en hinir frjálslyndari þingmenn sameinuðust um að brjóta embættismannavaldið á bak aftur og láta dóm ganga yfir Selmer. Johan Sverdrup var for- ingi þeirrar sóknar, og síðan Selmersstjórnin leið undir lok hefur þingræði verið í Noregi. Þetta gerðist 1884 og á því ári voru þeir tveir stjórnmálaflokk- ar stofnaðir, sem mestu réðu um framvindu mála næstu fimmtíu árin: hægriflokkurinn og vinstri- flokkurinn. Hægrimenn réðu mestu þang- að til eftir sambandsslitin við Svía, en þá færðust vinstrimenn í aukana og lifðu sitt bezta tíma- bil undir forustu Gunnars Knud- sen og höfðu um skeið hreinan meirihluta í Stórþinginu. En 1920 klufu bændur, einkum hinir efna betri. sig úr vinstriflokknum, og hann hefur ekki biðið þess bætur síðan. Þessi nýi bændaflokkur nefndist fyrst „Landmannsfor- bundet“, en síðar „Bondepartiet“ og breytti enn um nafn í fyrra og nefnist nú „Senterpartiet“. Árið 1933 kom nýr flokkur til sögunnar, sem nefnist ^Kristelig Folkeparti“ og á orðið allmikil ítök víða um land. Verkamannaflokkurinn var raunverulega stofnaður í Aren- dal árið 1878 af prentaranum Christian Holtermann Knudsen, en átti lengi vel enga fulltrúa á Stórþinginu. Árið 1903 koma fjórir fulltrúar frá þessum flokki á þing, en þá sátu þar 68 hægri- og 48 vinstrimenn. En níu árum síðar, 1912, kom flokkurinn 23 þingmönnum að; þá voru þing- menn aðeins 123 og vinstriflokk- ur Gunnars Knudsens hafði hreinan meirihluta, 65 þingsæti. — Eftir fyrra stríðið varð riðlun á flokknum; hinn róttæki for- ingi Martin Tranmæl aðhylltist rússneska fordæmið, en það varð til þess að jafnaðarmenn stofn- uðu sinn eigin flokk í mótmæla- skyni við Moskva-kommúnism- ann. Og 1923 klofnaði flokkurinn enn, því að nú vildi meirihluti hans ekki lúta Moskva-fyrirskip- unum en þá gengu kommúnistar úr flokknum og stofnuðu núver- andi kommúnistaflokk. Verka- mannaflokkarnir voru þannig orðnir þrír. En 1927 sameinuðust jafnaðarmenn og verkamanna- flokkurinn og hurfu þá ýmsir fyrrverandi kommúnistar í nú- verandi verkamannaflokk, sem hefur farið vaxandi síðan. Hon- um óx mjög fylgi á kreppuárun- um eftir 1930 undir kjörorðinu: „Öll þjóðin að starfi!“ Og kom 70 mönnum á þing við kosning- arnar 1936, sem urðu hinar síð- ustu fyrir stríð. En þá voru stór- þingsmenn orðnir 150, eins og nú er. Árið áður hafði verka- mannaflokkurinn myndað stjórn með stuðningi bændaflokksins; forsaetisráðherra hennar var Jo- han Nygaardsvold, serp gegndi embættinu óslitið til 25. júní 1945, að Einar Gerhardsen tók við. Hefur Noregur þannig haft verkamannastjórn síðan í marz 1935. Við fyrstu kosningar eftir stríð haustið 1945, fékk verkamanna- flokkurinn rúml. 41% allra greiddra atkvæða og 76 þing- menn kosna, eða einn umfram helming þingsins. Hægrimenn fengu 25 þingmenn, vinstri 20, bændaflokkurinn 10, kristilegi flokkurinn 8 og kommúnistar 11. Bændaflokkurinn hafði ekki enn náð sér eftir að Hundseid for- maður hans hafði haft Quisling sem ráðherra í stjórn sinni, 1931—-33, og síðar var Hundseid dæmdur fyrir landssvik. Mynd- aði Einar Gerhardsen þá hreina verkamannastjórn, sem tók við af þjóðstjórninni er hann hafði myndað til bráðabirgða eftir að þingið kom saman um vorið. Við næstu kosningar, 1949. fjölgaði verkamannaþingmöhnum upp í 85 og er það mesti meirihluti, sem flokkurinn hefur haft. Hinir flokkarnir höfðu álíka liðstyrk að ef gamla kjördæmaskipunin hefði haldist mundi hann hafa fengið 92 þingmenn. Hægrimenn bættu við sig 4 þingsætum, bændaflokkurinn 2, kristilegi flokkurinn 5 og kommúnistar fengu 3 þingsæti. En vinstri töp- uðu 6. Síðustu kosningar fóru fram 1957 og þing það er enn situr er þannig skipað: Verkamanna- flokkur 78, hægri 29, vinstri 15, bændafl. 15, kr.fl. 12 og komm- Einar Gerhardsen únistar 1. Þeir misstu um þriðj ung atkvæða og tvo þingmenn í þessum kosningum, en verka- mannaflokkurinn fékk tilsvar andi liðsauka. Hægrimenn unnu á og fengu 18 9% atkvæða, vinstri og kristil. flokkurinn fengu lægri atkvæðatölu en áður, 9, 7 og 10,2%, en bændaflokkur- inn 9,3%. Alls höfðu „borgara legu flokkarnir" 48,1% greiddra atkvæða, en verkamannaflokkur inn og kommúnistar til samans 51,9%. III. Ríkisstjórn Noregs eftir stríð hefur staðið vel að vígi að því leyti, að hún hefur jafnan haft hreinan þing-meirihluta að baki sér og -ekki þurft að eiga hrossa- kaup við andstæðinga til þess að koma málum sínum fram. En hún hefur hinsvegar ekki beitt þingvaldi sínu til þess, að ganga í berhögg við einstaklingsfram- takið og gerast frumkvöðull að þjóðnýtingu, þó að það sé aðal- stef numál j af naðarmannaf lokka margra landa. En hinsvegar hef- ur stjórnin gert ýmsar þær ráð- stafanir, sem segja má að tak- marki allmjög athafnafrelsi ein- staklingsins. Þær ráðstafanir voru flestar gerðar til bráða- birgða og hafa horfið úr sög- unni smátt og smátt. Eitt af fyrstu verkefnum stjórn arinnar var að koma skipulagi á fjármálin. Þjóðverjar höfðu á stríðsárunum prentað og sett í umferð Noregsbanka-seðla fyrir 11.300 milljón krónur og ausið þeim út, þannig að fólk safnaði peningum, því að það var ekki nema lítið, sem það gat fengið keypt fyrir þá. Einstaklingar og sveitafélög borguðu skuldir og lögðu peninga í handraðann, — peninga. sem í raun réttri áttu sér enga stoð í þjóðarbúskapn- um. Þetta æxli þurfti að skera og það var gert með lögum um eignakönnun þegar í stað. Allir urðu að tíunda eignir sínar, nýir seðlar voru gefnir út en þeir gömlu gengu úr gildi von bráðar. Hár sérskattur var lagður á eignir manna, sem auðgazt höfðu á stríðsárunum — en óleyfilegur gróði landssvikara var gerður upptækur. Það voru einkum tveir menn, sem stýrðu þessum aðgerðum, Gunnar Jahn þjóð- bankastjóri (sem var fjármála- ráðherra í bráðabirgðastjón Ger- hardsens sumarið 1945) og eftir- maður hans, Erik Brofoss (fjár- málaráðherra til ársloka 1947 og síðar iðnaðarmálaráðhera og verzlunarmálaráðherra, en nú þjóðbankastjóri). Brofoss var lengi sá maður, sem mest veður stóðu um í stjórninni, og þótti stundum óvæginn. En það þurfti annað en silkihanzka til að koma fjárhagsmálum þjóðarinnar á réttan grundvöll. Annar maður sem oft hefur heyrzt nefndur í opinberu lífi er Wilhelm Thagárd verðlagsstjóri, en við hann eru kennd lög. sem undirskrifuð voru af útlegðar- stjórninni í London 8. maí 1945, sama daginn sem Noregur varð frjáls. Lög þessi gefa stjórninni víðtækt vald yfir atvinnumálum þjóðarinnar svo að hún gæti jafn vel sagt atvinnurekendum fyrir verkum — hvað þeir eigi að framleiða og hvað ekki. Jafn- framt fékk stjórnin heimild til að ákveða hámarksverð og halda uppi verðlagseftirliti. Markmið laganna var ekki sízt það að stuðla að aukinni framleiðslu út- flutningsvöru til að draga úr vöruskiptahallanum, sem jafnan er mikill. Það eru skipin, sem eiga að leggja til það sem á vant- ar til þess að erlendu viðskiptin séu hallalaus. Stjórn Noregs hefur í atvinnu- málum einkum beitt sér að þvi að auka útflutninginn og skipa- stólinn. Aukinn útflutningur byggðist fyrst og fremst á auk- inni iðnaðarframleiðslu, og má segja að efling iðnaðarins hafi verið gildasti þátturinn í stefnu norsku stjórnarinnar eftir stríð. Fólkið hefur horfið fá landbún- aðinum í verksmiðjurnar, og oft má heyra á bændum, að þeir þykist hafðir útundan. Þó hefur stjórnin jafnan brugðizt vel við kröfum þeirra og kjör þeirra, sem landbúnað stunda, eru síz-t lakari en annarra stétta. Undirstaðan undir sókn Norð- manna í iðnaðarmálum byggist fyrst og fremst á virkjun vatns- orkunnar. Árið 1945 taldist virkj- að vatnsafl í Noregi vera 2.500 þús. kw, en hefur tvöfaldazt síð- an, og tvöfalt fleirj heimili hafa nú rafmagn en þá var. En megin- hluti orkunnar fer til stóriðjunn- ar, og þá einkum til járnbræðslu og aluminiumframleiðslu. í Mo í Rana, Árdal, Sunndalseyri og viðar starfa nú iðjuver, sumpart Framh. á bls 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.