Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVISBLAÐIO Miðvikudagur 31. maí 1961 Síðan hata ég Rondo Capriccloso BREZKI PÍANÓLEIKARINN Adeline de Lara er ein af ör- fáum eftirlifandi nemendum frú Klöru Schumann, hins fræga píanóleikara og eigin- konu tónskáldsins góða. De Lara stendur nú á níræðu og er löngu hæit að leika opni- herlega á píanó. Enn tekur hún þó í hljóðfærið og hefur á því furðulegt vald, eftir því sem heimilisvinir hennar segja. í eftirfarandi línum segir de Lara dálítið frá kynnum sínum af Klöru Schumann, sem kenndi henni píanóleik í full sex ár, frá 1886—1892, en frú Schumann lézt árið 1896. Frú Klara Schumann, í æsku. De Lara segir í fyrstu frá því er hún fór að frumkvæði píanóleikarans Fanny Davies, á fund Klöru S ;humann og óskaði eftir að gerast nem- andi hennar. Svo segir hún m.a.: Klara Schumann var stór kona — ekki falleg, — en hún hafði fínlega andlits- drætti svo að hún virtist eldri en hún í raun og veru var. Þegar ég kom til Frankfurt fór ég fyrst í tíma til tveggja dætra frúarinnar, þeirra Marie og Eugenie svo sem venja var. Skömmu síðar fékk ég að hefja námið hjá Klöru sjálfri og þau sex ár, sem ég dvaldist í Frankfurt, var ég í tímum hjá henni á þriðjudögum og föstudögum. Hver kennslustund stóð yfir í klukkustund og fimmtán mín. og lágmarksæfingatími hvern dag var þrjár klst. Kennslu stundirnar voru afar erfiðar, venjulega skyldi Bach leikinn fyrst, síðan Beethoven eða Mozart og loks Schumann eða Chopin. Klara Schumann sagði venjulega fátt. Hún sat alveg við nótnaborðið og átti það til að kippa í olnboga minn til þess að áherzlur yrðu á- kveðnari — syngjandi skýr hljómur var að hennar áliti hið mikilvægasta í leiknum. „Þú leikur þetta án minnstu tilfinningar — þetta er ein- tóm tækni“ sagði hún oft reiðilega og stundum ýtti hún mér frá hljóðfærinu og sýndi mér hvernig skyldi leika verkið. Hún lagði mikla á- herzlu á smáatriði — hún gat lyft einum fingri og maður vissi til hvers hún ætlaðist. Til dæmis á einum stað í fyrsta þætti píanókoncertsins eftir Schumann — hún snerti aðeins við öxlinni á mér og ég vissi, að hún ætlaðist til að hljðmfallið nægðist. Annað themað í þættinum sagði hún að ætti að leikast hægt — með pedal. Stundum sagði hún: — Róbert féll það bezt þannig" en yfirleitt talaði hún lítið um hann og nefndi hann nær alltaf Schumann. Samt virtist hún ekki taka sér nærri að gera smávegis breytingar á verkum hans. Til dæmis sleppti hún alltaf fúgutilbrigðinu í Synfónísku tilbrigðunum og mörgum töktum í enda verksins. — ★ — Eg heyrði Klöru Schumann oft leika verk eftir Schumann Adelina de Lara með góðan vin mynd af Myru Hess, píanóleikara. heldur de Lara áfram tyá- sögn sinni, en hún lagði að því er virtist lítið af sjálfri sér í leikinn. Hún var mennt aður píanóleikari, en sem per sóna virtist mér hana ætíð skorta eitthvað. Tækni henn ar var afbragð Og þó var leik ur hennar langt frá því að vera leiðinlega tæknilegur. En maður fann alltaf ■ heila hennar í leiknum en of sjald an hjartað. Klara Schumann var góð kona og missti aldrei stjórn á skapi sínu, en hún gat verið afar ströng. Eitt sinn átti ég að leika Rondo Capriccioso eftir Mendelssohn á nemenda hljómleikum. Meðan ég lék sagði hún ekki orð, en á eftir fékk ég það óþvegið. Ég hefði enga tækni, sagði hún, enga túlkun og ekkert vald yfir verkinu. Svo sagði hún lágt og rólega: „Ég get ekki með nokkru móti leyft nemanda mínum að leika á nemanda- hljómleikum svo illa sem þér hafið nú leikið“. Ég hljóp í burtu með tárin streymandi niður kinnarnar. Síðan hata ég Rondo Capriccioso. Ég geri ráð fyrir að hinn hörmulegi dauði Roberts Schumann og undanfari hans hafi sett sín spor á Klöru Schumann. Jóhannes Brahms var mikill vinur hennar og reyndi mikið til að hýrga hana. — Hvers vegna ertu svona þungbúin í dag, Klara litla, sagði hann stundum þeg ar, hann kom og klappaði henni á kollinn um leið og hann brosti til okkar hinna. Stundum stóð Brahms fyrir aftan mig í kennslustundum. Hann hafði þá kannske hend urnar á öxlum mínum, meðan ég lék og gaf mér merki um áherzlu eða hraðabreytingar með misjafnlega þungum þrýstingi handanna á öxlun- um. — Eða hann sló mér á bak og brosti og þá vissi ég að allt var í lagi. Yfirleitt sagSi hann ekkert um tónlist sína en lagði þó mikla á- herzlu á sterka vinstrihandar túlkun. StiS'dum fletti ég fyr ir hann og frú Klöru er þau léku fjórhent tmgversku dans ana hans. Frú Klara Schumann gerði mig alltaf mjög óstyrka, eink um vegna þess að mér fannst sem henni félli alls ekki við Englendinga. En fyrir síotistu hljómleikana mína í Frank- furt spurði hún mig hverju ég ætlaði að klæðast. Er ég svaraði því, tók hún fram fag urt gullslegið ítalskt hálsmen og gaf mér. Þegar við kvödd umst föðmuðumst við og tár- felldum báðar í fyrsta sinn. Ég sá hana aldrei framar. Kristíu Minningarorð HINN 8. apríl s.l. andaðist frú Kristín Björnsdóttir Briem í Landsspítalan-um í Reykjavík eftir strang-a sjúkdómslegu, og fór jarðarför hennar fram hinn 14. apríl frá Fossvogskirkju. Hafði Kristín um árabil kennt sjúkdóms þess, sem varð henni að aldurtila. Bar hún veikindi sín með ró og æðruleysi, þótt vita mætti að hverju stðfndi. Með- fædd þrauts-eigja og kjarkur, á- samt sterkri og lifandi trú, mun hafa veitt henni þar drýgstan stuðning. Frú Kristín fæddist á Hofsstöð- um í Skagafirði 17. desember 1889 og var því á 72. aldursári, þegar hún lézit. Hún var dttir merkishjónanna Björns Péturs- sonar bónda á Hofsstöðum Og konu hans Unu Jóhannesöóttur frá Dýrfinnustöðum. Stóðu að þeim hjónum traustar skagfirsk- ar bændaættir. Björn bjó stórbúi á Hofsstöðum um rúml. hálfrar aldar skeið eða frá 1861 til 1912, lengst af í tvíbýli við Sigurð bróður sinn. Var Hofsstaðaheim- ilið rómað rausn-ar- og myndar- heimili. Björn var tvíkvæntur. Var fyrri kona hans Margrét Pálsdttir, og átti hann með henni margt barna. Með síðari konu sinni Unu Jóhannesdttur átti hann tvö börn, sem upp komust, Briem Kristínu og Jóhannes. sem tók við búi á Hófsstöðum eftir föður sinn og bjó þar fil ársins 1933, er hann flutti til' Reykjavíkur. Út af Birni á Hofsstöðum er mik ill ættstofn kominn, þar í þjóð- kunnir menn. Frú Kristín ólst upp í föður- garði, þangað til hún fór innan við tvítugt til Reykjavíkur og var þar tvo vetur við nám, aðal- lega á hússtjórnarskóla. Árið 1911 gekk hún að eiga eftirlif- andi mann sinn Kristin, son Páls Briem amtmanns og fyrri konu hans Kristínar Guðmundsdótt- ur frá Auðnum á Vatnsleysu- strönd. Eru þannig í ágústmán- uði n.k. liðin 50 ár frá giftingu þeirra. Árið 1912 fluttu þau til Sauðárkróks, þar sem Kristinn setti á stofn verzlun, sem h-ann hefur rekið síðan. Þau hjón eignuðust átta börn. Dóu þrjú þeirra við fæðingu, en eitt þeirra, einkar efnileg dótt- ir, Una Kristín, andaðist úr löm unarveiki hálfs árs gömul. Var hún foreldrum sínum mikill harmdauði. Þau börn, sem upp komust, eni þessi: Páll, bankafulltrúi í Reykja- vík, kvæntur Jónínu Jóhannsdótt ur frá Álftamýri í Arnarfirði. Björn, sem starfar við verzlun föður síns á Sauðárkróki, ókvænt ur. Gunnlaugur, lögfræðingur, kvæntur Hjördísi Ágústsdóttur Kvaran. Elín, gift Sigurði Sveinssyni, lögfræðingi. Auk þess ólu þau hjón upp að meira eða minna leyti þrjú fóst- urbörn, Sverri, trésmið í Reykja vík, Ásthildi, verzlunarmæir á Sauðárkróki og Kristínu dóttur hennar. Frú Kristín Briem var fríð- leikskona, björt yfirlitum og virðuleg í framkomu. Hún var skapfestukona, kjarkmikil og raungóð, en hlédræg. Hún mætti öllum erfiðleikum lífsins með ró semi og jafnaðargeði, þótt hún væri tilfinninganæm. Hún bar það ekki utan á sér, þegar hún missti dótturina, en ekki löngu fyrir andlát sitt gat hún þess, að hún hefði aldrei náð sér að fullu eftir dótturmissinn og hl-akkaði til endurfundanna, þegar jarð- lífinu lyki. Frú Kristín helgaði heimili sínu og börnum -alla krafta sína. Hún var frábær húsmóðir, skap aði fjölskyldu sinni fallegt heim- ili af mikilli smekkvísi og var gestrisin svo af bar. Munu marg ir minn-ast fyrr og síðar ágætrar móttöku á heimili hennar. Hún er k-vödd með þakklátum 'huga fyrir göfugt ævistarf. Blessuð veri minning hennar. S. S. Erindi um ein- angrun húsa TSAFIRÐI, 24. maí. — í gær- kvöldi flutti Haraldur Ásgeirs- son, verkfræðingur, erindi um ein-angrun í húsu-m. Erindið var 'flutt á vegum Byggingaþjónust- unnar í Reykjavík og Iðnaðar- mannafélaigs ísfirðinga. Jafn- framt voru sýndar skuggamynd- ir. — í dag er gott veður, en snjór er talsverður á götum bæjarins eftir norðanáhlaupið, sem gerði hér í gær. — GK. „Fálkinn" með sérstakt Noregsblað X TIEFNI alf konungskomunni er Vikublaðið Fálkinn, sem kemur út í dag, helgaður Noregi og Norðmönnum. Blaðið er stærra en venjiulega, alls 44 síður með litprentaðri forsíðu af Ólafi Nor egskonungi og er kápuprentun ein-staklega vönduð. Fjölmargir landskurmir menn rita greinar um Noreg í blaðið, og má af þei-m" nefna Skúla Skúlason, fyrrveraindi ritstjóra Fálkans, sem skrifar um tvo síð ustu Noregskonunga, — Sigurð Nordal Prófessor sem skrifar grein um Norðmenn og Krist- mann Guðmundsson rithöifund, sem skrifar um sum-ardýrð í Nor egi. Birtar eru myndir af kunn, um Norðmönnium búsettum hér á landi á skemmtun, sem Nord, mannslaget hélt í Þjóðleikhúss, kjallaranum 177. maí s.l. Smásög ur blaðsins exu allar eftir norska höfunda, m.a. Knut Hamsun og Arnulf Överland. — Auk efnis um Noreg eru hinir föstu þættir blaðsins. Margrét Gísladóttir Kveðja í DAG 31. maí verður til moldar borin frá Eyrarbakkakirkju Margrét Gísladóttir. Kveðja frá frænku. Þú ert hor-fin -hja-rtans frænka mín ég í anda vildi minnast þín og þakka þér það allt er varst þú mér í gleði og rau-n ég skjólið fa-nn hjá þér. * Ég fann þig fyrst sem barn af ferðalagi og fann þ-að strax þú varst af bezta tagi. Þú brostir blí-tt og baðst mig gang-a inn og tókst mig hlýtt í sterka faðminn þinn og hrygg ég var þú huggaðir mig fljótt og vangann kyssitir bauðst mér góða nótt. Því að morgni árla skyldi risa í veganesti veginn vildir vísa, Og síðan hafa haldist tryggða, bönd, nú ert þú horfin himing upp i lönd Guð þig leiði góða frænka mín um landið fagra sem að við þér skín. Og vinirnir sem áður voru horfnir Þeir er-u allir blítt af englum bornir. Vertu sæl við sjáumst ei oftar hér hafðu hja-rtans þa-kklæti frá mér. Kallið kom og kær var komin stund Drottinn vora hrellda hressir lund. Þetta er lögmál sem að lífið krefur Góða nótt ég býð þér sem að sefur. Jóna Jóhannsdóttir, Hafnarfirði. Miklar fram- kvæmdir SANDGERÐI, 29. mai. _ Hafn, arframkvæmdir hafa verið mikl ar hér síðustu árin og er unnið að öfliun fjár til frekiari fram- kvæmda. — Hér eru í smíðum 16 íbúðarhús með 20 íbúðum og má telja það miklar framkvæmd I ir, því við síðast-a manntal voru ! íbúarnir í Miðneshreppi um 930 i talsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.