Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 31. maí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 ÞAÐ var dag einn veturinn 1936—37 að við smápattamir vorum á sífelldum þönum og óþreytandi við að elta uppi myndimar frá Olympíuleik- unum í Berlín sem O. John- son og Kaaber voru svo ein- staklega góðir að láta fylgja kaffinu sínu. Við höfðum tíð skipti sjálfir og þutum milli verzlana og vorum að nauða í afgreiðslufólkinu, unz það lofaði okkur að skipta á mynd um á pökkunum. Við urðum að fá nýjar myndir. Og svo kom ný mynd í safnið. Einn daginn náði ég í mynd af manni með byssu. 1 myndaal- búminu sá ég að hann hafði sigrað í sinni grein — skotið öllum skotunum í sama punkt inn. Hann hafði unnið afrek sem ekki er hægt að yfir- stíga. Maðurinn var Norð- maðurinn Willy Rögeberg. Ég hef aldrei gleymt ,,kaffipoka“- myndinni af þessum manni. Hún er enn Ijóslifandi fyrir hugskotsjónum mínum sem glæsilegt dæmi um óbætan- legt afrek. Ljóminn af afrek- inu færðist yfir á norsku þjóð- ina og þetta afrek og mörg sem ég síðan hef lesið um eða upplifað hafa tengt Noreg og íþróttir eða íþróttir og það sem norskt er órjúfandi bönd- um í huga mínum. Hver man ekki Birger Ruud? Hver man ekki Hjalmar Anderson — „Hjallis“, Egil Danielsen eða Stein Eriksen og alla þá sem - ■ 'rfáJta.......... . ;jp *=< h |§J1| n ii ii „ j|i 1 31 M 1 P'iW Hj !>r •$? Lauritz Bergendalil kemur m eð blysið á Bislet og fær Frid- thjóf Nansen. Hinn „hreini eldur“ norskrar íþrdttaírægöar alþjóðlegt orð og heiti skiða- íþróttarinnar. Það var því hátíð hátíðanna á þessu sviði er Norðmenn fengu tækifæri til að halda Vetrar-Olympíuleikana 1952. Þeir leikar verða lika um margt minnisstæðir. Aldrei fyrr hafa Vetrarleikar verið settir og haldnir að nokkru í höfuðborg. Stórborgin gaf leik unum þann ramma og þann svip sem minni staðir geta ekki gefið. Aðra nýlundu komu Norð- menn með. Það var að kveikja „hreinan eld“ og bera hann til Oslo. Olav Bjaaland, sem verið hafði ferðafélagi Am- undsens til Suðurpólsins 1912 kom fram með hugmyndina að þessari boðgöngu skíða- manna með ,hreinan eld“. Eldurinn skyldi tendraður við gröf Söndre Norheim frá Morgedal. Hann var fýrsti maður í heiminum sem hvatti til og keppti í skíðaíþróttum. Bjaaland ferðafélagi Amund- sen, vildi tengja saman það uppháf og þessa hátíð hátíð- anna í Oslo. Hinn „hreina eld“ skyldu ungir og gamlir íþrótta menn Noregs bera til leik- vangsins í Oslo — frægir menn og óþekktir menn fram tíðarinnar. Þetta litla bál lýsti fornar slóðir á Þelamörk, tengdi með reykjarglóð þá staði sem mest hafa komið við skíðasögu Noregs — og heims- ins. Það var víða staldrað við, m. a. í heimabæ Birgers Ruud, en hann lá þá veikur og sá þennan „hreina eld“ norskrar frægðarsögu aðeins tilsýndar úr glugga. -Ar Keðjan lokast Síðasta spölin að Bislettleik vanginum bar eldinn sá Norð- maður sem fyrstur varð heimsfrægur fyrir skíðaafrek, Lauritz Bergendahl. Keikur og stoltur, þótt aldraður væri orðinn, birtist hann í dyrum Bislettleikvangsins, heilsaði með blysinu sem tendrað var í Morgedal — vöggu skíða íþróttarinnar. Fögnuðurinn var gífurlegur. Og Bergendahl afhenti blysið Fridtjof Nan- sen sonarsyni hins heims- fræga nafna síns. Hann gekk með það hring á vellinum og kveikti bálið sem logaði með- an á leikunum stóð. I áratug eftir áratug hafa gert I Noreg að mesta stórveldi allra ( stórvelda á svið vetrariþrótta. I Þar stendur vagga vetraríþrótta Eins og Grikkland er móð- urland sumarleikja og sumar- íþrótta, þá stendur vagga vetraríþrótta í Noregi. Sá sem gengur gegnum ,,Skimuseet“ norska, sem nú er til húsa í stökkpallsbyggingunni á Holm enkollen, fer ekki ósnortinn þaðan. Að ganga meðal allra þeirra merku safnmuna, er sem að finna æðaslög þeirra löngu liðnu kynslóða sem harðasta lífsbaráttu háðu; sem sigruðu vetrarhörkur og öll •njóalög með því að notfæra sér það sem við í dag köllum skíðj og skauta. Öll saga vetr- aríþrótta er samslungnari lífi og íþróttaiðkun Norðmanna en nokkurrar annarrar þjóð- ar. Afreksmenn á þessu sviði hafa Norðmenn átt fleiri og betri en allar aðrar þjóðir, þó metin hafi í þessum efnum jafnast hin allra síðustu árin. Hvaða smáþjóð getur státað af sonum eins og Fridtjof Nansen og Roald Amundsen? Þeir ruddu brautir til þeirra marka sem mannlegar verur hafa kannað lengst í norðri og lengst í suðri. Og það sem enn meira afrek er — þeir ruddu þessar brautir fyrstir allra manna. Yfirstigu þá erf- iðleika sem þá voru ókunnir. Samt hafa þessir sömu erfið- leikar orðið öðrum að falli þó þeir þá væru kunnir af frá- sögnum brautryðjendanna. Á skíðasafninu í Holmen- kollenbyggingunni eru tjöld, bátar, skíði og ýmis önnur á- höld þessara fræknu Norð- manna. Hlutirnir gefa góða innsýn í þá erfiðleika og raun ir sem ferðirnar hafa verið. Ferðir þessara manna byggð- ust á íþróttaiðkun Norð- manna. Afrek þeirra eru perl- ur norskrar íþrótta- og afreks- sögu. ★ Meiður íþrótta í Noregi er marggreinóttur, stofninn fag- ur og sterkur og skýtur rót- um um allar byggðir Noregs og allar greinar þjóðfélagsins. íþróttir og geta í íþróttum éru aðalsmerki hvers Norð- manns. í fjölmörgum greinum hafa Norðmenn átt afreks- menn sem gnæfa í fremstu röðum íþróttamanna heims. Frjálsíþróttamenn hafa þeir átt og eiga marga og mjög góða, fimleikamenn sömuleið- is. skotmenn framúrskarandi eins og sagan í upphafi greinir frá, siglingamenn þeirra hafa margoft sigrað á heimsmótum svo og ræðarar þeirra. Þannig mætti lengi telja. Norskir landnámsmenn Hróður Norðmanna er held ur ekki staðbundinn við Noreg. Mikil Og góð samskipti hafa þeir átt við önnur lönd og í þeim efnum eigum við íslendingar þeim mikið að þakka. Tveir Norðmenn hófu hér mikið brautryðjendastarf. L. H. Möller kynnti hér skíða- íþróttina og ruddi henni braut svo glæsilega að seint mun gleymast. A. J. Bertelsen kynnti sér fimleika á jafn glæsilegan hátt og árangurs- ríkan. Þetta eru tveir norskir landnámsmenn í ísl. íþrótta- sögu, sem þar eiga ekki síðri kafla en Norðmenn áttu í landnámi íslands. fslenzk íþróttahreyfing á Norðmönn- um mikið að þakka. En skíða- og skautaíþróttir eru aðalsmerki íþróttanna í Noregi. í þessum greinum hafa Norðmenn verið forystu- þjóð hvað afreksmenn snertir lengst af og þáttur Norð- manna í tilkomu og upphafi þessara greina er ótvíræður. Vagga þeirra stendur í Nor- egi. Heitið Þelamörk er álíka í bjarma þess báls sór fræg- asti stökkmaður Norðmanna á siðari tímum Thorbjörn Falkanger Olympíueiðinn og hélt í horn norska fánans sem frægasti skautamaður heims fyrr og síðar, Hjalmar Ander- sen hafði borið inn á leik- vanginn fyrir norskri íþrótta- æsku. Tengslin voru bundin milli hins aldagamla upphafs og nýtímans. Þessi sveit norskra manna fór með sigur- orð af öllum þjóðum sem þátt tóku í leikunum. Sú sveit hlaut um helming allxa Olym- píuverðlaunanna og Hjalmar Andersen hafði forystuna — eins og þegar hann gekk með fánann — vann fern gullverð- laun. ★ Norðmenn og íþróttir eru tengd hugtök. Það eru ekki aðeins einstakir afreksmenn,, heldur þjóðin öll sem í hlut á. Skíðaíþróttin á sinn sér- staka þátt í norskri sögu og við skulum ljúka þessum hug- leiðingum með ljóðlínum Da- víðs Stefánssonar En það er ofraun öllum lýðum, að ætla að stöðva í miðjum hlíðum, norskan mann á norskum skíðum. A. St. Home lávarð Nehrú gagnrýnir MADRID, 29. maí. — (Reuter) — Brezki utanríkisráðherrann, Home lávarður, kom hingað í dag frá Lissabon, en hann hefur dvalizt_ í Portúgal undanfarna daga. Á Spáni mun hann standa við þrjá daga o geinkum ræða við spánska utanríkisráðherr- ann, de Oastiella. Heimsókn Home til þessara tveggja einræðisríkja hefur víða verið gagnrýnd nokkuð. — Þannig lét Nehrú, forsætisráð- herra Ind'lands, m. a. svo um mælt í dag, að það væri óvið- eigandi að sýna Portúgal, sem nú ræki „blóðuga upprætingar- styrjöld“ í Afríkunýlendu sinrni, Angóla, slíkan trúnað og heiður, sem fælist í heimsókn brezka ut- anríkisráðherrans. 370 börn í Barna- skóla Isaf jarðar ÍSAFIRÐI, 23. maí. — Bama- skóla ísafjarðar var sliitið sl. fimmtudag, 18. maí. 370 böm stunduðu nám í skólanum og var þeim skipt i 16 deildir. Á sl. hausti tókst ekki að fá næga kennara að skólanum, og taldi skólastjórinn, Jón H. Guð- mundsson, að slíkt hlyti að hafa áhrif í sambandi við skólastarf- ið, því að í nokkrum deildum fengu börnin ekki fulla kennslu af þeim sökum, 57 böm luku barnaprófi. — Hæsta einkunn hlaut Kristín Oddsdóttir, 9,61, og næst varð Sigrún Guðmundsdóttir með 9.38. — Vorskóli fyrir yngri börnin hófst í dag og verður fram til 8. júní. — GK. Flutmngiir Dillonshúss tókst vel FLUTNIN GUR Dillons-hÚssms frá horni Suðurgötu og Tún- götu og inn fyrir Elliðaár úpp að Árbæ gekk ágætlega aðfara- nótt sl. sunnudags. Blaðið hringdi til þeirra Lárusar Sig- urbjörnssonar, skjalavarðar og Sveinbjarnar H. Pálssonar, vél- virkja, em stjórnaði verkinu. Sveinbjörn kvað flutninginn hafa tekizt ágætlega og eigin- lega betur en eftir áæltun. Kl. eitt um nóttina var lagt af stað með húsið. Hafði því verið kom- ið fyrir á gríðarmiklum vagni, sem kraftmikill bíll frá Þunga- vinnuvélum dró. Bíllinn, sem er af Leo-gerð, er öflugur gálga- bíll með dráttarútbúnaði. Þessi bíll mun hafa dregið um 60 tonn, en hins vegar mun þetta hús ekþi vega nema um 18 tonn. Bílstjóri var Jón Guð- björnsson. Kl. hálffjögur var komið í áfangastað, og kl. fimm var búið að taka það af hjóla- sleðanum. Lárus skýrði frá því, að húsið hefði verið ákaflega vel byggt og um margt einkennilegt. Gafl- amir eru með reisifjöl en spjald þil að öðru leyti. Þá er eld- stæðið með einstæðum hætti. Arininn er þrefaldur, eldstæðið eitt í miðju húsi, en þrjú eldop inn í herbergin, hið stærsta inn í eldhúsið. Sparlega hefur verið farið með nagla að fyrri tíðar hætti og litlar festingar í hús- inu. LOFTUR M. L JÖSMYNDASTO FAN Pantið tíma i síma 1-47-72. RACNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörf og eignaumsýsla Vonarstræti 4. VR-húsið. Sími 17752

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.