Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 13
Míðvíkudagur 31. maí 1961 MORGVNBL4Ð1B 13 Nægileg ástæða til handtöku að eiga kennslufaók í málfræði SÉRSTAKUH fréttaritari Observ ers skrifar frá borginni Luanda í portúgölsku nýlendunni An- igóla: — „Sýnið þakklæti yðar —. Að fara nú af landi brott eins og málum er háttað, væri sama sem landráð". — Þannig hljóða til- Ikynningar frá portúgölsku stjórn inni til hinna hvítu landnema, meðan lögð eru á ráðin um hvernig bezt verði gengið milli bols og höfuðs á uppreisnarmönn- um í Angola. Þessi slagorð kunna að verða grafskriftin eftir siðferðilegt hrun hinnar óttalegustu nýlendu- stefnu, sem Evrópa hefur vitað af nokkru sinni. í héraðinu Luanda þar sem næstum ríkir miðjarðarhafs sól skin hefur loksins linnt aftökum uppreisnarmanna, ekki vegna al menningsálitsins, heldur vegna ótta yfirvaldanna um að hvíti her inn hafi verið farinn að hætta að láta að stjórn. ,4 Þess í stað hafa verið gerðar „villimannlegar varúðarráðstafan ir“, sem ná allt til suðurhluta landsins, þar sem til þessa hefur verið tiltölulega friðsamlegt. Afríkumenn hafa verið hand teknir í stórum hópum hvað eftir annað — í héraðinu Lobito einu voru handteknir 1500 menn sama dag. Meðal hinna hand- teknu eru kennarar, Afríkumenn sem hafa náð sömu réttindum og Evrópumenn og næstum allir læs ir Afríkumenn. Það hefur verið nægileg ástæða til þess að menn hverfi af sjónarsviðinu að eiga kennslubók í málfræði, útvarps tæki eða jafnvel reiðhjól. Marg ir afrískir prestar hafa verið flutt ir til Portúgals til þess að losa Angola við sem flesta þá Afríku menn sem líklegir kunna að vera til að rísa upp til forystu. Aðgerðir þessar hafa valdið óg urlegri hræðslu meðal Evrópu- manna. Er nú svo komið, að ferð ir til Portúgals eru upppantaðar allt fram til janúar 1962 og lang ar biðraðir eru hvern dag í bönk um, þar sem menn reyna að fá fé sitt flutt í banka í Evrópu. Og enn streyma evrópskir flóttamenn til borgarinnar Lu- anda, að norðan og flytja með sér sögur af hryðjuverkum beggja aðila. Þó er herliðið í norðurhluta landsins bæði fámennara og verr búið vopnum en hinar opinberu tilkynningar Portúgala gefa til kynna. Af þeim 25 þús. manna, sem talið er að séu í Luandahér- aði eru 10 þús. innfæddra, sem taldir eru yfirvöldunum ótrygg ir og hafa því nánast verið afvopn aðir. Tvær þúsund manna her- sveitir eru vel búnar og þjálfaðar og fjögur þúsund þessara her- manna eru nýkomnir til landsins. Nokkur hundruð hafa komið flug leiðis en flestir sjóleiðis með skipunum „Niassa“ og „Vera Cruz“. Það, sem enn er ótalið eru yfirleitt illa æfðir og illa vopn um búnir hermenn. Aðgerðir úr lofti hafa hingað til verið framkvæmdar með tíu tveggja hreyfla orrustuflugvél- um, sex könnunarvélum, tveim fjögurra hreyfla farþegavélum og gömlum þýzkum sprengjuflugvél um, en þriðjungur þeirra er ó- nothæfur vegna vélabilana. Það sem yfirvöldin hafa nú mestar áhyggjur af er hvernig annað verði kaffiuppskerunni, sem á að hefjast í næsta mánuði Og ljúka í ágúst. Bregðist sú uppskera blasir við efnahagslegt hrun Angola. Gefin hefur verið út yfirlýsing þar sem kveðið er á um, að stofn aðir verði „Verkaflokkar til um bóta“. Er þá safnað saman nýlið- um, sem sendir eru til aðstoðar Bailundu mönnum í suðurhluta landsins. En miklir erfiðleikar eru í veginum. Það þarf að anna flutningum en þeir fara fram um einn nothæfan veg, 170 mílna langan, sem eins og stend Salazar einræðisherra í Portúgal ur, er algerlega í höndum upp- reisnarmanna. Ógnunin um hrun efnahagslífsins kann að grafa undan yfirráðum Portúgala í An góla í mun meiri mæli en upp- reisnarmennirnir. í borginni Luanda, þar sem 40 þús. Evrópu manna býr, eru tíu þús. atvinnu lausra utan hinna 8 þús. hvítu flóttamanna, sem komið hafa að norðan. Landið á ekkert f jármagn til viðreisnar, því að allur arður af framleiðslunni hefur verið jafnóðum fluttur úr landi. Fjár- festing er nú lítil sem engin. — Fimm hundruð milljón escudos lán, sem fengið var 195.9 og ætlað til sex ára framkvæmdaáætlunar hefur allt farið til hernaðarþarfa. Akuryrkjan var þegar komin á fallanda fót, áður en uppreisnin hófst, því að verðlag hafði fallið. Haldi baráttunni í Angóla á- fram, verða afleiðingarnar skelfi legar, bæði fyrir Afríkumenn og Evrópumenn. Eyðileggingin blas ir þegar við í norðurhluta lands ins. Þegar flogið er yfir héraðið er svo langt sem augað eygir, mílu eftir mílu, einmana reykur eina lífsmarkið ef svo má segja. Afríkumenn flýta sér að taka of an höfuðfa-t sitt, sjái þeir hvíta menn nálgast, en hinir hvítu safnast saman óttaslegnir í hlöð um og vöruskemmum og hafast þar við um nætur. í borginni sjálfri, Luanda, er vart nokkurn afrískan karlmann að sjá. Nú er þegar talið, að 30—50 þús. manna hafi týnt lífi síðustu mánuði, þar af a.m.k. eitt þús. Portúgalar. En þess sjást engin merki, að annarhvor hugsi sér að gefa eftir. Kaþólski skólinn í llafn- arfirði lagður niður HAFNARFIRÐI. — Kaþólska skólanum var sagt upp laugar- daginn fyrir hvítasunnu og að þessu sinni í allra síðasta sinn, eða annað er að minnsta kosti ekki fyrirsjáanlegt. Skýrði systir Lioba, skólstjórinn, blaðinu svo frá fyrir nokkru, að orsakir til þessa væru þær, að skólinn væri eign St. Jósefsspítala og nyti því engra styrkja frá ríkinu. Síðast- liðin 10 ár hefði stjórn skólans óskað eftir því við þá aðila, sem með menntamálin hafa farið, að hann fengi laun eins kennara Iborguð af ríkinu. Þeirri mála- leitan hefði ætíð verið neitað, og því ’væri nú ekki lengur hægt fyrir systurnar að halda skólan- um gangandi. Gjald það, sem greitt væri fyrir hvert barn, etæði ekki undir kostnaði við skólann, og ekki þættu tök á að hækka það frá því, sem verið, hefir. Kaþólski skólinn Mikil þrengsli í barnaskólanum Þetta eru vissulega slæm tíð- indi, því að strax næsta vetur verða börn kaþólska skólans, sem eru um 114 talsins, að setjast í Barnaskóla Hafnarfjarðar, en þar eru þegar mjög mikil þrengsli fyrir. Að vísu er nýtt skólahús í smíðum, en hvenær það verður tilbúið er allt í óvissu um, því að ekkert hefir verið unnið þar undanfarið. Er sagt að peninga vanti til framkvæmd- anna. Skóli St. Jósefssystra er all- stórt hús, eins og kunnugt eða þrjár hæðir. Eru þrjár rúm- góðar kennslustofur á hverri hæð, en ekki hefir þurft að taka þær allar í notkun. Skólinn tók til starfa árið 1930, en þetta hús var byggt 1938. Tvær systur Framh. á bls. 23. ÞURFA ÍSLENDINGAR EINIR AÐ BLJA VIÐ KYRRSTÖÐU í KJARAMÁLUM? Qumdeilt er að kjarabætur*" hafi litlar eða engar orð- ið á íslandi frá styrjaldar- lokum, þótt allar að>rar frjáls ar þjóðir hafi stórbætt kjör sín. Blað kommúnista í gær gengur jafnvel svo langt að segja, að kjörin hafi versnað svo mjög frá árinu 1947 að heilan áratug taki að bæta fyrir þær syndir, þótt hér næðust framvegis sömu ár- legu kjarabæturnar og í ná- grannalöndunum. Þessar fullyrðingar Þjóð- viljans eru að vísu ekki áreiðanlegri en aðrar í sam- bandi við kjaramálin. Nær sanni er, að hér hafi verið kyrrstaða en ekki bein aftur- för. Samt er það ljóst, að borið saman við aðrar þjóðir höfum við dregizt svo ískyggilega aftur úr að ó- trúleg skammsýni verður það að teljast að vilja ekki gera tilraun til að feta svipaðar slóðir og þeir, sem bezt hafa stjórnað efnahagsmálum sín- um. En þá spyrja menn: Er nokkur von til þess að við getum farið þessa leið? Svar- ið er ofur einfalt: Við getum það, ef við bara viljum. ís- lenzka þjóðin hefur sýnt það í rúmt ár, að hún var reiðu- búin að leggja að sér til þess að tryggja fjárhag landsins. Grundvöllurinn er nú lagður að kjarabótastefnu. Það hef- ur vissulega kostað fórnir og það miklar fórnir að styrkja þennan grunn. En vegna þeirra fórna er nú hægt að fá raunverulegar kjarabætur ár frá ári, sem ekki hefur áður tekizt hér á landi í hálf an annan áratug. Meginmáli skiptir að bog- inn sé ekki spenntur svo hátt, að grundvelli sé kippt undan raunverulegum kjara- bótum og heilbrigðri þróun efnahagslífsins. Ef deilurnar leysast án þess, er engin ástæða til að ætla að við getum ekki sótt jafnhratt fram og aðrar þjóðir. HVER DAGUR DÝR F’n hver dagur, sem verkfall ið stendur, er dýr og margir mega þeir áreiðan- lega ekki verða, án þess að vonin um raunverulegar kjarabætur á næstu árum fari þverrandi. Ef þessi vika líð- ur án þess að samkomulag náist um raunverulegar kjarabætur, fer það að nálg- ast að kjaraskerðingarstefna verkfallanna hafi sigrað á ný. Þá má búast við að vinnustöðvun standi vikum. saman og endi með kyrr- stöðu í kjaramálum eða jafn- vel almennri kjaraskerðingu, eins og öll önnur verkföll hafa gert frá styrjaldarlok- um. Við höfum nú styrkt fjár- haginn á sama hátt og aðrar þjóðir gerðu þegar við lok styrjaldarinnar. Við 'getum kollvarpað því, sem áunnizt hefur, svo að áfram verði hér kyrrstaða. FJÖLSKYLDU- BÆTURNAR GLEYMDAR A lkunnugt er nú örðið, að tvö dagblaðanna, Þjóð- viljinn og Tíminn, ástunda vísvitandi fréttafölsun og rangtúlkun staðreynda, ef það er talið pólitískt hent- ugt. Fyrir ári var beinu sam- bandi komið á milli rit- stjórnarskrifstofa þessara blaða til að samræma falsan- irnar. En þrátt fyrir allar til- raunir til samræmingar ó- haldið áfram að styrkja þann grundvöll, ef við viljum, og þegar farið að njóta ávaxa hans með raunverulegum kjarabótum, að vísu hægt í fyrstu en síðan hraðar. En við getum líka á 2—3 vikum sanninda, þá er það nú einu sinni svo að þegar til lengd- ar lætur, þá koma falsanirn- ar þeim í koll, sem beita þeim. Að undanförnu hefur meg. inkapp verið á það lagt að sannfæra menn um að kaup- máttur launa hafi rýrnað um 15—20%. Sú tala er að vísu tilbúin, en látum það liggja milli hluta. Við vitum að kaupmáttur launa allra þjóðfélagsþegna minnkaði við verðhækkanir þær, sem fylgdu viðreisninni. En hins gæta blöð þau, sem áður eru nefnd, vandlega að minnast ekki á að fjölskyldubætur komu á móti, sem fyrst og fremst bættu hag þeirra, sem við erfiðust kjör búa. Sú kjarabót bætti hag sumra að fullu þegar í stað, annarra minna. En engu er nú lík- ara en blöð þessi telji fjöl- skyldubæturnar einskis virði og vilja þá sjálfsagt afnema þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.