Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 14
14 MORCUNELAÐIÐ Miðvikudagur 31. maí 1961 Mm* ÞAÐ RÍKTI mikil eftirvænt- ing með sænsku fornleifafræð ingunum, sem stóðu á föstu- daginn um.hver'is ósélega tré- kistu með kolryðguðum lás. Kista þessi hafði fundizt undir þiljum í konungsskipinu Vasa. Nú átti að opna hana og skyggnast aftur í aldirnar — aftur til ársins 1628. Hvað skyldi koma í ljós? Lásinn var tekinn sundur með varúð — til þess þurfti átak — og lokinu var lyft. Fyrst kom í ljós kringlóttur hattur með stórum börðum, sem sennilega hafa einhvern- tíma verið hvít — en þegar honum var lyft blasti við mönnum hinn myndarlegasti brennivínskútur úr eik — harla laus í reipunum. Það skyldi þó aldrei vera að menn hafi drukkið brennivín árið 1628? Sín hvoru megin við brenni vínskútinn lágu hinar feg- urstu skinntöflur og þar und- ir mátti líta aðra skó, sem þannig voru gerðir að báðir pössuðu á báða fætur. Saum- þá í tízku arnir voru grotnaðir svo vart var hægt að lyfta skónum ó- skemmdum. Fornleifafræðingarnir veltu vöngum — þeir könnuðust hreint ekki við þessa tízku frá þessum tíma? Svona fljótt á litið benti allt til þess að með Vasa hefði horfið í hafið skótízka sem áreiðanlega hefði rutt sér til rúms hefði hún haldizt ofansjávar. En við skulum halda áfram að taka upp úr kistunni og sjá hvað þar er eftir. — Sauma- dót — fingurbjörg úr messing og bandhnykill og hárkambur og — — — en hvað er nú þetta? skíðavettlingar? — nei ekki aldeilis. — Þessar líka fínu „lúffur“ úr silki með alls kyns fínsaumi og túngublúnd um — slíkar „lúffur" hljóta að hafa prýtt hendur einhvers liðsforingjans. Þegar allt er talið höfðum við í kollinum mynd af silki- klæddum liðsforingja á skinn skóm — með barðastóran hatt á höfði og silkihanzka á hönd- um. Við sjáum hann renna úr brennivínskútnum kröftug- lega, taka síðan af sér hanzk- ana og fara í inniskóna sína. Síðan sezt hann á rúmið sitt fullur vígamóði, tekur ein- hver plögg og saumadótið og byrjar að rympa eitthvað sam- an eins ag karlmenn einir geta rympað — en hvað? — Skyldi stóratáin hafa verið komin út úr? Baldvin Einarsson Söðlasmiður — Minningarorð Mig uggði hvað að fór, hanm slíkt hið sama. Við skiptumst á bréfum á útmánuðum ak kvödd- urnst að sinni. Fáa hefi ég þekkt um diagana sem trúðu jafn ein- læglega á endurfundi góðra vina bak við dauðans dyr fyrir upprisu Jesú Krists. f þeirri full vissu lifði hanin og dó, steig jafn ömggur og alls hugar feginn yf ir landamærin og hann væri að fara á fund ástvina. „Hefir signaða þraut, kætast sorgþjökuð brjósit, Ijómar sólföigur gleðin á brá“. (K.J.) Ég ætla ekki að rekja ævisögu vinar míns, eða æviatriði, eins og það er kallað, bæði brestur mig til þess heimildir í útland- inu, og auik þess kýs ég langt um heldur, að þessu sinni, að láta áhrifin af persónulegum bynnum okikar stýra penna mín um þessar fáu línur, sem hann fer yfir blaðið. Aðeins skal þess getið að Baldvin Einarsson var (kvæntur norskri konu Kristine Karoline, fæddri Heggem, þau kyninitust í Noregi bjuggu í Reykjavík og eignuðust góð börn ag barnaböm. Konu sína missti vinur minn fyrir allmörgum ár um. Hún hvarf þó aldrei úr lífi hans, ég minnist þess ekki í svip iinn að kafa þekkt nokfcum mann, sem lifði í jafn nánu og heilbrigðu andlegu samfélagi við látinn ástvin. Hann kaus að búa einn út af fyrir sig, en þar var hún ætíð ósýnilega nálæg, þar viar minming hennar rækt af slikri ást og virðimgu og um- hyggjuisemi, í tiaii, hugsun og fyrirbæn, í myndum og minja- gripum, að í rauninni var litla hlýliega vistarveran á Vitastígn- um eins og helgidómur. Dæmi eru þess að úr hófi. kieyri dýrkiun látinna ástvina, allt um- tal um þá verður þá ýkjukennt og óeðlilegt, enda þá jafnaðar- legia um ein'hverja sálarrösikun að ræða. En það skal fram tek- ið, til þesis að fyrirbyggja allan misskilnimg, að hugsun þessa vin ar míns var einmitt einstaklega skýr og skilmerkileg til hinztu stundar, laua við alla hjátxú og hinduirvitni sem framast mátti verða. Hann var e.t.v. meira að segja íremur hagsýnmn fyrix- hyggjumaður, en óraunsær trú- maður en hlaut að trúa þegar hann þreifaði á. Það þóttist hann oft hafa sannreynt, með ýmsu móti, að andi kbnu hans lifði og væri í nálægð hans, og þessi sannfæring um líf eftir da-uðann yfirskyggði alilar aðrar staðreyndir í lífi hans, eins og jafnan verður þegar auigu ein- hvers uppljúkast fyrir þeim sannindum. Það var þessi full- vissa, upprisutrúin, sem breytti hinum tvístraða lærisveinahópi Jesú í ósiigrandi hetjusbara. Það var þessi fulilvissa sem var sigur aflið í lífi viniar míns og jók hon um mátt í öllum erfiðleikum og daglegu starfi, svo að hann var brennandi í amdanum og gat gengið að vinnu miklu lengur af þeim söfcum, þótt líkamskraft amir væru að þrotum komnir. Vinur minn trúði ekfci öllum fyrir andlegri reynslu sinni í ein stökum atriðum, til þess var hann of varkár og vandlátur, of hneigður til að flíka ekiki einka málum sínum. En sannfæringin um líf eftir þetta líf var honum meira en einkamál, hún var hon um heilagt guðspjall sem hann þóttist kallaður til að boða hverj um sem var og hvenær sem var, það var fagnaðarboðskapurinn mikli sem honium var skylt að flytja öllum. Þess vegna er það í hans anda að sá boðskapur skip ar hæstan sess í þessum fátæk- legu minmingarorðum. Þess vildi ég óska mér og öðrum, sem þekfktu hann, nú þegar þessi vin ur er horíihn sjónum, að okkur auðnist að nema eitt'hvað af þeim lærdómi, sem hiann kenndi með lífi sínu; óbifandi vissu um eilífðartiligamg mannseálarinnar, íhugun, auðmýkrt og hógværð, vinfesti, virðuleik og tryggð vinnusemi, reglusemi og smyrti- mennsku, auk þess sem hann var flestum mönnum kurteisari, óá- leitnari og orðvarari. Setjum svo að við ættum sjálf að velja dómara til þess að dæma um yfirsjónir okkar. Myndum við ekiki leitast við að velja góðviljaða, vitra og víð- sýna menn, sem aldrei dæmdu harðara en efni stæðu til, né mældu með öðrum mæli en þeir vildu láta mæla sér með. Bald- vin Einarsson var í tölu þeirra mamma, sem ég myndi óhikað hafa tilnefnt í dóm fyrir mína hönd og þeirra, sem mér er sér- staklega annt um. Slíkux var hann. Hann gleymdi því aldrei að gefa guði dýrðina og uppskar farsæld og blessum. Hann vissi vel að kærleikurinn, sem hann og eigimikona bans voru samein- uð í að eilífu, var frá giuði kom inn. Fyrir það helgaði hann drottni, og málefni hams héx á jörðu, það sem hann helgaði minningu sinnar ástkæru komu. Ég hefi á tiltölulegia skammri presrtskapartíð orðið vitni að slíkri fórnarluind fjölda fólks fyrir málefni kirkjominar, að flestir hefðu að óreyndu talið óhugsandi að slítos gerðust dæmi ! á tuttugustu öld, og í hópi mestu öðlinganna var Baldvin Einarsson. Við unglingavígslur þær, sem fermingar nefnast, í- jklæðiast víigsiuþegarniir hvítum skiflakjium, se mkunnugit er. í hvert skipti sem un'gmenni hefir skrýðst og raiun skrýðast þessum skikkjium x sóknarkirkju okkar vinar míns á íkomnum árum hlýt ég, og síðam þeir sem á eftir koma, ósjálfrátt að minnast þess að skik'kjur þessar eru all- ar vígðar kærleikamuim, kærleik anum til guðs og ástvimakærleik anum; þær gaf vimur minn kirkj uinni í þafckláitri endurminningu um „guðs míns beztu gjöf“. Einnig sitofmaði hann minningar sjóð tiil þess að halda natfni koniu sinnar á lotfti, og af þeirri minn- inigu hefir þegar sprottið lifandi lítf og starf. Aldrei hvarfl'aði það að homium að reisa sjálíum sér minnisvarða, en einmitt þess vegna hefir hann gert það, Minn isvarða, sem stendur. — „en legsteinninn molnar og ietur hans máist í vindum". Svo kveð ég þig, elskuilegi góði vinur, guð blessi þig og þína þessa heims og annars heims, Guð gefi að vonir þiniar hafi1 rætzt langt fnam yfir þær óljósu og ófulikomnu hugmyndir, sem við erum háð á meðan við bíð- um þess a hið fulikomna komi, Eiginkona mín og böm kveðjia þig ásamt mér með einlægum söknuði og minnast þess hva3 þú varst okikur öllum hlýr og góður, ekki hverfula stund hcld ur öll árin til enda. Þú gleymdir aldreí vinum þínum, vinir þínir munu heldur ekki gleyma þár, Lundúnum 29. apríl 1961, Emil Bjömsson, H arðviðarspónn teakspónn og eikarspónn fyrirliggjandi Smíðestofa Jónasar Sólmundssonar Sólvallagötu 48 — Sími 16673

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.