Morgunblaðið - 31.05.1961, Síða 15

Morgunblaðið - 31.05.1961, Síða 15
MiðviKudagur 31. maí 1961 MORGUNBLAÐItí 15 Ltvegun f]ár til námslána Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá menntamálar áðuney tinu: VEGNA rangra ummæla í dag- Iblaðinu Þjóðviljanum sunnudag- inn 28. þ. m. um afskipti mennta- málaráðuneytisins af útvegun tfjár til námslána vill mennta- málaráðuneytið taka eftirfarandi fram: Vegna gengisbreytingarinnar á síðastliðnu ári var fjárveiting Alþingis til námsmanna erlendis 'hækkuð úr 2 millj. kr. í 5,2 millj. kr. eða sem því svaraði, að náms- menn erlendis gætu fengið jafn- háa upphæð í lán og styrki í er- lendum gjaldeyri og þeir höfðu ifengið fyrir gengisbreytinguna. Framlag til Lánasjóðs stúdenta við Háskóla Islands var hækkað úr 1 millj. kr. í 1,4 millj. kr. Sömu upphæðir voru veittar á fjárlögunum fyrir yfirstandandi ár. En þar eð það var skoðun ríkis stjórnarinnar að auka þyrfti stuðning við námsmenn bæði erlendis og hér heima enn meir en gert var með hækkun fjár- veitingar á fjárlögum. hafði menntamálaráðhenra rætt það við banbana, hvort þeir mundu fáanlegir til þess að kaupa á inæstu árum skuldabréf af nýjum Xánasjóði í svo ríkum mæli, að hann gæti stóraukið námslán til mámsmanna heima og erlendis frá því, sem verið hefur, og var rætt um 25 þúsund kr. meðallán á ári í allt að 5 ár til 15 ára með 3 Vi vöxtum, þó þannig að endur- Igreiðsla hæfist ekki fyrr en þrem árum eftir að námi lyki. Málaleitun þessi mætti hinum bezta skilningi hjá bönkunum, og féllust þeir á að kaupa á mæstu árum skuldabréf af slík- um sjóði, þannig að honum yrðu slíkar lánveitingar kleifar sam- kvæmt nákvæmri áætlun, sem gerð hafði verið um fjármál sjóðsins. Flutti ríkisstjórnin þess vegna frumvarp um stofnun slíks sjóðs hirun 8. febrúar sl. Afgreiddi Alþingi það þegar í næsta mánuði og voru lögin stað fest 29. marz sl. Samkvæmt þeim skal hinn nýi sjóður lúta sér- stakri stjóm fimm manna og skulu þeir tilnefndir af háskóla- ráði, menntamálaráði. stúdenta- ráði háskólans og bandalagi há- skólamanna en formaður skip- aður af menntamálaráðherra. Verkefni stjórnarinnar er að annast fjármál sjóðsins, þ. á m. gefa út skuldabréf þau, sem bankamir höfðu fallizt á að kaupa og skipta andvirði þeirra og þeirri upphæð, sem Alþingi veitir til námslána, milli hinna tveggja deilda sjóðsins, þ. e. a. s. lánadeildar íslenzkra náms- manna erlendis, sem mennta- málaráð skal veita lán úr, og lánadeildar stúdenta við Há- skóla íslands en sérstök nefnd, skipuð með sama hætti og tjóm lánasjóðs stúdenta við Háskóla íslands hefur verið skipuð, skal veita lán úr henni. Samkvæmt hinum nýju lögum er mennta- málaráðueytinu ætlað það eitt hlutverk í þessu sambandi að skipa stjóm sjóðsins með þeim hætti, sem að framan var getið. Hinn 12. apríl skrifaði mennta- málaráðuneytið háskólaráði, — menntamálaráði, stúdentaráði há skólans og bandalagi háskóla- manna og bað um tilnefningar í stjórnina. Svör bárust sem hér segir: Frá háskólaráði hinn 24. apríl, frá stúdentaráði Háskóla íslands 28. apríl, frá mennta- málaráði 12. maí og frá banda- lagi háskólamanna 25. maí Sam- dægurs og síðasta tilnefningin barst skipaði menntamálaráðu- neytið stjórn sjóðsins. Mun hún þegar hafa komið saman til fund ar og fengið það staðfest, að bankarnir væru reiðúbúnir til þesis að kaupa skuldabréf af sjóðnum í samræmi við sam- komulag það, sem gert var á sínum tíma milli bankana eftir tilmælum menntamálaráðherra. Hinn 27. marz mun mennta- málaráð hins vegar hafa lokið úthlutun lána og styrkja til náms Samvinnuskólanum slitið SAMVINNUSKÓLANUM að Bif röst var slitið fyrir nokkru. Er þetta 43 árið sem skólinn starfar Og hið 6 sem hann er á Bifröst. Nemendur í skólanum voru í vetur 68, 36 í 1. bekk en 32 í 2. bekk. Guðmundur Sveins son, skólastjóri, setti skólaslitaat höfnina með stuttu ávarpi og flutti kveðju frá nemendum skól ans, þeim er útskrifuðust árið 1935. Færðu þeir skólanum að gjöf þrettán hljómplötur með verkum Beethovens, og eru þá allar synfóníur tónskáldsins í bljómplötusafni skólans. Var síð «n leikinn af plötum forleikur- jnn Coriolan eftir Beethoven. Þá las skólastjóri upp bréf frá Jónasi Jónassyni, fyrrum skóla- stjóra Samvinnudkólans. Færði hann skólanum að gjöf allmargar bækur um félagsleg efni, með það fyrir augura, að komið yrði upp deild fyrir slikar bækur í bókasafni skólans. Lýsti skóla- Btjóri þakklæti til handa Jónasi cg nemendum frá 1935 fyrir þess- ar góðu gjafir. Næst voru lesnar upp prófs- einkunnir. Hæstu einkunn í 2. bekk hlaut Védís E. Kristjáns dóttir, 9,27, en næsthæstu Gunn ar J. Magnússon, 9,24. f 1. bekk hlaut hæstu einkuhn Sigríður lÁrnadóttir, 8,97, en næsthæstu Elías Jónsson, 8,73. í 2. bekk hlutu þrír nemendur ágætisein- kunn, enn allir aðrir 1. einkunn. Þá fór fram afhending verð- launa; hlaut Védís E. Kristjáns- dóttir verðlaun fyrir frábæran námsárangur og umsjónarmenn 1. og 2. bekkjar, Álfur Ketilsson og Guðmundur Vésteinsson, fyr- ir umsjónarstörf á liðnum vetri. Fengu þau öll bókaverðlaun. Gunnar J. Magnússon hlaut bók- færslubikarinn, sem árlega er veittur þeim nemanda, er hæsta einkunn hlýtur í bókfærslu á burtfararprófi. Þá söng kirkju- kór Lundarsóknar nokkur lög undir stjórn Gísla Brynjólfsson- ar. Því næst voru flutt kveðju- ávörp; talaði Álfur Ketilsson fyr- ir hönd 1 b.ekkjar, en Baldur Óskarsson fyrir hönd 2. bekkjar. Snorri Þorsteinsson flutti ávarp fyrir hönd kennara, en þvínæst söng skólakórinn nokkur lög undir stjórn Björns Jakobsson- ar, kenn.ara. Séra Sveinn Víking- ur, er gegndi störfum skólastjóra í fyrravetur, flutti þá nemend- um ávarp, og síðan flutti skóla stjóri kveðjuávarp. Að lokum söng skólakórinn nokkur lög. Hljómleikar í Neskaupstað NORÐFIRÐI 29. maí. — Karla- kór Neskaupstaðar og Lúðrasveit lega tónleika á föstudagskvöld. Stjórnandi var Haraldur Guð- mundsson. Efnisskráin var mjög fjölbreytt og m. a. leikin og ungin verk eftir Mozart, Beet- hoven og Verdi. Einsöngvarar með kórnum voru Gunnair Jóns- son og Stefán Þorleifsson. Ein- leikari með hljómsveitinni var Lárus Sveinsson, sem leikur á trompet. Hljómleikar þessir voru mjög vel sóttir og tókust afburða vel. Varð að endurtaka mörg lög á efnisskránni. I fyrradag fór kórinn og hljómsveitin til Eski- fjarðar, og í gærkvöldi til Seyð- isfjarðar. — S.L. manna erlendis og þá ekki ein- ungis ráðstafað fjárveitingu Al- þingis, heldur einnig þem hluta af lánsfé bankanna, sem mennta- málaráð taldi mundu koma í hlut námsmanna erlendis. Þessa út- hlutun mun menntamálaráð hafa tilkynnt námsmönnunum. — Menntamálaráði var að vísu kunnugt um, að bankamir höfðu fallizt á að kaupa skuldabréf fyr- ir ákveðinni upphæð. Hins vegar er það hlutverk stjórnar hins nýja sjóðs að ákveða, hvernig sú upphæð skuli skiptast milli námsmanna erlendis og stúd- enta við háskólann hér, Það er einnig á valdi stjórnar sjóðsins að ákveða, hvort lánin skuli greidd einu sinni eða tvisvar á ári. Það sem gerzt hefur er, að menntamálaráð úthlutaði hinn 27. marz ekki aðeins því fé, sem til ráðstöfunar var samkvæmt fjárveitingu Alþingis, heldur einnig lánsfé, sem bankarnir voru að vísu búnir að fállast á að lána en gátu að sjálfsögðu ekki greitt út, þar eð stofnun sú, sem taka átti féð að láni var ekki komin á laggimar vegna þess að aðilar þeir, sem áttu að tilnefna stjórn hennar höfðu ekki gert það. Af því sem nú hefur verið sagt er ljóst, að enginn dráttur hefui orðið á neinu því, sem ------------------------------0 menntamálaráðuneytinu hefur verið ætlað í þessu sambandi. Lánsfé bankanna hefur verið til reiðu síðan Alþingi samþykkti lögin um lánasjóðinn. Ef aðilar þeir, sem tilnefna eiga stjóm hins nýja lánasjóðs, hefðu gert Það þegar í stað og menntamála- ráðuneytið fór þess á leit, hefði sjóðurinn getað tekið til starfa rúmum mánuði fyrr en ella. Menntamálaráðuneytið, 29. maí 1961. HINN 14. f. m. flutti Mat- arbúð Sláturfélags Suður- lands á Akranesi í ný og glæsileg húsakynni við Vesturgötu 48. Sláturfélag Suðurlands hefur starf- rækt matarbúð að Skóla- braut 4, Akranesi, undan- farin 4 ár, en með síaukn- um viðskiptum reyndust gömlu húsakynnin of þröng og var því ráðist í að flytja verzlunina í stærri og hentugri húsakynni. Um leið var verzluninni breytt jtom msvmm í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í dag. í tilefni af komu Hans Hátignar Ólafs V. Noregskonungs til ís- lands, verður opnuð Sýningin stendur yfir dagana 31. maí til 2. júní n.k. Á sýning- unni eru bækur eftir norska höfunda frá þessum útgefendum í Noregi: ' H- Aschehoug, J. W. Cappelens Forlag, Gyldendal, Universitets Forlaget. Á sýningunni eru bækur eftir um 200 norsk skáld og rithöfunda. meðal annarra: Henrik Ibsen Björnstjerne Björnson Olaf Bull Alexander Kieland Jonas Lie Johan Bojer Sigrid Undset Arnulf Överland Johan Falkberget Nordahl Grieg Sigurd Iloel Johan Borgen Hermann Wildenvey Tarjei Vesaas Thor Heyerdahl Fridtjof Nansen. AS bókasýningunni lokinni verða allar bækurnar til sölu, ennfremur verður tekið á móti pöntunum á norskum bókum ineðan á sýningunni stendur. BÓKAVERZLUIN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Austurstræti 18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.