Morgunblaðið - 31.05.1961, Síða 16

Morgunblaðið - 31.05.1961, Síða 16
16 MORCUNBLAÐIh Miðvik'udagur 31. mal 1961 — Grein Skúla Framhald af bls 9. rekin af ríkinu, að framleiðslu járns og aluminium. Járnbræðsl- an í Mo bræðir 3&0.000 lestir af járni á ári og Noregur flutti árið 1959 út aluminium fyrir 477.8 milljón n-kr. — aðallega frá verksmiðjum ríkisins í Árdal og Sunndalseyri. Þannig er vatns- orkan óbeinlínis seld úr landi og skapar erlendan gjaldeyri. Og beinlínis er hún seld (sem raf- orka) til Svíþjóðar frá NEA- orkuverinu í Þrændalögum. Lík- ur eru til aukinnar sölu á raf- orku frá Noregi bæði til Sví- þjóðar og Danmerkur, en að öðru jöfnu gefur orkan meiri arð í þjóðarbúið með því að nýta hana til iðnaðar í landinu sjálfu. Af siglingunum, hinni miklu máttarstoð þjóðarinnar, hefir ríkisvaldið haft minni afskipti. Þar hafa einstaklingar og hluta- félög unnið stórvirki. Kaupfloti þjóðarinnar var fyrir stríð um 5 milljón léstir, en af honum fóru 60% í sjóinn. En tæpum sjö árum eftir stríðslok var flot- inn orðinn eins stór og hann hafði orðið stærstur áður og í byrjun þessa árs var hann orðinn yfir 11 milljón lestir. Og enn heldur hann áfram að vaxa þrátt fyrir kreppu í siglingum undan- farin ár. . Fiskveiðarnar eru ef til vill veikasti þátturinn í þjóðarbú- skap Norðmanna. En stjórnin hefur á margvíslegan hátt stutt að því að útvegsmenn eignist fullkomnari skip og veiðarfæri en áður, en það hefur verið mis- jafnlega þakkað, og innan út- vegsmannastéttarinnar sjálfrar eru mjög sundurleitar skoðanir á, hvernig stunda skuli sjávar- útveginn. Það er svo um þessa atvinnugrein sem um landbún- aðinn, að erfiðara er að gera áætlanir um afköstin fyrirfram, en um iðnaðinn. Enginn hag- fræðingur getur áætlað veður- far og fiskigöngur en framleiðslu iðnaðarvöru má áætla fyrirfram, og verðsveiflurnar á þeirri fram leiðslu verða aldrei nærri því eins miklar og framleiðslusveifl- urnar á hinum fornu atvinnuveg- um þjóðarinnar geta orðið. Þjóðarbúskaparáætlanirnar, er ríkisstjórnin hefur" látið gera mörg undanfarin ár, hafa því ekki alltaf staðizt, en frávikin hafa aldrei verið stór. Að meðal- tali hefur þjóðarframleiðslan aukizt um tæplega 3% á ári, eða ívið minna en áætlað hefur ver- ið. í nýjustu áætlun, fyrir kjör- tímabilið sem nú fer í hönd, er gert ráð fyrir að framleiðslan aukizt um rúmlega 4% árlega og er mjög sennilegt að sú áætlun fái staðizt. III. Um stefnu ríkisstjórnarinnar í ýmsum innanlandsmálum yrði of langt að fjölyrða hér. En í stuttu máli má segja, að alls staðar er framför. Það er að visu kvartað undan því að framfar- inar gangi of seint. Það er enn kvartað undan húsnæðisleysi, simaleysi, skólaleysi, sjúkrahús- leysi. En þegar á það er litið, hve verkefnin voru mörg, sem fyrir lágu eftir stríðið, getur hlutlaus áhorfandi ekki annað en dáðst að því, hve mikið hefur verið starfað í Noregi undanfarin 16 ár. Þjóðin sjálf á mestan heiður- inn af þessu. Hún hefur líklega aldrei í sögu sinni verið sam- hentari um að „elska, byggja og treysta á landið“, en á þessu stutta tímabili. Og þó að við stýr- ið hafi setið stjórn, sem hefur aðrar grundvallarskoðanir á stjórnmálum en margir þeirra, sem stjórna atvinnufyrirtækjun- um, hefur furðu lítið verið um árekstra. Verkamannastjómin hefur eigi aðeins notað vald sitt til þess að afstýra verkamála- deilum. Hún hefur einnig verið lagin á að sámþýða gagnstæðar skoðanir, miðla málurri og láta fulla sanngirni njóta sín í öllum viðskiptum. Þetta ber fyrst og fremst að þakka hinum víðsýna stjórnmála manni Einari Gerha'rdsen. Ny- gmrdsvold fyrirrennari hans var að vísu stórmerkur stjórnmála- foringi, en þó mun nafn eftir- manns hans lifa lengur. Ger- hardsen hefur flesta góða kosti til að bera. Hann er Ijúfmenni í framgöngu, fjölfróður og glögg- skygn og brennandi af áhuga fyr- ir sannri vélferð þjóðarinnar. Og slyngasti sáttasemjari, þegar sam Ræður hans eru jafnan að sama skapi yfirlætislausar og þær eru sannfærandi. Gerhardsen hefur staðið við Stjórnvöl Noregs síðan í júní 1945, að undanteknum rúmum þremur árunum 1952—54, er hann „hafði sætaskipti“ við Osc- ar Torp stórþingsforseta. en tók svo við aftur 22. jan. 1955. Má því segja að hann hafi- verið „mæniásinn" í norsku ríkisstjórn- inni alla tíð eftr stríð. Þó hefur Halvard Lange annar maður I stjórninni lengri ráðherraferil að baki sér,nefni- lega Halvard Lange utanríkisráð- herra, sem hefur gengt embætt- inu óslitið síðan Trygve Lie sagði því af sér 2. febr. 1946 og gerðist aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Halvard M. Lange er nafn, sem frægt er órðið á vettvangi al- þjóða og sem mikils er metið, ekki aðeins í Noregi heldur og meðal allra þeirra þjóða, sem skipað hafa sér undir merki Sam- einuðu þjóðanna og NATO. Aðrir ráðherrar hafa starfað skemur. Það lætur nærri að 45 ráðherrar hafi verið starfandi í ríkisstjórninni eftir stríð, svo að oft hafa orðið mannaskipti í em- bættunum. Tvö málefni vita aðallega út á við, af þeim sem stjórnum eru alltaf mikil vandamál: hervarna- málin og utanríkismálin. Um hermálin hafa oft risið snarpar deilur í Noregi. undan- farin ár, og standa enn. Yfirgnæf andi meirihluti þjóðarinnar er að vísu sammála um, að efla beri hervarnirnar eftir megni, svo að ekki verði hægt að ,,taka þjóð- ina í rekkjunni“, eins og Þjóð- verjar gerðu 9. apríl 1940. í sam- vinnu við NATO hafa Norðmenn stóraukið hervarnir sínar til sjós og lands og kostnaður við varn- irnar hefur stóraukizt. Eini flokk urinn í Noregi sem andæfir þessu, er kommúnistaflokkurinn, sem á hverju þingi leggur til að her- varnarkostnaðurinn sé skorinn niður um helming — eða í 500 milljón krónur. En hitt veldur talsverðum deil um nú, hvort Norðmenn eigi að leyfa kjarnorkuvopn í landinu á friðartímum. Verkamannaflokk- urinn svaraði nei við þessari spurningu á landsfundi sínum í vor og í ýmsum öðrum flokk- um eru skoðanir skiptar á mál- inu. Allir flokkar eru að vísu sammála um, að það sé hættulegt fyrir héimsfriðínn að kjarnorku- vopn verði staðsett hjá friðsam- legum þjóðum, sem aldrei hyggja á stríð, en aðeins vilja verjast árás fjandsamlegrar þjóðar. — Núna í apríl síðastliðnum var háð hörð hríð um þetta mál: kjarnorkuvopnabirgðir í landinu á friðartímum eða ekki. Úrslitin urðu þau, að afráðið var að leyfa ekki kjarnorkuvopn í Noregi nema á stríðstímum eða í mjög aðkallandi nauðsyn. Það er stjórn in, sem ræður þar, og hún verður líka að leggja dóm á hvað „að- kallandi nauðsyn“ sé, því að hún ein getur leyft staðsetningu og innflutning þessara drápstækja til landsins. — Hins vegár er ein- hugur um það að efla sem bezt hervarnir landsins í samræmi við þær reglur, sem nú gilda um hervarnir þjóðanna. En Norð- menn hafa óhug á kjarnorku- vopnunum og vilja ekki stuðla að því með fordæmi sínu, að þeim sé dreift meðal smáþjóðanna. Hins vegar leggja þeir fullan hug á að auka hervarnir sínar til sjós og lands, þannig að ekki verði vaðið inn á þá að óvörum. Því að það er sameiginlegt með þeim og með niðjum þeirra á íslandi, að þeir finna, að af öllu dýrmætu er frelsið þó mest virði. Og frá hernámsárunum muna þeir vel, hvað ófrelsi er. Utanríkismál Noregs hafa því nær frá stríðslokum verið í hönd um sama manns, Halvard Lange. Um þau mál hefur aldrei verið deilt (nema af hálfu kommún- ista, skiljanlega). Allir aðrir flokkar þings og þjóðar hafa staðið einhuga að baki utanríkis- ráðherrans. Stefnan er hrein: frið við allar þjóðir. og samstarf við alllar þjóðir. Norðmenn gerðust, þegar í upphafi, aðilar að NATO, og í sambandi við það hafa stund- um orðið talsvert alvarleg orða- skipti við Rússa, sem eru ná- grannar þeirra nyrzt Og eiga landamæri upp að Noregi. Jafnan hefur greiðzt úr deilumálum við austrænu þjóðina, og alltaf með fullum heiðri Noregs. Hótanir hafa stundum komið fram af hálfu Moskvu, en þeim jafnan verið svarað með fullri einurð og hreinskilni. Noregur hefur aldrei dregið dul á, að þjóðin sé, svo til einhuga með vesturveldunum, þó að hún hins vegar vilji eiga öll góð viðskipti við austurveldin. Ríkisstjórn Noregs. eftir stríðið, hefur því sýnt sömu sanngirni gagnvart öllum þjóðum, sem hún hefur leitazt við að sýna öllum flokkum í landinu, inn á við. Frið ræma þarf gagnstæðar stefnur. út á við og inn á við. Út á við hefur Halvard Lange rsekt þessa stefnu, inn á við hefur Einar Gerhardsen gert það sama. — Og þessir tveir öndvegismenn norskra stjórnmála hafa markað stefnu, sem hefur reynzt þjóðinni farsæl. Stjórnarandstaðan, og þá aðal- lega hægrimenn, hefur sýnt full- an áhuga á því, að láta málefnum þjóðarinnar miða fram, og hið sama hafa aðrir flokkar gert. ..Vaxandi þjóð“ er markmið þeirra allra, þó að stundum greini á um hver ráð séu bezt til þess að láta þjóðina vaxa. Um vöxt og vakningu þjóðarinnar eru allir stjÓrnmálaflokkar sam- mála, en greinir á um stytztu leiðirnar til þess að ná sem skjót- ustum árangri. Um þær leiðir er deilt hjá öll- um þjóðum veraldar. Leiðin, sem Verkamannastjórnin hefir valið sér, hefur reynzt farsæl. Sumir álíta, að hægt hafi verið að fara aðrar leiðir og ná árangrinum á skemmri tíma. Um það mál er ekki hægt að ræða, því að enginn getur vitað, hvernig árangurinn af stefnum hinna stjórnmála- flokkanna hefði reynzt til fram- búðar. En hitt er ótvírætt, að norskt stjórnarfar eftir stríðið hefur full nægt aðaltilgangi ríkisstjórnar- innar: að þjóðin fari vaxandi og batnandi. Eitt aðalskilyrði þess er, að öll þjóðin sé starfandi og að plágu verkbanna og verk- falla sé forðað frá þjóðinni. Þessu hefur að miklu leyti tekizt að afstýra með afskiptum gerðar- dóma — eða svonefndra .,lönns- nemder" sem oft kveða upp úr- slitadóm í kaupdeilumálum. í Noregi hefur síðustu sextán ár- fall, sem umtalsvert er. Það var árið 1956, er nær 965 þúsund dagsverk urðu að engu vegna kaupdeilu. Nú fara nýjar kosningar í hönd á komandi hausti, og flestir flokkarnir hafa þegar birt stefnu sína, og stjórnarflokkurinn hefur, jafnframt birt áætlun fyrir næstu fjögur ár. Sú áætlun er þannig, að flestir stjórnmálaflokkar þjóðarinnar munu aðhyllast hana, því að aðalinnihald henn- ar er: uppbygging landsins inn á við, friðsamleg skipti við allar þjóðir út á við. Allt það sem kallast , dægur þras og rígur" kafnar í Noregi undir ríkri meðvitund, um að þjóðin sé eining, sem aldrei megi rjúfa. Þjóðerniskennd Norð- manna er alvörumál, sem öllum Norðmönnum nútímans hefur ver ið innrætt alla daga, — frá þeirri stundu, að Haraldur hárfagri gerði allan Noreg að einu ríki, til þeirrar stundar er Ólafur kon- ungur fimmti stýrir Noregi. Vald nesjakonunganna eyddist fyrir nær 1100 árum, en vald þjóðar- innar sjálfrar hefur aldrei not- ið sín betur en nú í Noregi. Og það ber að þakka því stjórnarfari, sem landið hefur átt við að búa: fullkomnu lýðræði. og þingræði síðan árið 1884. Og vakandi skiln ingi á því, sem þjóðinni sé fyr- beztu. „Alt for Norge“, voru einkunnarorð fyrsta konungsins, sem varð innlendur konungur í landinu eftir margra alda tíma- skeið erlendra konunga. Það kon- ungsorð hefur orðið einkunnar- orð norsku þjóðarinnar sjálfrar. Allt fyrir ættjörðina! segir hún — og rneinar það líka. Þess vegna eiga Norðmenn líka ríkisstjórn, sem hefur fengið að starfa án alvarlegra þröskulda á leiðinni. Árangur norskrar framþróunar á undanförnum árum er ekki að- eins að þakka dugandi stjónarat- höfnum, heldur líka hinu: að öll þjóðin hefur verið samtaka. Skúli Skúlason. BÍLASALAN Volkswagen ’50 til sölu fyrir 10—15 ára fasteignaskulda- bréf. Zodiac ’58, ekinn um 20 þús. km. Mjög glæsilegur. , i bíLasalan , íis-a-ftr Ingólfsstræti 11. Símar 1-50-14 og 2-31-36. Aðalstræti 16. — Sími 1-91-81. Bílamiðstöiin VAGM Amtmannsstíg 2C. Sími 16289 og 23757. Fiat 500, ’54, sendiferðabíll. Fæst með mjög góðum greiðsluskilmálum. Volkswagen ’50. Má borgast með 5—10 ára vel tryggðum skuldabréfum. Báðir þessir bílar eru til sýnis og sölu í dag. Austin 8, vél og gírkassi til sölu. Bílamiðstöðin VAGH Amtmannsstíg 2C Sími 16289 og 23757 Samkomur Kristniboðssambandið Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30 í kristniboðshúsinu Betaníu Laufásvegi 13. Jóhannes Sigurðs- son talar. Allir eru hjartanlega velkomnir. NÝKOMIÐ Markmannsbuxur Hástökksskór (Adidas) Körfuboltaskór (Wilson) Strigaskór (háir) Strigaskór (lágir) Krokket Skotskífur (Dart) HELLAS Skólavörðustíg 17 Sími 1-51-96 Nofað timbur til sölu,ódýrt. Sögin h.f. Höfðatúni 2. Sími 22184. 1 -2 herb. og eldhiís eða eldhúsaðgangur óskast sem næst Miðbænum. Hús- hjálp kemur til greina. Uppl. í síma 18063 frá 10—12 og 1—3 næstu daga. liíi selðum bílana Ford Galaxi, árg. 1959, gull fallegur bíll. Skipti á 4ra—5 manna bíl koma til greina. Chevrolet árg. 1957, greiðist með ríkistryggðum skulda- bréfum. Orginal Ford Station, árg ’57. Tilboð. Ford, árg. 1955. Samkomulag. Ford Consul, árg 1958, ekinn aðeins 37 þús km. í mjög góðu ásigkomulagi. Moskwitch, árg 1959. Útb. kr. 72 þús. Ford vörubíll, árg. 1947 í góðu standi. Samkomulag. Bílamir eru til sýnis. — Gjörið svo vel — komið og skoðið. Bifreiðcsalon Borgartúni 1 Símar 18085 & 19615 Bíiamiðstiiðin VAGfil Amtmannsstíg 2C Sími 16289 og 23757. Benz eða Volvo diesel ’55 eða yngri óskast til kaups. Bilamibstöðin VAGfil Amtmannsstíg 2C Sími 16289 og 23757. Volkswagen '61 Ford Station ’55. Verð kr. 70 þús. Moskwitcb ’58 í mjög góðu lagi. Opel Caravan ’55. Verð kr. 65 þús. Volkswagen ’59. Jeppar ’42, ’47, ’53, ’55, ’58. Höfum allar tegundir bifreiða til sölu og sýnis daglega. Gamla bílasalan Rauðará Skúlagötu 55. Sími 15812.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.