Morgunblaðið - 31.05.1961, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 31.05.1961, Qupperneq 17
Miðvikudagur 31. maí 1961 MORGUNBLAfílÐ 17 — Grein Odds Framh. af bls. 8. skáldsögur og styttri sögur, all- margar talsins, en hin merkasta þeirra, „Paa tvert“ (1909), ágæt sálfræðileg skáldsaga um minni- máttarkennd, varð til þess að vekja á honum athygli fyrir alvöru. í „Det gode samvite" j< 1916) tvinnar hann saman sál- (fræðilega könnun og ættarsögu og rannsakar, sálfræðilega og fé lagslega samvizkuna, eins og hún kemur fram hjá þrem kyn- slóðum á ýmsum tímum. Þessa aðferð notar hann þó af enn meiri kunnáttu í bezta verki sínu, „Juvikfolke“ (1918—’23), sem er stórfengleg framhalds- saga í 6 bindum. Þessi ættar- saga, sem spannar yfir heila öld og vel það, frá lokum 18. til upphafs 20. aldar, er ein hin merkasta ættarsaga í norskum bókmenntum. Hún sameinar í sér til fullnustu skapandi ímynd unarafl og sálfræðilega könnun og er einnig einhver fremsta þjóðfélags-skáldsaga norskra fcókmennta. Tvö fyrstu bindin lýsa hinum gömlu Juvikingum með sterka ættarkennd, en í þriðja bindinu er upplausn hinn ar gömlu ættarmenningar í full- um gangi. Þrjú síðustu bindin segja frá Óðni, sem sameinar í sér gamla og nýja tímann; heil- steyptum manni þrungnum lífs- krafti á tímum þegar allt er að leysast upp og ganga úr skorð- um. Olav Duun gat margsinnis hrósað sigri eftir útkomu þess- arar bókar. Hverrar nýrrar bók- ar frá hendi hans var beðið með eftirvæntingu. í norskum nútímabókmenntum var hann öllum öðrum fremur maðurinn, sem kom á óvart — hann kom alltaf úr nýrri átt og á nýjan hátt. Allt til hins síðasta varð- veitti hann skáldlegan sköpun- armátt sinn, hæfileikann til endurnýjunar og hinn víða and- lega sjónhring. Eftir „Carolus Magnus“ (1928) þar sem misk- unnarlaust er flett ofan af hræsni og blekkingum, sótti hann aftur í sig veðrið og gaf út stóran þriggja sagna flokk, „Medmenneske", hefur einnig ver ið fært í leikritsform. „Ragnhild" og „Siste leveáre“ (1929—’33). í lýsingunni af aðalkvenpersón- unni, Ragnhild, hittum við aft- ur fvrir þennan sorgarleik góð- leikans, sem Duun tæpir á í lýs- ingunni af Óðni. Fyrsta bindið, „Medmenneske“, er eitt hið allra ágætasta af ritum Duuns, en annars ritaði hann á fjórða áratugnum ýms merk einstök verk:, „Ettermæle" (1932), „Gud smiler“ (1935), „Samtid“ (1936), „Menneske og maktene“ (1938). Braaten. Uppdal. Falkberget Upp úr 1910 kemst lýsingin á íevi verkamanna fyrst fyrir al- vöru inn í norskar bókmenntir. Oscar Braaten (1881—1939) sótti sér efni í verksmiðjuhverfi Óslóborgar, „Östkanten11, þar sem hann átti sjálfur heima. Ritverk hans eru bæði leikrit, smásögur og skáldsögur. Ekki hefur ritmennska hans neinn beinan pólitískan tilgang, og verkamannahreyfingarinnar verð ur lítt vart í verkamannasögum fcans. „Ungen“ (1911) er vin- sælasta leikrit hans, og meira að segja eitthvert hið vinsælasta í nýrri bókmenntum norskum. Með sagnasafninu „Mens hjulene staar“ (1916) yfirgaf hann lands málið og tók að skrifa á ríkis- máli með miklum Óslóarkeim. í fjölmörgum smásögum og skáld sögum hefur hann lýst lífi verk- smiðjumanna í Ósló af innileg- um skilningi, heilbrigðu raun- sæi og af mikilli samúð. Merk- asta verk hans eru tvær sam- stæðar skáldsögur, „Ulvehiet11 (1919) og „Matilde" (1920), sem komu aftur út 1933 í mjög end- urbættri gerð. Braaten hefur veitt Norska leikhúsinu í Ósló mikilsverða 'þjónustu, bæði sem ráðunautur og forstjóri. 1 skáldskap Kristofers Uppdals (f. 1878) er verkalýðshreyfingin þungamiðjari. Hann tók sjálfur virkan þátt í verkalýðsbarátt- unni allt frá 1899 og flækings- tímabil hans sjálfs hefur sett mark sitt á skoðun hans á hreyf ingunni. Fyrstu ljóðasöfn hans, frumverk hans, „Kvæde“ og „Ung song“ (1905) og „Sol-laug“ (1908) eru öll tengd átthögun- um og bændalífinu í Þrændalög um. En flækingurinn kemur fyrst fram í kvæðasafninu „Vill- fuglar" (1909). Samt er það ekki fyrr en í prósaverkum sín- um, að Uppdal k'ynnir flæking- inn fyrir alvöru og leiðir hann til sætis í norskum bókmennt- um. í stórvöxnum skáldsagna- flokki, sem er 10 bindi og ber samheitið „Dansen gjenom skuggeheimen“ (1910—’24) lýsir hann breytingunni úr bænda- þjóðfélagi í iðnaðarþjóðfélag; þetta verk er í sérflokki, ekki aðeins í norskum bókmenntum heldur í verkamannabókmennt- um yfirleitt. Johan Falkberget (f. 1879) hefur ritað langan flokk skáld- sagna um líf manna á Röros- vidda og meðal námamanna áð- ur fyrr. Hann kom nýrri þjóð- félagsstétt inn í bókmenntirn- ar, námumanninum. „Den fjerde nattevakt" (1923) er hin fyrsta sögulegra skáldsagna hans. Hún gerist á öndverðri 19. öld, en atburðirnir í hinum mikla skáldsagnaflokki hans, „Christi- anus Sextus“, sem er meðal stórvirkja norskra bókmennta, er látið gerast á 18. öld, eða rétt upp úr ófriðnum mikla á Norðurlöndum. Bæði í þeim sagnaflokki og hinum, er nefn- ist „Nattens bröd“ (1940, 1946 og 1952) er aðalefnið dýrðaróð- ur til friðsamlegs og uppbyggi- legs starfs. „Den fjerde natte- vagt“ var færð í leikritsform og leikin í norska leikhúsinu í Ósló 1956. Af einstökum verk- um hefur sögulega skáldsagan „Eli Sjursdotter" (1913) verið kvikmynduð, og hin kostulega skopmynd frá brasktímabili fyrri heimsstyrjaldar, „Bör Bör son jr.“ (1920) hefur bæði verið kvikmynduð og leikin á sviði. Falkberget er í Verkamanna- flokknum og var þingmaður 1931—’33, fyrir þann flokk. Allt um það verður marxisks hugs- unarháttar hvergi vart í ritverk um hans, og enda þótt þar komi fram eindregin uppreisn gegn þjóðfélagslegri kúgun, höfðar hann ekki teljandi til stéttarmeðvitundarinnar. Grunn tónninn í sögulegum skáldsög- um hans og eins hinum frá sam- tíðinni er djúp, kristileg hug- sjónastefna. I.ýrikin og blómaskeið liennar. Jafnframt hinum merka skáld skap á sögulega og episka svið- inu, varð á þriðja áratugnum svo mikili uppgangstími í lýrisk um skáldskap, að slíks eru engin dæmi í norskum bókmenntum. Bjóðskáldskapur hafði lifað við bág kjör sem listgrein eftir 1870 og ’80, á tímum raunsæisstefn- unnar og natúralismans. Nýróm antísku skáldin eftir 1890 höfðu að vísu uppgötvað hann aftur, en það er ekki fyrr en eftir 1910, að hann ryður sér braut 'fyrir alvöru í norskum bók- menntum. Hinsvegar réttlætir sá ljóðaskáldskapur, sem kom fram næstu þrjá áratugi eftir 1910, að talað sé um tímabil hinna miklu Ijóðskálda. Rikismálsskáldin snúa sér oft að hinu persónulega og mann- lega, en landsmálsskáldin eru frekar bundin þjóðlegum og átt- hagabundnum erfðum, ennfrem- ur fást þau meira við siðferði- leg og trúarleg viðfangsefni. Herman Wildenvey (1886— 1959) ávann sér nafn í bók- menntunum á einni svipstundu við útkomu „Nyinger" (1907). Með kæruleysislegri hrynjandi, sem lét vel í eyirum, lýsti hann gleði sinni yfir stórum og smá- vægilegum atvikum sem fyrir hann bar. Eftir 1920 dýpkar tónn inn í skáldskap hans, og það er eins og hann dragist í áttina til dulspeki og trúmála, og þó án þess að glata glettninni, sem hon um er svo eiginleg. Olaf Bull (1883—1933) og Arn ulf Överland (f. 1889) voru ef til vill ekki eins fljótir að sigra, en ná máske dýpra í hugsun og geðblæ. Bull var fyrst og fremst vitmaðurinn, sem hugsaði djúpt, og skáldskapur hans er inihalds- mikill, sveigjanlegur og tíguleg- ur og þar er engu vísuorði of- aukið. Kvæði eins og „Gobelin" úr „Nye Digte“ (1913), „Stjern- erne“ (1924) og _,Metope“ (1927) eru hátindar í norskri ljóðagerð. — Fyrstu kvæðasöfn Överlands voru dálítið litlaus persónuleg lýrík, sem bar með sér lífsótta, einmanakennd og þrá eftir inni- haldi í lífinu. Meir en nokkur ann ar norskur rithöfundur varð Över land fyrir sterkum áhrifum af heimsstyrjöldinni, en þó einkum endalokum hennar, hungurein- angrun Þýzkalands og Versailles friðnum, og það svo að tímamót- um olli. Þjóðfélagsleg meðaumk- un og stjórnmálaleg og menning- arleg barátta varð einkenni á mestöllum kveðskap hans. Kvæða söfnin „Hustavler“ (1929) og „Jeg besverger dig“ (1934) eru hátindarnir í lýrík överlands. í stjórnmálaátökunum á þriðja og fjórða áratugnum var Överland lengst til vinstri og vakti þá kveð skapur hans hneykslun, and- mæli og samúð. Pólitísk kvæði hans eru gefin út í kvæðasafn- inu „Den röde front“ (1937). í síðari heimstyrjöldinni kom hann fyrst og fremst fram sem þjóðlegt skáld, og ásamt Nordahl Grieg og Gunnar Reiss-Andersen skapaði hann á ófriðarárunum skáldskap, sem hefur lifað út yfir stundar- gildi sitt og hefur varanlegt gildi. Þroskuðustu öreigakvæði er að finna hjá Rudolf Nielsen (1901- ’29). Lítið kvæðasafn „Pá sten- grunn“ (1925) kom honum á svip stundu í fremstu röð hinna yngri ljóðskálda. Einstöku kvæði hans eru hið bezta, sem fyrir finnst á norrænu máli af bylting arkenndum bardagaljóðum. Hann náði ekki að gefa út nema eitt kvæðasafn í viðbót, , PS gjen- syn“ (1926), áður en hann and- aðist snögglega á ferðalagi í Frakklandi, aðeins 28 ára gamall. Eftir andlát hans var lítið kvæða safn, „Hverdagen" (1929) gefið út. Mannleg hlýja, töfrar og inni leiki sá_ sem fram kemur í ljóð um hans. hefur áunnið honum stórs lesendahóps. Gunnar Reiss-Andersen (f. 1896) hefur síðan hann kom fyrst fram árið 1921 („Innvielsens ár“) orðið æ sérkennilegri og eftir- tektarverðari. í hreggviðrunum á fjórða áratugnum vaknaði sam- vizka hans gagnvart meðbræðr- unum fyrir alvöru, og svo ábyrgð artilfinning hans um stjórnmála- leg og þjóðfélagsleg efni, og síð- ari heimsstyrjöldin rak smiðs- höggið á þá þróun. Af kvæða- söfnum hans má nefna „Lykk- ens pröve“ (1931) þar sem er m. a. kvæðið „Til hjertene“ (,.Glem aldri henne du aldri mötte"). sem er einn gimsteinninn í norsk um ástakveðskap, „Vidnesbyrd“ (1936) og svo kvæði hans frá styrjaldarárunum, „Kampdikt fra Norge“ (1943) og ,Norsk röst‘ (1944). Landsmálsskáldið Olav Auk- rust (1883—1929) var skáld Fjalla Noregs. Hann var rót-norskur í anda og hugðist taka upp erfðina frá Eddu, Draumkvæðinu og Wergeland, en þar fyrir var hann enginn þröngsýnn þjóðrembings maður. í stórfenglegum sýnum lýsti hann baráttu góðs og ills og ákafri kristinni dultrú sinni, og allt var þetta sett fram í ein- kennilega lifandi hrynjandi. — „Himmelvarden" (1916) er áhrifa mikið kvæðasafn um leit manns ins til anda, ljóss Og eilífs lífs. í „Hamar í Hellom“ (1926’) er norskt sveitalíf þungamiðjan, en ,Solrenning“ (1930) stendur að hugmyndum nær „Himmelvard- en“. í verkum hins höfuðskálds- ins á nýnorsku. Tore Örjasæter er þungamiðjan aftur á móti and stæðurnar milli ættar og átthaga kenndar annarsvegar og útþrár innar hinsvegar, milli frelsis og ófrelsis, milli kynhvatar og sálar. „Gudbrand Langleite" (1930) er episkt-lýrískt kvæði um stríð- andi mann, sem að lokum finnur frið, er hann skynjar Krist sem hinn mikla leiðtoga. Framhald af því varð ,,Bru-millom“ (1920) og „Skuggen“ (1927). í hinu táknræna ljóði „Elvesong“ (1932) er þungamiðjan trúin á samfé- lagið og frelsandi mátt sjálfs- fórnarinnar. (Aðalritið um nútímabók- menntir Norðmarma er Philip Houm: Norges litteratur fra 1914 til 1950-árene (Oslo 1955), sem þáttur þessi aðallega byggist á.) Regína Þórðardóttir og Brynjólfur Jóhannesson í gamanleikmim „Sex eða 7“ sem Leikfélag Reykjavíkur hefur sýnt að undanförnu. Regína hefur ekki leikið í Iðnó í meira en áratug, eða síðan Þjóðleikhúsið tók til starfa og er það mikið happ fyrir Leikfélagið að fá nú tæbifæri til að njóta starfs- krafta hennar og hæfileika. Leikárinu er nú að ljúka og er næst síðasta sýning í kvöld kl. 8,30. HeildariðgjöSd Sam- vinnuírygginga 84,7 milj. AÐALFUNDUR Samvinnutrygg- inga og Líftryggingafélagsins Andvöku var haldinn á Selfossi 9. þ.m. í upphafi fundarins minntist formaður félagsstjórnanna, Er- lendur Einarsson, forstjóri, Egils Thorarensen, kaupfélagsstjóra á Selfossi, sem lézt 15. janúar sl. Fundarstjóri var kjörinn Magn ús Kristjánsson, kaupfélagsstjóri, Hvolsvelli og fundarritarar Ósk- ar Jónsson, fyrrv. alþm., Selfossi, og Steinþór Guðmundsson, kenn- ari, Reykjavík. Stjórnarform., Erlendur Einars son, forstjóri, flutti skýrslu stjórna félaganna og framkv.stj., Ásgeir Magnússon, skýrði reikn- inga þeirra og flutti ýtarJega skýrslu um starfsemina árið 1960, sem var 14. reikningsár Sam- vinnutrygginga og 11. reiknings- ár Líftryggingafélagsins And- vöku. Heildariðgjaldatekjur Sam- vinnutrygginga á árinu 1960 námu 84,7 millj. kr. og höfðu auk- izt um 21,3 millj. frá fyrra ári, eða um 33,5%. Tjónin námu 59,8 millj. kr., sem er 5,3 millj. hærri upphæð en árið 1959. Samþykkt var að endurgreiða þeim, sem tryggt höfðu hjá félag- inu kr. 7.380.906,00, sém skiptist þannig á hinar ýmsu trygginga- greinar: Brunatryggingar ’ . Kr. 2.192.713 Bifreiðatryggingar — 1.671.251 Dráttavélatryggingar — 335.666 Skipatryggingar — 1.324.724 Vörutryggingar — 1.681.628 Ferða- og slysatr. — 78.468 Byggingatryggingar — 96.996 Með þessari endurgreiðslu tekjuafgangs til hinna tryggðu, hafa Samvinnutryggingar endur- greitt til tryggingartakanna frá því byrjað var að úthluta tekjuaf gangi árið 1949, kr. 29.370.940,00. Miðað við iðgjöld lækkar kostn aðarprósentan úr 10% 1959 í 9,2% 1960. Iðgjalda- og tjónasjóðir félags- ins námu í árslök kr. 109,9 millj. og höfðu aukizt um 24,8 millj. á árinu. Útlán félagsins námu í árslok 62,4 millj. króna. Líftryggingafélagið Andvaka gaf á árinu út 196 ný líftrygg- ingaskírteini samtals að upphæð kr. 5.654.000,00. Voru 8887 líf- tryggingaskírteini í gildi í árs- lok 1960 og nam tryggingastofn- inn þá rösklega 102,4 millj. kr. Iðgjaldatekjur félagsins námu tæpum 2,7 milljónum kr. Var samþykkt að leggja kr. 310.000,00 í bonussjóð og kr. 2.375.000,00 í tryggingasjóð, sem þá nemur kr. 18.950.000,00. Að loknum aðalfundi félaganna hélt stjórnin fulltrúum og nokkr- um gestum hóf í fundarsal Kaup- félags Árnesinga. Stjórn félaganna skipa: Erlend- ur Einarsson, formaður, ísleifur Högnason, Jakob Frímannsson, Karvel Ögmundsson og Kjartan Ólafsson frá Hafnarfirði. Framkvæmdastjóri félaganna er Ásgeir Magnússon, en auk hans eru í framkvæmdastjórn Björn Vilmundarson og Jón Rafn Guðmundsson. Lögmenn: Jón Eiríksson, hdl. og Þórður F. Ólafsson, lögfr. Skrifstofa: Austurstræti 9. Sími 16462.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.