Morgunblaðið - 31.05.1961, Page 20

Morgunblaðið - 31.05.1961, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. maí 1961 f Mary Howard: ■ - Lygahúsi v.----------> 12 < (Skdldsaga) í fallegur m»ður. Stephanie hrærði sítrónuna í teglasinu sínu, og svaraði stutt- aralega: — Ég þekki ekkert til hans, nema hvað hann kærði sig ekkert um mig, eftir að mamma var dáin. — Hann var hræðilega mikið særður sagði Fauré. — Veiztu það ekki? Hún leit upp eins og henni yrði hverft við. — Nei, það vissi ég — Þú ert heimskingi, sagði hún með ávítunarsvip á gráu kerl- ingarandlitinu, og minnti þá í senn á fangavörð og barnfóstru. — Það er nú tími til kominn að gera sér Ijóst, að þú ert orðin of gömul til að vera að elta ungling. Hversvegna eftirlæturðu ekki Stevie manninn, og snýr þér heldur að hr. Jerome, sem veður í peningum og tilbiður jörðina, sem þú.... ■— Haltu kjafti! sagði Karólína og hratt henni frá sér. — Snáf- aðu út, bölvaður kerlingarbján- inn þinn. Út með þig! Carter fór út, náföl. Karólína fleygði sér á rúmið. Hún varð að hvíla sig. Bill ætlaði að koma í kvöldverð á morgun, og þá varð hún að vera eins falleg og hún gæti. Þá myndi hann sjá hana og Stephanie hlið við hlið og komast að þeirri niðurstöðu að telpan væri ekkert í samanbrfrði við hana. Hann skyldi ekki geta staðizt hana til eilífðar nóns. Það hafði enn enginn maður get- að — að John Cameron einum undanteknum. Þegar stóri, guli bíllinn þaut út úr St. Remo á heimleið til Monte Carlo og Nice, sagði Ste- phanie: „Það væri gaman að vita, hversvegna Karólína var svona áfjáð í að láta mig fara með þér í dag. Claude Fauré leit á alvarlegt andlit hennar og brosti. Sam- band þeirra hafði tekið breyting- um síðan hann ók henni til Nice að velja vínin fyrir frænku henn ar. Hann var hættur að koma fram við hana eins og við aðrar konur — ekki af því að hann væri minna hrifinn af henni heldur af hinu, að honum var farið að þykja vænna um hana en nokkra manneskju, sem hann hafði áður fyrir hitt. Hún var svo ólík Karólínu, sem vildi alltaf láta hann snú- ast kring um sig og Sally Row- land, sem vildi, að hann elskaði sig. Hún heimtaði ekkert af hon- um, og hafði heldur ekkert að gefa honum. Og það, að hann hafði gert sér þetta að góðu, hafði orðið til þess, að þau gátu verið vinir og kunningjar í fullri hreinskilni. En Stephanie fyrir sitt leyti tók eftir því að þetta girndar- bros á andliti hans var horfið, og að hann var ekki eins orð- hvatur og áður. Hún kunni æ betur við hann eftir því sem tím- inn leið. Hún leit nú til hans og sagði, eins og hún væri að velta ein- hverju fyrir sér: — Ég á við, að ef Karólína var svo æst í þetta postulín, skyldi maður halda, að hún vildi velja það sjálf. Nú get- ur hún vel orðið óánægð með það, sem ég kaupi. — Kannske hún hafi líka bara viljað koma þér í burt. — Hún hefði nú ekki þurft annað en segja það. Ég sétlaði hvort sem var að hitta Bill í dag, seinni partinn. — Kannske hún sé að ágirnast hann sjálf? sagði Fauré. — Það væri hlægilegt. Til hvers ætti hún að vera að því? Hún sem ætlar að fara að gifta sig, alveg á næstunni, ágætum manni. — Þú virðist hafa mikla trú á henni ennþá. Stephanie hleypti brúnum. — Æ byrjaðu nú ekki á þessu aft- ur, Claude. Þú veizt, að hún hefur verið mér mjög góð. — Já, og tekur líka út á það, svo að hún sleppur skaðlaus, stríddi Claude. Hún roðnaði. — Gott og vel, ég veit ósköp vel, að Karólína er eigingjörn og heimtufrek. En henni hefur líka verið spillt með óhóflegu eftirlæti, að ég held, vegna þess hvað hún er lagleg. Og svo hefur hún vanizt á að heimta tekið tillit til sín. — Slúður! Karólína er fædd eigingjörn. Þú ert líka falleg og bráðlega verður farið að dekra við þig. en ég skal hengja mig upp á, að þú verður aldrei eins og hún. Þú líkist henni mömmu þinni. Þau fóru nú gegnum tollinn og í Menton stanzaði Fauré fyrir framan lítið veitingahús, og sagði: — Við höfum kappnógan tíma og ég er búinn að vinna fyrir einum gráum. Þegar þjónninn hafði borið þeim glösin, sagði hún: — Ég vissi ekki, að þú þekktir hana mömmu. — Jú, ég þekkti hana vel. Við vorum samtímis í London þegar við vorum ung. Ég þekkti líka hann pabba þinn. Hann var ekki. Hann var austur í Burma. Og svo skrítilega vildi til, að annar maðurinn hennar Karólínu var yfirmaður hans, Sir Raymond Courtney — og þeir lentu í fangelsi saman. Sir Raymond dó, en pabba þínum batnaði. Hefur þér aldrei dottið í hug, að það gæti verið erfitt fyrir mann með langa sjúkrahúsvist fyrir hönd- um að taka að sér móðurlaust barn? — Ég hafði enga hugmynd um þetta, og ég hélt bara, að hann kærði sig ekkert um mig. Og svo heyrði ég seinna, að hann hefði gift sig aftur. — Kannske hefði hann alls ekki getað haft þig hjá sér? sagði Fauré. — Getur verið, sagði Stephaie dræmt. — Já.... kannske hefur það verið þessvegna.. Einhvers- staðar í meðvitund hennar var gamalt sár og óvildartilfinning gagnvart föðurnum en nú hvarf þetta eins og dögg fyrir sólu. Hún brosti til hans og sagði. — Þakka þér fyrir, að þú sagðir mér þetta. En hversvegna hafði Karólína ekkert sagt henni? Hvað ástæðu gat hún haft til að þegja yfir þessu, nema ef vera skyldi þá, að hún vildi tryggja sér þakk- læti hennar fyrir eigin göfug- mennsku í sambandi við van- rækslu föður hennar? Stephanie reyndi að kæfa þenna grun í fæð ingunni, en það var eins með hann og meðvitund hennar um eigingiirni og hégómagirnd frænk unnar: það var hægra sagt en gert að láta það eins og vind um eyrun þjóta. í fyrsta sinn langaði hana ekk- ert heim. í stað þess þráði hún að komast til Bill í staðinn. Það var sama hvað Karólína segði eða gerði; hún skyldi hitta hann í kvöld, hvað sem tautaði. Þegar þau Fauré komu út úr veitingahúsinu, heyrði hún nafn sitt kallað og er hún leit við, sá hún frú Rowland spölkorn frá sér. Hún hinkraði eftir henni, en Fauré gekk að bílnum á meðan. — Hvernig líður þér, Stephan- ie? sagði frú Rowland. — Þakka þér fyrir_ ágætlega. — Þú hefur víst nóg að gera hjá henni frænku þinni. Ég vona, að Sally tefji ekki alltof mikið fyrir þér. — Sally.... Stephanie snar- þagnaði, og varð bilt við, er hún varð vör við kuldann í orðum frú Rowland. — Það getur varla heitið, að við sjáum hana, sagði frú Row- land. — Sjálfsagt er glæsilegt samkvæmislíf þarna í Villa Chrystale, en mér finnst, Ste- phanie, að þú ættir að halda aftur af henni. Ég er ekkert hrifin af, að hún sé þarna á hverju kvöldi og komi svo ein heim með síðasta áætlunarbílnum. Stephanie var rétt búin að Mörg blöð hafa birt árásar- greinar Markúsar á Goody-goo auglýsingarnar á forsíðu. — Líttu á þessi blöð Axel . . . Þau ráðast miskunnarlaust á okk ur! Það er einmitt það sem ég vildi . . . Nú færð þú að sjá að salan stóreykst! — Það er hugsanlegt . . . Hins- vegar getur þetta eyðilagt fyrlr okkur, Georg! — Fjarstæða! — Ég vona að þú hafir á réttu að standa, vegna hennar Jessie. Annars er ég að fara að taka á móti henni. Skipið er væntanlegt á hádegi! svara að hún hefði alls ekki séð Sally alla vikuna, en áttaði sig í snatri. Það var engin ástæða til að fara að auka erfiðleikana heima fyrir hjá Sally, með þvi að koma henni í skömm, en hún hefði nú að minnsta kosti getað látið hana vita, að hún væri. að nota hana fyrir skálkaskjól. Hún róaði frú Rowland, eftir því senl hún bezt gat og sneri síðan til bílsins og reiðin sauð í henni. — Var hún eitthvað önug? spurði Fauré hana, svo sem í tilraunaskyni. — Já, og það var von, svaraði hún vesældarlega. — Sally Row- land hefur verið að segja mömmu sinni, að hún sé hjá mér upp á hvern dag og oft á kvöldin! Ég hef hana ekki augum litið síðan Karólína kom heim. Hún skal bara bíða þangað til ég sé hana! Fauré hló vandræðalega. — Þú hefur vonandi ekki sagt mömmu hennar. að þú hafir alls ekki séð hana? — Vitanlega ekki. — Sjáum til! Eitthvað í tóni-n* um gaf til kynna, að honum léttii stórum við þessa fregn, en sjálft andlitið tók engum svipbrigðum heldur var eins og það átti að sér, rólegt og vingjarnlegt. ailltvarpiö Miðvikudagur 31. maí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 10:45 Utvarp frá Reykjavíkurhöfn: — Lýst komu Noregskonungs í opinbera heimsókn til íslands. ~ Leiknir þjóðsöngvar Noregs og íslands. 12:00 Utvarp frá Alþingishúsi: Lýst athöfn á Austurvelli, er Noregs- konungur leggur blómsveig að varða Jóns Sigurðssonar. 12:15 Hádegisútvarp (Tónl. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegis.útvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónl. — 16:30 Veð- urfregnir. 18:30 Operettulög. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:20 Norsk tónlist. — Útvarp frá veizlusal að Hótel Borg: Forseti íslands og konungur Noregs flytja ræður. 21:30 Erindi: Noregur nútímans. (Har aldur Guðmundsson ambassador) 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 „Fjölskylda Orra", framhalds* þættir eftir Jónas Jónasson. Sjötti þáttur: „Megrun". — Leiic endur: Ævar Jl. Kvaran, Guð-* björg Þorbjarnardóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Nína' Sveinsdóttir. Valdimar Lárusson og Ríkarður Sigurbaldursson. Höfundurinn stjórnar flutningi. 22:35 Norsk lög af léttara tagi. 23:10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 1. júnl 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (12:15 Fréttir). 12:30 Útvarp frá guðsþjónustu í Bessa* staðakirkju, að viðstöddum Nor* egskonungi og íslenzku forseta* hjónunum (Biskup íslands, herra Sigurbjöm Einarsson, prédikar; séra Garðar Þorsteinsson prófast ur þjónar fyrir altari). 13:10 Tilkynningar. 13:30 „Á frívaktinni", sjómannaþáttuf (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:01 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónl. — 16:30 Veð- urfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:15 Norsk tónlist: a) „Galdreslátten**, sinfónískur dans með passacaglíu eftir Harald Sæverud (Fílharmonr íusveitin í Osló leikur; Öivin Fjeldstad stj.). b) „Karneval í ParísM op. 9 eftlr Johan Svendsen (Konunglega óperuhljómsveitin í Covent Garden leikur; John Holling* worth stjórnar). 20:35 Úr Heimskringlu (Helgi Hjörvar) 20:55 Tónleikar: Walter Gieseking leilc ur lýríska píanóþætti eftir Grieg. 21:15 Erindi: Framkvæmdir Frakka f Alsír (Eiríkur Sigurbergsson við skiptafræðingur). 21:40 íslenzk tónlist: Lagaflokkur eftir Skúla Halldórsson við ástarljóð Jónasar Hallgrímssonar (Þuríð- ur Pálsdóttir, Kristinn Hallsson* og Kristinn Hallsson og hljómsv. . Ríkisútvarpsins flytja; Hana Antolitsch stjórnar). \ 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Úr ýmaum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 22:30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 2 í B-dúr eftir Johan , Svendsen (Fílharmoníusveitin í Osl<á jj leikur; Odd Griiner-Hegge stj.), ■ 23:00 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.